Vísir - 06.09.1969, Blaðsíða 1
)
VÍSIR
59. árg. — Laugardagur 6. september 1969. — 194. tbl.
Eðlilegar heimtur í
laxeldisstöðinni
— segir veiðimálastjóri — 240 laxar
hafa verið taldir þar i sumar
■ 240 laxar hafa gengið í laxa
eldisstöðina í Kollafirði það sem
af er sumars, „og fleiri munu lík
Iega eiga eftir að koma enn, því
við töldum síðast tvo á föstu-
dag,“ sagði veiðimálastjóri, Þór
Guðjónsson, þegar blaðamaður
Vísis ræddi við hann í gær.
■ Veiðimálastjóri kvað laxa
þessa alla hafa verið talda í
gegnum „kistuna“, en tölur um
laxagengd í tjarnirnar lágu ekki
fyrir.
sem um er að ræða, o.s.frv., en
margur gerir sér ekki grein fyrir
þessu og það er mjög útbreiddur
misskilningur, að laxagengd i ár
eða eldisstöðvar hljóti að fara vax
andi, eftir því sem árin líða. Því
fer fjarri. Endurheimtan fer eftir
prósentunni, sem sjórinn ski'ar af
sér“, sagði veiðimálastjóri.
Síðustu þrjú árin hefur árlega
verið sleppt um 12.000 gönguseið
um úr eldisstöðinni í Kollafirði, „en
þeim hefur farið sífjölgandi, sem
viö höfum merkt, áður en við sleppt
um þeim, og þau skila sér verr“,
voru niöurlagsorð veiðimálastjóra.
Leyfum þeim að smakka á sjó
— Átján lærisveinar i sjómennsku á varðskipunum i sumar
• í sumar hafa 18 lærisvein
ar í sjómennsku verið um
borð í varðskipunum og notið
þar tilsagnar hinna eldri við
hin ýmsu störf um borð.
— Tilgangurinn með þessu
var að leyfa strákunum að
smakka á sjónum sagði Pét-
ur Sigurðsson, forstjóri Land
helgisgæzlunnar, þegar Vísir
spurðist *yrir um þessa ný-
liða í Landhelglsgæzlunni.
Þeir hafa gengið vaktir, að-
stoðað í eldhúsi og sitthvað
fleira.
Þessir piltar eru á aldrinum
fimmtán til .eautján ára. Átta
eru um borð í Óðni, sem nú er
úti á sjó og tíu um borð í Ægi,
en hann lá í höfn í gær og pilt
arnir önnum kafnir við störf
sín, þegar Ijósmyndari Vísis brá
sér þangað um borð.
Pétur Sigurösson sagði að
ekki hefði verið hægt að taka
pilta um borð í minni skipin,
þar sem vistarverurnar í þeim
rúmuðu tæpast nema hinar
venjulegu áhafnir.
Þetta 'er eins konar vísir að
verklegu námi í sjómennsku og
á rót sína að rekja til tillögu,
sem lögð var fyrir Alþingi
í vetur um að gæzlan tæki ungl
inga um borð. En mikið hefur
verið rætt og ritað um að gera
út skólaskip fyrir pilta á þess-
um aldri, sem eiga oft í erfið-
leikum með að fá vinnu yfir sum
artímann I sumar hefur vænt-
anlega fengizt nokkur reynsla,
sem gæti komið sér vel, ef af
'slíkri útgerð yrði. Piltarnir eru
nú búnir að vera tvo mánuði á
sjónum og verða eitthvaö fram
eftir þessum mánuði.
Piltarnir vinna við ýmiss konar störf um borð.
„Þetta er eðlileg gengd, þótt hún
sé kannski minni, heldur en þegar
mest hefur verið. í fyrra gengu 202
laxar, en mest var þaö 7Ö5 árið
1965. í annað skipti höfum við tal-
ið 504“, sagði Þór veiðimálastjóri.
„Þetta er afar breytilegt frá ári
til árs og stundum ákaflega mikill
munur á stærstu göngu og þeirri
minnstu, eins og t.d. i Elliðaánum,
þar sem stærsta ganga, sem vitað
?r um í þeim var sjö sinnum stærri
heldur en minnsta ganga þar.
