Vísir - 14.04.1970, Síða 13

Vísir - 14.04.1970, Síða 13
V7 V í SIR . Þriðjudagur 14. apríl 1970. 13 Kvennauppr eisn í Danmörku eftir oð kynsystur þeirra höfðu mótmælt i Bandarikjunum og Hollandi J^vennauppreisnir hafa gosið upp £ nokkrum löndum upp á síðkastið, t. d. í Bandaríkjun- um og Hollandi. Nú síðast gengu nokkrar danskar konur sérkennilega mótmælagöngu, sem vakti mikla athygli þar í landi. Vegfarendum á þeim götum, sem þær gengu um í Kaup- mannahöfn varð starsýnt á bún- ing göngukvenna en £ tilefni dagsins og aðgerðanna höfðu þær klætt sig upp á. Fyrst ber að nefna einkennisklæðj þau, sem þær völdu sér, rauða hatta Brjóstahaldaranum, sem tákni, er kastað í ruslapokann. Stúlkur óskast Stúlkur eitthvað vanar matreiðslu og smurðu brauði óskast á veitingahús í og við borgina. — Uppl. í sima 36066. og rauða sokka, en af þeim voru þær kallaðar „rauðsokkur" £ dönskum blöðum, en þar að auki var búningur þeirra all fyrirferðarmikill því utan á lát- lausan klæðnað sinn höfðu þær sett magabelti og brjóstahald- ara, en innan i voru uppblásnar blöðrur, að auki skreyttu þær sig hérkollum og fölskum augn- hárum. Gangan nam staðar fyrir framan tízkuverzlanir á Strik- inu og þar tíndu stúlkumar af sér fyrrnefnda hluti og köstuðu þeim £ ruslapoka. Á spjöld, sem göngukonur höfðu með sér í ferðinnj gat að Ifta ýmis mót- mæli og áskoranir. Þá héldu stúlkurnar til Tuborgverksmiðj unnar og töluðu þar við starfs- stúlkur og forstjórann og beindu þeirri áskorun til hans að konur fengju jafnhá laun og karlmenn og rétt á sömu vinnu. Forsendurnar fyrir göngunni komu fram á fundi með frétta- mönnum en þar sögðu stúlkum ar m. a.: — Enn þann dag i dag er litið á konuna sem söluvam- ing og bráð karlmannsins. Upp- reisn er alls ekki út i bláinn — því að jafnvel þótt við njótum margra þeirra réttinda, sem við getum óskað okkur, þá eru ekki margar konur, sem eru þeirra það meðvitandi að þær notfæri sér þau. Við hrópuðum fyrir framan tízkuverzlanirnar vegna þess, að þær eru fulltrúar þess karl- mannaþjóðfélags sem misnotar okkur. Ein stúlknanna afklæðir sig þeim gervifegurðartáknum, sem karlmannaþjóðfélagið hefur skapað þörf fyrir. Þeir notfæra sér minnimátt- artilfinninguna hjá konunni, sem karlmannasamfélagið sjálft hefur skapað. Við eigum að líta út á ákveðinn hátt. Skólabækurnar eiga sinn þátt i að koma afstöðu okkar í þann farveg sem hann er hjá flestum konum; Rannsókn hefur t. d. leitt í ljós að það er mjög sjald- gæft að konur í starfi utan heim ilisins komi fyrir í þessum bók- um. í kennslubók í þýzku kom fyrir ein kona í starfi. Hún vann fyrir sér í sirkus, sem konan án neðri hluta líkamans. Við höfum myndað samtök til þess að afnema þessar hug- myndir um konuna. En engin kona má halda það að hún geti komið til okkar og látið frelsazt. Við getum í mesta lagi reynt að fá hana til að hugsa sjálfstætt. 64 yfir og halda á eftir Kostas Manou undir girðinguna. Um leið sá hann Assine skjótast fram úr skugganum og hverfa yfir vegg- inn svo hratt að vart mátti auga á festa. Þegar hann nálgaðist girð inguna, komu þýzkir verðir inn á birtusvæðið, vinstra megin viö Sadok, sem sá þá um leið og Ass ine. Arabfski leiðsögumaðurinn hikaði andartak en stökk því næst yfir að gatinu, sem Kostas Manou hafði klippt á girðinguna. Þýzku varðmennimir hæfðu hann f sömu svifum, hann riðaði við en hélt áfram, um leið og hann æptj hástöfum: „Hassan .. .Hassan!