Vísir - 23.12.1969, Page 8

Vísir - 23.12.1969, Page 8
V í SIR . Þriðjudagur 23. desember 1969. Útgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Btrgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aöalstræti 8. Simar 15610, 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aöalstræti 8. Simi 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) Askriftargjald kr. 165.00 á mánuöi innanlands I lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiöja Vísis — Edda h.f. Friður annað kvöld ^nnasamasti dagur ársins er í kvöld. Verzlanir verða opnar til miðnættis, troðfullar af fólki, ef að líkum ^ lætur. Flest verzlunarfólk og raunar flest annað fólk mun ganga örþreytt til hvílu í kvöld. Tíminn við jólaundirbúninginn vill verða ódrjúgur og margir þurfa undir lokin að ljúka miklu verki á skömmum tíma. Hvorki friður né rósemi hugans ríkja í dag, held- , ur spenna og streita. Á morgun verður gengið frá ' síðustu jólagjöfunum, jólatrén verða skreytt og síð- ' degis hefst hin sérkennilega aðfangadagsumferð 1 heimilisfeðra milli húsa með jólagjafir. í eldhúsum | mun matargerðin standa yfir fram að kvöldi, og það er ekki fyrr en að því loknu, að það slaknar á spenn- unni og jólin sjálf taka hugi manna. i Og þó munu þeir verða margir, sem verða upp- teknir af jólamatnum, opnun jólapakkanna, kaffinu á eftir og fara síðan beint í háttinn með einhverja jóla- bókina. Hjá þeim er lítið eftir af hinum kristnu jól- um, en í þess stað ef til vill meira af hinum fornu, heiðnu jólum. Óþarfi er að hugsa af angurværð um liðna tíma, en hins vegar munu margir láta hugann reika til gömlu jólanna, þegar þjóðin var fátæk og hin verald- lega dýrð jólanna minni. Óneitanlega eru jólin orðin býsna ólík jólum fyrri tíma, rólegum og friðsömum sveitajólum. En við verðum að telja, að þjóðin hafi gengið til góðs götuna fram eftir veg. Tölfróður maður hefur reiknað út, að jólahaldið kosti 20.000 krónur á meðalfjölskyldu. Þannig er hin ver- aldlega dýrð mikil, en víða skortir nokkuð á hina andlegu dýrð. En hitt er svo staðreynd, að velmeg- un nútímans ryður gömlum verðmætum úr vegi og setur ný í staðinn. Jólahaldið hlýtur að endurspegla lífskjörin og þjóðlífshraðann. En vissulega er ósk- andi, að sem fæstir fari á mis við rósemi hugans og friðinn á jólunum sjálfum. Margir frídagar fara nú í hönd hjá flestum stétt- f um þjóðfélagsins. Vonandi jafna menn sig eftir æði V jólaundirbúningsins, svo að þeir fái notið þessara daga, Jólin hafa í kristnum sið verið og eiga að vera friðarhátíð. Hinn rétti jólaandi þarf að ríkja sem víðast á heimilum manna. í þeirri von óskar Vísir lesendum sínum og öllum landsmönnum gleðilegra jóla Hugh Joseph Addonizio Borgarstjóri í klípu. skipulagt þetta eða hitt moröiö, en ógerlegt er aö hafa hendur i hári þeirra, Ekkert fæst sann aö á þá, og þeir ganga um frjáls ir menn, leika golf og sitja veizl ur. Mafían „á kjördæmi“ Óvíst er hversu mikil tök fé- lagið hefur á borgarstjóminni í Chicago. Borgarstjórinn, Daley virðist lítt vinveittur féiaginu, og ríkisstjórj Illinois er í hópi svarinna fjandmanna þess. — Hins vegar má segja að glæpa- félagið „eigi“ nokkur kjördæmi í Illinois og ráöi því, hverjir veröa valdir þingmenn og borg arfulltrúar þar. Glæpafélagið ástundar helzt morð á sínum eigin meðlimum í skefjalausri baráttu um ráns- fenginn og yfirráö í félaginu. Þá verða önnur samtök glæpa- manna fyrir barðinu á Mafíunni veröi þau of fyrirferöarmikil. Hinn almenni borgari telur sig hins vegar að mestu óhultan fyrir starfsemi þess í daglegu lífi sínu. Ný sókn hafin Mafíunni Þeir fá þann jólaboðskap í New Jersey-fylki í Bandaríkjunum, að loks- ins hafa yfirvöld hafizt handa gegn ógnvaldin- um, Mafíunni. Mafían er voldug í Bandaríkjun- um. Segja má, að hún sé byggð upp af mönnum af ítölskum uppruna, sem ásælast eigur annarra og taka þær ó- frjálsri hendi. Glæpafé- lög