Vísir - 21.06.1969, Page 9

Vísir - 21.06.1969, Page 9
V í SIR . Laugardagur 21. júní 1969. 9 Enn eitt „ unglingaævin- týrið" í höfuðborginni Leitað álits l'ógreglu, þjóbhátiðarnefndar og Æskulýðsráðs á framkomu og hegðun æskunnar á þjóðhátiðardegi Islendinga ■ Framkoma og hegðun unga fólksins 17. júní í Reykja- vík hefur vakið mikla athygli og vart verið um annað talað meðal fullorðins fólks. Menn reka upp undrunaraugu yfir þessum ósköpum, eins og þetta sé í fyrsta skipti, sem þetta hendi, og kemur þá í ljós, að furðufijótt verða atburðir gleymskunni að bráð. Nýafstaðnir atburðir á Þingvöllum, sem reyndar hafa endurtekið sig ár eftir ár, á mismunandi stöðum um landið, virðast fallnir í djúp gleymskunnar, að minnsta kosti eru litlar ályktanir dregnar af þeim. Er nú ekki kominn tími til þess, að verkin séu látin tala í stað orðanna? Reynslan hlýtur að vera orðin næg, til að hægt sé erðið að draga af henni lærdóm, sem verði til leiðbeiningar við vænt- anlegar úrbætur. VÍSIR leitaði álits þriggja að- ila vegna framkomu unga fólksins 17. júní, lögreglu, þjóðhátíðarnefndar og Æsku- lýðsráðs, og fara ummæli þeirra Bjarka Elíassonar, Ell- erts B. Schram og Jóns Tynes hér á eftir: 'V'iö náðum tali af Bjarka Elíassyni, yfirlögregluþjóni í Reykjavík og báöum hann að segja álit sitt á framkomu fólks á 17. júní hátíðahöldunum. Hann sagði m. a.: — Mér fannst áberandi hve fátt fullorðið fólk var á götum borgarinnar um kvöldið. Ég held ég muni ekki eftir þjóð- hátíð, þar sem jafnfátt hefur verið um fulloröið fólk. Líklega hefur þaö setið heima og horft á sjónvarp eða hlustað á útvarp, og það er vissulega ágætt. — Margt þessara ungmenna, sem menn héldu aö væru drukkin, voru það ekki. heldur ærsluðust og létu sem drukkin væru, með gosflöskur í hönd- um. veifandi. Það er aftur á móti alveg rétt, það var of mikið af ölvuðum unglingum, en þess verður ?ð gæta að unglingarnir voru svo áberand; á götunum um kvöldið. Fullorðna fólk:ð sat á.ð mestu leyti heima, og unglingar um og yfir 20 ára aldrinum sóttu mikið dans- staðina, sem voru opnir. Þetta stuölaði að því að unglingamir vom svo áberandi á götunum. — Annars fannst mér hegðun og framkoma unglinganna fyrir neðan allar hellur. Hugsa sér, að lögreglan skuli taka unglinga, 16 — 17 ^ta, við þá lágkúrulegu iðju, að stela happdrættismiðum af blindu fólki, sem þar var að afla fjár til húsbyggingar. Eða þá þokkaleg iðja, ef svo skal kalla, að plokka greinar af blómsveig frá fslenzku þjóðinni, sem lagður hafði verið aö minn- isvaröa um Jón Sigurösson, og rífa þar af borða og annaö. Mér finnst óhugnanlegt til þess að hugsa, að við skulum vera að ala upp slík ungmenni, sem hafa annað eins innræti og lýsir sér í framferði þessara ung- menna. Ég veit ekki hvað á að kalla þetta, skemmdarfýsn, glæpaeöli eða hvað. Maður er orölaus. — Ljós punktur í framkomu fólksins voru -stúdentamir, sem höguðu sér afskaplega vel. Þess: hópur virtist laus við það, sem of mik ð því miður, hefur borið á á fyrri stúdentaárgöngum, ölvun, ærslum og fíflalátum. Það er