Vísir - 21.06.1969, Síða 8
8
Otgeíandi ReyKjaprent bj.
Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjóri: Axel rhorsteinson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulitrúi: Valdimar R Jóhannesson
Auglýsingar: Aöalstræti 8. Símar 15610 11660 og 15099
Afgreiðsla: Aðaistræti 8. Sími 11660
Ritstjórn: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 linur)
Áskriftargjald kr. 145.00 4 tnánuöi innanlands
I lausasöJu kr. 10.00 eintakiö
PreutsmiðiaJi/ísisj-
Óbreytt hugarfar
fið sanna hugarfar heittrúaðra kommúnista kemur
alltaf öðru hvoru fram í skrifum þeirra í Þjóðviljanum.
orði kveðnu hefur blaðið tekið upp þá „stefnu", að
vera á móti kú^un og ofbeldi í samskiptum þjóða. Það
sá sér t. d. ekki annað fært en að mótmæla innrás
. vússa í Tékkóslóvakíu. Um þá atburði var þó farið þar
mjög vægilegum orðum, og auðsætt hefur verið frá
upphafi, að ritstjórarnir vilja haga máli sínu þannig,
ð sem minnst sé þar af beinum ásökunum í garð
'híssa fyrir ódæðið. Þegar önnur blöð segja tæpitungu
laust frá því, sem gerzt hefur og er að gerast þar
.:ystra, túlkar Magnús Kjartansson það á þann veg,
að verið sé að „fagna þessum atburðum“.
Þegar Rússar gengu milli bols og höfuðs á frelsis-
íietjum Ungverja 1956 og hnepptu þá þjóð í fjötra, sem
mn er reyrð í enn þann dag í dag, birtist ekki eitt
inasta orð í Þjóð/iljanum til fordæmingar á þeim
verknaði. Þvert á móti hafa forustumenn íslenzkra
kommúnista lagt blessun sína yfir hann og talið hann
nauðsynlegt spor í þróun sósíalismans. Tilgangurinn
nelgar alltaf meðalið hjá kommúnistum. Ástæðan til
oess, að Þjóðviljinn tók ekki grímulaust sömu afstöðu
nú til innrásarinnar í Tékkóslóvakíu, var ekkert annað
en hræðsla við almenningsálitið. Hugarfar Moskvu-
þjónanna hefur ekkert breytzt, en þeir telja óheppi-
legt, nú sem stendur, að koma til dyranna eins og
þeir eru klæddir.
Þjóðviljinn segir að andstæðingar kommúnista hér
á landi gleðjist yfir örlögum Tékka vegna þess, að þeir
telji sig geta notað þau „til árása á íslenzka sósíalista,
á Alþýðubandalagið og Þjóðviljann.“ Þeir sem starfa
í þjónustu heimskommúnismans, verða að hafa það,
þótt sannar frásagnir af ofbeldisverkunum opinberi
tilgang þeirra. Það er ógerningu að skýra rétt frá
þeim atburðum, sem gerzt hafa fvrir austan jámtjald-
ið frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar, án þess að
um leið komi fram, hvílíkur ógnvaldur kommúnism-
inn er öllu frelsi, menningu og mannúð í heiminum.
Þeim kommúnistum, sem reyna að fela innræti sitt og
áform undir grímú lýðræðislegs sósíalisma kemur vita
skuld illa þegar frá ásjónu þeirra er flett og hin rétta
mynd þeirra afhjúpuð fyrir þeim, sem þeir eru að
i eyna að blekkja. En það verða þeir að hafa, og geti at-
burðirnir í Tékkóslóvakíu orðið tii þess að opna augu
einhverra sem í villu hafa vaðið um hið sanna eðli og
tilgang kommúnismans, á þar við orðtakið gamla, að
' átt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott.
Sundrungin í kommúnistaflokknum fslenzka er ó-
tvíræð sönnun þess, að margir, sem hafa ánetjazt
nonum, séu nú farnir að sjá að þeir hafa verið blekktir.
Og innrásin í Tékkóslóvakíu hefur m. a. átt sinn þátt
að opna augu þeirra. En Moskvuklíkan ræður <. nn yf-
ir Þjóðviljanum og notar þá aðstöðu eftir því sem hún
orir. Uppgerðarsamúð hennar með Tékkum er svo
auðsæ, að enginn þarf að efast um að hugarfarið er
alveg óbreytt.
V I S I R . Laugardagur 21. júnf 1969.
Þurfum að koma ró á
fiskmarkaðinn
— sagði utanrikisráðherra Kanada, Mitchell
Sharp i gær
• Islendingar og Kanada-
menn hafa sameiginlegra
hagsmuna að gæta í sölu fisk-
afurða á Bandaríkjamarkaði,
Okkur hefur tekizt að jafna
þær sveiflur, sem voru á
verði fiskafurða í Bandaríkj-
unum, m. a. með því að setja
ákveðið verð, viðmiðunar-
verð, sem fiskseljendur okkar
hafa miðað við í sfnum söl-
um. Við óskum frekara sam-
starfs við islendinga, sem og
aðrar fiskveiðlþjóðir á þessu
sviði, t" hagsbóta fyrir selj-
endur, svo og kaupendur I
Bandaríkjunum, bandaríska
neytendur.
