Vísir - 11.03.1969, Side 4

Vísir - 11.03.1969, Side 4
Dulbúinn generáll setti lífvörðinn á annan endann Jt Æ ■| xifc-SSf* í Ekkert haggar... Englendingar eru alltaf samir við sig, og til marks um það get- um viö sagt ykkur frá atviki. er átti sér stað á flugvellinum við Donington-kastala nýlega. Flugvél af Viscount-gerð frá Midland Airways, sem var á leið frá Glasgow með 52 farþega inn anborðs, lenti f grenjandi stór- hríðarbyl og þurfti að lenda viö Donington-kastala, en á lendingar brautinni brotnaöi nefhjólið og vélin rann á maganum töluvert eftir brautinni, áður en hún stöðv aðist með miklu braki og brest- um. Þá hafði þakið rifnað upp, svo vélin var næstum í tveim hlutum. „Enginn lét sér bilt við verða“. sagði Neil Coleman, sem var með al farþeganna, en hann er maður fimmtugur að aldri. „Ég flýtti mér út um neyðarútganginn, enda var ég næstur honum, og síðan rétti ég hinum hjálparhönd á leið þeirra út. Fyrst var mér rétt lítið barn. Það skellihló að öllu saman og ég gat ekki á mér setiö, heldur rétti því brjóstsykurmola. Næstur kom út maður um þrí- tugt, sem tók að gá til lofts um leið og hann hafði rétt úr sér, og hann spurði mig hvort ég hefði nokkuð heyrt veðurspána. Þannig voru allir sallarólegir." Því segjum við það. Þaö fær ekkert haggað tjallanum. Ekkert svona hér, takk... Mexíkó var alveg staðráðið í því að láta tízkufrömuðinn Oscar de Ia Renta, ekki komast upp með það að sýna sínar „klúru tuskur” þar í landi. Þegar hinn spænskættaði tízkuteiknari lenti í Acapulco, hafði hann meðferð- is hlaða af gegnsæjum flíkum — hans „spesíal" — sem ætlunin var að hann sýndi á einkasýningu þar í borg. Með miklu írafári — sem hver meðal smyglari he'ii þótzt full- sæmdur af — voru sveitir lög- reglu- og tolleftirlitsmanna send ar heim til gestgjafa hans. og öll sýningarfötin voru gerð upptæk. De la Renta varð að aflýsa sýn ingunni og um leið og hann steig upp í flugvélina, á leið sinni úr landi sór hann þess dýran eið, „að á mexíkanska grund skyldi hann aldrei stíga fæti sínum aft ur“. Um leið komu tollverðirnir aðvífandi og afhentu honum fötin aftur, en gáfu honum þessa skýr- ingu: ,.Við héldum, að þú mundir kannski selja þau hérna“. Brandarakarl í vandræðum Brezka brandarakarlinum, Johnny Pace, stekkur ekki bros á vör þessa dagana, enda ekki því að búast, eftir það, sem kom fyrir hann um daginn. Einhver óprúttinn náungi brauzt inn í bíl- inn hans og stal þaðan ferðatösku sem innihélt 3.000 brandara í spjaldskrárröð. Bröndurunum, sem hann hefur flutt um ævina. hafði hann haldið vel til haga, og flokkað þá í „póli tíska brandara", „heimilisbrand- ara“ o.s.frv. og við hvem brand- ara var merkt, hvenær hann hafði veriö fluttur síðast og hvern ig honum hafði verið tekið. „Þetta er verra, heldur en þeg ar verkfærum iðnverkamanns er stolið", sagði Johnny. „Nú verð eg að bjargast við 200 brandara eða svo, sem mig rétt rámar í.‘‘ Lífvörðurinn við sænsku kon- ungshöllina í Stokkhólmi fékk að svitna undir flibbunum sínum um daginn, þegar fram á sjónarsvið- ið kom hershöföingi, sem vildi ráðskast með allt og alla. Með stakri smásmygli leit hann eftir því, að einkennisbúningur mannanna væri eins og vera ber, og þurfti ekki mikið út af að bera til þess að viökomandi fengi yfir sig skammadembu. Hann spýtti út úr sér fyrirskipunum á báöa bóga og fór jafnvel varðstjór inn sjálfur ekki varhluta af því. Sá stóð beinn eins og spýta, meö samanbitnar tennur og gætti þess að ekki hreyföist dráttur í and- liti hans, meðan hershöfðinginn geisaði. (Úr glugga í höllinni