Vísir - 27.02.1970, Blaðsíða 7
7
V«5&IiR
27. febráar 1*970.
Ólafur Jónsson skrifar um tímarit:
Kýrbein í
Surtshelli
'T'mmrít Mais og menningar er
nýkomiö út, tvígilt hefti
sem lýikur árgang þess 1969.
ífaim er alivöxtuleg bók, rúm-
lega 400 bls., 30asti árgangur
rlfcsins. Af efni ritsins þessu
sinni er auðvitað mest vert um
þýðingu Helga Hálfdanarsonar
á Antígónu eftir Sófókles sem
nú er verið að leika í Iðnó, og
dýrmætt er að fá á prent fyrr
en síðar. Vafalaust fýsir marg-
an lefkhúsgest sem sér Antígónu
að lesa texta leiksins, og það er
líka líklegt að lestur lerkrits-
ins geti orðið til að laða áhorf-
endur að sýningu Lefkfélags
Reykjavíkur. En þótt hin fljótu
viðbrögð forlagsins séu þarfieg
og að því skapi loflleg, er það
svo annað mái að Antígóna
Heiga Hálfdanarsonar ætti skil
ið að varðveitast i veglegri gerð
en þessari tímaritsprentun. Trl
valið hefði virzt að gefa hana
ut i sérstakri bók, ef til viíl
með inngangi «m Sófókles og
grísku harmleikina og nauðsyn
legustu skýringum, sem vel
heföi getað verið ódýr bók þó
hún væri snoturiega úr garði
gerð. En um þetta þýðir lík-
lega ekki að fást úr þessu: nóg
á sá sér nægja lætur, og vissu
lega er mest um það vert að
Antígöna er nú aðgengileg á
pœnti.
Tjýðing Helga Hálfdanarsonar
1 á Antígónu er óumdeilt
snilldarverk máls og kveöandi,
ef til vifl f ullkomnasta verk hans
til þessa, og meðal annars merki
legt fyrir það hve leikræn hún
er og auðnumin af sviðinu. Enn
fyllri not textans hafa menn þó
að sjálfsögðu af lestri hans. Og
nú geta þeir sem það fýsir,
freistað samanburðar við aðrar
þýðingar leiksins ef ekkj frum-
textann sjálfan. Þó mikið lof
hafi verið borið á Helga Hálf-
danarson fyrir þýðingar hans
hefur enn sem komið er engin
tilraun verið gerð til að meta
þær i heilu lagi, hvorki ljóðþýð
ingar hans né Shakespeare-þýð
ingarnar, með samjöfnuðj við
frumtexta og aðrar þýðingar á
íslenzku. Þar bíður mikið verk
fræðimanna um bókmenntir, en
ekki þarf að ætlast til að það
verði af hendi leyst í skyndi.
Reyndar hefur oft virzt furðu
hljótt um verk Helga þar til nú
f vetur — og þó man ég ekki
til að umsögn birtist um fjórða
bindi Shakespeare-þýðinga hans
nema í einu dagblaði. En gagn-
rýnendur sýndu þegar kom að
úthlutun hinna árlegu bök-
menntaverðlauna dagblaðanna
að þeir kunnu betur að meta
verk Helga Hálfdanarsonar en
þetta fálæti gætj gefið til
kynna
t hinu nýia Tímaritshefti birt-
■* ist nvr skerfur til beirra’-
gagnrýnisumræðu sem fram bef
ur farið í blöðum og útvarpi
annað veifið í mestallan vetur.
f bít&m&s* Pírtttyi& ■
SiBOa fitínalíjnfaa
Um iwGvl-ainefí a.«.
