Vísir


Vísir - 06.01.1970, Qupperneq 8

Vísir - 06.01.1970, Qupperneq 8
ocB Otgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjöri. Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórntrfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aðaistræti 8. Símar 15610. 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Sími 11660 Ritstjórn. Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 linur) Askriftargjald kr 165.00 ð mánuði innanlands I lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiöja Visis — Edda h.f. Gleðjumst yfir framförunum |Torseti íslands, dr. Kristján Eldjárn, vitnaði í ára- mótaræðu sinni í dr. Guðmund Finnbogason, sem sagði fyrir hálfri öld, að markmið íslendinga eigi að vera, „að þjóðin eflist sem bezt af landinu og landið af þjóðinni, en menningin af hvoru tveggja." Forsetinn lagði áherzlu á nauðsyn þess, að íslend- ingar sýni mögnum lands og náttúru tillitssemi og virðingu: „Hafa margir orðið til þess að hvetja þjóðina til að vaka yfir landinu, vernda það fyrir spjöllum af mannanna hendi og eyðandi öflum þess sjálfs, til að fara vel með landið, bæta fyrir yfirsjónir liðinna tíma og gæta varúðar í öllu, sem varanleg áhrif hefur á náttúru landsins. Á alþjóðaþingi hafa íslenzkir full- trúar borið fram tillögu um verndun fiskistofna haf- svæðanna gegn ört vaxandi mengun hafsins, í endur- skoðun eru lög um náttúruvernd og síðasta Alþingi samþykki lög um verndun þeirra mannaminja í landinu, sem vér viljum, að verði hluti af þjóðararf- inum á komandi tímum. Þetta er allt af 'Söiiiii fót runnið." Síðan vék forsetinn að öðru atriði, sem eyðir byggð- um á íslandi, flótta fólks úr strjálbýli í þéttbýli. Hann taldi, að einnig á því sviði væru merki þess, að þjóð- in veitti nauðsynlegt viðnám: „Það er ástæða til að vona, að undanhald byggð- anna hafi runnið sitt skeið á enda og jákvætt viðnám sé hafið. Bændabyggðir munu sennilega ekki mikið dragast saman úr þessu, en kaupstaðir og sjávarþorp, þéttbýli landsbyggðarinnar, mun eflast. Ég kom aft- ur úr ferð minni í sumar efldur að trú á framtíð þeirra byggðarlaga, sem við fórum um.“ Loks mat forsetinn í ræðu sinni árangurinn af við- leitni okkar við að efla menninguna af landinu og af þjóðinni: „Rétt er og skylt að hafa á sér andvará, en ég get ekki séð, að íslenzk menning sé á neinu undanhaldi, nema síður væri. Og ég sé ekki betur en í landinu sé ung kynslóð, sem sé til alls annars líkleg en að af- rækja menningararfleifð íslendinga.“ Eins og rauður þráður í ræðu forsetans var bjart- sýni hans á, að þjóðinni tækist að halda sér á réttri braut í leið að markmiði því, sem Guðmundur Finn- bogason setti fram á sínum tíma. Forsetinn sagðist ekki vilja gera lítið úr hinum mörgu og erfiðu vanda- málum, sem þjóðin ætti við að stríða: „Alls staðar og ævinlega er við einhver vandasöm úrlausnarefni að fást. Bölmóður stoðar lítt, heldur það eitt að snúast við vandanum í góðum hugum og gleyma þá ekki að gleðjast yfir því,.sem rétt horfir og fram stefnir. Það er, sem betur fer, alltaf margt.“ Viðhorf þau, sem mótuðu ræðu forseta íslands, eiga erindi til okkar allra. Við eigum að gera okkur grein fyrir vandamálunum, en gleðjast jafnframt yfir því, hve vel okkur miðar, þrátt fyrir allt. V1 S IR . Þrlðjudagur 6. janúar 1970. r n ■Miiii nwmiMumtfM’iiwwiirrnHriiHT-twtti' ii ii i i Friðsamlegt hefur verið I Londonderry um skeið. Dómurinn yfir Demadette verkar sem oila á eldinn Valkyrja Norður-ír- lands, ungfrú Berna- dette Devlin, hefur hlot- ið sex mánaða fangelsis dóm í Londonderry. Hef ur ungfrúin áfrýjað dómnum. Sakir hennar voru þær, að hún hefði