Vísir - 27.02.1970, Blaðsíða 16
Fðstudagur 27. febrúar 1970.
Mannshöndin aðstoðar
Gróðurinn er næmur fyrir veðrabreytingunum og um leið og
hlýnar í lofti, kemur löngunin til að vaxa og aukast og er þá oft
erfltt um vik á þessum árstima eftir vetrarhretin. Kemur þá manns
höndin til hjálpar, klippir og grisjar burt visnaða sprota og grein-
ar, svo að þeir.vaxtargráðugu fái svigrúm til aukins þroska. —MV
Nýjar námsleiðir innan
flestra deilda Háskólans
— Deildarráð munu skila tillögum á næstunni
Nýjar námsleiðir og aukið náms
greinaval er nú mjög til umræðu
innan flestra deilda háskólans.
Deildarráð vinna að ákveðnum
Kennaraskólanemar ætla aö frum-
sýna Shakespeare-leikritiö „Ys og
þys út af engu“ í þýöingu Helga
Hálfdánarsonar á mánudagskvöld
klukkan 8.00 i Tónbæ. Uppfærslan
veröur meö nokkuö óvenjulegum
hætti. Nemendur leika í táninga-
klæðum, silkiblússum, vestum og
útsaumuðum buxum, viö undirleik
pop-tónlistar. Leikstjóri er Einar
Þorbergsson, nemandi I Kí. Einar
er auk þess í leiklistárnánii og bail-
ett hefur hann Iagt stund á frá
barnæsku. -MV-
tillögum, sem lagðar verða fyrir
háskólaráð og hefur slikum til-
lögum deildarráðs verkfræði og
raunvísindadeildar þegar verið
skiiað. Læknadeild mun skiia
sínum tiílögum á næstunni, einn
ig lagadeild og viðskiptafræði.
1 tillögum deildarráðs verkfræði-
deildar er m.a. gert ráð fyrir 4 ára
námi í bygginga-, véla- og skipa-
verkfæði. Einnig verði tekin upp
kennsla í eðlis- og efnafræði til
fyrrihlutaprófs og hefjist hún í
haust.
Tillögur lagadeildac munu helzt
stefna að því að stúdentar geti val
ið um nokkrar greinar lögfræði síð
asta árið í náminu. — Varðandi við
skiptafræði eru uppi hugmyndir um
sérhæfingu í lokanámi eftir atvinnu
greinum, þannig að um fimm val-
greinar verði að ræða. —JH—
óleysanlegt vandamál að
hreinsa allar gangstéttír
— segir gatnamálastjóri
Það er óleysanlegt vandamál
að hreinsa allar gangstéttir
eða malarbera þær, þegar
mikium snjó hefur kyngt nið-
ur eins og nú, sagði gatna-
málastjóri, Ingi Ú. Magnús-
son í viðtali við Vfsi í morg-
un, en töluvert hefur verið
hringt tii blaðsins og kvartað
yfir því, að borgaryfirvöld
hafi meiri áhuga á að tryggja
öryggi akandi umferðar en
þeirra gangandi.
Því miður höfum við hreint
ekki ráð á því að taka allar
gangstéttir fyrir þegar í stað,
þó að það væri sannarlega æski-
legt, sagði gatnamálastjóri. Til
þess að það ætti að vera unnt
þyrfti að stórauka mannafla
borgarinnar, en um leið færi
kostnaður upp úr öllu valdi.
Það er fyrst núna, sem unnt
er að malarbera eða saltbera
flestar gangstéttimar, eftir að
snjórinn hefur þjappazt vel. —
Víða í úthverfum t. d. hefur
snjórinn verið svo laus í sér,
að tilgangslaust hefur verið að
malarbera gangstéttirnar. Ég vil
þó taka fram, að við mokuðum
og malarbárum helztu gangstétt
ir þegar í fyrri viku.
