Vísir - 06.01.1970, Blaðsíða 1
Fáir kunna að beita iínuna
— Mikill hórgull á vönum beitingamónnum i
verstóbvum. — Akkorbsmónnum boðið upp á
250 krónur á bjóð
Mikill hörgull er nú á beit-
ingamönnum víöa í ver-
stöðvum, þar sem flestir
bátanna fara á línuveiðar.
Vanir menn í beitingum
eru ekki á hverju strái, þar
sem línuveiðar hafa lítið
verið stundaðar síðustu
árin.
Reynt er að bjóða mönnum upp
á góð akkorðskjör, til daemis mun
vera boðið þetta 225 til 250 krón-
ur fyrir hvern bala, sem beittur
er með því líka að koma honum
um borð í skipið. Vanir beitinga-
men: beita allt upp í tíu bjóð. á
dag og eru ekki nema klukkutma
með bjóðið, þegar vel gengur.
í Ólafsvík eru tíu bátar tilbún
ir á línu, en fjórir fóru á sjó í
gær, þar vantar tilfinnanlega beit-
ingamenn. — Átta bátar eru byrj-
aðir línuróðra frá Akranesi og
fleiri munu bætast við. Afli Akra-
nesbátanna var mjög sæmilegur í
gær, þetta 6 og upp í 9 tonn. Mikið
hefur verið auglýst eftir beitinga-
mönnum til Suðurnesjahafna, en
þar hefur línuveiði lítið sem ekk-
ert verið stunduð á vetrarvertíð
[ síðustu árin, svo að beitingakunn-
átta er orðin sjaldgæft fyrirbrigði.
í gönguferð frá Húsa-
vík til Akureyrar
Þýzkur sjómaður tekinn á burru
landi og sendur á sjóinn aftur
■ Ökumaður, sem var
á leið eftir þjóðveginum
í Aðaldal fyrir helgi,
rakst þar á þýzkan sjó-
Spáð 3-4% aukningu
þjáðarframleiðslu
Þrátt fyrir síldarleysi. Þjóðarframleiðslan jókst
aðeins um I°jo á nýliðnu ári
• Á þessu ári er því spáð,
að þjóðarframleiðslan aukist
um 3—4%, þó að síldin svíki
okkur eitt árið enn. Þetta kom
fram hjá Jónasi Haralz, Lands-
bankastjóra, í útvarpsþætti á
laugardaginn, þar sem hann á-
samt fleirum spáði fyrir um
þróun efnahags og atvinnumála
á þessu ári.
Jónas Haralz sagði, að vinnu-
stéttimar gætu farið fram á nokk-
uð hærri almennar launahækkanir
á þessu ári, en aukningu þjóðar-
framleiðslu nemur, þó að þar megi
ekki muna verulega án þéss að
verðbólga muni af hljótast. Kaup-
hækkanir hafa haft tilhneigingu til
að fylgja aukningu í þeim greinum
þar sem framleiðsluaukningin verð-
ur mest og þess vegna hafi ávallt
verið nokkur verðbólga f hinum
vestræna heimi.
Aukning þjóðarframleiðslu nam
aöeins 1% á nýliðnu ári, þó aö
aukning í sjávarútvegi og iðnaði
hafi verið miklu meiri. Á móti vó,
aö töluverður samdráttur varö f
byggingariðnaði, en láta mun nærri
að um 2000 manns úr byggingar-
iðnaði hafi þurft að leita í aðrar at-
vinnugreinar. Þá varð einnig mikill
samdráttur í landbúnaði.
Komi veruleg síld aftur á móti á
næsta ári, sem fáum dettur i hug,
mega íslendingar hins vegar búast
við verulegr,- aukningu í þjóðar-
framleiðslu. — Þessi spá er við þaö
miðuð, aö þorskafli og loönuafli
veröi svipaður og á nýliðnu ári.
mann, sem var á leið frá
Húsavík til Akureyrar
— fótgangandi!
Reyndar var Akureyri aðeins
áfangi á leiö mannsins, sem
y ætlaði sér að skreppa aðeins til
Reykjavíkur. meðan skip hans,
danskt flutningaskip, sem lestar
núna kísilgúr á Húsavík, biði
vegna lestarhreinsunar.
Sjómaðurinn hafði einhvem
veginn fengið þá flugu í höfuðið,
að til Reykjavíkur væri rétt bara
bæjarleið frá Húsavík, en komst
að raun um hið sanna á Akur-
eyri, og ætlaði þá með áætlunar-
bifreiö þaðan suður, þegar lög-
reglan stöðvaði hann aö beiðni
útlendingaeftirlitsins.
Maðurinn hafði nefnilega orð-
ið eftir í Reyk.iavík þegar þýzk-
ur togari, sem hann var ráðinn
á, sigldi á miðin. en bauðst þá
tækifæri til þess aö vinna sér
fyrir fari í skipsrúmi í danska
flutningaskipinu til Kaupmanna.
hafnar Þótti mönnum oröið nóg
um, hve illa hann tolldi í „pláss-
um“ þótt prúður væri annars i
öllum samskiptum við menn; og
var hann fluttur í flugvél til
Reykjavikur og settur um borð
í þýzka eftirlitsskipið, Poseidon,
sem flutti hann á miðin um borð
í þýzka togarann í gærkvöldi.
Framtíðardraum-
ur — úr sykri!
Framtíðardraumur Loftleiða í
hótelmálum litur svona út, —
en enn sem komiö er er hann
bara úr sykri! Einhvem tíma
kemur örugglega að því að IJót-
el Loftleiðir þurfa að stækka
við s?g húsakynnin og þá mun
hóteliö líta svona út, en bakara-
meistari hótelsins, Sveinn Krist-
dórsson frá Akureyri, kunnur
íþróttamaður úr ísknattleik,
gerði þessa snjöllu borðskreyt-
ingu fyrir áramótagleði starfs-
mannanna. „Þetta er sætasta
hús á íslandi,“ sagði einn starfs-
mannanna í morgun“, og það er
nokkuð til í því.
Walter, hljómsveitar-
stjóri:
„Ummæli
mín gætu
valdið
skaða“
Það hefur verið mér algild
regla í þau 20 ár, sem ég hef
verið hljómsveitarstjóri i mörg-
um löndum að láta ekkl hafa em-
ir mér ummæli um verk, sem
ég hef sjálfur komið nálægt,
sagði Alfred Walter, hljóm-
sveitarstjóri, þegar Vísir leitaði
til hans í gær til að leita álits
hans á þeirri gagnrýni, sem
Brúðkaup Fígarós hefur hlotið.
í þessu tilviki gætu ummæli
mín valdið skaða mörgu fólki,
sem ekki ætíi slíkt skilið, og
ég verð því að halda mig við þá
reglu, sem ég hef sett sjálfum
mér.
„Viljum
skýrari
samninga
— segja sjómenn i Eyjum og visa samkomulaginu frá
Sjómenn í Vestmannaeyjum hafa
krafizt ýtarlegri viöræðna um nýju
bátakjarasamningana, til þess að
Byrjað að vinna við
nýtt hótel á Suður-
landsbraut
— sjá bls 16
skýra ýms atriði þeirra, sem eru
óljós. — Vísuðu þeir samkomulag-
inu frá á fundi á sunnudaginn, en
felldu það þó ekki og fara þeir
fram á nýjar samningsviðræður án
verkfalls. Það voru Sjómannafél.
Jötunn og Vélstjórafél. Vestmanna-
eyja, sem að fundi þessum stóðu.
Nýja samkomulagið hefur verið
samþykkt víðast hvar annars stað-
ar.