Vtálul mfíttnti IwnnnutHMt
Om Krí®SrtiiriJ«l«
un<í(r Uiátríi ‘
'ttrn «»«.- íltltt.tnmt
Sr. Gunnar Benediktsson skrifar
grein um það hversu gagnrýn-
endur afvegaleiði bókmennta-
smekk alþýðu, en Ivar Eske-
land „hugleiðingar um gagnrýni
á Laxness meðan beðið er eftir
gagnrýni um Kristnihald undir
Jökli“. Séra Gunnar tilfærir auð
vitað engin dæmi þeirra skoðana
sem hann þykist vera að and-
mæla, nema honum virðist ekki
líka að skáldsaga Thors Vil-
hjálmssonar Fljótt fljótt sagði
fuglinn, skyldi hljóta lofsam-
lega umsögn f útvarpi einhvern
tíma í fyrra. En skrýtnastur og
skemmtilégastur verður hann
þegar hann fer að dæma um
leikrit Matthíasar Johannessen,
Fjaðrafok, sem hann kveðst þó
ekki hafa séð! Ivar Eskeland
virðist einna helzt vera að skrifa
málsvörn fyrir Halldór Laxness
gegn gagnrýnendum sem geri
tfl hans ranglátar kröfur. En
hverjir skyldu hafa gert þá
kröfu til Hatldórs að Kristnihald
fjallaði um EFTA. stóriðjumálin,
skaðvænleg áhrif iönaðar og
fjármagns á íslenzka þjóðarsál,
svo eitthvað sé tilfært af dæm-
um Eskelands? Frá því greinir
hann ekki. en lesandi hans verð
ur óneitanlega forvitinn um
hvað hann eigi eiginlega við.
Og hvers vegna hann sé svona
æstur. En augljóslega hefur
Eskeland tileinkað sér til hlftar
fslenzka ritdeiluaðferð og sóm
ir sér að þvi leyti til viö hlið-
ina á séra Gunnari Benedikts-
syni.
^f öðru efni Tímarits Máls
og menningar í fyrra má
nefna ýtarlega ritgerð eftir Jón
Sigurðsson um kveðskap Þor-
steins frá Hamri. Það er óvenjul.
og að því skapj skemmtilegt að
verk nútímaskálds skuli tekin
til svo ýtarlegrar athugunar og -
umræðu sem hér er gert, og
tvímælalaust veitir grein Jóns
að mörgu leyti greinargott yfir
lit yfir viðfangsefni og vinnu-
brögö Þorsteins. Hitt er svo
annað mál hvort hann metur
ljóð Þorsteins frá Hamri raun-
verulega rétt. Jón Sigurðsson
segir Þorstein „þruma þjöð-
inni vömuð, vera samvizka
samvizku þjóðarinnar eins
og skáldið allra alda hafa
verið“, telur hann til „þeirra
skálda og rithöfunda sem
leggja áherzlu á félagslega
virkni verka sinna, rita virkar
bókmenntir". Nú efast ég f
sjálfu sér ekki um að Jón meti
skoðanir skáldsins rétt. Spurn-
ingin er öllu heldur hvort skoð-
anir hans séu ,,virkar“ í ljóö-
unum með þeim hætti sem Jón
vill vera iáta. Satt að segja virð-
ist mér hann einfalda málið um
of, gagnrýni Þorsteins fer sér
hægar en Jön vill vera láta,
en er að því skapi ísmeygilegri
og ágengarj sem hún kann aö
virðast einkalegr; skáldinu.
Henni verður varla lýst nema
komast fyrír þróun l.jóðmáls
hans, hinn einkennilega huglæga
stfl Þorsteins í seinni bókum
MALS
OC '
hans, en til þess er ekki nóg að
tíunda fornyrði og fom efn-
isminni eða reyna að ráða f
póiitískar skoðanir skáldsins í
Ijóðunum. Og þaö verður að
varast að leggja of mikiö upp
úr fyrri bókunum af þeirri ein-
földu ástæðu að þar er skáld
seinni bókanna enn ekki komið
fram þó stíll hans sé þar í
smíði og mótun. Gildi ljóðanna
stafar ekk; af umvöndunum,
viðvörun, brýningu sem þau beri
lesandanum heldur þeim heila
hugarheimi sem þau lýsa, hlut-
deild og þátttöku skáldsins f
samtíð og umhverfi sínu. Sá
heimur verður ekki metinn rétt
nema af beztu ljóðum Þorsteins
frá Hamri, tortryggni og gagn-
rýni þeirra en líka hinnj sig-
urstranglegu bjartsýni sem þar
er lýst öðrum þræði.
gitthvaö af skáldskap birtist f
Tímariti Máls og menning
ar í fyrra. Af því tagi þótti
mér langmest gaman að kvæði
Megasar um Jason og gullna
reyfið í öðru hefti árgangsins.
