Vísir - 06.01.1970, Side 7
V l S IR . Þriðjudagur 6. janúar 1970.
í MORGUN ÚTLÖNDÉ MORGUN ÚTLÖND f MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND
Hyggjast Frakkar selja Áröbum vopn?
■ ísraelsmenn sökuðu
Frakka í gærkvöldi um fyr
irætlanir að selja Egyptum
og öðrum Arabaríkjum
Ný átök
yfirvofandi
i
Líbanon
mikið vopnamagn, þrátt
fyrir yfirlýst bann frönsku
stjórnarinnar við slíkum
sölum til hinna stríðandi
aðila í Austurlöndum nær.
Segja ísraelsmenn sannað,
að Frakkar hafi selt mikið
af vopnum til íraks. —
Franska stjórnin vísaði
þessum ásökunum á bug.
□ Agreiningurinn í Líbanon vex
óðum vegna athafna skæruliða
Palestínuaraba þar í landi. Hefur
hann magnazt, eftir að skæruliðar
og ísraelsmenn hafa tekið að skipt-
ast á að ræna óbreyttum borgur-
um beggja vegna landamæranna.
Innanríkisráðherra Líbanon hef-
ur ráðizt gegn skæruliðum og sak-
að þá um að hafa rofið samninga,
er náðust á dögunum milli þeirra
og ríkisstjórnarinnar. Svo sem
menn munu minnast, rambaði Lib-
anon á barmi borgarastyrjaldar, og
jafnvel var óttazt, að hersveitir frá
Sýrlandi mundi gera innrás til
stuðnings skæruliðum.
Talið er, að ríkisstjórnin hafi gef
ið mikið eftir í samningum þeim,
sem þá náðust. Skæruliðar fara
sínu fram sem fyrr, og Gyðingar
svara í sömu mynt.
Frú McKay
finnst ekki
Frú Muriel McKay, eiginkona
blaðsstjóra News of the World,
hafði enn ekki fundizt í morgun,
þrátt fyrir mikla leit. Var jafnvel
óvíst, hvort henni hefði í raun og
vera verið rænt, þótt líkur bentu
til þess.
Borizt hafði bréf með rithönd
frúarinnar, þar sem sagt var:
,,hvers vegna hefur þetta komið fyr
ir mig?“ Hins vegar var þar engin
skýring gefjin á hvarfi hennar og
ekki krafizt lausnargjalds.
„Sumir sam-
fangarnir vilja
myrða Ray44
• Sálfræðingur i fangelsi því
í Tennesse-fylki, þar sem dæmd
ur morðingi' Martin Luther
Kings, James Earl Ray, dúsir,
hefur upplýst, að margir sam-
fangar Rays vilji ráða hann af
dögum. Hafi það komið fram,
að þeir mundu vilja gera það
til aö vekja á sér athygli og
öðlast „frægð“.
Þetta kom fram í sambandi
við þá kröfu Rays, að honum
verði leyft að umgangast aðra
fanga í fangelsinu. Ray hefur
verið algerlega einangraður, frá
því að hann var dæmdur, og
situr í fangaklefa, sem er tæpir
tveir metrar á annan veginn og
tæpir þrir metrar á hinn.
Ray segist fremur vilja hætta
á, að sér verði styttur aldur en
að sitja áfram í þessari ein-
angrun. Hann var dæmdur til
99 ára fangelsisvistar fyrir morð
ið.
MiKILL HÁVAÐI GETUR
SKAÐAÐ ÓFÆDÐ BÖRN
Mikill hávaði, svo sem af
sprengingum, getur valdið
varanlegum skaða fyrir ó-
fædd börn, að sögn banda-
rísks vísindamanns, dr.
Lester W. Sontag frá Ohio-
fylki.
Sannað er, að of mikill hávaði
veldur heyrnarskemmdum meðal
fullorðinna. Ennfremur hafa geð-
truflanir og hjartveiki verið rakin
til hávaða i ýmsum tilvikum.
