Vísir - 04.12.1969, Page 9

Vísir - 04.12.1969, Page 9
V í SIR . Fimmtudagur 4. desember 1969. 9 IÞað er eftirvænting í loftinu, þegar verið er að draga stóru vinningana. Hér sjáum við fólk að störfum við að draga í Happ- drætti Háskólans, en nú í desember verða dregnar út heilar fjörutíu milljónir hjá happdrættinu. HVERJIR DETTA / LUKKUPOTTINN ? Fimmtíu milljómr kr. í happ- dræ ttis vinningum í des. Mesti happdrættismánuður ársins gengur í garð, og aldrei hafa jafnmiklir fjármunir verið lagðir í vinninga og nú. Dregið verður í 22 happdrættum, og er Happdrætti Háskólans langstærst, en þar er vinningsupphæðin 40 milljónir, langhæsta upphæð, sem dregið hefur verið um í einum drætti, frá því að lög um happdrætti voru sett á íslandi árið 1926. JJefur ekki alla dreymt um að fá allt f einu og alveg ó- vænt stóra vinninginn í happ- drætti? — Standa allt í einu uppi meö fullar hendur fjár, án þess að hafa þurft að leggja sig fram að nokkru leyti til að ná í féð, — aðeins að kaupa einn happdrættismiða? — Jú, okkur dreymir víst flest um þess hátt- ar heppni, en fæst okkar verða þó fyrir henni, þvi miöur. — Hvernig bregzt fólk við, sem skyndilega verður fyrir þessari óvæntu heppni? Ákaflega mis- jafnlega, svo að ekki sé meira sagt. Margir vilja skilyrðislaust halda heppninni leyndri, aðrir slá um sig og sóa peningunum á vini og vandamenn og kaupa sér það sem hugurinn girnist, þar til auöurinn er þorrinn. Auðvitað viðurkenna flestir, að það sé kannski ekki beinlínis sanngjarnt, að einhver maður úti í bæ, fái hálfa eða heila milljón, án þess aö hafa nokkuð til unnið. Þar að auki eru pen- ingarnir komnir beint úr vasa borgarans, sem sjálfur er oftast skítblankur. En þetta viljum við, og okkur finnst þetta gefa lífinu gildi. Óvissan og eftirvæntingin sem fylgir hverjum happdrætt- ismiða hressir upp á hversdags- leikann og þó að við sjáum svo- lítið eftir hundraðkallinum um leið og við lesum um að hann hafi lent í vasa einhvers manns vestur í bæ, þá erum við búin að gleyma því daginn eftir, þeg- ar við freistumst til að kaupa nýjan miða. Jjað eru til margar gamansög- ur um happdrættisvinn- inga, og iíka margar sorgarsög- ur. Við höfum lesið í erlendu blaði, að það sé algengt að ungt og óreynt fólk, sem skyndi lega fær happdrættisvinning, sé oft líklegt til að verða óham- ingjusamt og óráðvant síðar á ævinni, þar sem það kunni ekki með peningana að fara. Þaö eyðir og spennir, lendir oft í óreglu, og þegar auöurinn er þorrinn, hefur það gleymt hvernig fara skuli meö peninga og misst sitt fasta tak í lífinu. Þetta er nú ef til vill óþarfa bölsýni, en því miður er þetta ekki óalgengt. Þeir, sem hafa vit á að nota peningana í eitt- hvað fast og varanlegt og leika sér ekki að þeim, þurfa aldrei aö óska þess, að hafa ekki feng- ið stóra vinninginn. Einn Is- lending vitum við um, sem sagði, að fjölskyldan og vinirnir hefðu gerzt svo ágeng, þegar hann fékk happdrættisvinning, að hann hefði aldrei þorað í afmælisboð, án þess að hafa meðferðis gjöf upp á fleiri hundruð eða þúsundir króna. Allir vildu fá lánað hjá honum og gengu á lagið, þar til pen- ingarnir voru búnir. Og þessi maöur sagðist sannarlega óska þess, að hafa aldrei fengið vinn- inginn. En til allrar hamingju eru þeir þó miklu fleiri, sem hafa vit á að nota Deninea skvnsam- lega og láta hvorki Pétur né Pál ganga á lagið. Það hlýtur að vera óumræðilega gleöilegt fyrir námsfólk eða t. d. ung hjón, sem eru að koma sér upp heimili, að detta i lukkupottinn og geta skyndilega farið aö lifa Iífinu án þess að þurfa að horfa í hvern einasta eyri, og geta stundað nám án þess að vera iþyngdur fjárhagsáhyggjum. Eða gamla fólkið, sem hefur kannski aldrei átt nema fyrir mat og klæði og ekkert getað veitt sér. ' Cvo að við víkjum nú að öðr- ° um þáttum happdrættisins, en því sem snýr að vinnings- höfunum, þá þarf skilyrðislaust að fá leyfi dómsmálaráðuneyt- isins til þess að hægt sé að stofna happdrætti. Það getur ekki