Vísir


Vísir - 27.06.1970, Qupperneq 3

Vísir - 27.06.1970, Qupperneq 3
Umsjón Benedikt Viggósson: Hljómleikar Led Zeppelin á Islandi rJ'íðindamaður þáttarins ætlar ekki aö fara mörgum orðum um hina mjög svo umtöluðu hljómleika Led Zeppelin og þvl síður að lýsa þeim í einstökum atriðum, enda væri það að bera í bakkafulian lækinn. Persónulega varð ég fvrir nokkrum vonbrigöum með fram- lag þessarar frægu hljómsveitar, En því er ekki að neita, að þaö kom ýmisl. fram á hljómleikun- um, sem átti athygli mína ó- skipta og aödáun. Sé litiö yfir hljómleikana í heild, er fyrst og fremst þrennt, sem mér varð minnisstætt: Trommusóló John Bonham, sem var stórfengleg á að hlýða, og allforvitnilegt var að heyra þau furðuhljóö, sem Jimmy Page náði fram, er hann brá fiðluboga á strengi gítars- ins. Þá var söngur og sviðsfram- koma Robert Plant upplifun, sem ég hefði ekki fyrir nokkurn mun viljað missa af. Eitt er víst og það er, að brezku pophetjurnar unnu ekki sætan sigur á hljómleikunum í Laugardalshöll, það var ekki um neina músíkinnlifun að ræða hjá viðstöddum, og þó klappað væri, virkaði það frekar sem kurteisisviöleitni við hina marg- umtöluöu „heimsfrægu“ hljóm- sveit. Þau ærsl, sem áttu sér stað síðast, lýstu ekki á neinn hátt sannri hrifningu viðstaddra á því, sem Zeppelin höfðu fram að færa, enda var atriðið, sem kom. öllu á stað, ekki músík- legs eðlis, heldur lykillinn að því að fá að ærslast svolítiö I kring- um brezku goðin og þar með hvíla þreyttan sitjandann. Ég læt þessa stuttu umsögn og vangaveltur nægja frá minni hendi, hins vegar þótti mér full ástæða til að ætla, að þeim, sem lesið hafa umsagnir í blöð- unum undanfarið, leiki nokkur forvitni á að vita, hvaða álit popmúsíkantar okkar hefðu á hljómleikum Led Zeppelin á íslandi. Með það í huga kom ég að máli við Gugnar Jökul trommara Trúbrots, Jónas Jónsson fyrr- verandi söngvara Náttúru og Björgvin Gíslason sóló-gltarista Náttúru. Gunnar Jökuil varð fyrstur fyrir svörum: — Ég heyrði fyrst I Led Zepp- elin, er þeir voru rétt nýbyrjað- ir, en þá kölluðu þeir sig „The new Yardbirds". Er ég kom inn, var Jimmy Page aö sarga á raf- magnsfiðlu og framleiddi frekar hvimleiðan hávaða, enda yfirgaf ég staðinn fljótlega. Næst heyrði ég I Jimmy I Laugardalshöill- inni, og þá var mun ánægjulegra að hlusta á hann. Hins vegar þótti mér trommusólóin það bezta, sem hljómsveitin hafði fram að færa þetta kvöld, en samt sem áður þótti mér stíllinn hjá John Bonham afar ópersónu legur. Fólk var yfirleitt nokkuð undrandi yfir þeim mikla krafti, sem hann náði, er hann lamdi trommurnar með höndunum ein- um saman, en þaö verður að hafa þaö I huga, að I kringum trommusettið voru 4—5 hljóð- nemar, þá var sérstakur maður við magnara fyrir aftan trommu- settið, sem setti allt á fullt, þeg- ar John þeytti kjuðunum frá sér. Annars fannst mér efnisskrá- in í heild virkilega góð, og vissu lega var ánægjulegt að fá Led Zeppelin hingaö einmitt um þær mundir, sem þeir voru á há- punkti ferils síns, ég tel að ekki hefði verið hægt að velja betur. — Mér fannst ekki nægilega mikill kraftur I hljómsveitinni, sagði Björgvin Gíslason, þeir hefðu mátt stilla magnarana mun hærra að mínum dómi. Ég fékk ekkert út úr því, sem þeir voru að gera þarna. Það var greinilegt, að þeir nutu sín eng- an veginn, enginn þeirra hafði neitt nýtt fram að færa, aö trommuleikaranum undanskild- um, hann gerði virkilega góða hluti. Ég varö fyrir vonbrigðum með Jimmy Page, ég bjóst satt að segja við miklu meira frá honum, það fór ekki milli mála, að það, sem hann gerði, geröi hann bara vegna peninga. Per- sónulega haföi ég það rlkt á tilfinningunni, aö Led Zeppelin álitu okkur hálfgert útkjálka- fólk með einangraðar skoöanir á popmúsfk. Eitt þótti mér sér- staklega athvglisvert, en það var þaö, hvað þeir náðu plötu „soundinu" vel I viökomandi lögum. Að lokum segir Jónas Jónsson álit sitt: — Ég tel, að brezkar hljóm- sveitir séu yfirleitt oflofaðar hér á íslandi, ég hef hlustað á þær allmargar, og satt að segja bjóst ég ekki viö neinu ofsalegu frá Led Zeppelin á íslandi, samt sem áður náðu þeir ekki því, sem ég hafði gert mér I hugar- lund um getu hljómsveitarinn- ar á hljómleikum. Þaö var greini legt að þeir lögðu sig ekki alla fram og tóku þetta ekki alvar- lega. Þá var „ballansinn" ekki góður, og bitnaöi það mest á bassaleikaranum Trommusólóin var frábær. Vlö eigum ekki söngvara á borð við Robert Plant, en miðað við það, sem Jimmy Page hafði fram að færa, þá tel ég okkar fremstu gítar- leikara standa vel að vígi, og hann mætti svo sannarlega vara sig, ef þeir nytu sömu tækni og hann. Ég heyrði I Led Zeppelin fyrir rúmum tveim árum, en þá þótti mér vægast sagt lítið til þeirra koma, en því er ekki að neita, a,ð þeim hefur farið fram síðan. Róbert Plant söng af mikilli innlifun. í þessari grein er rætt við þrjá pop-músíkanta um álit þeirra á hljómleikum Led Zeppelin, um stflinn hjá trommuleikaran- um sagði Gunnar Jökull: Afar ópersónulegur...“ Jónas Jónsson og Björgvin Gíslason urðu fyrir vonbrigðum með framlag Jimmy Page, eins og kemur fram í þessari grein.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.