Vísir - 06.01.1970, Side 6
Hafnarstræti 18
Laugavegi 84 og 178.
V1SIR . Þriðjudagur 6. janúar 1970.
cTMenningarmál
Gylfi Gröndai skrifar um sjónvarpið:
Listin og
lífsbaráttan
bæöi í skáldskap sínum, blaða-
mennsku og skopteikningum.
Hún er einföld, en heiðarleg,
hugrökk og hreinskilin og býr
yfir óforbetranlegri seiglu. Ef til
vill er myndasagan um Siggu
Viggu kunnasta dæmið um þetta,
en Gísli hefur víðar og betur
lofsungið þessa hetju hversdags-
lífsins, meðal annars í sinni á-
gætu skáldsögu, „Brauðinu og
ástinni". Ádeila hans hefur aftur
á móti gjaman beinzt að and-
stæðu þessarar persónu: hinum
mýmörgu, sem telja sig hafna
yfir sauðsvartan almúgann.
Hann hefur skopazt eftirminni-
lega en með nokkuð ýktum
hætti að sýndarmennsku, hé-
gómaskap og drýldni þeirra, sem
annaðhvort eru svo finir og rík-
ir eða svo gáfaðir og menntaðir,
að þeir þola ekld að finna lykt
af físki.
í „Einleik á ritvél*' er fjafíað
um svipað efni, og að þessu
sinni tekst Gísla að ná á því
fastari tökum en áður. Hann
stillir skopi sínu mjög f hóf og
fyrir bragðið varð leikrit hans
raunverulegt og trúverðugt
Mörg atriði þess voru sem tekin.
beint úr daglegu lffi íbúa höfuð-
staðarins.
Sólrún á Sunnuhvoli hefur
unnið baki brotnu til að létta
manni sfnum, Ríkharði. Iífsbar-
áttuna en hann er pfanóleikari
og orðinn „þjóðkunnur" maður.
Hún faer þá hugmynd að skrifa
ævisögu hans til þess að rétta
við efnahag þeirra hjóna í eitt
skipti fyrir öll. Auðvitað búa þau
i eigin fbúð f blokk, hurðar-
lausri og hálfkaraðri. Hún fer
á stúfana til að afla upplýsinga
hjá foreldrum Rfkharðs, sem
alltaf hafa dýrkað son sinn,
bróður hans, Bimi sem er bfla-
viðgerðarmaður og öfundár
snillinginn, og siöast en ekki
sfzt gagnrýnanda, sem hefur
þann eiginleika að geta spunnið
upp úr sér endalausan orðalopa.
Þegar bókinni er lokið er farið
til útgefanda, sem „þekkir ekki
sónatfnu frá berjatfnu", en veit
hins vegar hvað fólk vill lesa. Og
þá fellur dómurinn. Útgefandinn
vill gjaman gera samning, en
með einu skilyrði þó: að Sólrún
breyti bókinni í eigin ævisögu;
skrifi manninn sinn út úr henni,
en sjálfa sig inn f hana f stað-
inn, eins og hann kemst að orði.
Leikritið er vel uppbyggt.
Smátt og smátt skýrist myndin
af snillingnum, sem má ekki
skemma á sér hendumar, og
trygglyndu alþýðustúlkunni, sem
vinnur hörðum höndum. Fljót-
lega vaknar sú spuming og helzt
leikinn á enda. hvort Rfkharður
sé sá snillingur, sem af er látið,
bótt hann sé „þjóðkunnur”. En
hennj er aldrei svarað beinlfnis,
enda skiptir hún ekki höfuð-
máli. Það er einmitt kostur
verksins, að fjallaö er um efnið
á hlutlausan hátt og áhorfand-
inn hefur hæfileea samúð með
beim hiónum háðttrn T.eíkHtíð
letðir vel f liós hað res’ndiúp,
sem er á milli svokal'aðrar al-
þýðu og svokallaðs kúltúrs, og
er jafnframt nýstárleg og snjöll
lýsing á hinni gamalkunnu tog-
streitu milli listar og lífsbaráttu.
Leikritið var vel sviðsett og
bar greinilega þess merki, að
Gísli hefur kynnt sér þá mögu-
leika og tækifæri, sem sjónvarp-
ið hefur upp á að bjóða. Leik-
stjóri var Baldvin Halldórsson
og á stóran þátt í hversu vel
tókst. Og ekki var hlutur leikara
sfðri, Einkum kom Jóhanna
Noröfjörð á óvart með eðlileg-
um og hófsömum leik f hlut-
verki Sólrúnar. Mörgum sviðs-
leikurum hættir til að leika of
sterkt f sjónvarpi, brýna raust-
ina og ýkja svipbrigði um of.
Slikt er nauðsynlegt á sviði, en
sjónvarpið krefst nákvæmari og
mildarj leiks. Að þessu sinni
tókst öllum leikurum venju
fremur vel að verða við þessari
kröfu og Jóhönnu Norðfjörð sér-
staklega.
Það er sannarlega ástæða til
að hvetja Gfsla J. Ástþórsson til
að skrifa meira fyrir sjónvarp.
Ef honum tekst að semja fleiri
leikrit á borö við „Einleik á
ritvél" verður hann vafalaust
þjóðkimnur maður — án gæsa-
lappa — ef hann er ekki þegar
orðinn það.
Sannleikurinn
um Apaspil
\7'egna greinar Guðlaugs þjóð-
leikhússtjóra Rósinkranz,
sem birtist f blaðj yðar laugar-
daginn 3. janúar, vil ég biðja
yður, hr. ritstjóri. að birta eftir-
farandi línur.