hver sem er sett upp happ drætti, tilgangurinn þarf aö vera ákvéðinn og málefnið gott. Vinningurinn þarf að standa í ákveðnu hlutfalli við heildarsöl una, eða einn á móti sex. Það er orðið nokkuð langt síðan happdrætti hófust hér á landi, en lög um þau eru frá 1926. Áður höfðu tíðkazt hér ýmiss konar tombólur og vfsar að happdrættum, en lögin eru upphaflega sett til að stemma stigu við hinum fjölmörgu er- lendu happdrættum, sem Islend ingar voru farnir að taka þátt í í stórum stíl. Núna í desem- bermánuði verður dregið í hvorki meira né minna en 19 happdrættum, auk Happdrættis- Háskólans, DAS og SÍBS, en þessi þrjú eru stærstu happ- drætti landsins. Næsta miðviku- dag verður dregið í 12. flokki Háskólahappdrættisins í og verða dregnir út 6,500 vinning ar að fjárhæö tæpar 40 milljón- ir, og er þetta langstærsta fjár upphæð sem dregin hefur veriö út í einum drætti hér á landi. Og það er engin smáræðis vinna sem liggur á bak við siikt happ drætti, aðeins það að draga út vinningana tekur 10—12 klukku tíma. Og eftir 17. desember tritla Reykvíkingar svo í þús- undatali niður á skrifstofu ; happdrættisins og sækja sér ■ jólaglaðning. Vinningarnir eru tveir á eina milljón hvor, 2.206 á 10.000, 2.276 á 5.000 krón- ur, 2.010 á 2.000 krónur og auk þess fjórir á 50.000 krón- ur, sem falla á númerin beggja vegna við númer hæsta vinn- ingsins, svona í sárabætur fyr- ir þá sem næstir standa millj- óninni. Af minni happdrættunum 19 sem dregið verður í fyrir jól, er dregið í 7 á Þorláksmessu eða aðfangadag, en meðal þessara happdrætta eru stjórnmálahapp drætti, ýmsir styrktarsjóðir, íþróttafélög, Æskulýðsráð og happdrætti til styrktar kirkju í Dalaprófastdæmi, svo að við sjáum að það eru mörg og marg vísleg málefni sem þarf að styöja. Samtals nema vinningsupp- hæðir eða verðmæti þessara 19 happdrætta um 4.790.000.OO, en í DAS happdrættinu eru dregnar út 3-680.000.oo nú fyr- ir jólin, en stærsti vinningur- inn er ekki dreginn út fyrr en í apríl Um þetta leyti er einn- ig verið að draga i SÍBS happ- drættinu, og er vinningsupp- hæðin að þessu sinni ein millj- ón. Við sjáum þá, að upphæðin samtals úr öllum þessum happ drættum er tæpar 50 milljón- ir, og er óhætt aö fullyrða, að aldrei fyrr hefur jafnmikið fjár magn verið lagt í hanpdrættis vinninga. Þar að auki eru svo getraunirnar, sem telja má eins konar happdrætti, en þeg ar margar réttar lausnir berast, er dregið úr þeim. Við látum svo lokið þessu rabbi um happdrættin, og von um að þeir fjölmörgu, sem. fyr- irsjáanlega detta í lukkupott- inn fyrir iólin, kunni vel að fara með féð. Hinir, sem heima sitja, og borga brúsann géta huggað sig við, að eftirvænting- ; in, sem fvlgir h''eriiim leevnt- um miða, er þó alltaf tilbreyt- ing í skammdeginu. fÍSESFTEi Finnst yður að banna ætti íslenzkum flug- mönnum að fljúga fyrir Von Rosén? Þorsteinn Sigurgeirsson, flug- maður: — Nei, mér finnst nú ekki rétt að hindra þá f því. Menn eru sjálfráðir að því hvað þeir taka sér fyrir hendur. Þórólfur Magnússon, flugmað- ur: — Það verða allir að vera sjálfráðir gerða sinna, en það getur verið viss hætta f því gagnvart hinum flugmönnun- um, sem fljúga Sexunum, sam- anber sænsku flugvélina, sem var skotin niður. Þeir vita sínu viti þarna. Trausti Tómasson, flugmaöur: — Mér finnst nú sjálfum það ekki vera æskilegt fyrir íslend inga aö ota sér þar fram, ef við stofnum lífi fslenzkra hjálp- arflugmanna í hættu. Kolbeinn Sigurðsson, flugmað- ur: — Ef það yrði til þess að vélarnar frá Flughjálp yrðu skotnar niður, þá fyndist mér þaö alveg skilyrðislaust, en svo veit maöur- ekki hvort þeir muni gera það, en það er al- mennt álitið. Helgi Pálmarsson, flugmaður: — Nei, mér finnst ekki rétt að banna íslenzkum flugmönnum að fljúga fyrir von Rosen, a.m. k. ekki fyrr en þeir hafa kynnt sér um hvers konar flug sé að , ræða. Hermann Hermannsson, flug- maður: — Nei, því ætti að banna það?

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.