Vísir - 06.01.1970, Síða 13

Vísir - 06.01.1970, Síða 13
VÍSIR . Þriðjudagur 6. janúar 1970. 13 Bréf úr útlegð: • • ttirnir í húsinu ganga með einglyrni eftir Jónas Guðmundsson, stýrimann Kaupmannahöfn, 26. nóvember, húsi angistarinnar. □ Enn hafa orðið þáttaskil. Ég hefi kvatt Botany Bay og er að leita að nýju plássi, eða skiprúmi. Það er ekki vandalaust, ef einhver skyldi nú halda það. Þú verður að minnsta kosti að gera einhverjar kröfur til sjálfsvirðingar þinnar, þú verður að fá kaup og helzt að sigla á einhverju, sem var byggt eftir að amma Napóleons dó. Allt veður uppi af spekúlöntum með gamla dalla fulla af rottum og ryði, sem þeir fylla af kolum í von um að einhver golan sendi þá á botninn. Þessi skip eru undir alls konar Suður-Ameríkufán- um. Líka vaða uppi alls konar blankir glæpamenn, sem hafa komizt yfir einhverjar líkkistur, sem þeir ætla að sprengja í loft upp í Norðursjónum og láta assúransinn borga. Nei, nú skal það vera „fínt“ félag meö gus og splittflagg — og enn er undirritaður í Kaupmannahöfn. því hvergi eru virðulegri skipafélög en einmitt þar. „Fínu“ útgerðarfélögin hafa mörg hver aðsetur í Amaliegade. eins og kóngurinn, og eftir að hafa fengið tilvísun frá danska stýrimannafélaginu áræðir þú að opna þunga koparhurðina, sem er fægð á hverjum degi. Yfir hjarta féiagsins og húsi blaktir félagsfáninn, tignarlegur og hreinn, mót himni. Þegar inn er komið í allan þennan marmara, tekk, pluss og kopar, ertu helzt að hugsa um að snúa við. En þú herðir upp hugann og lest á koparplötu, hvar ráðningar- kontórinn er, og meðan þú geng- ur upp tröppumar í áttina að lyftunni missiröu í rauninni trúna á að þú getir fengiö vinnu hjá svona félagi. Það er erfitt að lýsa svona flott húsi. Meira að segja Landsbankinn veröur eins og kosningaskrifstofa i Kópavogi við hliðina á þessu. Allt er eitthvað svo fágað og tandurhreint og svo maður steli nú einhverju, þá ganga jafnvel kettimir I húsinu með einglymi. Þú ert þar. Á breiöum gangi með þykku, gráu teppi og ung stúlka býður þér sæti á hörðum eikarbekki. Og svo hefst biðin. Á litlu látúnskilti stendur. að þú sért vinsamlegast beðinn að reykja ekki og það gerir kvölina ennþá meiri. Við og við ganga náttúrulaus, föl ungmenni í sorgarklæðum framhjá, meö þykka skjalabunka í höndum. Þetta eru veröandi fulltrúar og prókúristar félagsins, og svo er röðin komin að þér. Virðulegur maður heilsar þér alúðlega og hverfur svo inn i sig aftur, eftir að hafa boðið „yöur“ sæti og eftir stundar- kom fer hann að yfirfara papp- írana þfna og sjóferðabókina, þungur á brúnina og þrúgandi þögn fer yfir sviðið. Loks lítur hann á umsækjandann undan gleraugunum og spyr: Drekkið þér? Ég heyri sjálfan mig segja Bragða helzt aldrei vín og vona til himna að hann finni ekk' koniakslykt úr fimm heimsáVf- um leggja að vitum sér. Jah há! segir hann og litur enn á papp- írana. Spyr síðan: Skrifið þér dönsku? - Já, segir ég blygð- unarlaust. Ágæta dönsku og ég ISAL RAFVIRKJAR óskast til starfa í rafmagnsdeild Álverksmiðj- unnar í Straumsvík, um nokkurra mánaða