Vísir - 23.04.1969, Page 9

Vísir - 23.04.1969, Page 9
VÍSIR . Miðvikudagur 23. apríl 1969. „Tíð og snörp kuidaköst einkenni vetrarins // — segir Adda Bára Sigfúsdóttir i vetrarannál Adda Bára Sigfúsdóttir, veö- urfræðingur segir frá vetrar- veðráttunni á þessa lund:' — Hér í Reykjavík er þetta fjórði veturinn . röö, sem er undir meðallagi. Meöalhitinn í vetur var mínus 0.9 stig, sem er 1.4 stig undir meðallagi. Þetta er mjög svipaður hitj og var í fyrra. Veturinn núna er aðeins 0.1 stigi hlýrri en veturinn í fyrra, en þó er þetta ótvírætt betri vetur. Stormar voru fá- tíðari. Nú voru aðeins 9 storm- dagar en f fyrra voru þeir 15. Snjór var óverulegur. Mestur mældist hann 10—11 cm í fjóra daga laust fyrir miðjan marz. Veturinn allur var mjög snjó- léttur og mun minni snjór en í fyrra, þegar var töluverður snjór meirihluta vetrar og eitt af einkennum hans. Þó að veturinn hafi verið í heild undir meðallagi þá var hlýtt í vetrarbyrjun og í vetrar- lok. það er að segja fyrrihluta desember og síðari hluta marz, en hinn sígildi „veðurstofu vet- ur“ nær yfir mánuðina des.— marz. Það, sem gerði, að allir mán- uöimir voru undir meðallagi, líka febrúar og marz, voru mjög tíð og snörp kuldaköst sem voru eiginlega einkenni vetrar- ins. í kuldakastinu 5.-8. fe- brúar fór hitastigið niður í 17.6 stig, sem er mesta frost, sem mælzt hefur í Reykjavík frá því árið 1919. Akureyri á lengri kuldasögu en Reykjavík, því þetta er fimmti veturinn, sem hiti er undir meðallagi þar. Þar er með- alhitinn mínus 3.6 stig en með- alhitinn í vetrarárferði er mínus 0.9 stig. Þetta er því tiltölulega miklu harðari vetur á Akureyri en í Reykjavík. Svo urðu Akur- eyringar fyrir þessu fádæma fárviöri 5. marz sem ekki bætti úr vetrinum fyrir þeim. Þetta eru þeir tveir staðir, sem gefa svipmynd af veðráttu vetrarins á Norður- og Suður- landi. — Margir hafa verið að velta því fyrir sér hvort ný ísöld eða kuldaskeið sé að renna upp? — Veðrið er þannig, að það skiptast á köld og hlý skeið og hvort við eigum eftir að bæta við okkur nokkmm köldum vetrum, veit ég ekki en þó er það orðið nokkurt tímabil, sem við höfum búið við kaldari veðr- áttu en árin á undan. — En hvað um sumrin? — Það er orðið langvarandi, hvað sumrin eru oröin köld. Þau hafa yfirleitt verið svöl öll sömun eftir árið 1950, þá hafa þau svo til öll orðið töluvert undir meðallagi. Það hefur því verið töluvert kuldaskeið í köldum sumrum og köldum vetrum og er ekkert hægt að segja um það hvenær það endar. „Norðanrokveggur alliYÍUir" ■ „Staddur utan dyra kl. 12.20 horfði ég til fjalls í vestur þegar öndverðir vindar léku um kinnar mér. Eg hafði spyrnt móti sunnanstormi og leit nú um öxl og stóð þá norðanrokveggur alhvítur með fram Bjarginu og féll þegar yfir þar sem ég ctóð“. Þessi tilvitnun er ekki tekin úr gömlum annál heldur úr veðurfarsbók vitavarðarins á Hornbjargi, Jóhanns Péturs- sonar, hinn 16. febrúar í vetur. Þá gerðust þau tíðindi, að frost féll niður um 15,5 stig á þrem klukkustundum að Hombjargsvita. Þetta er einn af viðburðum veðurannáls vetrarins sem vikið er að á síðunni. — Síðasti vetrardagur er í dag. Mannfólkið horfir mót hækkandi sólu eftir enn einn langan vetur. Bíll'nn. sem fauk í ofviðrinu 5. marz, sem er Akureyringum einkar minnisstætt. Borgarbúar fengu að kenna á kuldaköstunum í vetur. .