Vísir - 05.06.1969, Síða 13

Vísir - 05.06.1969, Síða 13
V í SIR . Fimmtudagur 5. júní 1969. KJALLARASIÐAN 13t Hálfnað kjörtímabil Eftir að kjaradcilan hafði verið leidd til lykta og sú ó- vissa sem hún skapaði var úr sögunni, leið ekki langur tími þar til pólitískt hugsandi menn tóku að renna augun- um fram á við til næstu þing- kosninga árið 1971 og með bæja- og sveitastjórnarkosn- ingar að ári í huga. Kjörtímabil Alþingis er nú u. þ. b. hálfnað og flest sem bend- ir til að ríkisstjómin muni sitja nær óbreytt út kjörtímabilið. Al- mennt er reiknað með að Emil Jónsson utanrikisráðherra muni láta af störfum á þessu ári og að Alþýöuflokkurinn tilnefni Bene- dikt Gröndal alþingismann eða Birgi Finnsson forseta Samein- aðs Alþingis 1 hans stað. Talað hefur verið um að Gylfi Þ. Gísla- son mennta- og viðskiptamála- ráðh. muni vilja sameina emb- ætti utanríkisráöherra og við- skiptamálaráöherra í persónu sinni og láta eftirmann Emils Jónssonar um menntamálin. Fyr ir dyrum standa breytingar á utanríkisþjónustunni. Frumvarp um nýja skipan utanríkisþjón- ustunnar er í smíðum hjá sér- stakri nefnd og mun það vænt- anlega verða lagt fram á næsta þingi. Þar mun veröa Iagt til að skipaðir verði sérstakir við- skiptafulltrúar í sendiráð ís- lands. Þá munu þessar hugmynd ir hafa haft einhver áhrif á það að Pétur Eggerz ambassador mun bráðlega taka við embætti ráðuneytisstjóra í utanríkisráðu- neytinu en hann hefur nokkra reynslu í viðskiptamálum frá fyrri störfum sínum. Aðrar breytingar á ríkisstjórn inni eru ekki fyrirsjáanlegar. Fyrir nokkrum mánuðum var talað um að Magnús Jónsson fjármálaráöherra léti í ljós aö sér væri ósárt um að hætta ráð- herrastörfum og munu tíma- bundnar heilsufarsástæður hafa valdið þessu. Þessu virðist ekki lengur til að dreifa. Tíðari ráðherraskipti. 1 framhaldi af þessu er ef til vill rétt að benda á að þeir eru allmargir sem virðast þeirr- ar skoðunar að breytingar á rík- isstjóminni séu æskilegar. Fylg- ismenn þessarar skoðunar eru í báðum stjómarflokkunum. I þessu felst ekki beint vantraust á einstaka ráðherra. Þó eru þeir sakaðir um að sinna ekki ýms- um minniháttar málum, sem af pólitískum ástæðum þarfnast úr lausnar. En almennt er talað um þær hættur, sem fólgnar eru í langri setu einstakra manna á ráðherrastóli. hættuna á stöðn- «MdrF I Ásmund Einarsson I un, embættisþreytu og annað þess háttar. Samfelldur tími ráð herranna í þessum embættum er mjög mismunandi. Eggert G. Þorsteinsson sjávarútvegs- og félagsmálaráðherra tók við emb- ætti árið 1965 og hefur skemmstan starfstíma ráðherr- anna. Hinir hafa verið ráðherrar 6—10 ár. Lengst hafa þeir ráð- herrar setið. sem ekki mundu hætta störfum þótt breytingar yrðu gerðar á ríkisstjórninni, forsætisráðherrann Bjarni Bene- diktsson og Gylfi Þ. Gíslason. Æskilegt væri að sú venja gæti skapazt, að ráðherraskiptj væru tíöari án þess að í þeim felist beinlínis vantraust á ráðherra sem hverfa úr starfi. Umræðurnar um ráðherrana eru meðal þess, sem endurspegl- ar einhvers konar ólund innan stjórnarflokkanna. Óánægjan var talsverð á tímabili. Hún er í rénun um þessar mundir, en ekki vegna þess að óánægjuefn- in séu úr sögunni. Þess vegna er aldrei að vita nema hún magnist á nýjan leik. En eins og sakir standa er staða ríkisstjómarinn- ar sterkari en hún hefur verið síðan í síðustu alþingiskosning- um. Þessi bifreið er til sýnis og sölu hjá bílaverkstæðinu