Ég er reyndar ekki viss um að
ég skilji kvæðið — frekar en
Ivar Eskeland Kristnihald undir
Jöklj — en það er fjarska gam
an að því fyrir það. Annars er
Tímarit Máls og menningar í
seinni tíð aö hneigjast til að
prenta upp efn; eftir öðrum í
vaxandj mæli. Svo er um rit-
gerð Bjarna Benediktssonar frá
Hofteigi um Gunnar Gunnars-
son fyrr á árinu, hún hefur
áður veriö prentuð í blaði og
flutt í útvarp. Greinin er að
vísu góð og þarflegt að varð-
veita hana í Tímaritinu, en bet-
ur má ef duga skal: raunveru-
lega þyrfti að taka saman í bók
úrvai úr blaðagreinum og rit-
gerðum Bjarna og þá verður
bessi prentun óþörf. Þá birtist
í ritinu grein Halldórs Laxness
um stöðu rithöfunda í litlu mál
samfélagi, ski-ifuð handa Times
Literary Supplement og birt þar
í haust, en að vísu var einnig
nauðsynlegt að fá hana á ís-
lenzku. Og Halldór skrifar reynd
ar : síðasta hefti Tímaritsins þá
grein sem sjálfsagt sætir þar
mestum tíöindum, um aldur Hell
ismanna. Þar segir frá aldurs-
greiningu á kýrbeini nokkru úr
Surtshellj sem reyndist harla
fornt: „Þaö ber vott um að naut
peningseldi hefur verið stundað
af íbúum hellisins á árunum
kringum 940 e. Kr. (100 ár af
eða á)“, segir Halldór. „Má á-
lykta að hér hafi ekki verið
tjaldaö til einnar nætur heldur
hafi menn búið hér lengi, vera
má frá frumtíð landnáms. Varla
hafa annars staðar um Borgar-
fjörð verið aðgengilegir veru-
staðir fyrirbúnir snauðum skipa
mönnum sem hingaö rákust aust
an um haf“. Hér er sem s.iá má
heldur en ekki gert brall í bauk
sögufræðanna, og er líklegast að
enn sé mikil sagá ósögð af kýr-
beininu úr Surtshelli.
•••••••••••••••••••••••••••••••••••••••
>••••••••1
>••••••••••••••••••■
AUGLÝSING
frá menntamálaráðuneytinu.
Þýzka sendiráðið í Reykjavík hefur tilkynnt
íslenzkum stjórnvöldum, að boðinn sé fram
styrkur handa íslenzkum þýzkukennara til að
sækja þriggja vikna námskeið á vegum Goethe
stofnunarinnar á tímabilinu júlí/ágúst í sum-
ar í einhverri borganna Munchen, Niirnberg,
Bremen, Trier eða Lubeck. Á námskeiðum
þessum er fjallað um kennslu í þýzkri tungu
og bókmenntum, og er til þess ætlazt, að þátt-
takendur séu starfandi þýzkukennarar með
nokkurra ára starfsreynslu að baki. Hámarks
aldur til þátttöku er 45 ár. Styrkurinn tekur til
þátttöku- og kennslugjalda og fæðiskostnaðar
að nokkru, auk 120 marka í ráðstöfunarfé.
íslenzkur styrkþegi mun og væntanlega fá
greitt flugfar til Þýzkalands.
Umsóknum um styrk þennan skal komið til
menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6,
Reykjavík, fyrir 12. marz n.k.. Tilskilin um-
sóknareyðublöð fást í ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið.
23. febrúar 1970.