Vísir - 11.03.1969, Page 16
Þriðjudagur 11. marz 1969.
TRYG®3M®f
IHPMB TO - Sái «121 Sqkjnt
INNRÉTTINGAR.
S'lDJMÚLA 14 - SÍUI 35646
Gerir alla ánægða
Beið í þrjár vikur
vegna verkfallsins
12-1400málverkum þarf að koma
/ aðgengilegri geymslur
— Athugun gerð á húsnæði Þjóðminjasafns og Listasafns
Brúarfoss er væntanlegur til
Reykjavíkur þann 21. marz eftir
sögulega ferð. Sem kunnugt er
stöðvaðist skipið í New York
vegna verkfalls hafnarverka-
manna þar, og tafðist það mikið
að útivistartími skipsins verður
óvenju langur að þessu sinni.
Brúarfoss fór héöan hinn 4. jan.
í kví f Hamborg þaðan til Dublin
og tók þar kjötfarm til að flytja
til Bandaríkjanna. Lá hann í New
York frá 1. febrúar til 15. febrúar
er verkfallið leystist, en erfiðlega
gekk aö losa skipið vegna skorts
á vinnuafli og tók það 10 daga í
viðbót. Beið útgerðin töluvert tjón
af þessum sökum.
Frá New York fór Brúarfoss til
Norfolk til að lesta kom en hing
að er hann svo væntanlegur eftir
rúmlega tveggja og hálfs mánaðar
útivist.
ATHUGUN hefur tarið
fram á því, hvaða gallar
séu á húsnæði Þjóðminja
safns íslands og aðstöðu
Listasafns íslands í
sama húsi. Var málið
rætt á Alþingi í gær. Var
embætti húsameistara
rikisins falifL' að^ gera -
þessa athugun og kom
þetta m. a. í ljós:
Að mjögskorti á aðhitalögn húss
ins væri sem skyldi og sé orsak-
anna að leita til þess enska
fyrirtækis, er á sínum tíma var
falið að sjá um verkið. Telur emb
ættið að nauðsynlegar lagfær-
ingar á hitakerfi hússins í heild
séu all kostnaðarsamar. Þá var
talið mikilvaagt að ganga frá þak
brún hússins hið fyrsta. Allmik-
ið sé af sprungum við þakbrún,
er gætu verið lekar, þannig að
regnvatn kæmist í gegnum þær.
Lagfæring þessi sé einföld en
kostnaðarsöm. Einnig þurfi að
athuga breytingar á gluggum á
þann veg að koma megi við tvö
földu gleri. Annað, sem æskilegt
væri að gera sé loftræstikerfi
í húsið með ákveönu rakastigi
fyrir safngripi.
Um aðbúnað Listasafnsins á
efri hæð hússins sé það að segja,
að hann sé efckl sem skyldi. —
Húsið sé ekld ráðgert fyrir lista-
safn þeirrar stærðar, sem þar er,
Og af sömu ástæðum eigi ver-
ið séð fyrir neinu teljandi at-
hafhasvæöi, svo sem nægilega
geymslurými utan sýningarsala,
er hlýtur að vera höfuöskilyröi
fyrir Listasafn ríkisins og við
aukna geymsluþörf, þrengi að
sýrringarsvæði í safninu.
Sjá verði fyrir nægiiegu
geymslurými á aögengflegum
stað utan núverandi húsnæðis
safnsins meðan sjálfstætt Lista
safn er ekki byggt. AHt að 12—
14 hundruð málverkum þurfi
að koma þannig fyrir í aðgengi-
legri geymslum.
mm
S"""v!
||
■ÍlfllJlllll
■' z ■■
Róðstefna um
verzlunarmól í dag
■ Ráðstefna um verzlunarmál
verður haldin að tilhlutan Full-
trúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík að Kótel Loftleiðum
dagana 11. —13. marz og er þátt-
taka heimil öllum áhugamönnum
um verzlunarmál. er fylgja Sjálf
stæðisflokknum að málum. —
Meðal þeirra, sem flytja ávörp
eða svara fyrirspurnum á ráð-
stefnunni má nefna ráðherra
Sjálfstæðisflokksins og borgar-
stjórann í Reykjavík, Ólaf Björns
son prófessor Sigurð Magnússon
frkstj. K.l. og Björgvin Schram
form. F.Í.S.
í:':: .:
; :
Borg og bófur
í vetrarskrúða
Borgin er í vetrarskrúöa núna.
Eirniig er kuldalegt um að litast,
þegar komið er niður aö höfn.
Þar liggja klakabrynjaðir bátar
við bryggju. ísing hefur verið
mikil á miðunum undanfarið og
hafa sjómenn stundað íshögg,
þegar að landi er komiö. Ekfci er
annaö á myndinni að sjá en að
höfnin sé lögð þunnu íslagi. —
(Ljósm. Birgir Guðbjartsson.)
