Vísir - 23.12.1969, Qupperneq 9
V1S IR . ÞriSjudagur 23. desember 1969.
9
maturinn og heimilissiðirnir
um við einhvern góöan forrétt,
en að öðru leyti verða á mat
seölinum heilsteiktar uxalundir
með einhverju góðu og svo ætla
ég aö vígja eldsteikingartaeki,
sem var verið aö gefa okkur,
og búa til góðan desert.
Ananasbúðingur gengur betur
í börnin en hrísgrjónabúðingur,
segir Konráð ennfremur og gef-
ur okkur upp uppskrift fjölskyld
unnar að aöalábætisréttunum
um jólim
★ Ananasbúöingur
V2 dós ananas, * l/2 1 rjómi, 5
eggjarauJur, 5 msk sykur, 8
blöð matarlím, sítrónusafi, van-
illudropar, rifið súkkulaði og
ein heil mandla. Búðingurinn bú
inn til á venjulegan hátt.
★ Eldsteiktur ábætir
Þessi ábætir er nýr af nálinni
og hugmyndaflugið notað við
hann. Búin til sósa úr safanum
af pressuðum, nýjum ávöxtum,
söxuöum möndlum, sykri og
smjöri. Sykurinn og smjörið
brætt saman, ávaxtasafinn og
möndlurnar sett út x og bragð-
bætt meö Kirsch-líkjör. Ananas
inn settur út í og kveikt í sós-
unni. Ábætirinn borinn fram
með ís.
Jólahát'iðin góð hátið
P uðrún Helgadóttir, ritstjóri
,'r segir: Ætli viö borðum ekki
svipaðan mat og aðrir um jólin,
mikið af hangikjöti og laufa-
brauði. Því kynntist ég ekki fyrr
én hjá tengdafólki mínu, sem er
úr Skagafirði, og nú finnst mér
það alveg ómissandi. Annars
reynum við að eyða sem minnst
um peningum um þessi jól.
Bæöi er að við erum nýkomin
heim frá námsdvöl erlendis, og
svo er dýrtíðin hér svo gífur-
leg, að þaö er ekki á færi nema
auökýfinga að kaupa sér mat
eins og maginn gimist, og svo
er mér hulin ráðgáta, hvemig
láglaunafólk meö stórar fjöld-
skyldur fer aö því að bera á borð
íburöarmikinn mat.
Okkar fjölskylduhefð um jóla
hald er mestan part I því fólg-
in að gera jólin að notalegum
hvíldartíma. Við reynum aö eiga
góðan mat og góð vin til að
renna honum. niður með. Per-
sónulega finnst mér jólahátíðin
góð hátíð. Inntak hennar er að
því leyti sammanneskjulegt, sem
barnsfæðing vekur svipaöar
kenndir hjá flestu fólki hvort
sem þaö hiröir um trúarlega
hlið sögunnar um barnið frá
Betlehem eöa ekki.
Viö erum ekki trúfólk svo
við látum kirkjugöngur alveg
vera. Það sem prestar hafa
fram aö færa hljómar oftast í
mínum eyrum eins og það komi
úr hömrum. Prestar virðast ein
hvern veginn vera slitnir úr
tengslum við samtímann.
Nú, jólasóttina, sem grípur
marga í byrju'n desember og
fer eins og Kínaflensa yfir bæ-
inn, reynum við aö leiöa hjá
okkur. Það verður enginn auð-
ugri af jólagjöfum okkar. Eitt-
hvað bý ég til sjálf, hitt fer
eftir efnum og ástæðum. Ég
veit ekki af hverju kaupmönn-
um er alltaf kennt um alla vit-
leysuna, fólkið, sem kaupir frá
sér ráð og rænu er snöggtum
verra en þeir — og óskir okkar
verða hinar sömu nú op öll önn
ur jól: að næsta frióarhátíð
verði haldin á friöartíma, en
sú ósk hefur ekki enn verið upp
fyllt og ekki miklar horfur á
að mannkindin hætti að grafa
sér sína eigin gröf.
