Vísir - 21.06.1969, Side 16
Laugardagur 21/júnf 1969.
AUGLÝSINGAR
AÐALSTILen 8
SÍAAAR 1-16 60
1-56-10 og 1-50-99
RITSTJÓRN
LAUGAVEGI 178
SÍMI 1-16-60
AFGREIÐSLA
AÐALSTRÆTI 8
SÍMI 1-16-60
TRYGGING
* * *
LAUCAVEGI 178
0 SÍMI21120
Hátt á 4. hundrað k>ús. þegar til Fæðingardeildarsöfnunarinnar:
Ljósmœður afhenda 70
og lœknar deildarinnar
■ Hátt á fjórða hundrað
þúsund krónur hafa nú borizt
til söfnunarinnar til stækkun-
ar Fæðingardeildarinnar, héð-
an úr Reykjavík þessa tvo
daga, sem söfnunin hefur
staðið yfir og þó eiga margar
kvennanna, er taka þátt í
söfnuninni eftir að gera skil.
Áður en söfnunin hófst form-
lega var yfir hálf milljón kom
in í söfnunarsjóð.
Söfnunin stendur nú sem hæst.
Meðal þess, sem gert hefur
verið er að fara í mörg fyrirtæki
og hafa þau tekiö beiðni um
fjárframlag mjög vel og lofað
gjöfum.
„Virðist allur almenningur
taka þátt í söfnuninni", eins og
taismenn söfnunarinnar orða
þaö og gjafir smáar og stórar
berast að Hallveigarstöðum þar
þúsund
20 þús.
sem fjáröflunarnefndin hefur að-
setur. Meðal þeirra, sem hafa
komið með fjárframlög eru ljós-
mæður, sem afhentu 70 þúsund
krónur, sem þær hafa safnað og
frá læknum Fæöingardeildar
Landspítalans bárust 20 þús-
und krónur.
GUÐMUNDUR JÓNSSON
VINSÆLASTI DÆGUR-
LAGASÖNGVARINN
Gunnar
atkvæði
Jökull
sitt.
í Flowers greiðir
• Um síðustu helgi gerðu ungir
menn með táningabiaðið ,,Jónínu“
skoðanakönnun meðal táninganna
í Tónabæ um hvaða dægurlög nytu
mestra vinsælda í þeirra hópi. Vin
sælast af íslenzkum lögum varð
„Lax, lax, lax“, sem Guðmundur
Jónsson, óperusöngvari syngur.
Þetta lag var vinsælast íslenzkra
laga, en erlend lög voru í fimm
efstu sætunum.
— Það er ekkert nýtt undir sól-
inni. Ekki einu sinn popp-músík,
sagöi Guömundur Jónsson, þegar
Vísismaður spurði hann hvemig
viröulegum óperusöngvara litist á,
að vera orðinn dægurlagastjarna.
— Það var gaman að syngja þessa
iéttu og elskulegu músik. Ég er
svo gamall, að ég man eftir því að í
mínu ungdæmi, dýrkuðum við djöf
ullegan hávaða rétt eins og ungling
arnir í dag. Annars gengur þetta
allt í hringi. Meira að segja bítl-
arnir eru farnir að nota sinfóníu-
hljómsveitir til undirleiks.
Aðalfundur Hagtryggingar:
Hægri-breytingin hefur
ekki aukið tjónatíðni
© Það kom fram á aðalfundi
Hagtryggingar, sem haldinn
var fyr r í þessum mánuði, að
breyting í hægri-umferð hefur ekki
taukið tjónatíðni. Félagið hefur að
vísu þurft að greiða nokkur tjón
vegna vinstri villna, en breytingin
hefur ekki haft neikvæð áhrif á af-
komu félagsins í heild
Á árinu var halli á ábyrgðar-
tryggingum bifreiða vegna verð-
hækkana frá 1967, en við það bætt-
ust I árslok verðbreytingar eftir
gengislækkun í nóvember 1968.
Þótti því sýnt, að ekki yrði komizt
hjá iðgjaldahækkun fyrir árið
1969, og var hún reiknuð út og
reyndist vera rúmlega 30%. Þeg-
ar tekið er tillit til breytts verðlags
og tjónatíöni á tímabilinu 1966 —
69, mun þessi iðgjaldahækkun
minni en áöur hefur þekkzt við hlið
stæðar aðstæður.