rofið friðinn í Norður-ír landi og staðið fyrir upp þotum. Hafi hún sjálf gengið harðast fram í slagnum við lögregluna. Segist ekki verða í framboði. Jafnframt er þaö að frétta af Bernadette, aö hún lýsir því yfir statt og stöðugt aö hún muni ekki bjóöa sig fram til þings í næstu kosningum. Hún á sem kunnugt er sæti á brezka þing inu, sem fulltrúi kjördæmis I Noröur-írlandi. Dómurinn yfir Bernadette er talinn stofna í hættu því tiltölu lega friösama ástandi, sem ríkt hefur síðustu mánuði í hinu hrjáöa Noröur-Irlandi. Það er ekki sakfellingin, sem þvl veld- ur. Málssóknin sjálf var líkleg til að efla andstæðurnar. Hvern- ig sem dómsniðurstaða hefði hljóöað, hefði mikill fjöldi manna látið á sér kræla til mót- mæla. Enginn rómversk-kaþólsk ur fbúi í Norður-írlandi vildi sjá hana sakfellda, hvorki hinir rót tækari eöa hægfara kaþólikkar. Enginn mótmælendatrúarmaður hefði hins vegar sætt sig við, aö hún yrði úrskuröuö saklaus, auð vitað allra sízt stuöningsmenn Bernadette leggur til atlögu við Iögregiuna. ItlIIIIIIlE! SlllBSBBIiBn séra Paisley úr róttækasta armi þeirra. t>að fer algerlega eftir stjórnmálaskoðunum fólks i landinu, hvort því finnst hún hafa unnið til dóms eöa ekki Þelr segfa... Harðar deilur um vopnabannið á ísrael. „Franska ríkisstjórnin hefur lokað dyrum hesthússins, eftir að hrossin voru hlaupin út. Með þvi bjargaði hún því, sem hún gat, af heiðri sínum. Tvetmt er augljóst. I fyrsta lagi á bannið á sölu vopna til ísraels að halda áfram. og í öðru iagi aö and- staða gegn hanninu f Frakklandi er jafnmikil og hún var, þegar de Gaulle iagói þaó á fyrir án Deilurnar um bannið eru jafn flóknar og ölgafullar og sjálfar deilur Araba og ísraelsmanna. Ásteytingarsteinn gagnrýnenda liefur eínkum verið sá háttur, sem háföur var á um setningu bannsins. Hershöfðinginn lét ekki svo lítið að tilkynna ráð- Píslarvættið bezt Tæki Bernadette Devlin þann kost, þrátt fyrir yfirlýsingar sínar, að bjóða sig fram til þings í kjördæmi sínu f Mið-UIster , í næstu kosningum, sem kunna að verða á þessu ári væri staða hennar ef til vill bezt, ef hún sæti einmitt í fangelsi um þær mundir. í hinni harðvítugu stjómmálabaráttu í Norö- ur-írlandi er ekkert hagstæðara en píslarvættiö. Fært á lista misréttisins Dómstóllinn varð að kveða upp dóm, úr því að málið kom i hendur honum. Hvemig sem fer um áfrýjun málsins, þá veröur það olía á bál ófriðarins, og kaþólikkar munu rísa til hefnda. Nú munu kaþólskir bæta dóm stólunum á lista sinn um það, sem ranglátt sé f stjórnarfarinu. Fréttamenn viðurkenna yfirleitt að kaþólski minnihlutinn verði að þola margs konar ranglæti úr hendi meirihlutans, til dæm is á sviði húsnæöis- og atvinnu- mála. Niðurstaöa rannsóknar- nefndar á óeirðunum í Norður- . írlandi f sumar varð einnig sú að lögreglan heföi tekið of hart á kaþólikkum. Af þessum sök- 1 um munu þeir líta á dóminn yfir ungfrú Bernadette sem aukna ögrun við sig. Koma vetrar og nokkrar um- :• bætur á málum kaþólskra i , Noröur-írlandi hafa dregið úr átökum þar. Noröur-írland hef ur fengið ráörúm til að hugsa sinn gang Fréttamenn telja þó, að ekki séu öll kurl komin til grafar og muni trúflokkarnir > enn berast á banaspjót, áður , en langt um líður. herrum sínum um það, hvaö þá ráðfæra sig við þá. Sú ákæra, að gyöingahaturs gæti meöal gaullista, er vand- sönnuð. Jafnvel þótt hún heföi við rök aö styðjast, mundi and úö þeirra á Aröbum meira en iafna metin, en hennar hefu> gætt n.-fóg öæði mecrai ner- 'manna og opinberra aöila í Frakklandi allt frá Alsírstríð- inu.“ Guardian (London).

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.