Vísir - 04.12.1969, Side 5
VfSIR . Fimmtudagur 4. Æesember 1969.
Ný köf unartækoi veldur
byltingu í djúpköfun
Gerir fært að vinna 8 stundir
samfleytt á 60 metra dýpi
Tpwda þött margar tækniþróað-
ar þjóðir — með Banda-
ríkjamenn óneitanlega í farar-
broddi — leggi nú ríka áherzlu
Meö tilkomu þessa tækis geta kafarar nú unnið 8 stunda
vaktavinnu vikuna út á því dýpi, þar sem þeir gátu áður ein-
ungis hafzt við í 20 mínútur í senn.
á það, sem kalla mætti landnám
á hafsbotni, og oft hefur verið
á minnzt í þessum þáttum, á
maðurinn mörg og margvísleg
erindi önnur ofan í djúpin en aö
setjast þar að um lengri eða
skemmri tíma. Má þar meöal
annars tii nefna björgunarstarf-
semi í sambandi við sokkin
skip, gerð alls konar djúpvatns-
mannvirkja — stíflur, lagnir
j alls konar á vatns eða hafsbotni
| og hafnarmannvirki — og við-
geröir á þeim og viðhald. Þessi
störf hafa verið unnin af köfur-
um, og hafa verkefni þeirra auk-
izt mjög á síðustu áratugum —
einkum í sambandi við olíubor-
un og virkjun olíulinda á hafs-
botni.
Þótt allri tækni varðandi gerð
djúpköfunarbúninga hafi fleygt
mjög 'fram á síðustu áratugum,
svo og kunnáttu og tækni í sam-
bandi við blöndun og stillingu
þeirra lofttegunda, sem dælt er
niöur til kafarans, hafa afköst
kafaranna á miklu dýpi verið
mjög takmörkuð til þessa. Há-
marksafköst þjálfaðra kafara
hafa hingað til verið talin 20
mínútur á dag þegar kemur nið-
ur á 60 m dýpi. Svonefndir
,,froskmenn“ geta komizt niður
á það dýpi, séu þeir þrautþjálf-
aðir og búnir fullkomnustu tækj-
um, en ekki dvalizt þar lengur
en í 2 mínútur.
Þessi takmörkuðu afköst hafa
seinkað mjög öllum framkvæmd
-um, sem vinna verður að á miklu
: dýpi, og gert þær að sama skapi
dýrar, eins og gefur að skilja.
Það er því ekki að undra þótt
sleitulaust hafi verið að þvi unn-
ið að finna nýjar köfunaraöferö-
ir, sem geri kafaranum klei-ft
að vinna mun lengur í einni lotu
á rnikiu dýpi. Ti-1 merkis um það,
hve tafsamt það er að vinna að
ýmsum framkvæmdum á svip-
uöu dýpi og áður er nefnt, að
áætiað var að viðgerð á síu viö
innstreymispípu neðst á stíflu
við raforkuver eitt í Bandaríkj-
unum, og er til þess ætluð að
koma veg fyrir að aðskotahlutir
berist inn í hverfiana, tæki ekki
minna en ár með þeim fullkomr,-
asta köfunarútbúnaðí, sem nú er
almennt notaður.
AMt útlit er þó fyrir að siíkar
viðgeröir taki mun skemmri tíma
í framtíðinni — að minnsta kosti
fór svo að það tók flokk átta
kafara ekki nema 40 stundir að
vinna þetta verk. Þar var í
fyrsta skipti beitt nýrri, tækni-
legri aðferð og tækjum, sem
verkfræðingar við Westing-house
Electric Corp. hafa unniö að um
nokkurt skeiö, og tekizt að full-
komna svo, að ekkert virtist því
til fyrirstööu i sambandi við
þessa fyrstu tilraun, að kafar-
amir'gætu unnið samfleytt átta
stundir á sólarhring á allt að 60
m dýpi, hviit sig í sextán stund-
ir og síðan unnið aftur í átta
stundir; með öðrum orðum, unn-
ið þrískiptar vaktir vikunaút.Og
ekki nóg með það, heldur gera
verkfræðingarnir sér vonir um
að áður en langt um líður hafi
þeir fullkomnað þessa tækni svo
að kafararnir geti unnið áhættu-
laust þrískiptar vaktir jafnlang-
an tíma á allt að 135 m dýpi.