skeið. Meginverkefni verða viðgerðir og viðhald á hvers konar rafbúnaði verksmiðjunnar. Ráðning verður nú þegar eða samkvæmt nán- ara samkomulagi. Umsóknareyðublöð liggja frammi í bókaverzl un Sigfúsar Eymundssonar og bókabúð Oli- vers Steins í Hafnarfirði og sendist umsóknir eigi síðar en 12. jan n.k. í pósthólf 244, Hafn- arfirði. íslenzka álfélagið hf. Blaðburðarfólk óskast Afgreiðsla VÍSIS, Keflavík sími 1349. heyri að gamli dönskukennarinn minn snýr sér við I gröfinni. Eftir drykklanga stund segir hann að ég geti fengið stöðu á 12.000 tonna vöruflutningaskipi og er ég „boðinn velkominn í reiðaríiö". Síðan ýtir hann á hnapp og inn kemur alvarleg, svartklædd kona, sem minnir á Sigríði frá Munaðamesi og eftir að hafa útskýrt þennan ein- kennilega ferðalang fyrir henni, kveöur sá gamli og fær mig frúnni á vald. Hún mun ganga frá formsatriðunum og áður en ég veit af er ég kominn upp í þotu á leið til Orange um París, og verö í Suður-Frakklandi á morgun. Já nú er ég hjá ,,fínu“ félagi. Þotan brunar gegnum loftið og þú ferð að hugsa um konurn- ar í Frakklandi. Þær minna þig á litla saungfugla og eru með fjörutíu stiga hita og fangelsis- kettimir í Frans eru ekki með einglymi. TÆKNIFRÆÐINGUR óskast til starfa á vegum Alusuisse í Þýzka- landi í nokkur ár. Menntun: Tæknifræðinám í rafmagnstækni. Meginverkefni verða hönnun, endurbætur og smíði á sjálfvirkum stjórnbúnaði fyrir ný tæki til nota við álframleiðslu. Nokkur þýzkukunnátta er nauðsynleg. Ráðning verður frá 1. maí n.k. eða sam- kvæmt nánara samkomulagi. Umsóknareyðublöð liggja frammi í Bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar og í Bóka- búð Olivers Steins í Hafnarfirði og sendist umsóknir eigi síðar en 12. janúar n.k. í póst- hólf 244, Hafnarfirði. fslenzka álfélagið hf. FRA HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Viðskiptavinir Happdrættisins eiga forkaupsrétt að miðum sínum til 10. janúar. Eftir þann tíma neyðast umboðsmenn til að selja alla miða vegna óvenjumik- illar eftirspumar. UMBOÐSMENN B REYKJAVÍK Aðalumboðið, Tjarnargötu 4 símar 25665 og 25666. Arndís Þorvaldsdóttir, Vesturgötu 10, sími 19030 Frímann Frímannsson, Hafnarhúsinu, sími 13557. Helgi Sivertsen, Vesturveri, sími 13582. Verzlunin Straumnes, Nesvegi 33, sími 19832. KÓPAVOGUR Borgarbúðin, Borgarholtsbraut 20, sími 40180 Litaskálinn, Kópavogsbraut 2, sími 40810 HAFNARFJÖRÐUR Kaupfélag Hafnarfjarðar, Strandgötu 28, sími 50224 Verzlun Valdimars Long, Strandgötu 39, sími 50288 NÝ UMBOÐ Verzlunin ROÐI, Laugavegi 74, sími 15455. Benzínsala B.P., Háaleitisbraut, sími 24220 Sjóbúðin, Grandagarði, sími 16814 Geirlaugur Árnason, Hraunbæ, sími 81625. Arndís L. Níelsdóttir, Urðarstekk 5, sími 81996. Verzlunin GYÐA, Ásgarði 22, sími 36161. Bókabúð Safamýrar, Miðbæ, sími 35230 Bókabúðin Álfheimum 6, sími 37318 Bókabúðin Kleppsvegi 150, sími 38350 Rannveig Ingimarsdóttir og Ólöf Kristjánsdóttir Laugavegi 170—172, sími 12385 Bókabúðin Gríma, Garðahreppi, sími 42720. Happdrætti Háskóla íslands

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.