ánægjulegt að taka eftir þessu. Þetta er iheld ég fyrsta þjóðhátíðin, sem ég tek áber- andi eftir þessari ánægjulegu þróun, og vonast til að hún haldist. — Sölutjöldin setja leiðinleg- an svip á þjóðhátíðarbraginn. Það er yfirleitt talinn dónaskap- ur að borða út: á götum, en nú, á sjálfan þjóðhátíðardaginn er ekkert Við það að athuga. Þetta er öfugþróun, sem stöðva verð- ur. Fólk smjattandi á pylsum, með sinnepi, klístrandi hendur, og klínandi þessu í náungann. Það er leiðinlegur bragur á þjóðhátíð, sem af þessu fæst, TTm hátíðahöldin og hegðun fólksins hafði Ellert B. Schram, form. þjóöhátíðarnefnd- ar Reykjavíkur þetta að segja: — Það var óskaplegur mann- fjöldi í miðborginni aö kvöldi þjóðhátíðarinnar, og það virtist eins og a.m.k. hluti hans þyrfti að fá eins konar útrás. Annars bar ekki mikið á drykkjuskap, er mannfjöldinn var sem mest- ur, en ágerðist,. er fólki fækk- aöi og líða tók á kvöldið. Ég verð að segja, að mér finnst leiðinlegt, ef þjóðhátíð okkar íslendinga á eftir að verða eins konar drykkjuhátíð fslenzkra ungmenna. — Annars er það stór spurn- ing, hvort bæjarfélög eigi að gangast fyrir stórkostlegum há- tíöahöldum á þjóöhátíðum, nema ef vera kynni með vissu millibili, kannski á 5 ára fresti eða svo. — Ég vil að gefnu tilefni vekja athygli á því, að i Reykja- vík voru ekki hátíðahöldin með heföbundnu sniði, heldur var upp á að bjóða marga dagskrár- liöi, sem ekki hafa veriö áður. Má nefna, sem dæmi stóra fylkingu íslenzkra íþróttamanna á Laugardalsleikvanginum. Þá má nefna fimleikasýningu telpna, sem réttilega hefur ver- ið hælt í blööum. dagskrá í sögu- formi, sem fram fór í Laugar- dalshöllinni og þótti koma mjög vel út, ljósmyndasýningu. skáta búðir, sem eru merkt framlag \skátanna til hátíðahaldanna og vakti m!kla athygli. Nú, þá var unglingaskemmtun í Laugar- dalshöll. F.n veðrið er stór faktor í bví. hvort hátíðin heppnast eða ei. Skemmtiatriðin og dag- skráratriðin vöktu athygil fólksins, en veðurs vegna varð þaö að hverfa frá er líða tók á daginn, TTjá Æskulýðsráði Reykj’avík-'. ur náðum við tali af Jóni Tynes, og hafði hann þetta um málið að segja: — Ég get ekki séð mikinn stigs- eða eðlismun á framkomu unga fólksins á þjóðhátíðinni og er um venjulegar helgar í borg- inni. Munurinn er sá, aö.þér er uih miklu meirj fjölda að ræöa en á venjúlégum helgum. Ég var ekki viöstaddur hátíðahöld- in sjálfur, en eftir því sem ég hef heyrt af þeim sem viðstadd- ir voru get ég um þetta dæmt svo og af fyrri reynslu. — Annars verð ég aö lýsa andstöðu minni á því aö skipa opinberar nefndir, til að sjá um hátíðahöldin á þjóðhátíðum. Mér finnst mun vænlegra til árang- urs, að láta félagasamtök taka að sér og annast skipulagningu hátíöahalda, og þannig reyna að virkja fjöldann. Fólkið sjálft á að skapa þjóðhátíöina, en op- inberar nefndir eiga ekki að skapa hana fyrir fólkið. Ef fram- kvæmdunum og skipulagning- unni yrði vísað til fólksins sjálfs, fengi það meiri ábyrgðartilfinn- ingu og ég held að heildarárang- urinn yrði jákvæöari, aö minnsta kosti meö tilliti