Vísir


Vísir - 14.04.1970, Qupperneq 2

Vísir - 14.04.1970, Qupperneq 2
Kunnlngjum Bryn finnst hann ekki taka of mikið upp í sig, þótt hann strengi þess heit að borða heilan strætisvagn. Hann ætlar að borða hann á tveim ár- um. Það verður eitt stykki úr strætó i hvert mál. ÆTLAR AÐ ÉTA EITT STYKKI STRÆTÓ Bryn Williams er annálaður mathákur. í ,sínu. héraði og , er stoltur af því. Svo stoltur meira að segja, að hann stóðst ekki mátið, þegar hann heyrði af Ástralíumanninum, sem á fjór- um árurn át heilan fólksbíl, og strengdi þess heit að éta heilan strætisvagn á tveim árum! Þetta byrjaði allt saman með því, að Bryn, sem er eigandi fimm fyrirtækja i London, var að lesa blöðin yfir morgunverö- inum sinum, þegar hann rakst á frásagnir af Ástralíumanninum, •••••••••••••••••••••••••« Eftir alla árekstranal við verði laganna I bregður hann sér i í lögreglugervi i Þessi myndarlegi lögregluþjónn heitir Mick Jagger og hefur aíiað sér frægðar fyrir söng sinn r.ieð hljómsveitinni Rolling Ston es, en leikur um þessar mundir í kvikmynd, sem fjallar um lff og ævj útlagans og þjóðsagnaper- sónunnar Ned Kelly, en það var ástralskur glæpamaður, er lék lausum hala fyrir 100 árum. Af fyrri samskiptum Mick Jagg ers og ensku lögreglunnar, þótti kunningjum hans ekki líklegt, að hann mundi nokkurn tíma líkja eftir henr.i. Þeir eru nefnilega ó- fáir árekstramir. sem hann hefur lent í við brezk lögregluyfirvöld fyrir eiturlyfjanotkun o. fl. Enda brá hann sér I gervi enska lögregluþjónsins aðeins f einu atriði myndarinnar, þar sem Ned Kelly klæðist dular- gervi til þess að forðast réttvís- ina. Sagt er, að Ned Kelly og Mick Jagger hafi átt ekki svo fátt sameiginlegt, þótt þeir séu uppi með 100 ára millibili. Báðir hafa lent í andstöðu við samfélag sitt. Það leiddi Nes Kelly til dauða í fangelsi, þegar hann var aðeins 25 ára gamall, en þá hafði hann leikið Hróa hött á hestbaki og með riffil um nokkurra ára skeið. Mick Jagger skáldar hins vegar dægurlagavísur og syngur þær inn á plötur, sem bera þess vel vitni, að hann er í fararbroddi þeirrar uppreisnaræsku, sem nú hefur risið upp á sl. árum gegn rfki hinna fullorðnu. Og opni hann ekki á sér munninn, ber allt hans fas og útlit með sér þaö sama. Leon Samson, sem hafði unnið 8 þúsund pund í veðmáli með því áð leggja sér til munns heil an fólksbíl, sem hann borðaði á fjórum árum. Samson þessi var kraftajötunn og lifði á því að sýna kraftana. Bryn svelgdist á morgunverðin um, sem var einn pakki af korn flögum, 1 pottur af mjólk, 2 pund af bacon, sex egg, hálft brauð og sósur o. fl. Átti nú einhver Ástralíumaður að hrifsa af honum frægðarljóm ann? Hann, sem var óumdeilan- lega einhver mesti mathákur — ekki aðeins heima í Wales á fæð ingarslóöunum, heldur einnig f London Nei, hvað sem þessi Ástralíukarl gæti gert, þá gæti Bryn gert betur. Sjálfur sagði hann við blaða- mann: „Það hefur aldrei nokkur maður efazt um það, að ég geti borðað allt, sem aðrir geta borö- að — og það helmingi hraðar. Svo ef þessj Samson-skarfur get- ur étið bíl á fjórum árum, þá get ég borðað strætisvagn á tveim árum. Þegar á allt er litið, getur líkami mannsins þolað nagla- gler- og peningaát, og því skyldi hann þá ekki þola strætó?" Auðvitað hlógu menn að þess ari fjarstæðu. Borða heilan strætisvagn! Vinir Bryn WiIIiams, sem er 58 ára gamall risi og næstum því 300 pund á þyngd, voru þeir einu, sem töku hann alvarlega. Þeir hafa líka séð margt til hans, sem gerir það að verkum, að þeim verður ekki komið á óvart, bótt hann finni upp einhver ný uppá tæki. Mathákur er hann. Um það verður ekki deilt, Einhvern tima eftir einnar næt- ur hringsól á miíli æturklúbba rak hann endahnútinn á skemmt- unina meö því að fá sér ísfötu, demba i hana pela af viskíi, einni tylft af eggjum og fylla síðan af vatni, og svo svolgraði hann allt gumsiö í einum teyg. Við önnur tækifæri eftir áskor anir hefur hann innbyit næstum 12 kg kalkúnhana, 10 kjúklinga, 36 hrá egg og fimmfalda kart- öfluskammta plús baunir og sós ur. Og núna er það stærsta ögrun- in af því öllu saman. Eitt stykki strætó. Hann býst við að geta fengið einn notaðan á 200 pund. Það þarf svo sem engan að undra, þótt konunni hans yrði bilt við tíðindin. Árum saman hef ur orðið að fela fyrir honum sunnudagssteikina, svo að hann borðaði hana ekki með laugar- dagssteikinni. „Ó, nei!“ stundi hún, þegar hún heyrði tíðindin. „Á hverjum lend ir það að sjóða strætó-inn fvrir hann?“ Bryn, sem komizt hefur í göð í þjálfuninni borðar Bryn smá- brytjaðan hjólbarða í rjóma. efni með þessa matarátshæfileika — þótt ótrúlegt megi virðast — er þegar byrjaður að undirbúa sig fyrir átið. Hann þjálfar sig undir ströngum aga framkvæmda stjóra síns, sem stjórnað hefur sýningum hans, en Bryn hefur auðvitað um nokkurra ára skeið haft góðar tekjur af því að sýna á skemmtistöðum, hvernig mat- lystugir menn taka til matar síns. Svo um þessar mundir er eftir réttur hans hluti úr hjólbarða, skorinn í smábita, svo að hann meltist betur. Einstaklingar — Félagasamtök — F jölbýlishúsaeigendur ÞAU ENDAST V0N ÚR VITI WILTON-TEPPIN Ég kem heim til yðar með sýnishorn og geri yður ákveðið verðtilboð á stofuna, á herbergin, á stigann, á stigahúsið og yfirleitt aiia smærri og stærri fleti. ÞAÐ KOSTAR EKKERT AÐ HRINGJA 1 SÍMA 3 12 8 3 EN ÞAÐ BORGAR SIG. DANÍEL KJARTANSSON Sími 31283.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.