Vísir - 06.01.1970, Blaðsíða 3

Vísir - 06.01.1970, Blaðsíða 3
V1SIR . Þriðjudagur 6. janúar 1970. Peningar, peningar ... Peningar, peningar, peningar. Allt gengur fyrir peningum, — líka íþróttir hreinustu á- hugamanna í heimi, íslend- inga. Og þetta vita forystu- menn félaga og iþróttasam- banda manna bezt. Áhorfend ur að leikjum skilja þetta Iíka mæta vel, a. m. k. er ekki annao að sjá, þegar Iandsliðið leikur. Hér er Albert Guð- mundsson, form. KSÍ, ásamt Sveini Zoéga, stjórnarmanni í KSl, að selja styrktarmiða KSÍ þegar landsliðið var að leika, og er einn áhugasam- ur vallargestur að kaupa af þeim félögum. Bezta lið áratugsins Manch. Utd. Enska blaðiö „Daily Express" lagöi þrjár spurningar nýlega fyrir 55 framkvæmdastjóra ensku deilda- liðanna og voru þær þessar: Hvaða lið var bezt áratuginn 1960—1969? Hvaða framkvæmdastjóri? Hvaða leikmenn ? Niðurstaðan varð sú, aö Man- chester United var kosiö lið ára- tugsins, og framkvæmdastjóri þess Sir Matt Busby framkvæmdastjóri áratugsins. Þetta kemur sennilega engum á óvart. Tottenham var í öðru sæti og Leeds í þriðja. Beztu leikmenn álitu þessir framkvæmda- stjórar Gordon Banks sem mark- vörð, Ray Wilson bakvörð, Jackie Charlton miðvörð, Bobby Moore framvörð, Bobby Charlton „tengi- lið“ Georg Best kantmann og Jimmy Greaves sóknarmann. Lið áratugsins samkvæmt þessu var: Gordon Banks (Stoke), George Cohen (Fulham), Ray Wilson (Everton), Billy Bremner (Leeds), J. Charlton.;(I.eeds), B. Moore (West Ham), George Best (Manch. Utd.), Jimmy Greaves (Tottenham), B. Charlton (Manch. Utd.), Geoff Hurst (West Ham) og Peter Thomp- son (Liverpool). AUt enskir heims- meistarar nema Skotinn Bremner, írinn Best og Thompson, sem ekki komst í enska heimsmeistaraliðið. GÓLFTEPN WILTON TEPPADREGLAR TEPPALAGNIR EFTIR MÁU Laugavegi 31 - Simi 11822. SKR SKR ALFABRENNA ÞRETTÁNDASKEMMTUN I SKAUTAHÖLLINNI kl. 20.oo í kvöld Skemmtunin hefst með álfabrennu og flugeldasýningu fyrir framan Skautahöllina kl. 20.00. Þar koma fram álfakóngur og drottning með álfum og púkum. Kl. 8.30 hefst skemmtun í Skautahöllinni. 1. Álfakóngur og drottning stjórna söng og dansi. 2. Skemmtiþáttur: Bessi og Gunnar. 3. Fimleikamenn úr KR sýna í gerfi púka. 4. Álfadansar: Þjóðdansafélagið 5. Ómar Ragnarsson 6. Álfakóngur og drettning stjórna fjöldasöng og dansi. Kynnir: Jón Gunnlaugsson. Álfakóngur og drottning: Ólafur Magnússon, Unnur Eyfells. Hjálparsveit skáta aðstoðar. Aðgangseyrir kr. 100 fyrir fulorðna. Kr. 50 fyrir börn. Skemmtun ^yrir alla fjölskylduna

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.