Fóstrið er ekki jafn vel varið í
móðurlifi og jafnan var álitið. Það
verður fyrir áhrifum til dæmis af
fiugi þotu. Sagt er, að þota, sem
ísraelsmenn munu áfita, að
Frakkar grípi til þessara ráða f
,,hefndarskyni“ vegna herbragðs
ísraelsmanna á dögunum, er þeir
sigldu fimm fallbyssubátum frá
franskri hafnarborg til heimalands
síns, þrátt fyrir bann Frakka.
Arabar leita nú eftir vopnum í
ýmsum áttum. Hins vegar er sagt,
að Sovétmenn hafi reiðzt, þegar
ísraelsmönnum tókst fyrir nokkr-
um dögum að ræna i heilu
lagi stöð einni, sem Egvptar höfðu
fengið hjá Rússum. Vilja Sovét-
menn nú reyna að tryggja það, að
slikt komi ekki fyrir aftur.
Flngfélög sant-
einast uttt
bótelbyggingor
FIMM stór flugfélög hafa nú sam-
vínnu um byggingu glæstra gisti-
húsa í stórhorgum Evrópn. Þetta
eru félögin BEA, BOAC, Lufthansa
og Alitalia, brezk, þýzk og ítölsk.
Fjórir stórbankar í Evrópu veita-
stuðning til framkvæmdanna, og
verða gistihús til dæmis reist i
London, Paris, R6m, Frankfurt og
Zúrich.
Þessi samsteypa mun nefnast
European Hotel Corporation, „Evr-
ópska hótelfélagið“.
Verkalýðsforingi
myrtur
• Einn foringi námumanna í
Bandarikjunum, Yablonsky, fannst
í nótt myrtur ásamt konu sinni og
dóttur. Er talið, að morðið hafi ver-
ið framið á nýársdag. Likin fundust
í íbúð þeirra hjóna.
• Yablonsky hafði boðið sig fram
til formanns í sambandi námuverka
manna en fallið f kosningunum.
Segja synir hans, að hann hafi jafn-
an óttazt um lif sltt, frá þvi að
hann bauð sig fram. Voru öfl innan
sambandsins mjög andsnúin hon-
um, en Yablonsky var gagnrýninn
á það, sem hann taldi spillingu í
stjóm sambandsins.
Kennedy
ánægður
Edward Kennedy, öldungadeild-
armaður, svaraöi spurningum i
tvær klukkustundir samfleytt
við réttarhöldin í Kopechnemál-
inu í gær. Réttarhöld þessi, eða
rannsókn, eru leynileg og al-
menningi ekki gefnar skýrslur
um, hvað þar gerist jafnóðum.
Þó er sagt, að Kennedy hafi í
einu og öllu staðiö við málflutn-
ing sinn frá því aö hann fhitti
sjónvarpsræðu sína í sumar.
Kennedy sagði eftir vitnisburð
sinn, að hann væri „ánægður"
með gang réttarhaldanna. Bjóst
hann ekki við að þurfa að koma
aftur fyrir réttinn.
Úrskurðar mun vera að vænta
í næstu viku.
HQItMN
SKEIFUWM117
Opif alla daga
Sfmi B437T
Aðgangseyrir kL 14—19
kr. 35. kl. 19.30—23.00
Rr. 45 Sunnud. kl. 10—19
kr. 35 fcl. 19.30—23.00
kr. 45.00
U
10 miöai ict '100 00
20 -niðar kr 500.00
Ath. Aísláttarkortin gilda
allt daga iafnt.
Skautaleiga kr 30.00
Skautaskerping kr 55.00
Iþrótt fvrir alia 'iölskvld-
una
flýgur vfir meginlönd Ameríku,
valdi hávaða 25 mílur á hvora hliö
sína, sem 50 milljónir manna verði
að þola.
Þá þykir sannað, að börn mæðra,
sem reykja, verði minni en börn
þeirra, sem ekki reykja. Svo segir
dr. Sontag.
Verzlunarmannafélag
Reykjav'ikur
Framboðsfrestur
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar
atkvæðagreiðslu um kjör stjórnar trúnaðar-
mannaráðs og endurskoðenda í Verzlunar-
mannafélagi Reykjavíkur. Listum eða tillög-
um skal skila á skrifstofu VR eigi síðar en kl.
12 á hádegi föstudaginn 10. jan. n.k.
Kjörstjórnin.
i