Vísir


Vísir - 10.09.1969, Qupperneq 9

Vísir - 10.09.1969, Qupperneq 9
VÍSIR . Miðvikudagur 10. september 1969. Hvernig íir.nst yður íslendingar svara í síma? Asta Bjömsdóttir, hárgreiöslu- dama: „Mér finnst fólk yfirleitt vingjarnlegt. Samt nokkuö upp og ofan. Stundum kemur fyrirí að fólk er ákaflega ruddalegt Pétur Valdimarsson, tækni- fræðingur: „Það vantar alveg kurteisi. Fólk mætti gjama taka fram hvaða númer þetta sé og gjarnan mætti fólk sem hringir í mann kynna sig, áður en það kannski heimtar nöfn á öllum í húsinu.“ Inga Þórisdóttir, afgreiðslu- mær: „Mér finnst það ákaflega tnisjafnt. Sumir eru voða elsku- »egir en aðrir alveg ferlegar frekjur. Mættu gjama gera meira aö því að kynna sig.“ Hilmar Finnsson, námsmaður: „Frekar ókurteisir. Mættu gjarnan nefna símanúmerið, þeg- ar þeir svara, og kynna sig, áð- ur en þeir heimta æviferil manns.“ Sigurður Kristjánsson, iðn-j verkamaður: „Það er nú ákaf- lega misjafnt. Mér finnst meira 'I vanta en kurteisi, mér finnst i Islendingar yfirleitt mættu vera[ vingjarnlegri.“ Mannasiðir S'imi á þriðja hvern ibúa i landinu og fæstir kunna að tala i sima i sima Magnús Björnsson, hjá Pósti og síma: „A-mennt frekar kulda- j lega“. B íslendmgai tala manna rnest í síma — sex til sjö hundruð símtöl hver emstakling- ur á ári — enda einn sími til á þriðja hvern íbúa í landii.u. „Nú iá, hvað viljið þér að ég geri? Þetta er regla fyrirtæk- isins. Ekki bjó ég hana til.“ (Meinfýsnin bersí með hverj- um andarclrætti i gegnum sím ann.) Samt kunna fæstir þeirra að tala í síma! „Ha? Sagði einhver, að það ætti að vera vandalítið að tala í „Já, þetta er hannl" (Hef ég ekki heyrt þessa rödd ein- hvers staðar?) „Nú! Ert ’etta þú, Nonni minn! Þekkirðu mig ekki? Þetta er Kolla frænka!“ Við skulum hlífa Jóni Jóns- syni við að hlera lengra, en hann gat sjálfum sér um kennt. Hefði hann kynnt sig strax í símanum, um leið og hann tók upp tóliö, hefði hann komizt hjá allri þessari tímasóun, rugl- inu og vandræðunum. En Jón Jónsson er ekki einn um þetta. Margir eru meira að segja helmingi verri. Það þekkja líklega allir, sem hefur einhvern tíma orðið það á að hringja í skakkt númer, og fengið hreytt í sig ónotunum, sem svo oft .fyigja. En mönnum er svo sem vor- kunn. Fæstum er það lfklega meöfæddur hæfileiki að kunna að tala í síma eða svara Þetta þarf svo sem að læra, eins og hvað annað; t.d. mannasiði. Sá hængurinn hefur þó verið á, að það hefur ekki veriö hægt að leita neitt eftir kennslu í þessu efni. Nema þá þeir, sem hafa verið svo heppnir að hljóta hana i uppeldinu. Nú hefur hins vegar Stjórnun- arfélag íslands gengizt fyrir þvf að gefa út bækling, þar sem nokkur heilræði er að finna fyr- ir þann, sem mikið notar sim- ann. Einkanlega höfðar bækling- Góður símsvari er gulli betri. síma. Þar skjátlast honum illi- lega, eins og hann getur sann- færzt um með því að heyra álit þeirra, sem mátt hafa þola ó- kurteisi í samskiptum sínum við náungann í gegnum símann. Kannski renna tvær grim- ur á hann þá. Það nægir lík- lega fyrir hann að hlusta einu sinni til tilbreytingar á sjálfan sig, þegar hann talar í stmann. Ætli símtalið byrji ekki ein- hvem veginn svona, eins og hjá fjöldanum; „HalI6!“ (Þetta er auðvitað skakkt. Hann getur alveg eins sagt: „Gettu hvar þetta er og hver ég er.) Hinum megin segir líka aum- ingja manneskjan; „Hvar er þetta með leyfi?“ (Sem er auð- vitað líka skakkt, þvi að hún ætti að kynna sig, áður en hún fer að rekja garnirnar úr hon- um og yfirheyra, enda er mað- urinn fljótur að veita henni ofanígjöf). „Nú, hvert ætluðuö þér eig- inlega að hringja?“ (Skárri er það nú ofsinn.) „Ég ætlaði aö hringja í 77777. Hef ég fengiö skakkt númer?“ „Nei, þetta er þar.“ (Á, sljákk- aöi ekki soldið í henni, ha!) „Er Jón Jónsson heima?