Þetta voru m. a. orð Mitchell
Sharp, utanríkisráðherra Kan-
ada, sem hélt fund meö frétta-
mönnum f gær. en ráðherrann
dvaldist hér skamma hrið og
hélt utan með Pan Am vél í
gærkvöldi. Sagði ráðherrann á
fundinum að honum væri á-
nægja að heimsækja Island,
þar sem um 36 þús. manns af
íslenzku bergi væru nú í Kanada
og væri þar framúrskarandi dug
legt og kæmi sér vel.
íslendingar hafa mörg sameig-
inleg áhugamál, sem vestræn
ríki, sem trúa á sameiginlegar
vamir. áframhaldandi aðild að
NATO. svo og margs kyns á-
hugamál, vegna þess að báðar
þjóðirnar eru miklar fiskveiöi-
þjóðir og byggja allmikið af sínu
efnahagslífi á fiskveiöum.
Um utanríkismál sagðist ráð-
herrann hafa rætt m. a. við ísl.
ráðamenn svo sem um Nígeríu
(Kanada viðurkenni ekki Bíafra),
ástandið í Evrópu, þá greindi
ráöherrann frá viðræðum sendi-
herra Kanada og Kína (Rauöa
Kína) í Stokkhólmi um skipti á
sendiherrum í Ottawa og Pek-
ing. Sagöi sendiherrann, að ef
það tækist, myndu önnur vest-
ræn ríki fvlgja fordæmi Kanada-
manna, og þá væri ísinn vonandi
brotinn til aukins friðar í heims-
málum.
LÝÐVELDI í
RHODESfU?
f gær fór fram þjóðarat-
kvæðagreiðsla í Rhodesiu um
stjómarskrárfrumvarpið um
stofnun lýöveldis.
Það hefir ekki verið talið vafa
undirorpið, að það nái sam-
þykki, þ.e. meirihluta hvítra
manna og þeirra blökkumanna,
sem kosningarrétt hafa, en þeir
eru lítill hluti hinna blökku í
landinu.
Það hefir svo mikið veriö um
Rhodesiumálið rætt og ritað, að
óþarft er að bæta þar miklu við,
heldur aðeins minna á, að ekki
má gleyma því, að Rhodesia er
aðeins lítill hluti þess hluta álf-
unnar, þar sem hvítir menn hafa
yfjrráð, og eru staðráðnir í að
halda þeim. Hin löndin eru
Suður-Afríka og lönd Portúgala,
sem Portúgalar kalla ekki leng-
ur nýlendur, heldur\,ríkishluta“,
þ.e. hluta portúgalska ríkisins.
Portúgalar og Suður-Afriku-
menn hafa aldrei telciö þntt í
refsiaðgerðum gegn Rhodesiu
og ávallt verið andvígir þeim og
er það bein afleiöing þess, að
sömu hagsmunir eru fyrir hendi,
sama stefna. Hitt er svo annað
mál, að Suður-Afrikustjöm og
Portúgalsstjóm hefðu gjaman
kosið, að Ian Smith hefði tekizt
að semja við brezku stjórnina.
En of mikið ber á milli — og
vafalaust þrái og stífni á báða
bóga. Brezka stjómin telur sig
ekki geta hvorki af grundvallar-
ástæðum, né þess lagalega
réttar, sem hún telur sig hafa,
svo og vegna samveldishugsjóna
og hagsmuna, fallizt á „apart-
heid-kenningar“ og krefst viður-
kenningar á, að stefnt veröi að
,,meirihlutastjórn“, — en það er
öllum vitanlegt jafnt á Bret-
landi sem annars staðar, að það
mundi leiða til stjórnmálalegrar
upplausnar og öngþveitis í land-
inu. ef hvítir menn yrðu þar
þjóðemislegur minnihluti. Senni.
lega myndu flestir flytja burt, og
mikið menningarstarf hvítra
manna í landinu verða lagt í
rústir. Um þetta var m. a. fjall-
að í fyrirlestri í brezka útvarp-
inu.
Af Breta hálfu hefir verið
haldið uppi miklum áróöri, —
Stewart utanríkisráðherra og
ýmsir leiðtogar hafa skorað á
Rhodesiumenn að fella stjórnar-
skrárfrumvarpið, og Ian Smith
hefir sakað Breta um fjárhags-
legan stuðning viö hvíta and-
stæðinga frumvarpsins, með því
að . greiða fyrir auglýsingar
þeirra, og blöðin sökuð um
væmnislegan árangur. Ian
Ian Smlth.
Smith bendir á, að fjögurra ára
refsiaðgerðir hafi ekki dugað,
fullyrðingar Wilsons um ágæti
þeirra hafi hvaö eftir annaö
reynzt gort, og sjálfsblekking
— og að þv: er Sameinuðu þjóð-
irnar snertu skákar hann í því
skjólinu, að þær séu máttvana
stofnun til stórræða, en allar
ályktan:r þar samþykktar varð-
andi Rhodesiu hafa reynzt
gagnslausar eða a. m. k. ekki
náð tilgangi sínum. Ályktunin
um refsiaðgerðir , samþykkt, en
fyrirmælin ekki virt af sumum
þjóðum, svo sem fyrr var getið,
en önnur hafa alltaf skipt við
Rhodesiu meö leynd, og jafnvel
blökkumann.'-nágrannaríkin
Malawi og Zamnia hafa alltaf
skipt við Rhodesiu, vegna þess
að svo hlýtur þaö aö vera vegna
landfræðilegra og efnahagslegra
atvinnulífstengsla. Tjónið af
refsiaðgerðum er þó mikið —
einkum fyrir tvö lönd — Rhode-
siu — og Bretland. A. Th.