Vísir - 06.01.1970, Side 5

Vísir - 06.01.1970, Side 5
VTSIR . Þriðjudagur 6. janúar 1970. 5 ^rið 1969 steig maður á tungl ið í fyrsta sinn. Að öðru' leyti var þetta á flestan hátt „ósköp venjulegt ár“. Einn fór, annar kom í hans stað. Mesta athygli vakti afsögn de Gaulle, en hartn hafði svo sem oft fvrr' hötað að segja af sér, næði eitt af hans hjartans málum ekki fram í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hershöfðinginn stóö viö sín orð. Willy Brandt sigraði í kosn- ingum í Vestur-Þýzkalandi, þótt flokkur hans. yrði ekki stærstur. Sigurinn fólst í breyttum við- horfum innan smáflokks, frjáls- iyr.öa flokksins. Myndaði Brandt stjórn með frjálslynd- um, en kristilegir demókratar urðu utan stjörnar í fyrsta sinn frá stríðslokum. Sósíaldemó- kratar fengu einnig kjörinn for seta landsins. í ársbyrjun hófst forseta- tíð Richards Nixons í Banda- ríkjunum. Þetta var skref til hægri í stjórnmálunum þar í landi. Ho Chi-Minh, leiðtogi Norður- Víetnama, lézt á árinu, en ekki verð greind nein brevting á stjórnarstefnunni. Valdaferli Salazars lauk í Portúgal veg-ia veikinda hans. Erlander hætti í Svíþjóö, og við tók Olof Palme. Svíar voru ekki vel séðir i Bandaríkjunum. Konungur Líbiu í Norður-Afr- íku missti völdin og við tóku stuðningsmenn Nassers. Nasser átti einnig vissan stuðning bylt ingarstjórnar í Súdan. Margar þjóðir börðust sem jafnan fyrr í Víetnam, við Súez, landamæri Kína og Sovétríkj- anna og miklu víðar. Upp úr sauð í Norður-írlandi. Mikið var unnið að því að setja niður deilur án sýnilegs árangurs. Rætt var um „kvn- ferðisbyltingu“ eða „kynlífs- byltingu“ og eiturlyf. Tilveru mannkyns var ógrxið vegna eiturmengunar andrúmslofts og sjávar. Þetta var ósköp venju- legt ár. Byltíngarforinginn Ho Chi- Minh lézt í september, og iiópuðust foringjar komm- únistaflokka heimsins tii út- fyrstur manna, og fylgdust 528 milljónir með atburðinum í sjónvarpi. Edward Kennedy öldunga- deildarþingmaður lenti í slysi í júlí, og stúlka í bifreið hans Mary Jo Kopechne lét lífið. Var framtíð Kennedys mjög í tvísýnu eftir það. Leiðtogaskipti urðu í Vestur-Þýzkalandi. Hinn 5. marz var Gustav Heinemann (til vinstri) kjörinn forseti, og 21. októ- ber varð Willy Brandt ríkiskanslari. Vonir brustu í Prag í apríl, þegar Dubcek (til hægri) var vikið úr stöðu flokksforustumarins, og síðar sendi Husak (tíl vinstri) hann til Tyrklands sem sendiherra. De Gaulle var nær einráður í Frakklandi í áratug. Eftir 6- sigur við þjóðaratkvæði dró hann sig í hlé, einn svipmesti foringi sinnar samtíðar. 60 Rússar og 100 Kínverjar féllu í hörðustu átökum þeirra í marz við Ussuri-fljót.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.