Þessi nýja aðferð byggist á
tækj nokkru, eins konar þrýsti-
klefum, samtengdum, sem verk-
fræöingarnir hafa skírt „Cacha-
lot“, en svo nefna enskumælandj
þjóðir — og raunar fleiri — búr-
hvelið, sem eins og kunnugt er,
kafar dýpst allra spendýra. Við
köfun er annar þrýstiklefinn við
yfirboröið, en hinn sígur með
kafarann innanborðs allt að
botni, þar sem kafarinn fer út
úr honum til vinnu sinnar. Þeg-
ar hann hefur unniö þar í átta
stundir eða svo, fer hann aftur
inn í neðri þrýstiklefann, sem
dreginn er þá upp undir hinn og
tengdur honum með loftþéttum
umbúnaði. Heldur kafarinn, sem
var að starfi, þá inn í efri klef-
ann en annar tekur við og fer
inn í þann neðr; og heldur til
starfa á hafsbotni. Sá sem kom,
hvílir sig svo í efri klefanum,
sem er mjög rúmgóður og meö
ákjósanlegasta aðbúnaöi, í
sextán stundir, eða þangað til
hann heldur aftur til starfa á
hafsbotni.
Þrýstingurinn í báöum þessum
klefum er alltaf hinn sami og
á því dýpi, sem kafarinn vinnur
viö á botni, þannig að hann býr
stöðugt við sama þrýsting vinnu-
vikuna út. Sé unnið á 60 m dýpi,
nemur sá þrýstingur þvi sem
næst 7 kg á hvem fersm. Loft-
blandan sem þeir anda að sér
gegnum loftleiðslurnar, er
vísindalega blönduð með tilliti
til þessa þrýstings, helium, súr-
efni og köfnunarefni í nákvæm-
lega stilltum hlutföllum. Þegar
svo vinnuvikunni lýkur, eru kaf-
ararnir ,,afþrýstir“ hægt og ró-
lega í efri kléfanum, þangað til
þeir eru undir það búnir að fara
út og heim til sín. Áður átti sú
afþrýsting sér stað í hvert skipti
sem komið var úr kafi, en hún
reynir ef til vill öllu meira á
Hffæri kafarans en sjálf köfunin,
að því er taliö er.
Enda þótt þarna sé um allt
aðra aðferð og tæknj aö ræða,
en þá sem að undanfömu hefur
verið reynd í sambandi við
„landnámið á hafsbotni“, getur
þessi aðferð auðveldað mjög
hagnýtingu ýmissa þeirra verð-
mæta, sem hafsbotninn lumar á,
sér í lagi mun hún koma aö
gagni við olíuleit þar og virkjun
neðansjávar olíu og jarðgaslinda.
Einnig viö undirbúning að
ýmiss konar máim- og efna-
virmslu.
5
Elti þjófinn og nóði
honum óður en
hunn ##sf2!kk
með sfræfisvugní
Bíleigandinn gekk frá húsinu á-
leiðis til bíls síns, en stanzaði og
stóð eins og negldur ... EINHVER •
var í bílnum að bauka... AÐ
STELA.
í stað þess að ganga aö þjófnum,
kæra hann, en heyra síöan útúr-
snúninga og afsakanir fyrir að hafa
farið ínn í skakkan bíl og fleira
þras, ákvaö bíleigandinn að draga
sig í hlé og fylgjast með þjófnum
úr Ieyni.
Hann hafði skilið bilinn eftir ó-
læstan, þessar örfáu mínútur, sem
hann var inni í Tjarnarbúö, og nú
sá hann, að þjófurinn var 14 eða
15 ára unglingur, sem hann hafði
mætt á leiöinni í húsiö.
Stuttu á eftir yfirgaf pilturinn ■
bílinn og eigandinn elti hann f hæfi
legri fjarlægð, svo að þjófurinn ,
varö aldrei var við eftirförina, þótt
hann liti oft um öxl og nær hlypi
við fót. Fáir voru á ferli, enda liðið
fram yfir miðnætti.
Einmitt meðan bíleigandinn var
að velta vöngum yfir því, hvort
hann ættí að elta þjófinn heim til
hans, eða stööva hann á eigin spýt-
ur, sá hann tvo Iögregluþjóna á-
lengdar og eftir stutta skýringu
fékk hann þá í Iið með sér.
Þjöfnum varö ekki líti'ð bilt við,
þegar hann fann þungan arm lag-
anna leggjast á öxl sér, um Ieið
og hann ætlaði aö greiða fargjald-
ið í Hafnarfjarðarstrætó — sjálf-
sagt orðinn öruggur um, að nú
væri hann sloppinn,
Hann var færður á lögregluslöð-
ina, en eigandinn fékk aftur þýfið
— útvarpstækiö og nokkra smá-
hluti, sem verið höfðu í bílnum. •
RITSTJÓRN
lAUGAVEGl 178
SÍMI1-16-60
&
ii
Magnús E. Baldvinsson
Laugavegi 12. — Sími 22804.
FISH & CHIPS
DJÚPST. KJÚKUNGAR
SILDARRÉTTIR
KAFFI, KAKO, SMURT
BRAUÐ, YFIR 15 TEG.
HEIMABAKAÐAR KÖKUR
HOFUM FAST VIKU-
FÆÐI - SENDUM
PANTIÐ ) SIMA 34780
SMARAKAFFl
LAUGAVBGI 178