‘‘ Hann átti ekki nema um skref eftir að vimum, þegar kúlna- hrinan dundj á honum og hann kastaðist til jarðar. Sadok sendi Þýzkurunum tvær snarpar skotdembur og hvarf svo aftur inn í skuggann á mifli tunnu niaðanna. Um leið sá hann aðal- hiiðið á girðingunni opnað og bila, fermda þýzkum hermönnum, aka inn á birgðasvæðið. Hann vissi, hvaða bátur það var, sem Leeeh haiföi augastað á í höfninni og þegar hann var kominn fram hjá oliueldunum eft- ir sprengingamar, breytti hann um stefnu, hélt £ norður og niður að sjónum. Þegar hann kom niður á ströndina nam hann staðar and- artak og horfði út yfir Miðjarðar- hafið, á meðan hann kastaði mæð- inni. Við honum blasti heiðblá, spegilslétt víðáttan svo laogt sem augað eygði, og hugurinn leitaði I vesturátt, til Bóne þar sem eigin- konan og sonurinn biðu heim- komu hans. Svo dró hann upp vír- klippurnar, klippti sér leið út um girðinguna án þess að taka nokk- urt tiUit til þess, að hún gæti stað- ið í sambandi við jarðsprengjur, og skreið þar í gegn. Að því búnu hljóp hann um mjúkan sandinn og óð út í sjóinn, unz hann tók hon- um í hné, en heyrði í sömu svifum stígvélaþramm, leit um öxl og sá nokkra Þýzkara nýlgast. Hann óð lengra út, og fyrstu kúlumar hvinu fram hjá honum. Honum var fjðst, að etna undankomu- vonin var, að honum tækist að hrekja Þýzkarana í var, svo hann snerj sér skyndilega að þeim og lét kúlnahriðina dynja á þeim, unz skothylkjareimin var tæmd og hann varð að gera hlé til að koma annarri fyrir. Þá svöruðu Þýzkar- arnir með skothrinu og Sadok fél'l fram fyrir sig hæfður í hjartastað. Kafkarides halfði látið allar fyrirskipanir lönd og leið, hvorki varpað sprengjunum eða haldið þá leið, sem Leech bauð. Eiturlyfja- dofin hugsun hans gerði, að hann stóð þeim hinum öllu betur að vigi, þvi að hann ályktaði sem svo, að þegar til úrslita drægi, yrði hver að bjarga sér eins og bezt gengj og hafa öryggj félaga sinna að engu. Hann vissi, að Leetíh hugsaði einnig þannig, og sam- kvæmt þessari ályktun hélt hann meðfram tunnuhlöðunum, þangað til hann var kominn að suðaust- urhomi girðingarinnar, þar sem hann hugðist beitá sprengjunnj til að rjúfa sér leið. Hann áætlaði fjarlægðina, kveikti í tundurþræðinum og hljóp frá f leit að vari með þráðinn enn í hendinni og sprengjuna, þegar þýzkir hermenn komu fyrir hom- ið á næsta tunnuhlaða og lo'kuðu honum leið, Hann var að því kom- inn að kippa þræðinum úr sam- bandj við sprengjuna, en hætti við og hélt lófanum fyrir, svo þeir þýzku sæju ekki neistann f þræðinum. Hann vissi, að væri hann tekinn höndum í einkennis- EFTIR ZENO búningi möndulveldanna, yrði han skotinn umsvifalaust. Hann starði glaðklakkalega á þýzku hermennina þegar þeir nálguðust með hríðskotarifflana í miði, rak svo upp hlátur, skrækan og hvell- an, og það varð til þess, að þeir hikuðu andartak, furðu lostnir. Og Kafkarides hló enn, þegar sprengjan sprakk í höndum hans og þeytti honum og þýzku her- mönnunum f ótal tætlum hátt í loft upp og í allar áttir, s*vo leifar þeirra mynduðu víðan hring, þar sem þær féllu til jarðar. Kostas Manou var í þann veg- inn að komast undir girðinguna, þegar Boudesh fylgdi honum eftir, og þar sem Grikkinn' var maður grannvaxinn, smaug hann auðveld lega undir strenginn, en Boudesh, tröllið, varð að fara sér hægara vega gaddanna, sem festust í barminum á treyju hans. Hann mjakaðj sér áfram. en bilið á milli hans og Kostas Manou Iengdist að sama skapi og þeim miðaöi þo báðum í áttina.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.