Vísir - 10.09.1969, Side 2
V í SIR . Miðvikudagur 10. september 1969.
Knattspyrnu„ferhyrningurinn
//
ALBERT: — Hann hefur verið virkur á æfingum landsliðsins og
stappað stálinu í strákana persónulega.
Sinfóniuhljómsveit Islands
Orðsending til áskrifenda
Sala áskriftarskírteina að 18 tónleikum hljómsveitar-
innar er hafin. Áskrifendur hafa forkaupsrétt að mið-
um en verða að tilkynna um endurnýjun nú þegar og
sækja skírteini sín í síðasta lagi 15. september. Sala
fer fram í Ríkisútvarpinu, Skúlagötu, sími 22260.
Frá fræðsluskrifstofu
Reykjavíkur
Starf fulltrúa, er hefur umsjón með sérkennslu
í skólum borgarinnar, er laust til umsóknar.
Umsóknir sendist fræðsluskrifstofu Reykja-
víkur Tjarnargötu 12, fyrir 24. september n.k.
Fræðslustjórinn í Reykjavík.
Tækniskóli Islands
Undirbúningsdeildin á Akureyri getur enn
tekið við fáeinum nemendum. — Námsefni
hið sama og prófkröfur hinar sömu og í
Reykjavík. — Kennsla hefst í byrjun október
n.k.
Upplýsingar veitir Jón Sigurgeirsson,
skólastjóri, Akureyri. sími 11274.
7/7 sölu íhúðir
Fokheld endaíbúð í steinhúsi 75 ferm. Allt sér.
2 litlar 2 herb. íbúðir í timburhúsi í gamla bænum
Sérlega hentugir skilm. Eignaskipti koma til greina
30 ferm. geymsluskúr ásamt 600 ferm. eignarlóð í
Skerjafirði.
Sumarbústaður á Vatnsleysuströnd.
Uppl. í síma'83177.
Nú líður að þeim tíma, sem
knattspyrnumenn hafa vana-
iega kvatt sumarstarfið, lagzt
í vetrarhíðið. Frá mánaðamót
unum næstu hefur oftast ver-
Ið lítið um átök, fyrr en síð-
ustu árin, að leikið hefur ver-
ið um helgar, en æfingar litl-
ar sem engar. Ekki eru líkur
á að svo verð: nú.
íslandsmótiö er alls ekki út-
kljáð og vera má aö aukaleiki
þurfi til aö fá úrslit, bæði á
toppnum og botninum, eins og
fjallað er um á öðrum stað hér
á íþróttasíðunum.
Þá er bikarkeppnin enn í
fullum gangi og ekki komið að
aðalkeppninni.
Vera má að leikið verði langt
fram á veturinn, — og er það
síður en svo miður. Vetrarhíðiö
hefur nefnilega farið illa með
knattspyrnuna okkar. Leikmenn
hafa látið íþrótt sína lönd og
leið og yfirleitt kórónað þetta
letitímabil með því aö leggja
sinn skerf til að tæma kjöt-
katlana á heimilum sínum um
jólin.
Árangurinn? Um miðjan jan
úara hafa oft sílspikaðir og þrek
lausir íþróttamenn mætt til æf-
inga fyrir leiki, sem þá voru
aðeins 3 mánuði undan. Oftast
hefur árangurinn orðið sá sami.
Leikmenn hafa ekki fundið
„formið“ fyrr en undir lok
keppnistímabils, hafi þeir þá
nokkurn tíma náð sér að fullu.
Knattspyrnan hefur tekið ó-
trúlegum framförum í sumar
á því er enginn vafi. Liðin sýna
meiri baráttuvilja, hvort heldur
þaö eru féiagsliðin eða lands-
liðið. Æfingarnar í vetur munu
þó eflaust koma að meira gagni
næsta sumar og næstu sumur,
ef engin stefnubreyting verður
á. Meðan mörg lið eru í eld-
línunni fram eftir vetri, er ekki
vafi á að þau munu eftir föng-
um halda æfingum áfram, og
er vel.
Ástæða er að fagna því að
Ríkharöur Jónsson hefur bætzt
viö í hóp þeirra manna, sem
mest og bezt vinna fyrir lands-
liðið. Þessir fjórir menn eru öll-
um hnútum kunnir og vinna vel
sína störf.
Ánægjulegt er að sjá helztu
menn knattspyrnunnar virka í
starfi sínu með liöunum, eins
og Albert Guðmundsson hefur
gert. Hafsteinn Guðmundsson
hefur eytt miklum tíma og fyr-
irhöfn í vandasömu starfi sem
„einvaldur" um val á landslið-
inu, Ellert Schram hefur verið
drífandi fyrirliði og aldrei ver-
iö betri en einmitt í sumar. Rík-
harður Jónsson ætti því að
verða enn ein driffjöðrin í þessu
starfi.
Og ekki er að efa að sterkt
landslið mun verða sem vítamín
sprauta á félagsliðin í landinu
og knattspyrnustarfið í heild.
Án efa munu flestir þeir, sem
áhuga hafa á knattspymu óska
þess að þessi „ferhymingur" í
knattspyrnunni megi sem lengst
vinna saman að bættri kpatt-
spyrnu. —jbp-
RIKHARÐUR: — Gjörþekkir allt sem við kemur knattspyrnunni okkar, — hér er hann í leik
GEGN Helga Daníelssyni, félaga sínum.
Enn um möguleikana / 7. deildinni i knattspyrnu:
ÞRJÚ Á TOPPNUM -
FJÖGUR Á BOTNINUM?
AKURNESINGAR hafa stöð-
ugt möguleika á að vinna ís-
landsbikarinn í ár. Ranglega
var.sagt hér í blaðinu að liðin
væru aðeins þrjú, sem enn
hefðu möguleika, þau eru
fjögur, Keflavík, Valur Akra
nes og Vestmannaeyjar.
Hins vegar geta enn 5 liðánna
í Í. deild fallið i 2. deild. KR
með 11 stig er t. d. enn ekki
fyllilega úr hættu. Bæði Akur-
eyri og Fram geta komizt í 11
stig og sama er um Vestmanna-
eyinga að segja. Möguleiki er
því á keppni fleiri liða en
tveggja um. bótninn komi til,
jafnvel sá möguleiki, að KR,
Fram, Akureyri og Vestmanna-
eyjar verði öll með 11 stig.
Þyrfti Fram bá að vinna KR,
Akurevri að gera iafntefli við
Vestmannaevjar og Vestmanna-
evingar iafnframt aö tapa fvrir
Akranesi.
Þá mundu 4 lið verða með 11
stig og þurfa að keppa sín á
milli um hvert þeirra á að leika
gegn Breiðabliki um 1. deildar-
sæti næsta sumar.
Hins vegar er möguleiki á að
tvö lið verði efst með 14 stig.
Liðin gætu jafnvel orðið þrjú á
toppnum með 14 stig.
Möguleikar eru því á „Mara-
þon“-Islandsmóti, því að þetta
gæti þýtt allt að 9 aukaleiki í
1. deild.