Vísir - 14.04.1970, Síða 3
VÍ S IR . Prlðjudagur 14. apríl 1970.
í MORGUN UTLÖNDI MORGUN UTLOND I IVTORGUN UTLÖND ÍHIORGUN ÚTLÖND
Gleðihróp á götum Aþenu
— vegna frelsunar tónskáldsins Theodorakis
Fólk á götum Aþenuborgar
fagnaði í gærkvöldi þeim
óvæntu tíðindum, að
gríska tónskáldið Theodor-
akis haf ði verið látinn laus.
Menn höfðu óttazt, að
hann mundi láta líf sitt í
fangelsi. Gleðihróp heyrð-
ust á götunum, en auðvitað
voru engin skipulögð fagn-
aðarlæti.
Georg Papadopoulos forsætisráð-
herra kom strax með þá yfirlýsingu,-
að Theodorakis hefði verið látinn
laus með því skilvrði, að frelsi hans
yrði ekki notað í pólitísku skyni.
Myrto kona tónskáldsins sagði
seint í gærkvöldi, að hún hefði von-
ir um að koma til manns síns í Par-
ís innan skamms Þau hjónin eiga
tvö börn.
Ákvörðunin að láta Theodorakis
lausan kom fréttamönnum í Aþenu
mjög á óvart, enda var hann talinn
svamasti óvinur herforingjastjóm-
arinnar. Margir töldu að nú yrði
Theodorakis einungis tákn í and-
spyrnunni gegn stjórn herforingj-
anna.
Hins vegar virðast herforingjarn-
;r telja, að þeir auki álit sitt erlend-
is með því að láta tónskáldið laust.
Franski stjórnmála- og blaðamað-
Franski stjórnmálamaðurinn
Servan-Schreiber sótti tónskáld-
ið til Aþenu.
urinn Jean Jacques Servan-Schreib-
er, sem tók við Theodorakis í
Aþenu í gær og fór með hann til
Parísar, sagðist „ekki hafa staðið í
neinum samningaviðræðum“ um
frelsun hans. „Ég gaf ekkert og lof-
aði engu,“ sagði hann.
Theodorakis hvílist í dag í sjúkra
húsi í París, og er ekki vitað, hvaða
sjúkrahús það er. 1 fangelsinu fékk
hann að nýju berklaveiki, og munu
franskir sérfræðingar reyna að
lækna hann eins fljótt og unnt er.
I yfirlýsingu sinni sagði Papadop-
oulos forsætisráðherra Grikkiands,
að það væri ekki nauðsynlegt Vegna
veikinda tónskáldsins, að hann færi
til Parísar Hefði hann fengið trygg-
ingu frá Servan-Schreiber, sem er
framkvæmdastjóri franska stjóm-
málaflokksins, róttækra sósíalista,
þess efnis, að frelsi hans yrði ekki
misnotað í pólitískum tilgangi.
Theodorakis var tekið sem hetju
i París. Kunnir útlagar grískir
föðmuðu hinn herðabreiða og há-
vaxna mann, þeirra á meðal leik-
konan Melina Mercouri. Theodor-
akis sagði við komuna, að sér virt-
ist erfitt að skilja, að hann væri
raunverulega frjáls maður. „En hug
ur minn er hjá grisku þjóðinni, og
framtíð hennar er að miklu leyti
komin undir samstöðu Evröpu-
rikja.“ Theodorakis hafði setið i
fangelsi síðan sumarið 1968.
Líkur fyrir kjöri séra
Paisleys á þing
Miklar líkur eru taldar til
þess, að séra Ian Paisley,
hinn öfgafulli mótmælenda
prestur í Norður-írlandi,
muni ná kosningu til þings
í kosningunum um helgina.
Þetta gæti haft mikil áhrif
á þróun mála þar í landi
og spillt mjög friði.
Paislev keppir um sæti í auka-
kosningum f sveitakjördæmi í
Bannside, norðvestur af höfuðborg-
inni, og andstæðingar hans úr sam-
bandsflokknum er ekki talinn sig-
urstranglegur. Ef Paisley vinnur,
fær hann vettvang fyrir áróður
sinn, sem er miklum mun sterkari
en sem hann hefur haft.
Þetta gæti haft alvarlegar afleið-
ingar fyrir hæfni James Chichester
Clark, forsætisráðherra til aö
stjórna landinu með hinum fá-
menna hópi af frjálslyndum og
nokkru fleiri „millimönnum“, sem
hann styðja með tregðu.
Þá mundi kaþólski minnihlutinn
líta á kosningu Paisleys sem ögrun,
og telja, að hagur þeirra verði fyr-
ir borð borinn.
Umsjört: HaUkur Helgasón
Myndin sýnir Theodorakis, meðan hann var í fangelsi grísku
stjórnarinnar.
Héraöslæknisembætti
auglýst laus til umsóknar
Eftirtalin héraðslæknisembætti eru laus til
umsóknar:
1. Austur-Egilsstaðahérað
2. Eskifjarðarhérað
3. Flateyrarhérað
4. Breiðumýrarhérað
5. Þórshafnarhérað
6. Reykhólahérað
Austur-Egilsstaðahérað og Eskifjarðarhérað
veitast frá 1. september n.k., en hin þegar
að umsóknarfresti loknum.
Umsóknarfrestur er til 12. maí n.k.
Heiibrigðis- og tryggingamálaráðuneytið,
13. apríl 1970.
Aðeins kr. 1000. —
út og kr. 730.— á mánuði
Nú geta allir gefið nytsamar fermingargjafir.
Seljum á meðan fermingar standa yfir á mjög góðum
kjörum, skatthol, skrifborð, skrifborðsstóla, sauma-
borð o.m.fl.
Aðeins kr. 1000 — út og
kr. 750.— á mánuði
TRÉSMIÐJAN VÍÐIR HF.
Laugavegi 166, Símar 22222 og 22229