fylgdist Svíakonungur með öilu, sem fram fór.) Hershöfðinginn var þó ekki svo upptekinn við iðju sína og skyldu störf, aö hann gæti ekki gefiö sér tíma til viötals við sænska sjónvarpið, sem einmitt í þessu var þarna viðstatt. Það vakti að vísu nokkra undr un varðstjórans, að hershöfðing- Friðrik níundi Danakonungur er maður einkar áhugasamur um róðraríþróttina. eins og kom fram þegar hann ákvað að gefa 100 þúsund kónur (danskar) sem Kaupmannahöfn gaf honum í af- mælisgjöf á sjötugsafmælinu, f sjóð til eflingar íþróttinni. Þessi áhugi konungsins stafar frá þeim dögum, þegar hann var einn af fremstu ræðurum róðrar- klúbbs danskra stúdenta. Þá reri inn gaf annaö veifið nokkuö skrítnar fyrirskipanir, en hann gætti þess, aö láta ekki yfirboð- ara sinn merkja það á sér. Hers höfðinginn skipaði: ,,Hægri snú!“ þ 0ar Gunnar Svensson liðsfor- ingi, (varðstjórinn) skipaði: — „Vinstri snú! Gakk!“ Þetta olli smám saman mestu ringulreið £ rööum lífvarðanna og varðstjóranum leið litlu betur. Það tók þó út yfir allan þjófa- bálk, þegar hershöfðinginn tók ,sig út úr hópnum og gaf sig á tal við óbreytta borgara, sem safnazt höfðu að. Að vísu urðu skipanir hans strjálli, en Gunnar liðsforingja fór þá að gruna margt. Allan tímann höfðu kvik- myndavélar sjónvarpsmanna suð að og suðað. Svensson, varöstjóri fór og kynnti sér hjá æðri stöðum rétt- mæti þess, að hershöfðinginn væri að sletta sér fram í vakta- skipti lífvarðanna. Kom þá í ljós, að generállinn var öekta — hreint og beint svikahershöfðingi. Rannsókn var látin fara fram og kom þá í Ijós að það voru nem hann meðal annars með Guð- mund Schack, núverandi form. ólympíunefndarinnar. En sem sagt, hann ákvað að leggja peningana í sjóö, sem kenndur skyldi við hann, og styrkja skyldi róðurinn í Dan- morku. Þeir í samtökum róðrarfélag- anna gáfu hans hátign í staðinn vindlakveikjara úr gulli. endur hjá sænska útvarpinu, sem að þessu gabbi stóðu. Þeir á fréttastofu útvarpsins fullyrtu að nemendurnir hefðu fengið leyfi heryfirvalda, ef þeir aðeins gættu þess að trufla í engu starf líf- varöanna. Herinn hefur hins veg Fyrir 10 árum vakti hann öf- und karlmanna um víða veröld, eða hvarvetna sem hróður Brig- itte Bardot hafði borizt. Þá naut hann einn hylli hennar og þau voru nær óaðskiljanleg. En ástar- ævintýrið hlaut endi, eins og svo mörg önnur, og hann hvarf í skuggann. Hinn 36 ára gamli söngvari og gítarleikari, Sacha Distel, hvarf ar aðra skoðun á máiinu, og frekari rannsókn verður látin fara fram en kvikmyndin sem tekin var, verður ekki sýnd í sjónvarp inu. Það var alveg skrúfað fyrir það. þó ekki alveg í gleymskuna, þótt hann nyti ekki lengur hylli þokka- dísarinnar B.B., því í Frakklandi hefur hann alla daga verið í flokki vinsælustu dægurlaga- söngvara. Hér sjáum við hann í London ásamt konu sinni, Francine Bre- aud frönsku skíðadrottningunni, en þau giftust 1963 og hafa lifað í afar hamingjusömu hjónabandi. Hér sjáum við Friðrik 9. undir árinni, en maðurinn, sem snýr baki í myndavélina, er Guðmund Schack, og situr hann við stýrið. en þeir eru gamlir róðrarfélagar, hann og konungurinn. Það er kominn vorhugur í þá í Chicago og þessa mynd tók einn blaðaljós- myndarinn af svönunum í dýragarði Lincoln Park, því honum þótti sem svan- irnir væru ein- mitt að leggja áherzlu á vor- rómantíkina, þegar þeir með löngum og mjó- um hálsum sín- um mynduöu hið klassíska merki ástarinn- ar — hjartaö. ÉbftflBlfSKSBESSg Fyrrum var kóng- urinn róðrarkarl e- Hvað varð um hann? \

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.