Vísir


Vísir - 10.09.1969, Qupperneq 5

Vísir - 10.09.1969, Qupperneq 5
LAND ® Notaðir bílar til sölu Höfum kaupenóur að Volkswageu og Land-Rover bífreiðum gegn siaðgreiðslu. Til sölu í dag: Volkswagen 1200 ‘62 ’65 ■ "'Vðlkswágen 1300 ‘67 ‘68 Volkswagen 1500 ‘68 Volkswagen Fastback ’66 ’67 ’68 Volkswagen sendiferðabifr. ’62 ’65 ’68 Volkswagen station ’64 Land-Rover bensín ’62 ’64 ’65 ’66 ’67 Land Rover dísil ’62 ’67 Willys '63 ’65 ’66 Fiat 1100 D ’62 Toyota Corowne De-Luse ’66 Við bjóðum seljendum endurgjaldsiaust afnot af rúmgóðum og giæsilegum sýningarst. okkar. VÍSIR . M:ðv?kadagur 10. sepiemfaer 1969. Lambaskinns- pelsarnir mörkuðu svipinn -« Litið inn á tizkusýninguna á fatakaupstefnunni þaö er ekkí beinlínis hægt að segja, aö fatakaupstefnan, sem stendur núna vfir í Laugar dalshöllinni hafi komiö manni á óvart. Ekki varö vart neinna stökkbreytinga frá því á fata- kaupstefnunni í vor — heldur virðast gæðin halda sér og er það vel út af fyrir sig. Auðvitað komu nýjungar fram, skemmti- legar nýjungar sem getið verður. Nú hefur fatakaupstefnan ver ið haldin þaö oft, aö visst snið er komið á hana. Eins og sagt hefur verið frá í fréttum er þetta kaupstefna þar sem kaupmönn- um sefst fyrst og fremst kostur á að sjá á sama stað helztu verksmiðjuunnar framleiðsluvör ur i fatnaöi. Þar geta þeir boriö saman verö og gæði og valið sér það, sem þeir vilja og um leiö sjá þeir hvað það er, sem er helzt á markaöinum. fatakaupstefnunni núna kom greinilega í ljós fyrir hverja hinn íslenzki fatamark- aður er — en það eru táningarn- ir. í táningafötum er salan örust og öruggust, má ef til vill segja. Táningarnir eru greinilega sá aldursflokkur, sem hefur mesfa peninga til að leggja í fatgkáup . og mestan huga á þeim. Þetta kom fram á þeim fötum, sem sýnd voru og m.a. í því að ekki var gert ráð fyrir neinum stórum númerum sérstaklega — eöa sýndur fatn- aður fyrif þær eidri og bústnari. Sniðin Voru líka í sama dúr og tízkulínan er erlendis — fyrir unga fólkið. Það kom manni dálítið á ó- vart, að ekki skyldu fleiri fram- leiðendur sýna en- raun bar vitni á tízkusýningunni — og eins saknaði maöur mjög, en þaö voru kjólar. Verksmiðjuunnir kjólar — kjólar í fjöldafram- leiöslu virðast ekki vera gerðir á íslandi. Hins vegar voru buxna dragtirnar eða buxnaskokkarnir allsráðandi á sýningunni og sagt frá því að ekki hafi linnt fyrir- spurnum síðustu tvo mánuði um það „hvenær skokkarnir kæmu í verzlanir.“ JJúsínan í pylsuendanum, á sýn ingunni, voru pelsarnir, sem sýndir voru síðast. Vaktu þeir Herrapelsinn úr íslenzka lambsskinninu vakti mikla athygli. Það gerðu dömupelsarnir líka. Herrapelsinn kostai 17 þús. en dömupelsinn, sem er grár 20 þúsund út úr verzlun. óskipta athygli og aödáun þeirra sem viðstaddir voru. Isfeldur sýndi þarna þrjár tegundir pelsa úr íslenzka lambsskinninu. Pels- arnir eru ætlaðir bæði til útflutn ings og einnig til sölu á innan- landsmarki-öi. Mestu nýjungina á sýningunni má hiklaust telja einn af þessum pelsum — herra pelsinn, sem er úr brúnu lambs- skinni, tvíhnepptur og fremur stuttur. Herrapelsar eru nú í há- tízku erlendis