Vísir - 19.11.1969, Síða 4
Hvab segja
þeir um
kvenfólk,
tóbak
og vín?
„Þegar skrattinn sjálfur setti
vínið á borð fyrir heiminn, var
hann klókur og útsnioginn eins
og alltaf. Hann gerði drykkinn ó-
missandi við hinar gleðilegustu
hátfðarstundir, jafnt sem við hin-
ar sorglegustu, jafnframt mælti
hann með víninu sem mesta óvini
leiðindanna."
(Jacob Paludan).
★
„Vín, tóbak og fallegar konur,
það er eitthvað við mitt hæfi“,
sagði Go'ethé.
: ' ★
„Ég kyssti fyrstu stúlkuna í
’lífi mínu og reykti sfgarettu í
fyrsta skiptið sáma dagihn. Sfðan
hef ég aldr'ei haft tfma til að
réykja".
(Arturo Toscanini).
kjúklinga-
mamma mnan
Ensk blaðakoná* þjáist nú af
martröð á hverri nóttu vegna
þess að hún er svo hrædd um
að í svefninum velti hún sér á
magann og spæli um leið hænu-
eggið, sem hún sefur með á milli
brjóstanna. En hvers vegna sefur
manneskjan þá með hænuegg
á milli brjóstanna? kynni nú ein-
hver að spyrja? Jú, hún er auð-
vitað að sanna það, að kona geti
ungað út hænueggi, og þessi
enska blaðakona ætlar sér að
gera það á 21 degi. Er hún ekki
beinlínis að sanna þetta fyrir
sjálfri sér, heldur gerir hún þetta
fyrir eiginmann Margrétar Breta-
prinsessu Snowdon lávarö og
samkvæmt fyrirskipun frá rit-
stjóranum sínum á „Daily
Sketch", sem sendi hana heim
einn daginn með egg sér viö
barm og skipaði henni að verða
kjúklingamamma innan þriggja
vikna!
Ástæðan fyrir öllu þessu út-
ungunartilstandi er kvikmynd, er
Snowdon lávarður tók og sýndi í
enska sjónvarpinu, um samband
mannsins við dýrin. Meðal atriða
i þeirri mynd var að úr eggi einu
kom sprækur og sprelllifandi
hænuungi, enda þótt útungunar-
staðurinn væri engan veginn sá
hefðbundni heldur konubarmur.
Halda forstöðumenn dýragarða í
London þvi fram, aö þetta sé ó-
framkvæmanlegt og segja, að út-
ungunarsenan hjá Snowdon lá-
varði hafi verið uppspuni og
hreint plat, er ekki hafi við nein
rök að styðjast.
Að sjálfsögðu reynir lávarður-
inn ekki aö halda því fram, að
atburöurinn f kvikmyndinni
sjálfri hafi verið raunverulegur,
þar sem útungunin tók aðeins
þrjár mínútur. Hins vegar styðst
hann við sögulegan atburð, er
gerðist fyrir ellefu árum, er Ella
Petry, sú sem er í hlutverki kjúkl
ingamömmu lávarðarins, einmitt
ungaði út hænueggi við barm
sér, og hefur Ella nýlega látið
hughreystingarorð falla til hinn-
ar ungu blaðakonu og biður hana
umfram allt að vera þolinmóða,
en blaöakonan mun svo sannar-
lega þurfa á að halda hughreyst-
ingarorðunum, þar sem þetta út-
ungunarstand hefur sett allar
hennar lífsvenjur úr skorðum.
Hún neyddist til að mynda til að
draga úr sígarettureykingum sín-
um og þá sérstaklega á kvöldin,
því að hætta var á að reykingar-
hóstinn yröi til þess, að eggið
Ella Petry, sú er lék kjúklingamömmu í mynd Snowdon lávarð-
ar, sést hér með hænuna, sem hún í raun og veru ungaði út við
barm sinn fyrir ellefu árum.
dýrmæta svifi sína leið út í vegg
einhvern morguninn í hóstahviðu.
Fyrstu nóttina með eggið við
barm sér reyndi blaðakonan ár-
angurslítið að sofna, og enda þótt
hún tæki bæði svefntöflur og
hlæði í kringum sig nfu dúnkodd-
um varð svefninn einungis um
tvær klukkustundir þá nóttina.
Hún ætlar samt að þrauka og er
vongóð um árangur, þar sem hún
las í dýrafræðinni sinni á yngri
árum að hænuegg þurfi rúmlega
37 gráða hita til útungunar.
Listaverkin voru gerð úr
peningum — börn gerðust þjófar
★
„Kona er aðeins kona, en góður
vindill er' líka'reykufinn."
(Rudyard Kipling).
★
„Litla synd verða menn þó að
hafa sér tií 'vamár gegri stærri og
meirj 'syndurn. Hjá mér er það
píþan mfn, minn bezti’ vinur og
úm leið mesti óvinur".
(H. C. Branner).
★
„Til að skrifa þarf ekki aðeins
penna eða ritvél, heldur eirinig
tóbak.“
(d’AgouIt).
★
Veika kynið væntir alls af karl-
marininum, á móti væntir sterka
kynið aðéins eins af veika kyn-
inu“.
(Arthur Schopenhauer).
★
„Fyrrum skammaðst kvenfólk
fyrir fortfð sína riú skrifa þær
um hana endurminningabækur,
er setja sölumet".
(John Barrymore).
6 svokölluð „peningasöfn", er
héngu uppi á litetaverkasýningu
í Odense, voru of stórar freist-
ingar fyrir tvo 13 ára skóla-
drengi. Þeir stálu nokkru af seðl-
unum og héldu upp á dágirin með
nokkrum vinum og veittu hressi-
lega á báða bóga af sínu skyndh
lega ríkidæmi.
Þessi listaverk eru gerð nær
eingöngu úr peningaseðlum í ýms
um stærðum. Seðlarnir höfðu ver
ið máíaðir og brenndir í jöðrun-
um.
Drengirnir brutust inn í sýn-
ingarsalinn, er þeir áttu að vera
í skólanum og völdu úr þá seðla,
sem voru sem óbreyttastir, náöu
þeir alls um 12 þúsundum ís-
lenzkra króna á þennan hátt.
Var síðan í hvelli farið aftur í
skólann og haldin heljarmikil
sælgætisveizla.
Þessi listaverk eru gerð af
finnska listamanninum Erling
Anderssen sem fyrir skömmu
vakti athygli á sér, er hann fékk
lánaðar hjá vinkor.u sinni 300
þús. íslenzkar krónur. Seðlana
brenndi hann síðan ýmist eða mál
aði. Sýna áttj svo þessi málverk
Finnans á ýmsum málverkasýn-
ingum um heiminn, meðal annars
í London og Chicago, þar sem
verkin áttu að vera aðalaðdr,áttar
aflið. Kemur ef til vill til greina
áð aflýsa þessum sýningum, þar
sem eyðileggingin á málverkun-
um var mjög mikil og erfitt mun
reynast að gera við þau, svo að
gagni megi koma, þar sem dreng-
imir í æsingi sínum að ná pening-
unum af listaverkunum fóru mjög
illa með bakgrunn listaverkanna,
sem er úr þunnu efnL
Hér er mynd af Erling Andersen, þar sem hann er með aðstoð vinkonu sinnar að breyta peninga-
seðlum í iistaverk með því að brenna jaðra seðlanna.