Vísir - 23.12.1969, Síða 4
☆
Það var hinn kunni Fritz Ruz-
icka, milligöngumaður margra
frægra listamáuna, sem kom þess
ari sænsku stúlku fyrst á fram-
færi í Danmörku, þar sem hún
settist að á sínum tíma. Féll Dön
um það vel í geð, þegar þessi
sænski gestur þeirra keypti sér
íbúð í Kaupmannahöfn og gerð-
ist ein af þeim.
Ingela Brander
eirir ekki leng-
ur í Sviss
Þjóðlagaþáttur í sjónvarpinu
Ingela Brander, kynbomban,
rafmagnsverkfræðingurinn, sem
eitt sinn skemmti hér í samkomu
húsi í Reykjavík með saxófón-
spili o. fl., dalaöi á vinsældalist-
anum í Danmörku, þegar hún
flutti til Sviss og settist þar að,
en seldi ailt sitt i Kaupmanna-
höfn.
Frá Sviss hefur hún svo ferðazt
víöa með saxófóninn sinn og
skemmt. Nýlega kom hún fram
á hljómieikum í Basel, sem haldn
ir voru til ágóða einhverri góð-
gerðarstofnun, og eftir því, sem
fram kom í blööum í Basei, ger-
sigraði hún hjörtu allra við
staddra.
Hins vegar féll það í miður
góðan jarðveg hjá þeim, þegar
hún flutti alfarin til Sviss, þar sem
hún um skeið kom oft fram og
hafði um leið nokkurs konar mið
stöð, en hún er mikið á ferðalög-
um um hin ýmsu lönd Evrópu,
aöallega hin suðlægari, og var
þá Kaupmannahöfn dálítið úr-
leiðis.
Nú hefur aftur á móti spurzt
út, að hún sé á höttunum eftir
íbúð í Kaupmannahöfn og hafi í
huga að flytja þangað aftur. Hef-
ur hún beðið vini sína, búsetta
þar, að svipast um eftir hentugu
smáhýsi fyrir sig.
Ungt fólk hefur ekki um auð-
ugan garð að gresja á jóladag-
skrá sjónvarpsins að þessu sinni,
en við viljum þó benda á þjóð-
lagaþátt, sem sýndur verður að
kvöldi laugardagsins 27. desem-
ber. Þar koma fram (t.v.): Fiðr-
ildi, Hörður Torfason, Árni John
sen og Árið 2012. Þátturinn ber
nafnið „Gekk ég í grænan skóg“,
og stjómaði Andrés Indriðason
upptökunni.
Að lokum má geta þess, aö
Monkees láta til sín heyra kl. 3
á aðfangadag og ber sá þáttur
heitið „í jólaskapi."
Ingela Brander hefur nú aftur fengið augastað á Kaupmanna
höfn til búsetu.
„Það verður að ávana
að gefa út blöð44
— Viðtal við ritstjóra pop-blaðs
A þessu ári, sem senn er á
enda hafa mörg pop-biöö litið'
dagsins ljós og jafnmörg hafa
liðið undir lok, og bera útgefend
urnir ýmsu við, þegar spurt er
um ástæöuna.
Pop-punktar litu inn á ritstjórn
arskrifstofu eins táningablaðsins
í síðustu viku og var tilgangurinn
sá, að heyra afsökun einhvers rit
stjórans á því hléi, sem orðið hef-
ur á útgáfu pop-blaðanna hér í
borg. Sá ritstjóri. sem varð fyrst
fyrir því óláni, að verða á vegi
okkar, var enginn annar en Ottó
sjálfur Ólafsson, en hann hef-
ur starfað viö þrjú pop-blöð og
eru það blöðin Topp Korn, Jón
Hreggviðsson Fæðingin Fyrsti
kafli og nú síðast Samúel.