og var þessi pels fallegt sýnishorn af því, sem má gera hér heima og er fyllilega samkeppnisfært við erlenda vöru. Einnig sýndi ísfeldur gráan Iambsskinnspels og hvítan lambs skinnspels. Verðið f smásölu er 17 pús. krónur fvrir herrapels- inn og sama verð var á hvíta dömupelsinum, grá‘ pelsinn er á 20 þúsund, en doppóttu pels- arnir frá ísfeldi, sem ekki voru sýndir, kosta 23 þúsund. Við gerum ekki endasleppt við pelsana, því ekki má gleyma nýj asta pelsinum frá verksmiðjunni Max. Frá Max hafa nú komið nælonpelsar undanfarin tvö haust og eru þegar 3 snið og 4 litir í framleiðslu. Nýjasta snið- ið er þannig að pelsinn er þver- röndóttur með belti úr leðri eða leðurlíki. Verðið er kr. 4900 og hægt er að þvo pelsinn, sem þolir vel að fá á sig skúrir. A f fyrirtækium, sem sýndu tán ingatízkuna. síöbuxur, skokka og jakka bar mest á Mod el-Magasíni. Model-Magasín stendur að baki framleiðslu á skokkum úr salúnefni frá Ála- fossi sem var ein nýjunganna, er mest var tekið eftir. Þarna fór saman mjög skemmtileg vinnu- brögð og efnisnotkun. Það var augljóst, að um persónulegri sköpun en gengur og gerist var að ræða á þessum flíkum. Kom það á daginn að Jón Þórisson hjá Módel-Magasír. teiknaði föt in og hafði veg og vanda af þeim. Prjónadragtir frá Prjónastofu Önnu Bergmann í Hafnarfirði eru nýjung, sem hefur verið ó- ven.ju fljót á ferðinni til íslands. Erlendis eru prjónaðar síðbuxur og jakkar hæstmóðins, nýkomið í tízku. Sleppur fyrirtækið vel frá þessari framle'ðslu sinni, og er gaman að fá tízkuna svo fljótt hingað I verzlanir. Þetta framtak er til fyrirmyndar. Af ööru, sem vakt' athygli má nefna acryljakka frá Prjóna- stofunni Iðunni, í dökkbrúnum lit með fornu íslenzku munstri, að þvi er bezt var séð, og silfur krækjum. Þessar krækjur eru fluttar inn frá Noregi. Þetta er skemmtileg flík sem stingur I stúf við það venjulega. Peysurnar voru vandaöar en fremur er maður orðinn leiður á öllum þessum gerviefnum, þótt auðvelt sé að þvo þau. Væri mik il tilbreyting að sjá alullarpeys- ur aftur innan um nýju peysu- framleiðsluna. JJndirfötin hafa undanfarin ár verið á mjög háu gæðastigi og eru ennþá. Heldur er btóndu- vesenið farið að þreyta mann, og mættu framleiðendur hafa fjör- ugra ímyndunarafl hvað snertir skreytingar. Pífur úr efninu sjálfu er góð tilbreyting, en 1. verðlaun fyrir snið og útlit' fær undirkjóll frá Max, úr hvítu blúnduefni með rauðum legg- ingum. Þetta snið er ársgamalt en stendur sig eins vel og í fyrra. Önnur tilbreytni í undir- fatagerð er bömullarnælon, sem skar sig úr öllurr nælonundir- fötunum. I lokin má minnast á skjólfata gerðina, sem sýnir það að brevt- ingar eru þar á döfinni, úlpan fræga er aö þróast upp í þaö aö veröa faliegasta flik — þaö vant ar aöeins herzlumuninn á það. s.b. UOSASTILUNGAR Bræðurnir Ormsson hJ Lágmúla 9, sfmi 38820. (Beint á móti bensínstöö BP við Háaleitisbr.) Sími 21240 HEKLA hf Laugavegi 170-172 EINUM STAÐ Fóið þér íslenzk gólfteppi fró: WwSir-kZtv ZlUima Ennfremur ódýr EVLAN feppi. Sparið tíma og fyrirhöfn, og verzlið á einum stcð.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.