Vísir - 28.02.1970, Side 8
8
V í SIR . Laugardagur 28. febrúar 1970.
VÍSIR
CJtgefandi: KeyKjaprenc u-.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjóltsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aöstoóarritstjóri: Axei Thorsteinson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingar: Aöalstræti 8. Símar 15610. 11660 og 15099
Afgreiðsla: Aöalstræti 8. Simi 11660
Ritstjórn: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur)
Askriftargjald kr. 165.00 á mánuði innanlands
1 lausasölu kr. 10.00 eintakiö
Prentsmiöja Visis — Edda h.f.
Fréttaflutningur
þjóðviljinn sakar íslenzku fréttastofnanirnar iðulega
um hlutdrægan fréttaburð. T. d. helgaði Austri því
efni heilan nöldurspistil nú í vikunni. Sagði hann þar
m. a. að í frásögnum um borgarastyrjöldina í Nígeríu
hefði íslenzka sjónvarpið orðið „mjög einhliða áróð-
ursstofnun fyrir valdamenn í Bíafra“. Þetta mun að
‘ flestra dómi vera mjög óverðskulduð ásökun. Þeir,
sem fylgdust með fréttum sjónvarpsins frá hildar-
leiknum í Bíafra, hljóta að hafa tekið eftir því, að
báðir stríðsaðilar fengu þar sitt rúm bæði á skerm-
inum og í frásögnum af atburðum. Lagosstjórnin var
þar í engu afskipt. Hitt er svo annað mál, hvort sem
Magnúsi Kjartanssyni líkar það betur eða verr, að
meirihluti íslenzku þjóðarinnar hafði samúð með
Bíaframönnum af því að þeir voru að verja tilveru-
rétt sinn gegn yfirgangi hins aðilans. Og flestir virt-
ust óttast að Bíaframenn myndu sæta hinni hryllileg-
ustu meðferð, ef þeir biðu lægra hlut, þrátt fyrir allar
yfirlýsingar Lagosstjórnarinnar um hið gagnstæða,
sem sannarlega var ekki legið á í fréttum sjónvarps
og hljóðvarps hér á íslandi. Reyndin mun líka þegar
véra orðin sú, að sá ótti var ekki ástæðulaus.
Þá er það ekki nýtt, að Magnús Kjartansson nöldri
út af hlutdrægni í fréttaflutningi frá stríðinu í Víet-
nam; en um það er sama að segja og hitt, að þær
ásakanir eru með öllu ástæðulausar. Hins vegar væri
ekki úr vegi að áminna nefndan Magnús um sann-
sögli, þegar hann er að skrifa um átökin í Víetnam
og annars staðar þar sem kommúnistar eru að berj-
ast til valda. Hann kallar slík átök ævinlega „þjóð-
frelsisbaráttu“ og öðrum þess háttar nöfnum. Hann
reynir að telja lesendum sínum trú um það, að fólkið
austur í Víetnam mundi fá frelsi, ef kommúnistar
sigruðu. I fyrsta lagi væri það þveröfugt við allt sem
gerzt hefur annars staðar þar sem þeir hafa náð völd-
um og í öoru lagi myndu íbúar Víetnam sjálfir engu
ráða um þróun múla sniua, þegar svo væri komið.
Allir eiga að vita að þarna er barizt um það, hvort
kommúnisminn eigi að flæða yfir alla Asíu eða ekki.
Slík endalok væru óskaplegt áfall fyrir heimsmenn-
inguna og fyrir réttlætis- og frelsishugsjónir mann-
kynsins. Vissulega hljóta allir vel hugsandi menn að
hafa samúð með fólkinu í Víetnam í hörmungum þess,
en þá ber að minnast þess jafnframt, að kommúnist-
ar áttu upptökin að ófriðnum, og heimsvaldastefna
kommúnismans lætur sig alls staðar einu gilda, hvaða
þjáningar hún hefur í för með sér fyrir einstakl-
ingana.
Þegar Magnús Kjartansson er að lýsa vanþóknun
sinni á fréttaflutningi, er hann ekki að biðja um hlut-
lausar fréttir, heldur hlutdrægar hans eigin stefnu
og áformum í vil, sem líkastar því, er hann setur
sjálfur saman, þegar hann er að afskræma menn og
málefni í blaði sínu.
★
a Houari Boumedienne
hefur smám saman los-
að land sitt, Alsír, úr
hinum ströngu viðjum
Sovétríkjanna óg leitað
að millivegi. Fyrirrenn-
ari hans í forsetastóli,
Ben Bella, flækti Alsír
í heimsveldisstefnu
Rússa. — Boumedienne
fannst nóg um og
steypti Ben Bella.
Samt eru Sovétríkin enn áhrifa
mikil í Alsír. Þar eru að staö-
aldri um fjögur þúsund rúss-
neskir sérfræðingar. Hinar
stærri vígvéiar Alsínnanna
koma að jafnaði frá Sovétríkj-
unum, en I seinni tíð hafa Frakk
ar látið meira til sín taka í þess-
ari fyrrverandi nýlendu sinni.