Afsökun Ottós hljóðaði á þessa
leið:
„Það sem lamaði pop-blöðin
að þessu sinni, var það, að þau
geystust öll fram á markaðinn
um sama leyti og áttu ungling-
arnir erfitt með að velja og
hafna, og urðu að nota happa og
glappa aðferðina við að velja sýn
ishom úr þeim fjölda, sem á boð
stóium var, — en eins og gefur
að skilja höfðu þeir ekki efni á
aö kaupa öll blööin. Afleiðing-
in varð sú, að kaupendafjöldinn
dreifðist það mikið, að hvert blað
fyrir sig hlaut ekki nægilega sölu
til að geta haldið áfram.“
,.F.n telur þú vev grundvöll
fyrir pop-blaðaútgáfu hér á
landi? ‘
„Já, fyrir eitt vandað blaö —
og þá aðeins eitt, Topp Kom
hlaut mjög góðar viðtökur og
seldist í stóru upplagi, enda var
það eina blaöiö sinnar tegundar,
sem var á markaðinum þá stund-
ina.“
„Hvað varö um Jón Hreggviðs-
son?‘‘
„Hann sameinaðist Samúel."
„En er Samúel ekki ’’ættur?“..,
„Varstu beðinn að spyrja eða
hvað?“
„Nei, nei. Er þér kannski illaV-
við að ræða þessi mál?“
„Já.**
Þegar hér var komið sögu var
Ottó orðinn það fúll í skapi, að
mér þótti vissara að breyta um
umtalsefni og tók þá fyrst fyrir
Sam-klúbbinn, sem Ottó er ann-
ar stofnandi að.
„Klúbburinn hefur haldið tvo
dansleiki með skemmtiatriðum
og eru skráðir meðlimir nú orðn-
ir hátt á þriðja hundrað", segir
Ottó og þaö hýrnar yfir honum á
nýjan leik. „Meiningin er að
klúbbfélagar komi saman minnst
tvisvar í mánuði og skemmti sér
þá m.a. við dans og kvikmynda-
sýningar. Einnig er í ráði að bæta
ferðalögum á dagskrána. í því
húsnæði sem Samúel hefur hér
til umráða erum viö svo 'að koma
okkur upp aöstöðu til smærri
samfunda klúbbsins."
„Er eitthvað sérstakt i bígerð
á vegum klúbbsins?“
„Já. Næstkomandi mánudags-
kvöld (29. des.) mun klúbburi -
standa fyrir hljómlistarkynningu
fyrir ungt fólk í Glaumbæ og
koma þar fram ýmsir góðkunnir
hljómlistarmenn og kynna þjóð-
lagamúsík, framúrstefnumúsik,
country-músík, blues og jafnvel
»jazz. Einnig gerum við ráð fyrir
að kynna nýjustu hljómplötulög-
in eftir því sem tilefni gefur til.“
Nú er Ottó orðinn það kátur,
að ég áræði að leggja fyrir spurn
ingar um blöðin á nýjan leik.
„Hvað er þaö sem held: - á-
huga þínum vakandj á blaða-
útgáfu?“
„Það er þessi árans baktería,
sem maður fær þegar maöur einu
sinni kynnist blaðaútgáfu og við
þá bakteríu er síðan ómögulegt
að losna, ekki sizt, ef við erfið-
leika er aö etja við útgáfuna.‘‘
„Hver heldurðu að kostnaður-
inn hafi veriö við útgáfu Jóns
Hregg?“
„Ég hugsa að ég hafi greitt
tæpar þrjátíu þúsund krónur fyr-
ir hann. Þó var það blað helm-
ingi minna en pop-blöðin eru
almennt.“
„Hvenær er svo næsta blað
væntanlegt á rnarkaðinn frá
ykkur?“ spyrjum við að lokum.
„Það gæti orðið seinnipart
janúarmánaðar — okkur skortir
ekki efni í það blað að minnsta
kosti.“ i
TILVERA
á Kleppi
Síðastliðinn fimmtudag geröi
vistfólk Kleppsspítalans sér daga
mun ög-hélt örlitla jólagleði og
var ýmislegt haft til Skémmtunar.
M.á. lék hljómsveitin Tilvera
nokkur lög.
„Þetta var ákaflega viöfelldið
fólk“ segir Jóhann Kristins-
son bassaleikari hljómsveitarinn
ar. „Það viöurkenndi raunar, að
okkar hljómlist væri ekki efst á
blaöi hjá þeim, en kváðust þó
hafa gaman af að sjá og heyra
eina af þeim hljómsveitum, sem
léki fyrir dansi á dansteikjum
unga fólksins."