“ urinn til símsvara fyrirtækja... „Enda er góður símsvari gulli betri,“ sagöi. Konráð Adolpsson, framkvæmdastjóri SFÍ, þegar blaðam. Vísis tók hann tali Þegar þú Iyftir símanum, beinist áthyglin að þér, og þú ert fyrirtækið... eða aila vega rödd þess. „Sjáið þér til! Ég hef verið hér í 13 ár og mér er sama, hvað húsbóndinn segir, hlut- urinn sr ekki ti’ og við höf- um aldrei haft hann.“ (Eitt dæmi jm ranga símsvörun úr nýútkoinnum bæklingi um símtöl.) vegna bæklingsins. „Það fer ekki á milli mála, að sum fyrirtæki beinlínis verða af viöskiptum, vegna þess að við- skiptavinurinn styggist, þegar hann fær slæma fyrirgreiðslu í símanum — kannski einhverja þeirra, sem við tökum nokkur dæmi um í bæklingnum, svona sem víti til varnaðar,“ sagði Konráö. ■ Auk hollráðanna er nefni- lega að finna í bæklingnum nokkur dæmi um það, sem við- skipavinir geta þurft að þola, þegar 'þeir! hHhgja *H1 'fytiH ■ tækis. „Við fengum mörg þeirra með því aö hringja í fyrirtæki og taka niður svörin. En við fengum líka fyrirmyndina að sumum leiðbeiningunum hjá öðrum fyrirtækjum, sem okkur hafði verið vísað á, vegna þess að þar þótti svo vel svarað í síma,“ sagði Konráö. „Fæstir gera sér grein fyrir, hve síminn er mikilvægur og hvað mikið rfður á þvf, að vel sé svarað í símann. Þess vegna gáfum viö út þessar leiöbeining- ar, til þess að forstjóra fyrir- tækja gætu stuðzt við þær f stjórnun fyrirtækja sinna, og aðrir geta vel af þeim eitthvað lært,“ sagði Konráö að lokum. Það voru svo sannarlega orð í tíma töluð. G. P. SljJJXááS ’/M/Æ ■P LESENDUR HAFA ORÐIÐ □ Engar frétíir Nýlega fór rafmagnið af hverf inu hjá mér eins og stundum vill verða. Ég opnaði strax fyrir útvarpið í von um, að þar kæmi tilkvnning um rafmagnsbilun- ina og hve lengi hún stæði. En ekkert var þar aö heyra. Þaö er óþségilegt að vita ekki hvaö á- ætlað er að rafmagnsleysiö veröi lengi Rafmagnsveitan á strax að setja tilkvnningu í út- varpið um bað. Varla er þægi- legra ryrir hana að veröa aö svara hundruðum upphringinga. í þessu efni sýnir hún því mið- ur skort á næmleika fyrir þörf- um fólksins, sem hún þjónar. Kona vestast úr Vesturbænum. □ Opinberar njósnir á íslandi? Einhverr, tímann heyrði ég það. að heimild þyrfti til hús- rannsóknar. Ég hef líka lesið og heyrt talað um nokkuð, sem nefnt hefur verið heimilishelgi. Allt þetta virðist núna týnt og tröllum gefið. Við aumir ís- lendingar megum nú búast við því á hverri stundu að barið sé dyra og e-r ókunnug manneskja heimti inngöngu hi? snarasta um leið og þú lesand góöur í sak- leysi þínu opnar dyrnar. Þessi ókunnuga manneskja skimar síö an I allar áttir. Hún skimar bæði með augum og eyrum, e.i það'hefur þú senni lega ekki séö fyrr en einhvern tíma verður allt fyrst. Ef þú skyldir nú ekki átta þig á þess- um fíflalátum manneskjunnar, þá kannski áttar þú þig þegar þú finnur í póstkassanum þínum rukkun um afnotpgiald sjón- varps og útvarps, sem þú aö sjálfsögðu ert búinr, að greiða fyrir löngu. Eru þetta ekki væg ast sagt heldur ósmekklegar inn heimtuaðferðir f lýðræðisríki? Er landið kannski að verða „litla Rússland“ eða hvað? „Spurull". □ Þiggur hann íaun fyrir hrósið? . Ég veit að þaö er að bera í bakkafullan lækinn að minn- ast á sjónvarpið. Það er senni- lega ekki til sú manneskja á land inu, sem ekki hefur tekið upp í sig I sambandi viö þá stofnun. Auðvitað sýnist sitt hverjum, en ég held ég megi samt segja, aö óánægjuraddirnar hafi vinning- inn, og þeim fer sífellt fjölgandi Það er þó til e;nn maður á land- inu, sem er svo ánægður með sjónvarpiö að hann þarf að bás- úna það út um landsbyggðina alla og notar til þess víölesinn vettvang Velvakanda í Mbl. Þeg ar maður les þetta þarna hvað eftir annaö, allt þetta hrós um sjónvarpiö þá hvarflar ósjálfrátt að manni, hvort maðurinn sé ekki á launum við skrifin. Þessu fylgir svo aftur spurningin, hver borgi þá launin? Væri fróðlegt að fá greinargott svar frá þess- um velvakandi sjónvarpsunn- anda. Forvitinn. HRINGIQ I SÍMA1-16-60 KL13-15

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.