Spindli við Rauðarárstíg. Tilboð sendist augld. Vísis fyrir 9. þ. m. merkt „Scania Vabis“. Klofningur í stjórnarandstöð- unni. Óánægja stjórnarsinna er þó sennilega smáræði hjá þeirri reiði, sem sýður undir í Alþýðu- bandalaginu. Og hafi Sjálfstæð- isflokkurinn og Alþýðuflokkur- inn vandamál af þessu tagi, sem umtalsverð eru, hvað á þá að segja um þær sviptingar, sem eiga sér stað alltaf öðru hverju innan Framsóknarflokksins — Stofnun nýrra stjómmálasam- taka, Samtaka frjálslyndra, er beinlínis afleiðing óánægjunnar í báðum stjórnarandstöðuflokk- unum. Alþýðubandalagið klofn- aði eins og kunnugt er í síðustu alþingiskosningum og hefur ekki rétt sig við síðan. Vanmáttur Framsóknarflokksins, ekki sízt flokksforystunnar, hefur orðið tilefni sviptinga og gremjuöldu innan flokksins og augljóst að flokkurinn getur ekki lengur ver ið öruggur um það fylgi, sem hann hafði í síðustu þingkosn- ingum. Sumir efnilegustu menn flokksins hafa hlotið pólitíska áverka, sem geta gert út af við þá og vonir sem bundnar voru við formann flokksins hafa brugðizt. Klofningsstarfsemi gætir hins vegar ekki hið allra minnsta I stjómarflokkunum, þótt skoðan ir séu skiptar um margt. Virö- ist stundum mega heyra á máli manna þar að þeir sem kveða fastast að orði um óánægju sína með eitt og annað í störfum og stefnu stjórnarflokkanna, muni standa hvað fastast með sínum flokki, á úrslitastundu, í aug- um flokksforingja er það ekki alltaf nóg. Krafan um ■ hlýðni flokksmanna er rík í öllum flokk um. En þá hafa flokksforingjar skilið illa það sem gerzt hefur undanfarna mánuði, ef þeir láta það hafa áhrif á afstöðu sína til einstakra manna. Hverjum og einum flokksleiðtoga ríður ekki á öðm meira fram aö kosning- um en að efla samstarf sitt við óbreytta flokksmenn. Árangur flokkanna a. m. k. í næstu alþingiskosningum mun ráðast innan frá, í flokkunum sjálfum, í miklu ríkari mæli en áður. Úrslit síðustu alþingis- kosninga voru vísbending um það. SKOT - NAGLAR o 1© r “ . . ,. !! ~ SKEIFAN 3B ^wrtrf-ntiamvömrhJ. ^ S|M| 84480 „Alþjóðlegt hneyksli“ óg „glapræði“ Hann setur sig á háan hest þessi Peter Scótt, sém leggur heldur betur orö í belg, og talar um hneyksH í sambandi við virkjun Þjórsár vegna þess aö ef til þeirrar virkjunar kæmi, væri hiö nrikla gæsavarp í Þjórsár- verum í hættu. Þessi sami maður talar um að minkaeldi hér á landi sé glap- ræði. Auðvitað má þessi maður sem og aðrir hafa skoðun á málum, en hlægilegt er að máia þessi ummæli stórum stöfum eins bg gert hefur verið. Það hefur verið taiað um það jafnlengi og hugmyndina um virkjun, að gæsavarpið við Þjórsá yrði í hættu, ef til henn- ar kæmi. Þessu hafa menn ekki verið sérlega uppnæmir fyrir, enda kannski fæstir lagt trúnað á að nokkur hætta yrði á þvi, að í þær framkvæmdir yrði ráð- izt vegna varpsins. En nú þegar þessi útlendi maður talar um hneyksii, þá sperra menn eyru. Flestir eru þó vafalaust sam- máia Pétri um nauðsyn á að friða þessi varpsvæði, að minnsta kosti þeir sem þangað hafa komið og litið þá ótrúlegu sýn að virða fyrir sér varpið í annriki. Orðalagið á skoðun fuglafræðingsins er hins vegar ekki viðkunnanlegt né kurteis- legt. Nú eftir að minkaeldi er orð- ið að lögum hér á Iandi og fjöl- margir aðilar undirbúa rekstur á því sviði, kemur þessi sami aðili fram á sjónarsviðið til að læða því jnn hjá, almenningi, að minkaeldi sé mikiö glapræði. Auðvitað eru marglr a.nnmarkar