Mestar líkur til, að mennirnir
sex hafi aldrei vaknað
Engar sannanir enn, að kviknað hafi i út frá
kyndiklefa
9 Það eru mestar líkur til þess
að mennirnir sex, sem fórust
um borð í Hallveigu Fróðadótt-
ur, hafi aldrei vaknað, sagði
"mil Ágústsson borgardómari í
viðtali við Vísi i gær, en hann
tvrir sjórétti vegna slyssins.
"ramburður þriggja háseta var
ekinn á laugardaginn. Einn
eirra var á stýrisvakt. Hann
evrði aldrei neina sprengingu,
"n sá aðeins skvndilega hvar
níkinn reyk lagði úr vistarver-
’m háseta frammi I.
Hinir hásetamir tveir, sem voru
firheyrðir komust báðir naum-
ega út. Annar vaknaði við reyk-
inn, en hinn við köll. Var annar
"eirra í lúkarnum, þar sem menn-
rnir fómst. Hann kallaði til þeirra,
en hafði engin tök á því að ná
beim út, enda var enginn tfmi til
stefnu.
Við sjóréttinn hefur það komið
fram, að reynt var að komast að
■mönnunum í gegnum neyðarút-
gang, sem liggur úr lúkarnum aftur
í netalestina. Lúgu, sem er á milli,
er þó aðeins hægt að opna innan
frá og tókst skipverjum ekki aö
sprengja lúguna upp.
Ekkert hefur komið fram, sem
sannar ótvírætt, að upptök eldsins
hafi verið í kyndiklefanum. Hugs-
anlegur möguleiki er, að kviknað
hafi í út frá .afmagni eða jafnvel
tóbaki, en nokkur ölvun mun hafa
verið um borð og því hugsanlegt
að óvarlega hafi verið farið með
eld
Yfirheyrslum verður haldið á-
fram í dag. Vik skipverjanna verða
ýmsir, sem viöriðnir voru björgun
araðgerðirnar kallaðir fyrir rétt,
eins og slökkviliðsmennirnir 2 og
bandaríski sjúkraliðinn en hann hef
ur haldiö því fram, að ef til vill
hefði mátt bjarga einhverjum af
mönnunum sex, ef tekizt hefði að
komast fyrr niður til þeirra.
Bílar lækka um22-55þás.
Ákveðið hefur verið að láta lækk I isbreytinguna með hinu hærra leyf
un þess ná til allra bifreiða, sem isgjaldi og geta innflytjendur snú-
tollafgreiddar hafa verið eftir geng ið sér til tollstjóraembættisins með
I endurgreiðslubeiðni.
Mikill hrognkelsa-
hugur í Húsvíkingum
30-35 trillur að búást til grásleppuveiða
Leyfisgjöld af bifreiðum lækka
um þessar mundir úr 90% í
60%. Lækka gjöld af jeppabif-
reiðum úr 30% í 15% og sömu-
leiðis gjöld af leigubílum og
kennslubifreiðum en þeir bif-
reiðastjórar. sem hafa leiguakst-
ur og ökukenntlu að aukastarfi
skulu greiða 45% gjald við toll-
afgreiðslu í stað 60%.
Blaðið haföi samband viö nokk-
ur bifreiðaumboð í morgun og
spurðist fyrir um verðlækkun á hin
um ýmsu bifreiðategundum. Var
víðast hvar verið að reikna út nýja
verðið á bifreiðunum, og sums staö
ar fengum við aðeins ágizkaðar töl
ur. Volkswagen 1200 lækkar úr 230
þús. í 208 þús og Volkswagen 1300
lúr 255 þús. í 233 þús. Þá er reikn
að með að Skoda MBT lækki úr 229
þús. í rúm 200 þús. og Skoda MB
Standard úr 241 þús. í nál. 215 þús.
Ford Cortina lækkar úr 311 þús.
í 282 þús., Bronco úr 489 þús í 453
þús. og stórir amerískir bílar, t.d.
Fairlane úr 650 þús. í 595 þús.
Á Húsavík er nú naumast hugs
aö um annað en grásleppu. Búizt er
við að 30 til 35 trillur stundi hrogn-
kelsaveiðar í vor. Fyrstu netin voru
lögð fyrir rauðmagann snemma í
febrúar og hafa Húsvíkingar því
haft nóg af honum í soðiö siðustu
vikurnar. Nokkuð af aflanum hef
ur verið flutt til Akureyrar.
Grásleppan er að byrja að koma
inn undir landsteinana núna og
fá trillumar fáein stykki í net, en
fullur kraftur kemst ekki á veiðina
’fyrr en upp úr miðjum mánuðin-
um. Grásleppan sjálf er Iítið nýtt
en hrognin hafa sem kunnugt er
verið í háu verði.
Hefur ekki í mörg ár verið jafn
líflegt yfir hrognkelsaútgerðinni á
Húsavík og í ár.
Fjórir bátar róa með net frá
Húsavík. tveir með línu og einn er
á togveiðum. Vertíðaraflinn var að-
eins 50 tonn i janúar en 167 tonn
í febrúar og fer batnandi.