Mafíunnar eru starf- andi um öll Bandaríkin. Þau eru enn í blóma, þótt frægust hafi þau orðið á dögum A1 Cap- one í Chicago. Enn í dag er í Chicago starf- andi hiö svonefnda „glæpafélag" (Crime syndicate) títt umræöu- efni manna og daglega getið í blööum. Blöð skýra frá því, hverjir séu foringjar félagsins, og nefna menn eins og Tony Accordio og Guancana. Er sagt frá því, að þessir foringjar hafi A1 Capone Taka „skatt“ af fyrirtækjum Félagiö tekur „skatt“ af fyrir tækjum. Stofni maður nýtt, lítið fyrirtæki í Chicago svo sem rak arastofu eöa veitingastofu, má búast viö „heimsókn" fulltrúa glæpafélagsins. Þeir bjóöa at- vinnurekandanum „vernd“, þaö er hann greiöi þeim „skatt“ til þess aö verða ekki fvrir barðinu á glæpamönnum, eins og þeir segja. Neiti ha-nn þessari greiöslu, koma sendimenn Mafí unnar aö næturlagi og varpa sprengju í fyrirtæki hans. — Þrjózkist hann enn við, verður sprengjan öflugri, og aö lokum má hann búast viö meiöingum og jafnvel lífláti. Á þennan hátt „rökstyðja" glæpamennirnir „vernd” sína Þegar atvinnurek andinn fer að borga, hætta öll spjöll á fyrirtækinu. Borgarstjóri svarar til saka Mafían hefur farið sínu fram í Stórborgum Bandaríkjanna um iangt skeið, og borgarar oröiö að sætta sig við tilveru hennar og starf. Nú hefur þaö gerzt 1 Néw Jersey-fylki, sem sjaldgæft er, að rétt fyrir jólin snerust yfirvöld af alefli gegn Mafí- unni. Fjöldi leiðtoga hennar var handtekinn, og jafnvel borgar- stjórinn í Newark varö að svara til saka. Addonizio, borgarstjóri, haföi frá upphafi verið sakaöur um að vera „sendisveinn Mafíunnar". Nú var hann spuröur um viö- skipti sín við hana, og greip hann til ákvæða stjórnarskrár Bandaríkjanna og neitaöi aö svara spurningum. Óvíst er, aö borgarstjórinn hafi bitiö úr nál inni meö þessu. Yfirvöld í New Jersey munu staöráöin aö láta kné fylgja kviði gegn Mafíunni í fylkinu Þeir tugir foringja. sem voru handteknir, hafa verið látnir lausir gegn tryggingu, eins og tíðkast þar í landi. Hins vegar munu þeir væntanlega all ir koma fyrir rétt. Veröur þá úr því skorið, hvort bandarísk vf- völd eru magnþrota gegn glæpa félagmu eða ekki, þegar á hólm inn kemur. Jóla w Á mörg þúsund heimil- um í Reykjavík er kveikt á ótal suðuhellum á eldavél- um, pottar og pönnur dregn- ar fram, og eldamennska hefst síðdegis á morgun. Og mennirnir hjá Rafmagnsveit- unni fylgjast áhyggjufullir með álaginu. w Skömmu seinna ganga jólin í garð með tilheyr- andi hátíðahöldum, og hver fjölskylda hefur sinn jólamat og sína heimilissiði i sam- bandi við jólahaldið. Hér á. eftir segja fimm manns frá jólamatnum og heimilissið- unum. Miðnætursúkkulaði með fjölskyldunni IZonráð Guömundsson, hótel- stjóri, tekur sér bvfld frá hugleiöingum um matseöla og eldamennsku á aöfangadags- kvöld, og lætur eiginkonunni ' það eftir að útbúa jólamatinn. — Rjúpu borða ég alltaf á aö- , fangadagskvöld og ef desert er, þá höfum við alltaf eitthvert . fromage meö möndlu og tilheyr , andi möndlugjöf og súpu á und- , an aðalréttinum. Meö þessu höf- um viö jólaöl fyrir bömin og , rauövín fyrir fullorðna fólkið. , Svo er þaö ófrávíkjanleg regla , hjá okkur seint á aöfangadags- , kvöld aö drekka súkkulaði og , boröa fullt af fínum kökum meö, . og kemur mjög gjarnan einhver úr fjölskyldunni og drekkur meö okkur miönætursúkkulaðiö. Á jóladag boröum við alltaf hangikjöt og flýtum okkur allt- af að vera búin að því áður en jólakveöjumar frá íslendingum; erlendis byrja og hlustum á þær. Aö gefnu tilefni, vegna yfirlýs- ingar útvarpsráös um jólakveðj- urnar, myndi ég skora á alla foreldra, sem éiga námsmenn erlendis, aö sameinast í mótmæl um gegn þessari ákvörðun út- varpráös. Annan jóladag kemur fólk tii okkar í hádegisverö, og þá höf Konráð Guðmundsson „.hlust um alltaf á jólakveðjur frá íslendingum erlendis .. ea

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.