á minkaeldi, þó þeir háfi verið gerðir aö ógnþrungnum grýlum, þegar málin hafa veriö rædd. Þess væri óskandi, að fslenzk fiskimið væru ekki svo uppurin af ágangi innlendra sem er- lendra, að við gætum búíð aö því einu að veiða flsk nr sjö. En því miður er svo komið að Islendingar eru nauðbeygðir til að hasla sér völl á fleiri atvinnu sviðum og þess vegna hefur minkaeldi meðal annars komið til sögunnar. Auðvitað eru margir okkar sammála þessum Peter Scott, en eins má geta í leiðinni, að við þættum vart kurteisir gestir í Bretlandi, ef við væðum þar fram á ritvöllinn til að lýsa yfir hneykslun okkar og skoðunum á glapræði þeirra sem við erum að heimsækja, ef þá nokkurt brezkt blað mundi vilja birta hneykslunarorð okkar. Margur íslendingur hefur að undanförnu hneykslazt á fram- ferði Breta aö selja vopn til Nigeríu, svo blóðbaði þar yrði viðhaldið sem lengst. Verður fugladrápi okkar seint jafnað við þá vitfirru. Einnig hefur okkur þótt afstaða Breta löngum vera glapræði, þegar þeir hafa staðið á móti þvi að nauðsynlegar ráð stafanir yrðu gerðar til vemdar fiskistofnum, sem eru þó að- gerðir sem eru báöum þjóðunum til hagsbóta. Við gætum lfka henykslazt á því glapræði að trufla landanir úr íslenzkum skipum, nú síðast f Aberdeen, en slfkar truflanir einkenna um of viðskipti þess- ara annars ágætu viðskipta- þjóða. Skyldum við eiga eins greiðan aðgang að brezkum blöðum til að lýsa yfir skoðunum á „al- þjóölegu hneyksli" og „glap- ræði“, eins og Peter Scott virð- ist eiga að íslenzkum blöðum tfl að lýsa yfir sfnum skoðun- um? Þrándur í Götu. i'ökum að okkur hvers konar mokstur og sprengivinnu 1 húsgrunnum og ræs- um. Leigjum it loftpressur og víbra- rleða. — Vélaleiga Steindórs Sighvats- lERWH sonai. Álfabrekku við Suðurlands- oraut. sfmi 30435 Fjölhæf jarðvinnsluvél. Jafna lóðlr, gref skurði o.fl. Gfsll Jónsson, Akurgerði 31. Sfmi 35199. HREINGERNINGAR Nýjung i teppahreinsun. — Við þurrhreinsum gólfteppi. — Reynsla fyrir þvi að teppin hlaupa ekki eða lita frá sér. Erum enn með okk ar vinsælu véla- og handhreingem ingar, einnig gluggaþvott. — Ema og Þorsteinn. sími 20888. Géfúm hreint: íbúðir, stigaganga, stofnanir. Einnig gluggahreinsun. Menn með margra ára reynslu. — Hörður, sími 84738. na CORONET Falleg, stílhrein úrvalsframleiðsla að no.ðan. CORONET-eldhúsinnréttingar sameina handbrögð v-þýzkra og íslenzkra fagmanria. Höfum hin frábæru NEFF v-þýzku heimilistæki. Einkaumboðsmenn: HÚS OG SKIP HF. Ármúla 5 — Simar 84415 og 84416 B Vélhreingeming. Gólfteppa og húsgagnahreinsun. Vanir og vand- virkir menn. Ódýr og örugg þjón- usta. — Þvegillinn. Sfmi 42181. Hreingerningar. Geram hreinar fbúðir, stigaganga, sali og stofnan ir. Höfum ábreiður á teppi og hús gögn. Tökum hreingemingar utan borgarinnar. Geram föst tilboð ef óskað er. Kvöldvinna á sama gjaldi. — Þorsteinn, sími 14196 (áður 19154). Hreingemingar, gluggahreinsun, vanir menn. fljótt og vel unnið, tökum einnig að okkur hreingern- ingar utan borgarinnar. Bjami, — sími 12158. Þrif. — Hreingerningar, vél- hreingemingar og gólfteppahreins un. Vanir menr. og vönduð vinna ÞRIF. Símar 82635 og 33049. — Haukur og Bjami. Hreingernlngar (ekki vél). Geram hreinar fbúðir, stigaganga o. fl., höf , um ábreiður yfir teppi og húsgögn. Vanir og vandvirkir menn. Sama gjald hvaða tfma sólarhrings sem i er. Sími 32772. t

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.