Vegaþjónusta FÍB
hefst um helgina
Bilanir flestar i rafkerfinu
Hagnaður af heildarrekstri fé-
lagsins nam 335 þús. kr. Samþykkt
var aö greiða sama arð og undan-
farin ár, eöa 10%.
Heildarhlutafé Hagtryggingar er
12 millj. kr., hluthafar eru 994, en
skuldlausar fasteignir félagsins
nema nú 16 millj. kr.
Bíræfinn þjófur
Biræfinn þjófur labbaði út úr
Ijósmyndavélaverzlun í miðbænum
með svarta Agfa myndavél af
stærðinni sex sinnum sex í gærdag.
Skeði stuldurinn meðan afgreiöslu-
stúlkan vék sér frá.
Ef einhverjum skyldi vera boöin
vél af þessari tegund til kaups
vilja eigendur verzlunarinnar beina
beim tilmælum til hins sama að
'oann athugi vel hvaðan vélin er
fengin.
■ Eins og við sögðum frá í Vísi í gær, var eitt listaverkanna á
Skólavörðuholti skemmt í fyrrinótt af þýzkum sjómanni, sem var
að drekkja ástarsorgum sínum í áfengi. Höggmyndasýningin, sem
áðurnefnt listaverk er á, var opnuð í gær, og á myndinni sjáum
við Jóhann Eyfells, myndhöggvara, virða fyrir sér hið skemmda
listaverk.
Vegaþjónusta FlB hefst um
þessa helgi. Veröa nú um helgina
7 aðstoöarbílar á vegunum, aðal-
lega á Borgarfjaröar- Hvalfjarðar-
ng Suöurlandsvegum, þar sem bú-
ast má viö mestri umferð. Gert er
ráö fyrir því, að vegaþjónustan
verði í hápunkti er umferöin verð-
ur mest, b. e. um verzlunarmanna-
helgina, og þá veröi um eöa vfir 20
bifreiðar til aðstoðar við viðgerðir
á bifreiðum ferðafólks.
Hrólfur Halldórsson hjá FÍB,
sem VÍSIR ræddi við f gær um
þessi mál, sagði aö þaö myndi flýta
viðeerðum mjög, ef fólk hefði eft-
•rfaida verahluti í bifreiðar sínar
með í helgarferðirnar og sumar-
’leyfið: Viftúreim, kveikjulok,
kveikjuhamar, þétti, platínur og
háspennukefli. Flestar bilanir í bif-
reiöunum stöfuöu af bilunum í raf-
kerfi þeirra. Þá væri mjög nauð-
synlegt og flýtti fyrir, ef slöngur
væru hafðar meö. Geta má þess,
að FÍB aðstoðar í slíkum tilfellum,
aðeins ef bifreiðin er alveg stopp,
t.d. ekki þó að sprungið sé, ef
varahjól er heilt. Þá má benda
þeim, sem eru á nýlegum bifreiðum
á, að hafa með sér slöngu. Þar sem
bifreiðarnar eru yfirleitt slöngu-
laúsar er ekki unnt að koma lofti
í dekkin ef springur, nema slanga
sé sett í fyrst.
AkvörBun um nýjun há-
skólu tekin eftir helgi
• Nú stendur yfir könnun á
möguleikum á stofnun frjálsrar
akademíu hér á landi, en tak-
markið með henni er að koma
upp kennslu í haust í ýmsum
greinum, sem ekki eru kenndar
við Háskóla íslands.
Nýstúdentsr hafa verið hvattir
til að hafa samband við ákveðið
símanúmer, ef þeir hafa áhuga á
málinu. Allmargir nýstúdentar
munu hafa látið í sér heyra, en
ekkert endanlegt liggur fyrir um
niðurstöður þessarar undirbúnings
könnunar.
15 — 20 stúdenta þarf til náms í
hverri grein, svo að akademían geti
staðið undir sér fjárhagslega og
greiði þeir þá skólagjöld að upp-
hæð 25—30 þúsund krónur fyrir
fulla kennslu um veturinn.
Könnunin meöal nýstúdenta fer
fram í síma 23955 á tímanum 14 til
18 daglega, en þangaö geta þeir
hringt með fyrirspurnir sínar án
i allra skuldbindinga.