Þó að það sé óvinnandi veg-
ur fyrir borgaryfirvöld að
hreinsa ailar gangstéttir, er ekki
þar með sagt, að ekki væri unnt
að stórbæta ástandið, ef borg-
arbúar væru meira félagslega
sinnaðir. Ef fólk í íbúðarhúsum
og starfsmenn fyrirtækja tækju
sig til og mokuðu gangstéttir
fyrir framan viðkomandi hús,
myndi ástandiö stórbatna, enda
tíðkast það víða erlendis. —vj—
Góð þátttaka í próf-
kjörinu á Akureyri
Niðurstaða í prófkjöri Sjálf-
stæðismanna á Akureyri liggur
nú fyrlr, en mjög góð þátttaka
var í því. 1387 greiddu atkvæði,
en til samanburðar má geta. aö
atkvæðamagn flokksins í síðustu
bæjarstjórnarkosningum var
1356 atkvæöi. Ákveðið haföi ver
iö að láta úrslit prófkjörsins
verða bindandi fyrir 6 efstu sæt
in, ef 50% þáttaka yrði af kjör-
fylginu síöast. Þátttakan varö
102%. Uppstillingamefndinnj er
þó heimilt að breyta innbyrðis
röö fyrstu efstu mannanna. —
Einnig kann einhver efstu mann
anna að kjósa aö gefa ekki kost
á sér, því að prófkjörlð er aö
sjálfsögðu ekki bindandi fyrir
einstaklingana, sem taka þátt
í því. Efstu 11 mennimir urðu
þessir:
Gísli Jónsson, menntaskólakenn
ari.
Jón G. Sólnes, bankastjóri.
Ingibjörg Magnúsdóttir, yfir-
hjúkrunarkona.
Knútur Otterstedt, rafveitustj.
Lárus Jónsson, viðsklptafræð-
ingur
Stefán Stefánsson, bæjarverk-
fræöingur.
Gizur Pétursson, augnlæknir
Ámi Ámason, forstjóri.
Siguröur Hannesson, múrara-
meistari.
Sigurður Sigurösson, verzlunar-
maður.
Bjarni Rafnar, læknir.
-vj-
Gerðu kvikmynd
um hitaveituna líka
Hitaveita Reykjavíkur og starf
semi hennar var fest á kvikmynd
þeirra Tom Hilderbrands og félaga
auk hreina loftsins, sem þeir komu
hingaö til að mynda, en sagt var
frá ferðalagi þeirra og kvikmynda-
töku f viðtali í blaðinu fyrir
skömmu.
Þeir félagar rómuðu mjög allar
viðtökur forráðamanna Reykjavík
urborgar, sem leiöbeindu þeim í .
einu og öllu varðandi tökuna. •
Mynd Hilderbrands af Bing
Crosby í íslenzkum veiðiám hefur
nú verið frumsýnd í sjónvarpi ytra
og gizkar Hilderbrand á að milli
25 og 30 milljónir manna hafi séö
myndina, sem fjallaöi aöallega um
laxveiði Crosbys, en lítið um ísland
sjátft. — JBP—
Tollur á notuðum bif-
reiðum fer eftir mati
Þegar notaðir bílar komast á
frííista um helgina og leyfis-
gjaldið verður þar með úr
sögunni, verfta margir vænt-
anlega áhugasamari að flytja
inn notaða bíia, sem eru falir
fyrir Iítift, til dæmis í Banda-
rikjunum. Segja menn, að fá
megi allgóða notaöa bíia í
Bandaríkjunum fyrir þetta 20
þúsund krónur.
Slíkur innflu'tningur er þó
ekki jafn hagkvæmur og virðast
kann. Tollur á notuðum bilum,
sem fluttir eru til landsins, fer
eftir mati. Er lagður til grund-
vallar sambærilegur nýr bíll,
og verð hans afskrifað um 25%
ef billinn er eins árs, Sé bíllinn
tveggja ára, verður verð nýs
bíls afskrifað um 35% og sé
hann þriggja ára eða eldri er
verðið afskrifað um 45%, sem er
hámark. Síðan er tollurinn lagð
ur á þetta verð og ekkert farið
eftir því hvað bíllinn hefur kost
að kaupandann í innkaupi.
Þannig verða menn að sætta
sig viö, að þriggja ára bíll sé
metinn til tolls á 55% af verði
sambærilegs nýs bíls. — Tollur
á bílum er um 90%. —HH.