Vísir - 19.11.1969, Side 8
8
isa
V í S IR . Miðvikudagur 19. nóvember 1969.
VISIR
Ötgerandi: Reykjaprent h.t.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingar: Aðalstræti 8. Símar 15610, 11660 og 15099
Afgreiösla: Aöalstræti 8. Sími 11660
Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur)
Áskriftargjald kr. 165.00 á mánuði innanlands
í lausasölu kr. 10.00 eintakið
Prentsmiðja Vísis — Edda h.f.
Fá ekki útrás
þótt íslendingar séu ekki fjölmenn þjóð, hlýtur að
kenna ýmissa grasa í 200.000 manna hópi. Þess vegna
er ekki hægt að líta á það sem neitt ólán okkar um-
fram aðrar þjóðir, þótt 20 manna hópur verði þjóð-
inni til skammar. 20 menn eru altént ekki nema
0,01% þjóðarinnar. Hins vegar getur svo fámennur
hópur valdið margvíslegum óþægindum, ef hann legg-
ur sig fram við það. Og greinilegt er af „liðsfundum“
ungra kommúnista, að ætlunin er að sjá þjóðinni fyrir
ýmsum skemmtiatriðum í framtíðinni.
Forustukona úr þessu liði ruddist í ræðustól á há-
tíðinni, sem haldin var á laugardaginn til heiðurs Hall-
dóri Laxness á 50 ára rithöfundarafmæli hans. Olli
upphlaup hennar töluverðri truflun á hátíðinni og
vakti almenna andúð áheyrenda. Þessi i'.tla útrás
nægði hins vegar ekki 20 manna flokknum, því að
daginn eftir ruddist hann inn í sjónvarpsstöðina á
Keflavíkurflugvelli og olli þar miklum spjöllum á
húsnæði og nokkrum á tækjakosti.
Greinilegt er af báðum þessum atvikum, að ætlun
liðs ungra kommúnista er ekki að afla málstað sín-
um fylgis. Aðgerðir liðsins eru af því tagi, að þær
vekja ýmist fyrirlitningu eða aðhlátur. Þær eiga sér
sálrænar orsakir. íslenzkt þjóðfélag er rólegt og veit-
ir ekki herskáu fólki neina möguleika til að fá útrás.
Þetta fólk reynir því að espa upp hina rólyndu borg-
ara með aðgerðum eins og þeim um helgina. En menn
yppta bara öxlum, sinna ekki þessum upphlaupum
og brosa jafnvel að þeim. Verri viðtökur geta hinir
ungu kommúnistar ekki hugsað sér.
En fleiri eru undarlega sinnaðir en þessi 20 manna
flokkur einn. Nokkrir einstrengingsmenn gerðu
fréttastofum útvarps og sjónvarps heimsókn um
helgina og höfðu alþingismann í broddi fylkingar.
Skömmuðu þeir starfsmennina fyrir að skýra ekki
frá mótmælafundi út af Víetnammálinu á þann hátt,
sem einstrengingsmönnum líkaði. Að sjálfsögðu tóku
starfsmenn fréttastofanna ekkert mark á þessu upp-
hlaupi, en sögðu á eftir, að þetta væri grófasta send-
ing, sem þeir hefðu fengið og hefðu þeir þó reynt
margt. En þessar heimsóknir voru þó alla vega miklu
meinlausari en heimsóknin á Keflavíkurflugvöll.
Það er tilgangslaust að reyna að leiða upphlaups-
mönnum fyrir sjónir, hve óréttmætar aðgerðir þeirra
eru. Sú leið er skynsamlegust, sem valin hefur verið
af flestum, að láta atferlið ekki á sig fá eða hafa af
því skemmtun. Hins vegar verður í öryggisskyni
ekki komizt hjá því að láta hið herskáa fólk sæta
ábyrgð fyrir skemmdir, sem það veldur. Annars gæti
það fært sig upp á skaftið. Jafnframt verðum við
að horfast í augu við, að ekki er hægt að ætlast til
að allir íslendingar séu með öllum mjalla. Það verða
alltaf einhverjir, sem þurfa að fá útrás með óeðlileg-
um hætti.
í'
(
f
)
(
í/
>
i
„ ... vonum, a5 hinir tveir hlutar Þýzkalands grói saman“.
Brandt þíðir klakann
í Þýzkalandsmálunum
„Það er út í hött að líta
á hinn hluta Þýzkalands
sem erlent ríki eins og
Mexíkó eða Indónesíu
eða jafnvel Noreg. Þótt
hlutirnir hafi þróazt með
ríkjaskipulagi, þá er það
enn óbreytt, að landa-
mærin skera í sundur
milljónir fjölskyldna."
„Ég mundi gleðjast, ef sá ár-
angur næöist að minnsta kosti,
að ekki yrði örðugra að ferðast
frá einum hluta Þýzkalands til
annars en nú er að ferðast frá
Vestur-Þýzkalandi til erlendra
ríkja, jafnvel erlendra kommún
istaríkja. Þrátt fyrir ágreining
um stjórnmál, mundi ég kjósa
að komið yrði á sambandi við
austurhlutann, ekki aðeins á
sviði mannúðarmála heldur einn
ig á menningarsviðinu. Slíkt
væri i samræmi við hinn sameig
inlega menningararf okkar.“ —
Þetta segir Willy Brandt, hinn
nýi kanslari Vestur-Þýzkalands.
„Eðlilegt stjórnmála-
samband við
kommúnista“
Á þeim tíma, er Bandaríkin
og Sovétríkin setjast að samn
ingaborði um kjarnorkumálin,
sjást þess merki, að ríki Evrópu,
bæði i austri og vestri, vilji
draga úr viðsjám sín f milli.
