Vísir - 11.10.1969, Blaðsíða 4
HMant ■ wiMo’Æ«BPByr '_____________________________, ________________
—— —...........................................................................l4JH
Hún var meðvitundarlaus í eitt ár
ðMHBHHaamMsanBaniHBaM
Myndin af Majbritt, sem varð til
þess að hún var „uppgötvuð“.
Það var hávaöinn frá sporvagn-
inum, sem fór fram hjá gluggan-
um hennar á sjúkrahúsinu í Kaup
mannahöfn, sem vakti hana. Hún
hafði legið meðvitundarlaus í
heilt ár. Allan þann tíma hafði
móöir hennar komiö og setið hjá
•••••••••••••••••••••••■
Hann vill fá
hana til að
leika Ófelíu
Þessi unga stúlka, sem mynd
birtist af í brezka blaðinu The
Peaple, í myndafrásögn af „brjósta
haldalausum“ hefur nú fengið sitt
fyrsta kvikmyndatilboð.
Er það kvikmyndaframleiðandi,
að nafni Arthur Lewis, sem trúir
því að hún gæti orðið góð í hlut-
verki Ófelíu í kvikmynd, sem
hann hyggst gera um „Hamlet“,
og á Richard Harris að fara meö
titilhlutverkið.
„Mig langar aö fá skandinav-
íska og óþekkta stúlku til að leika
Ófelíu“, segir Lewis. Bæði þau
skilyröi uppfyllir einmitt stúlkan,
Majbritt Mawson.
„Ef hún á annað borð getur
leikið er ég handviss um, að hún
er einmitt stúlkan, sem é| er að
leita að“, bætir hann við.
En vandræðin við þetta allt
saman eru bara þau, að Lewis
veit ekki, hvort Majbritt var að-
eins á ferðalagi f London, þegar
myndin af henni var tekin, eða
hvort hún býr þar. Þannig að
Lewis setur fram spumingu sína:
Hver er Majbritt? Hann er reiðu-
búinn að greiða þeim ríflega fyrir,
sem með upplýsingarnar kemur,
og að sjálfsögðu Majbritt fyrir að
koma til London til að leika hlut-
verkið til reynslu. Að vísu þýöir
kannski ekki fyrir hann að beina
spurningu sinni til okkar íslend-
inga, en þetta litla dæmi sannar
bara eiginlega, að það er enn í
fullri tízku að láta „uppgötva"
sig.
henni á hverjum einasta degi.
Stúlkan, sem við erum hér að
tala um heitir Lydia og er níu ára.
Lydia er frá Ober við Frankfurt
og upphafið að hinum langa
svefni hennar var umferðarslys,
sem hún lenti í fyrir einu ári.
Læknarnir höfðu gefið upp alla
von um endurlífgun. „Við höfum
gert allt sem í okkar valdi stendur
og aöeins kraftaverk getur bjarg-
að stúlkunni þinni", sögðu lækn-
arnir við móöur Lydiu litlu. —
og kraftaverkið gerðist.
í Danmörkuteru þess fleiri dæmi
aö sjúklingar liggja meðvitundar-
lausir um lengri eöa skemmri
tíma, og er talið til heldur sjald-
gæfra viðburöa, aö þeir vakni af
dvala. En svo lengi sem lækninn
grunar hinn allra minnsta mögu-
leika fyrir að manneskjan lifi er
„Mamma“, sagöi Lydia litla er hún
••••••••••••••••••••••••
Heimili
úr pappír
og plasti
Morgunverðar-
uppþvotturinn al-
gjör óþarfi, bara
setja allt ofan i
pappírspoka og
henda þvi — og
kaupa nýtt úr
pappír.
Stúlkan hér á myndinni hefur
búið heimili sitt eingöngu húsbún-
aði úr plasti eða pappír. Það
finnst henni víst mikill kostur
vegna þess að þegar hún hefur
fengið leiö á hlutunum er ekkert
annað að gera en pakka þeim
saman og setja I pokfi og hrein-
lega henda þeim. Þetta er svo ó-
dýrt.
Stólarnir og borðið eru úr
plasti, einnig rúmið og fatahengið.
Rúmfatnaðurinn og púðarnir eru
hins vegar úr pappír.
Stúlkan hefur einmitt nýlokið
við að taka af morgunveröarborð-
inu og hreinlega stungið öllu dót-
inu ofan í pappírspokann. Þar hef-
ur hún einnig sett pappírsglugga-
tjöldin, sem hún var búin að fá
leið á, já og pappírsfatnaðinn.