Hinn sérstæði tónn, sem Rós-
inkranz notar, svo og alger
vöntun á málefnalegum „sam-
talsgrundvelli", eru hvort
tveggja f harla litlu samræmi við
hið háa embætti hans. Þar sem
ég kann ekki á þess konar „tón-
tegund", mun ég aðeins svara
þvf, sem hægt er að svara á mál-
efnalegum grundvelli.
Stærsti hluti greinarinnar er
helgaður mér, en einnig veitist
Rósinkranz að öðrum aðilum um
leið. Ég hygg, að sumu af því
sem þjóðleikhússtjóri skrifar, t.
d. um íslenzka söngvara, verði
svarað sfðar, og verður það þvf
ekki gert að umtalsefni hér.
Rósinkranz staöhæfir, að
gagnrýni mín um „Brúðkaup
Figarós", sem birtist f Vísj 29.
desember 1969, sé persónuleg
hefnd til að ná mér niðri á sér
(eða eiginkonu sinni) vegna þess.
aö hann hafi ekki tekið til flutn-
ings bamaóperuna „ApaSpil"
eftir Þorkei Sigurbjömsson (sem
samin var fyrir Bamamúsfk-
skóla Keykjavíkur) á sfnum
tfma, eftir að hún hafði verið
sýnd f Tjamarbæ og „gengið
illa, að sögn".
Þjóðleikhússtjóri fer hér all
frjálslega með sannleikann, svo
vægt sé til orða tekið.
Sannleikurinn er sá, að Bama-
músfkskólinn sýndi „Apaspil" af
eigin rammleik sem vorskemmt-
un skólans f Tjamarbæ i maf
1966. Ákveðið var að ha*fa
fjórar sýningar, eingöngu fyrir
nemendur skólans og aðstand-
endur þeirra. eins og venja er
með vorskemmtanir skólans.
Sýningar tókust hins vegar svo
vel og fengu það iákvæðar und-
irtektir (m. a gaenrtfnendaV að
ákveðið var að bæta tveim sýn-
ingum við Af he«sum 6 svnine-
um varð meira að segja hagnað-
ur. Það get.ur þvf varla verið um
það að ræða. að ég hafi viljað
láta „Þjóðleikhúsið borga brús-
ann".
Snemma næsta vetur, eða síðla
hausts (það er u.þ.b. hálfu ári
eftir að vel heppnuðum sýning-
um lauk) bauð ég Rósinkranz
verkið til sýningar f Lindarbæ
(ekki í sal Þjóðleikhússins), þar
sem ég taldi ekki óeðlilegt, að
Þjóðleikhúsið fengi tækifæri til
að sýna íslenzka bamaópem,
sem þegar hafði fengið jákvæðar
undirtektir. Viðstaddur fund
okkar var Baldvin Halldórsson,
sem hafði haft leikstjóm með
höndum í Tjamarbæ vorið 1966.
Þjóðleikhússtjóri hafnaði boðinu
af fjárhagsástæðum, og var sú
saga ekki lengri.
Hinsvegar gerði Rfkisútvarpið
upptöku á „Apaspili" i maí 1966,
og samkvæmt beiðnj sjónvarps-
ins var söngleikurinn æfður að
nýju í sumar sem leið og tekinn
upp f september s.l. Munu fs-
lenzk böm og foreldrar þvf sjálf
geta dæmt um gæðin, þegar
„Apaspil" verður sýnt í sjón-
varpinu á þessu ári.
Af þessu má öllum vera ljóst,
að grundvöllurinn (þ.e. „hefnd-
arhugur" minn) undir grein Rós-
inkranz em hugarórar hans
einir.
Athugasemdum þjóðleikhús-
stjóra um mig sem „misheppn-
aðan listamann", sem „hafi
lært einhverja músfk til að geta
kennt byrjendum að spila", svo
og öðrum aðdróttunum f minn
garð, hirði ég ekki um að svara.
Stefán Edelstein.
(Stefán Edelstein er Revkvfk-
ingum kunnur sem skólastjóri
Bamamúsíkskólans. Hann er
einnig kennari við Kennaradeild
Tónlistarskólans.
Sem píanóleikari hefur hann
t.d. komið fram á vegum Sin-
fónfuhliómsveitar fslands og hjá
Tónh'starfé'aeinu svo og f út-
vam! ne cirtnvnmi
Árið 1962 lauk hann háskóla-
prófi f tónlistarupneldisvísindum
frá Tónlistarháskólanum í Frei-
burg í Þýzkalandi.)
Cjónvarpið kvaddi árið með þvf
að sýna eitt bezta innlenda
efni sem þaö hefur lengi flutt:
„Einleik á ritvél", nýtt leikrit
eftir Gísla J. Ástþórsson. Þetta
er annað en ekki fyrsta íslenzka
leikritið, sem samið er gagngert
til flutnings f sjónvarpi. Hið
fyrsta var „Romm handa Rósa-
lind“ eftir Jökul Jakobsson.
Hins vegar má segja, að mögu-
leikar sjónvarps hafi verið betur
nýttir hjá Gísla, og alténd er
verk hans fyrsta sjónvarpsleik-
ritið, sem gerist í Reykjavík nú-
tímans og fjallar um lífsstríð
hversdagsfólks á okkar dögum.
Hin óbrotna alþýðustúlka hef-
ur löngum verið Gísla J. Ást-
þórssyni hugleikið yrkisefni,
Aur
VQlrður í
focf og Yégfut...
LEITZ skjalabindli eru í sérfíokici
Þau eru handhægarí,
endingarbetri,
fallegrí
og vandaðri.
Ath.
Magnafsláttur:
100 bindi 10% afsláttur
50 bindi 5% afsláttur