FrumkvöðuII þessarar „hláku“
meðal forystumanna i Evrópu
er Willy Brandt og miðdepillinn
hlýtur óhjákvæmilega að verða
Þýzkalandsmálið. Hann hafði í
embætti utanríkisráðherra, alla
tíð frá 1966 hvatt til bættrar
sambúðar við Austur-Evrópu.
Nú getur hann sem kanslari
beitt sér £ ríkara mæli. Hann fýs
ir að efla verzlun, feröalög og
samgöngur milli Vesfur- og Aust
ur-Evrópu og koma á eðlilegu
stjómmálasambandi við komm-
únistaríkin. Fyrri stjómir Vest-
ur-Þýzkalands voru tregar til
samninga við þau, þótt hlák-
unnar hafi einnig verið farið að
gæta þar síðustu árin.
Falla frá tilkalli til
40 þús. fermílna
Ríkisstjórn Brandts hefur nú
þegar látið að því liggja, að hún
sé albúin að falla frá tilkalli
Þjóðverja til 40 þúsund fermílna
landsvæðis þess, sem Pólverjar
fengu í stríðslok af fyrrj hluta
þýzka ríkisins. Einnig hefur
stjómin til athugunar, með
hvaða hætti veita megi ríkisstj.
Austur-Þýzkalands einhvers kon
ar viðurkenningu, án þess að
Vestur-Þjóöverjar sætti sig bein-
línis við, að kommúnistar ráði
þessu svæði. Yröi stjóm komm-
únista með þeim hætti viðræðu-
betri.
„Metviðskipti“ Pólverja
Beztu undirtektimar við
stefnu Brandts hafa komið frá
erkifjendum Þjóðverja, Pólverj-
um. Kölluðu þeir þingræðu
Brandts á dögunum „skref í
rðtta átt“. Lfklegt er að ríkin
tvö geri viðskiptasamning upp
á 88 milljarða króna, sem þá
yrði stærsti viðskiptasamningur
er kommúnistaríki hefur nokkru
sinni gert við ríki vestan járn-
tjalds. Þjóðverjnr munu kaupa
landbúnaöarvörur lágu verði af
Pólverjum. í stað þess opnaðist
Pólverjum þýzki markaðurinn
með lánskjörum hans og þróaðri’
sölustarfsemi.
Pólverjar hafa lengi litið öf-
undaraugum, er Rúmenía og
Ungverjaland margfölduðu við-
skipti sín við Vestur-Þýzkaland.
Rússar og raunar Austur-Þjóð-)
verjar hafa einnig aukið viö-
skiptin. Hin kommúnistarfkin
hafa ekki setiö auðum hömdum,
Ungverjar hafa hækkað við-
skiptanefnd sfna f Bonn í tign,
svo að nú hefur hún nærri stöðu
ræðismannsskrifstofu. Rúmenfa
sem fyrst kommúnistaríkja tók
upp stjómmálasamband við
Bonn árið 1967, er að gera nýjan
viðskiptasamning til margra ára.
Ulbricht tortrygginn
Hinn gamli Stalínisti, Walter
Ulbricht, hefur þó fátt gott sagt
um ráðagerðir Brandts, og
Sovétríkin bíða og sjá, hvað
setur. Nikolai Podgomy, forseti
Sovétríkjanna, segir, að „dæma
verði stjóm Vestur-Þýzkálands
af verkum sínum, sem enn sé
beðið eftir.“
Það er hins vegar ekkert laun
ungarmál, að ein aðalorsök inn-
rásar Rússa f Tékkóslóvakíu i
fyrra var áætlun Dubceks að
efla efnahagslegt samstarf við'
Vestur-Þýzkaland, og erfitt
munu Rússar eiga með að hætta
hatursáróðri gegn Þjóðverjum1
eftir allt það, sem á undan er.
gengið.
Þeir segja...
Oder-Neisse-
landamærin.
„Viðræður ættu að mega
byrja uro Oder-Neisse linuna.
Með þvi að viðurkenna hana
sem vesturlandamæri Póllands
væru Vestur-Þjóðverjar að falla
frá elztu óskráðu þrjózkunni f
utanríkistefnu sinni. Erfitt er að
sjá hvaða gildi það hefur að
halda sig við blekkinguna, þeg
ar ekki er unnt að hagnast neitt
á henni.
Undir engum kringumstæðum
getur nokkur þýzk ríkisstjórn
vænzt þess að vinna aftur land
svæði sitt f Austur-Evrópu frá
þvi fyrir 1945. Ættu Pólverjar
að sætta sig á nokkum hátt við
þetta, yrðu þeir að endurheimta
austursvæðin, sem þeir misstu í
hendur Rússum Og það gerist
áreiöanlega ekki.“
Guardian (London).
Landbúnaöarstefna
Efnahagsbanda-
lagsins mistekst
„Við tökum alls ekki undir við
þá, sem eru alltaf reiðubúnir að
rísa til andmæla, þegar stinga
þarf hönd f vasa vegna einhvers,
aðildarrfkis Efnahagsbandalags
Evrópu. Samt gremst okkur með
hvílíkri lítilsviröingu Þjóðverj-
ar reyndu að fá sameiginlegan
sjóð bandalagsins til að borga
brúsann fyrir þýzka bændur.
Stefna bandalagsins f landbún
aðarmálum er dæmd til að mis-
takast, þvf að hún er komin und
ir margs kyns pólitfskum ákvörð
unum, sem enn eru teknar
vegna þjóðernislegra sjónar-
miða.“
Het Vrije Volk
(Amsterdam).