til ungs fólks. — Unglingavandamálið er ekki neitt einstakt vandamál, og unglingarnir í sjálfu sér ekki vandamál, heldur er það vanda mál, sem veriö er að gera í kringum unglingana, sem skap- ar svokallað unglingavandamál, sem oft er býsnazt yfir. — Ég get ekki látið hjá líða að nefna þátt dagblaðanna í þessu öllu. Þau básúna upp þaö sem miður fer, en minna er lagt upp úr því, sem vel er gert. Unglingarnir hafa komiö auga á þetta og hafa séð, að til þess aö komas: í blöðin þurfa þau að vekja á sér eftirtekt og þá til ills, annars er ekki á það minnzt. Mér finnst tilhneiging í þessa átt mjög hættuleg og vil vara við afleiðingum hennar. Viö vitum, að unglingsárin eru að mörgu leyti erfitt tímabil á þroskaskeiði mannsins, og tak- markið hlýtur að vera að reyna aö koma í veg fyrir, aö ungling urinn komi stórskaddaður „út úr‘‘ þessu breytingatímabili á ævi hans. Þessar myndir eru teknar að kvöldi 17. júní og sýna „skemmtun“ unglinganna á þjóðhátíö Islendinga. □ Hvergi hægt að fá loðnu. Ég var svo lánsöm að fá að smakka loönu um daginn. Hef ég síðan verið eins og grár köttur á gluggum fisksalanna í loðnuleit. En hvergi virðist hún fást og þykir mér það miður. IjOðnan sem ég smakkaði var niðursoðin og reykt og alveg herramannsmatur. Fisksalar mínir, reynið að hafa þennan ágæta mat á boöstólum. Ö □ Met í skipulagsleysi. Opnun frímerkjasýningarinnar í Hagaskóla var vel tekið af mörgum. Ég lagði leið mína þangað og það sem vakti mesta athygli mína var sl^'pulagsleys- ið, sem þar ríkti. Gæti jafnvel verið um heimsmet að ræða, svo ferlega fannst mér allt vera úr skorðum. Ég beið í biðröð í hálfa klukkustund til að fá að kaupa umslög. Hálfa klukku- stund beið ég eftir frímerkjum og að lokum beið ég í hálfa klukkustund til viðbótar til að fá umslög:n stimpluð. Þetta fyrirkomulag minnti mig óneitanlega á „vinnuaðferðir“ geösjúklinga erlendis, sem ég hef séð á myndum. Að öðru leyti er sýningin ágæt. Einn, sem hefur nægan tíma. S> □ Erlent herskip sýnir okkur lítilsvirðingu. Franskt herskip var hér í höfn á þjóðhátíðardag okkar íslend- inga. Það var eina skip;ð, sem ekki setti upp hátíðarfána og finnst mér það sýna lítilsvirö- ingu Frakka á okkur lands- mönnum. Ég vil láta í Ijósi van- þóknun mína á komu þessa skips og er vonandi að að hverfi sem allra fyrst, því af slíkum gest- um lærum við lítið eða græðum. M. G. □ Góð sjónvarpsdag- skrá,r Góðir Vísismenn. Ég vil gjarn- an fá tækifæri til að koma eftir- farandi á framfæri: Dagskrá sjónvarpsins 17. júní s.l. var sérlega góð og þjóðleg. Hafi þeir þökk sem að henni stóðu, Einkanlega þótti mér for- vitnilegt að sjá myndina um Jón Sigurðsson V:1 ég mælast til, að hún verði endursýnd á hagkvæmum tíma, ekki sízt vegna þejrra mörgu sem ,voru úti við þennan dag. Og mættum við svo biðia um framhald í svipuöum dúr því að sjónvarpiö á augsýnilega unga menn og áhugasama sem vel mega takast á við vandasöm — og þjóðleg — verkefni. Gussi. HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-15

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.