Þetta breytist eftir árferði, eftir
laridshlutum, eftir lengd árinnar,
Hreyfan/eiki í,kerlinu' er æskilegur
— segir Jónas Haralz, nýráðinn Landsbanka-
stjóri i viðtali við Visi. — Tveir nýir banka-
stjórar við Landsbankann
■ Á fundi bankaráðs
Landsbanka íslands, sem
haldinn var í gær, var sam-
þykkt að ráða bankastjóra
í stað Pétms heitins Bene-
diktssonar og Jóns Axels
Péturssonar, þá Jónas H.
Haralz, hagfræðing, og
Björgvin Viimundarson, að
stoðarbankastjóra. Tekur
Björgvin við störfum strax
en Jónas þann 1. nóvember
n.k.
Ráðning Jónasar Haralz hefur
vakið mikla áthygli, en eins og
kunnugt er hefur hann veriö mjög
áberandi í þjóðmálunum undanfar-
in ár sem forstöðumaður Efnahags
stofnunarinnar. Vísir sneri sér því
■ .4; ■
til hans i gær til að forvitnast um
hvers vegna hann vildi nú skipta
um starf.
Eg er búinn að vera forstöðumað-
ur Efnahagsstofnunarinnar í 7 ár
og ráðgjafi ríkisstjómarinnar í efna
hagsmálum f 12 ár. Þetta starf er
þannig va::ið, að enginn ætti að
gegna því mjög lengi. Ég hef senni
lega gegnt því of lengi, svaraði
Jónas spurningunni. — Auk þess
er ég þeirrar skoðunar, að meiri
hreyfanleiki og sveigjanleiki I em-
Ýfa og líkræningi eyddu minjunum
Þjóöminjavöröur Þór Magnússon með mannstennur, sem fundust
í kumlinu að Læk. Fleiri fornleifar eru á borðinu m.a. tinnuflísar.
— beinflisar, beizlismél og eldtinna
eina eftirtekjan við rannsókn kumlsins
■ Smá beinflísar úr höfuð-
kúpu, tennur, nokkur hross-
bein, beizlismél og eldtinna
var hið eina sem þjóðminja-
vörður Þór Magnússon og
Halldór Jónsson, safnvörður
höfðu upp úr krafsinu, þegar
þeir rannsökuðu kuml í land
areign Lækjar í Hraungerðis-
hreppi I síðustu viku.
■ Þetta var kumf manns og
hests eftir því sem þjóðminja
vörður tjáði blaðinu. Taldi
hann það sennilega hafa
verið rænt í fornöld en að
auki dró vta yfir það herfi
þar sem það var staðsett í
túnjaðrinum og þvf var eftir-
tekjan þetta rýr.
Þjóðminjavörður er nú á förum
í eftirlitsfer.” með fornminjum
um Norðurland og mun um leið
athuga kuml, sem fundizt hafa.
Bóndinn á Skálum á Langa-
nesi tilkynnti um kuml í fyrra.
Blés upp af kumlinu og í ljós
kom lærleggur. Ekki hefur unn-
izt tími til að rannsaka það fyrr
en nú. Hið sama er að segja um
kumlið hjá Fjalli f Sæmundar-
hlíð í Skagafirði, sem kom í ljós
í fyrra. Sá Þórir Stephensen,
sóknarprestur á Sauðárkróki þar
til mannabeina og gerði Þjóð-
minjasafninu viövart. Þriðja
kumliö er að Smyrlabergi á Ás-
um í Austur-Húnavatnssýslu. —
Þar hetur áður annað kuml fund
izt og verið athugaö.
I sufnar fannst einnig bæjar-
rúst eða grjótarétt í sandi rétt
hjá Þuríðarstöðum í Þórsmörk
og fundust þar örfáir hlutir úr
járni og met eða vigtarlóð úr
blýi, 1 cm að hæð. Þama er
talinn hafa verið bær í fornöld,
sem farið hafi snemma í eyði.
Af annarri starfsemi Þjóð-
minjasafnsins í sumar sagði þjóð
minjavörður það, að viðgerð á
baðstofunni að Keldum væri
langt komin, en baðstofan var
endurreist frá grunni og var ekki
vanþörf á að sögn þjóðminja-
varðar þar sem ekki hafði ver-
ið hreyft við henni frá því aö
hún var byggð 1891. Þá hefur
fariö fram viðgerð á Viðeyjar-
stofu, sem skýrt hefur verið frá
í Vísi.
Beizlismélin úr kumlinu á Læk.