, llllllllllll
Umsjön: Haukur Helgason
Kreddur í orði
Alsír háöi lengri og haröari
sjálfstæðisbaráttu en nokkurt
annað Arabaríki. 1 framhaldi af
henni er hin opinbera stefna
ríkisstjórnarinnar „byltingar-
sinnuð" og Alsfr er ekki eftir-
bátur nokkurs Arabaríkis í því.
Stefnan er kreddubundinn sósí-
alismi, kreddubundin þjóðernis-
stefna og alger afneitun „vest-
rænnar heimsveldisstefnu". í
reynd hafa Alsírsmenn þó farið
bii beggja í vaxandi mæli, og
þeir eru mjög áhugasamir um
efnahagslegar framfarir og
þiggja gjarnan ráðleggingar
kapitalista.
Boumedienne hefur lagt til
hliðar gamlar landakröfur
Alsírs á hendur grannríkinu Mar
okkó. Hann hefur endurvakiö
hugmvndina um Maghreb, sam-
band Alsírs, Túnis, Marokkó, og
helzt Líbíu og Mauritaniu. Hann
hefur gagnrýnt Líbíustjórn fyrir
of mikla undirgefni viö Nasser.
Boumedienne hefur ráðizt
gegn kommúnistum í landinu.
Honum mislfkar, þegar stúdent-
ar koma heim frá námi í
Moskvu og predika kommún-
isma. Stefna hans heitir „alsirsk
ur sósíalismi".
Peir segja...
( Taka Norður-Víet-
( namar allan skagann?
„Kommúnistar hafa treyst
7 stöðu sína í baráttunni fyrir yfir
‘j ráðum á þvi svæði, er áður hét
I Indókína, með því aö hertaka að
nýju Krukkusléttu, hernaöarlega
Ímikilvægasta hluta Láos. Enn
einu sinni er konungsborgin
Luang Prabang i vfirvofandi
„Pólitikin spilli
ekki fyrir
viðskiptum"
— stefna Als'irstjórnar sambland af
kreddum og fjármálaklókindum
Góð sambúð við fyrr-
verandi nýlenduherra
Frakkar voru hinir fornu erki
fjendur Arabanna f Alsír, og
gegn þeim háöu Boumedienne
og félagar hans forðum miskunn
arlaust stríö. Sambúðin viö
Frakka hefur hins vegar aldrei
verið betri en um þessar mundir.
Tíu þúsund franskir sérfræöing-
ar dveljast í Alsír, stjórninni til
ráðuneytis. Frá Frakklandi kem-
ur fjármagn til olfuvinnslu og
sementsverksmiðja og annarra
framkvæmda á áætlunum Alsír-
stjórnar.
„Pólitík annað
en viðskipti“
„Okkur finnst ekki, að póli-
tfkin eigi aö hafa áhrif á við-
skiptin," segja embættismenn f
Alsír.
hættu og samtímis ríkisstjórn
Souvanna Phouma í Vientiane.
Ennfremur er, einsogalltafáður
flókið samband milli atburöanna
í Laos og þróunarinnar í grann-
ríkinu Vietnam.
Stjórnarherinn í Laos og her-
menn Meoættflokksins mundu
ráoa við skæruliða Pathet Lao
hjálpariaust, en þeir mega sín
ekki á móti Norður-Víetnömum.
Her Suður-Víetnam gæti einnig
Ein orsökin er sú, að Frakkar
skildu við landið vel búið af
höfnum, vegum og orkuverum,
og Alsír hefur árlega yfir 20
milljarða íslenzkra króna f tekj-
ur af oiíunni. Það er því betur
búið en mörg önnur af hinum
„róttækari ríkjum" og af þeim
sökum eru Alsírmenn meiri
„kapitalistar" en gerist um þau,
þrátt fyrir stór orð um „bylt-
ingu“.
Einn meginvandi landsins er
skortur á menntamönnum. Með
brottför níu af hverjum tíu
Frökkum, sem þar bjuggu, hvarf
hin „menntaöa yfirstétt" úr
landi.
í landinu búa 13 milljónir
manna, og fólki fjölgar um 3,2
prósent á ári. í fjögurra ára
áætlun stjórnarinnar er gert ráö
fyrir framkvæmdum fyrir 500
milljarða íslenzkra króna, og
þeir segjast munu framkvæma
þessa áætlun, „þótt það taki tíu
ár!“
haldið Víetkong f skefjum, en
óvíst er, hvort þeir gætu stað-
izt hermennina frá Hanoi. Erfitt
er nú að sjá, hvað ætti að hindra
kommúnistana í Norður-Víet-
nam í að ná algerum yfirráðum í
Indókfna öllu, ef Bandaríkja-
menn gera alvöru úr því aö
draga sig í hlé.“
Neue Ziircher Zeitung
(Ztlrich).