Við höfum engar sérstakar
siðvenjur um jólin. Maöur les
alltaf jólabækurnar, sem maöur
fær í jólagjöf, það er það, sem
er aðallega gert um jólin.
Svo kemur hér uppskrift að
hrísgrjónabúðingnum, sem fjöl-
skyldan hefur á aöfangadags-
kvöld og Tryggvi segir, að sé
voðalega góöur.
★ Hrísgrjónabúðingur
með ávöxtum
Fyrir 10 manns.: 150 g hrís-
grjón, sem eru skoluð í köldu
vatni, forsoðin og síöan soð-
in í einum lítra af sjóð-
heitri mjólk, sem er söltuð lítið
eitt, í um þaö bil 30 mínútur.
Kælt og 200 g af smáttskorn-
um, niðursoðnum ávöxtum, sem
eru bragðbættir með kirsuberja
líkjör, eru settir út í hrísgrjón-
in. Síðan er lagað krem út 12
eggjarauöum og sykursírópi,
sem er lagað úr 200 g af strá-
sykri og 1 dl af vatni. Sykur-
Tryggvi Þorfinnsson „... maður les alltaf jólabækurnar, sem
maður fær í jólagjöf....“
„Smörgásbord" oð
sænskum hæfti
T’ryggvi Þorfinnsson, skólastj.
Matsveina- og veitingaþj.skól
ans segir: Venjulega er það kon-
an sem býr til jólamatinn. Við
erum alltaf vön að hafa rjúpur
á aðfangadagskvöld og matseð-
illinn er þá svona: Rækjur f
tómatsósu, rjúpur með rjóma-
sósu og hrísgrjónabúöingur með
ávöxtum, sem við höfum alltaf
á jólum og náttúrlega er alltaf
í honum mandla og tilheyrandi
möndlugjöf fylgir henni.
Á jóladag höfum við venju-
lega eitthvað kalt í hádeginu,
„Smörgásbord" að sænskum
hætti, en konan mín er sænsk.
Þar verða síldarréttir og köld
skinka og alltaf hangikjöt. Það
er ekki búið að ákveða matseð-
ilinn á annan jóladag.
Guðrún Svava Bjamadóttir „ .. .öll fjölskyldan vakti við lest-
ur langt fram á jólanóttina...“
Guðrún Helgadóttir „.. .óskir okkar verða hinar sömu nú
og öll önnur jól: að næsta friðarhátíð verði haldin á friðar-
tíma....“
sirópinu er hellt sjóðheitu út í
eggjarauðurnar og þeytt
unz eggin eru köld, þá eru um
15 blöö af bræddu matarlími
sett út í, bragöbætt meö vanillu
og y2 lítra af þeyttum rjóma
blandað út í. Síðan er þessu
blandað gætilega út í hrisgrjón-
in. Botn á hringmóti er þakinn
hindberjahlaupi og hrísgrjóna-
búðingurinn settur ofan á,
skreytt með þeyttum rjóma og
ávöxtum. Rétturinn er framreidd
ur með apríkósusósu, sem er
búin til á þann veg að apríkós-
umar eru mauksoðnar með
sykri og vanillu, marðar í gegn-
um sigti og sósan aðeins jöfn-
uð meö . ofurlitlu af kartöflu-
mjöli. Rauður litur settur í til
að fá fallegri lit
Bezt er að laga búðinginn degi
áður en hann er borinn fram og
sósuna einnig
Hvit jól fullkomna
hátiðablæinn
G uðrún Svava Bjarnadóttir,
kennari segir:
— Á jólunum eiga flestir frí
frá störfum og finnst mér þá
eðlilegt, að heima fyrir séu jóla
dagarnir einnig hvíldartími. Er
því sjálfsagt aö haga nauösyn-
legum heimilisstörfum þannig,
að þau séu sem auðveldust,
hvort sem þau mæða á húsmóð-
urinni einni eða öll fjöJskyldan
tekur þátt í þeim. Ég reyni þess
vegna að hafa matreiðsluna
þægilega og þannig, að sem
minnstur tími fari í uppþvott og
frágang í eldhúsi. Aðalmáltíð
jójanna hef ég á aðfangadags-
kvöld, en hina jóladagana mat,
sem hægt er að útbúa að mestu
fyrirfram.
