Vísir - 11.10.1969, Blaðsíða 6

Vísir - 11.10.1969, Blaðsíða 6
/ Ennfremur ódýr EVLAN teppl. Sparið tíma og fyrirhöfn, og verzlið á einum stcð. ZUtinta Dag> viku* og mánaóargiald V1S IR . Laugíirdagur 11. október 1969. —Listir-Bækur-Menningarmál- Hjörleifur Sigurðsson skrifar myndiistargagnrýni: Hverskonar landslagsmyndir ? p’g skal játa strax, aö ég varð dálítið ringlaður þegar ég gekk inn í Casa Nova einn rigningardag f september til móts við málverk, teikningar og höggmyndir Sverris Haraldsson- ar. Við mér blasti landslags- myndasýning ... um það atriöi var tæplega hægt að villast. En safn hvers konar landslagsmál- verka? Ég spurði sjálfan mig fljótlega þessarar spumingar og geri raunar enn á meöan ég sit við ritvélina og festi þetta stutta spjall á pappírsörk. Ekki er það náttóra dagsins og vök- unnar, sem málarinn er að leit- ast viö aö draga okkur inn í, þaöan af síður náttúra draums- ins, varla ásýnd fáránleikans beggja megin — og þó mjök- umst við yfir haffleti, sléttur og víðáttur eins og snúnar sam- an úr trefjum eða greiddar úr reipum, undarlega kyrrar, stundum glærar. Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því, að hið sérstæða andrúmsloft er meginstyrkur málverka Sverris Haraldssonar, þeirra, sem hann hefur málað á allra síðustu t£m- um. Engin verk myndlistarinnar hér á landi líkjast þeim að ráöi en benda má á nokkrar hlið- stæður frá öðrum tímum, í öðrum löndum. Samt er málar- inn alltaf mjög persónulegur þegar hann velur sér efni, fyllir mynd sína, þéttir hana, snurfus- ar hana. Aftur á móti á ég bágt með að skilja hvers vegna hánn gerir litina marklausa, þýöing- arlausa ... hvað eftir annað. Var þá birtan, sem lifði í ferskri, tindrandi áferö ekki annað en óljós minning? Lang- bezta málverkið hefur Listafé- lagið látið þrykkja í opnu sýn- ingarbæklingsins. Ég ætla ekki að fjalla um það I smáatriðum, aðeins segja: að þetta er jarö- neskt landslag, heiðara og fínna en öll hin, innhverft eins og gömlu myndirnar. Líkt má hafa um nokkrar teikninganna. En mörg verkin ollu mér von- brigðum sakir þess, að þau eru rauðari en lífið og listin í hvers- dagsleik sínum og svara ekki fágætum hæfileikum mannsins, er lagði reykvíska listgrúskara og unnendur að fótum sér fyrir tæplega tuttugu árum. Sverrir Haraldsson verka sinna. Stefán Edelstein skrifar tónlistargagnrýni: Blandaðir réttir Tjað var pluss og flauel hins keisaralega Rússlands, sem var endurvakið á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands sl. fimmtudagskvöld með flutningi 3. píanókonsertsins eftir Rach- maninoff. Tónlist þessi er varla þolanleg, því hún er „liðin" í orðsins fyllstu merkingu, hún endurvarpaöi yfirstéttartilfinn- ingum ákveðins tímabils sögunn ar og þræðir hið mjóa bil milli kvikmyndarómantíkur nútímans og yfirspenntrar tilfinningasemi hnignandi og spillts þjóðfélags liöins tíma. En því verður ekki neitað, að ef píanóleikari á borð viö Ann Schein glímir við þetta drekkhlaðna bróderaða verk, þá tekst henni að sýna það í réttu ljósi sfns og okkar tíma. Hin stórkostlega og mér liggur við að segja tröllaukna spila- mennska þessarar konu lét þetta „liðna" verk blossa upp enn einu sinni. Ann Schein veiddi úr pottinum þá fáu kjötbita, sem fyrir voru í annars allt of stór- um sósuskammti. Þrefalt húrra fyrir listakonunni; hvílíkt skap, hvílík átök! Stórkostlegt! Liszt var vafalaust betur lag- ið að semja píanómúsík en hljómsveitarverk. Því miöur er Tasso, sinfónískt ljóö, ekki meö þvf bezta af hljómsveitarverk- um sem hann hefur samið — og í tilfinningaólgu sinni of keim- líkt Rachmaninoff — hér hefði verið viturlegra að setja and- stæðara verk f efnisskrána. Samt var fróðlegt að heyra hlj'ómsveitarverk eftir Liszt, og var verkinu f heild vel skilaö af hljómsveitinni. Að síðustu var flutt Sinfónía Nr. 5 eftir austurríska tónskáld- ið Haidmayer, frumuppfærsla í Evrópu. Verkið er tileinkað Alfred Walter, stjórnandanum. Þetta er ferskt verk, fullt af kímni og hressilegum hugmynd- um og aögengilegt í alla staði. Á köflum, t.d. 4. þætti (Scherzo II) minnti handbragð tón- skáldsins eilítið á Stravinski. Blásarar og slagverk höfðu mikið að gera og voru notaöir heldur jafnt og tilbreytingar- lítið á köflum. Hljómsveitin flutti þetta verk á lifandi og skemmtilegan hátt og áheyrend um féll það bersýnilega vel i geð — tónskáldið, stjórnandinn og hljómsveitin fengu margfalt klapp fyrir. ÖNNIIMST: KÖLD BORÐ LE6GJUM SAL FAST FÆÐI sníttur Gg brauð ívrir VIKUFÆÐI íyrb AFMÆLÍ FUNDAHÖLD MÁNAÐARFÆÐI FERMINGAR og og VEIZLLíHÖLD VEI7I.UR GISTING HAFNARBÚÐIR Sími 14182 TRYGGVAGÖTU

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.