Þegar einu sinni er komið kuldaskeið. vill það haldast' segir Páll Bergftórsson veðurfræðingur og kennir sjávarkuldanum um Páll Bergþórsson, veðurfræð- ingur segir um veðráttuna, að- allega ísinn: — ísinn hefur veriö einhvers staðar við landið í alls 11 vikur í vetur. Þá er reiknað einfald- lega með því hversu marga daga hann hefur sézt einhvers staðar frá ströndinni. Til sam- anburðar við það sem hefur veriö undanfarin ár er þetta töluvert meira en eins er að gæta og það er, að það hefur ekki verið nema hálf önnur vika samaniagt, sem hann hefur hindrað siglingar í vetur. Ekki nema um það bil 10 dagar, sem sigling hefur verið mjög torveld eða ófær einhvers staðar við ströndina vegna íssins. Að þessu leyti er ísinn ekki nærri eins meinlegur í vetur og hann var í fyrra, en aftur á móti hefur hann haft sín áhrif. Það leikur enginn vafi á því, að hann hefur töluvert kælt loftið yfir landinu í vetur og þetta kemur aðallega fram í hvert skiptið, sem hann hefur komið á norðan. Menn hafa tekið eftir því, að allir þessir kuldakaflar hafa verið ó- venju harðir, þó að hitastigið í öðrum vindáttum hafi verið ó- sköp venjulegt miðað við önn- ur ár. Mánuöina desember til marz var hitinn 1.4 stig undir meðal lagi í Reykjavík en á Akureyri aftur á móti 2.7 stig undir meðallagi eða helmingi meiri frávik þar. Svo þetta er annað aðaleinkenni áhrifanna af fsnum, að kælingin veröur sterkari á Norðurlandj en á Suðurlandi. — Hefur ísinn ekki hagað sér ákaflega undarlega í vetur, ým- ist færzt nær landinu eða fjar- lægzt það? — Þaö er í rauninni happ- drætti, þegar ismagnið er svona mikið hvort ísinn leggst fast að landinu eða laust. Það fer eftir því hvort það kemur einhvem tíma vetrar nógu langvinn norðanátt til þess að keyra hann nógu fast upp að landinu. Það má segja hvað snertir vindana í vetur, að þeir hafa veriö mjög hagstæðir til að halda ísnum frá landinu. Það finnst mér benda til þess, að það geti veriö verulegt magn fyrir Norðurlandi og íshætta mikil, sem ekki sé hægt að rekja til inda sama vetrar heldur verði að rekja þetta mikla ísmagn fyrir Noröurlandi til annarra áhrifa en til vind- anna. Ég tel t.d. sennilegast að hefði þessi vetur, með sömu vindum komið fyrir 10 árum þá hefði á þeim t'.-.a enginn ís sézt við landiö. Það þýðir það, aö það er sennilega sjávarkuldi norðurundan sem verður að rekja ís hvers vetrar til/ Að öllum líkindum er það ástand sjávarins þarna norðurundan, sem er sterkasti þátturinn. Kuldinn í yfirborðslögum sjáv- arins er haldinn ákaflega mikilli tregðu. Þegar hann er einu sinni kominn þá má telja að hann haldist mánuðum saman eða lengur. Þar er helzt að leita möguleikanna á því að segja eitthvað fyrir um hafís við land- ið. — Þýðir þetta e. t. v. að ný ísöld sé að renna upp? — Það kemur inn á það, Það er greinilegt að þegar einu sinni er komið kuldaskeið hér þá vill það haldast áfram. Eins er það með hlýindaskeiö og það held ég að liggi í sjónum. Þá segir Páll, að svæðið norðurundan sé lítiö kannað vegna þess, að það sé fyrst núna síðustu árin, sem ís hefur verið svo nálægt landi, að hægt sé að kanna orsakir hans og fá aukna vitneskju um hann, en fyrir 1920 þegar var annað ístímabil voru aðstæður allar ófullkomnar til rannsókna. Nú séu það lofthitamælingar við Jan Mkýen, sem helzt geti bent til þess hversu mikill sjávar- kuldinn sé. Og hverju hann spái um ís- mánuöina tvo, sem eftir eru, maí og júni? — Mér finnst þaö góðs viti hvað ísinn hefur fjarlægzt síð- ustu vikuna og það eru mögu- leikar á því aö við losnum viö hann, en hins vegar var ísinn í vetur meiri en ég hafði búizt við og heldur sennilegra, að ís- inn eigi enn eftir að flækjast töluvert fyrir okkur næstu tvo mánuði. Frostið varð hiö mesta sem komið hefur 1 hálfa töd f Reykjavík. \

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.