Á aðfangadagskvöld ætla ég
að hafa sem forrétt soðinn lax
í olíusósu, bragöbættri meö
þeyttum rjóma, tómatsósu og
sítrónusafa. Síðan borðum við
ofnsteiktan kjúkling með gul-
róta- og ananassalati og á eftir
hrísgrjónabúðing með möndlu.
Á jóladag borðum við kalt
hangikjöt með kartöflum og
grænum baunum og á eftir kaffi-
ís. Þessu vandist ég í fööurhús-
um, þar sem öll fjölskyldan
vakti við lestur langt fram á jóla
nóttina.
2. jóladag verða kaldir réttir,
sem útbúnir eru fyrirfram aö
svo miklu leyti sem hægt er, svo
sem salöt og síld með ýmsum
sósum. Laufabrauð er ómissandi
á' jólabbröið.' : ‘ÍÍBHA^1' '>
Við förum oft I kirkju 2. jóla-:
dag, en kjósum annars helzt
að vera sem mest heima við lest
ur spil og leiki. Þó skreppum
viö gjaman eitthvað út fyrir
bæinn í gönguferð eða á skíði 2.
jóladag, ef veður verður gott
og snjór. Hvít jól fullkomna há-
tíðablæinn.
Engin „heimbrá" til
Bandarikjanna um
jólin
^ancy A. Helgason, húsmóðir
segir:
— 1 Bandaríkjunum höfum
við alltaf kalkún á jóladag, en
nú er það íslenzka hangikjötið.
Á aðfangadagskvöld höfum við
hamborgarhrygg og lambakjöt
annan í jólum. Ég byrjaöi að
baka á föstudag og er .búin aö
baka einar 200 smákökur og
svo bananabrauö og hoagy-
köku og astoria-köku.
Viö verðum hjá tengdamóður
minni á aðfangadag og opnum
gjafapakkana, en svo veröa
tengdamóöir mín og mágkona
hjá okkur á jóladag. Á annan
í jólum bjóðum við ef til vill
heim kunningjum. Við höfum í
Bandaríkjunum siöinn með mist
ilteininn. Allir, sem ganga undir
mistiltein eru kysstir. Sumar
stúlkur hafa því mistiltein í hár
inu, og fá marga kossa um há-
tíðina.
Mér finnst aöalatriðiö, að jólin
séu friðsamleg hvíld og hátiðleg
og ekki of mikið umstang.
Satt að segja hef ég enga
„heimþrá“ til Bandaríkjanna um
jólin. Ég held, að ég sé að verða
íslendingur..
Og hér kemur uppskrift að
bandarískri köku.
★ Hoagy-kaka
190—250 g sykur, 115 g smjör
1 dl súr mjólk, 2 egg, 1 tsk. natr
on, y2 tsk. salt, 1 tsk lyftiduft
210 g hveiti, y2 bolli saxaöarval
hnetur, rifiö hýöi af tveimur
appelsínum.
Sósa: 190 g sykur, safi úr
tveim appelsínum og safi úr
einni sítrónu.
Hrærið saman smjör og sykur
og bætið við vel þeyttum eggj-
um. Blandið saman natroni, lyfti
dufti, salti og hveiti, og síið
þrisvar og hrærið súru mjólk-
inni út í smám saman. Bætið viö
hnetunum og appelsínuhýðinu.
Setjið í aflangan kökuform eða
hringform. Bakið í 45 mín. viö
176 gráöa hita.
Hrærið sykrinum saman við
ávaxtasafann og sjóðið í 5 mín.
Meöan kakan er enn í forminum,
hellið þið sósunni yfir. Kakan
borin fram strax.
Nancy A. Helgason „... .aöalatriðið, að jólin séu friösamleg
hvíld og hátíðleg, og ekki of mikið umstang...“
Fjölskyldan og Ijpimilid