Já, það er svo sannarlega ódýrt
að kaupa pappírsvörur, bara
henda því gamla og kaupa nýtt í
staðinn, þegar maður er orðinn
leiður á hlutunum.
haldið áfram, svo fremi sem heyr
ist til hjartsláttar. Er hægt að
halda mönnum lifandi fræðilega
séó, enda þótt að meðvitund
þeirra sé ekki vakandi.
I Bandaríkjunum hefur einn
sjúklingur legið meðvitundarlaus
í 28 ár. Er það stúlka, sem missti
meðvitund viö svæfingu, er hún
sex ára var skorin upp, en hún
lifir enn.
Spáin gildir fyrir sunnudaginn
12. október.
Hrúturinn, 21. mar^—20. apríl.
Ekki skaltu ráögera nein ferða-
lög i dag, en aftur á móti skaltu
ekki setja þig úr færi að kynn-
ast nýju fólki, ef tækifæri býðst
til. Taktu kvöldið snemma og
hvíldu þig vel.
Nautið, 21. apríl—21. niaí.
ÍÞað er ekki ólíklegt að þú kom-
izt ánægjulega að raun um að
þér er munaður gamall greiði.
Það bendir allt til þess, aö þetta
geti orðið þér gagnlegur og
skemmtilegur dagur.
Tvíburamir, 22. mai—21. júnl
\ Láttu ekki hafa þig til að taka
afstöðu til manna eða málefna
gegn vilja þínum. Það er ekki
óliklegt að þú verðir að beita
skapsmunum nokkuð í því sam-
bandi, en þú sérð ekki eftir því.
Krabbinn, 22. júní—23. júlí.
Ferðalög ekki aeskileg. Faröu
gætilega í umferðinni, og yfir-
leitt skaltu ástunda varúð og
gætni í dag — einnig í orði.
Kvöldið getur orðið skemmtilegt
I fámennum kunningjahópi.
Ljónið, 24. júlí—23. ágúst.
Hafðu það, sem sannara reynist
í dag, jafnvel þó það kunni að
kosta þig tímabundna óvild
kunningja þinna. Dagurinn virö-
ist góður til athugana og skipu-
lagningar nokkuð fram í tímann.
Meyjan, 24. ágúst—23. sept.
Þetta getur orðið skemmtilegur
og gagnlegur hvíldardagur, ef þú
athugar að hafa þig ekki rrijög
í frammi og leita ekki marg-
mennis. Viðhafðu aðgæzlu í um
feröinni og hafðu hóf á öllum
/ hlutum.
Vogin, 24. sept.—23. okt.
Gamlir kunningjar, eða kunningi
setja svip sinn á daginn á
skemmtilegan hátt. Spillir ekki,
aö sennilega mun þar um að
ræða gagnstæða kynið og eitt-
hvað mun rómantíkin segja til
sín.
Drekinn, 24. okt.—22. nóv.
Svo virðist sem eitthvað það, er
þú hefur undirbúið í samræmi
við daginn, fari út um þúfur á
síðustu stundu af óvæntum á-
stæðum. Samt sem áður er lík-
legt að dagurinn veröi sæmileg-
ur.
Bogmaðurinn, 23. nóv.—21. des.
Það lítur út fyrir að þér takist
vel að afla tillögum þínum og
áhugamálum fylgis í dag, jafnvel
betur en þú kannt að gera þér
grein fyrir í fljótu bragði, en'
kemur fram síðar.
Steingeitin, 22. des.—20. jan.
Láttu ekki fremur smávægileg-
ar erjur innan fjölskyldunnar
gera þér gramt í geði, ef þú var-
ast það, getur dagurinn orðið
þér ánægjulegur um margt, eink
um þegar á líður.
Vatnsberinn, 21. jan.—19. febr.
Þú skalt ekki hyggja á nein
ferðalög í dag. Yfirleitt skaltu
hafa þig sem minnst í frammi,
en taka hins vegar þátt í því,
sem kann að bjóðast og þú hef-
ur áhuga á.
Fiskamir, 20. febr.—20. marz.
Það er ekki ólíklegt aö eitthvað
þaö gerist i dag, sem hefur mjög
jákvæða þýðingu fyrir þig, eink-
um þegar frá líður. Kannski
kynnist þú einhverjum, sem að
því stuölar.