Vísir


Vísir - 27.06.1970, Qupperneq 8

Vísir - 27.06.1970, Qupperneq 8
fioo Otgefanii: Reykjaprent hf. j Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson V Ritstjóri • Jónas Kristjánsson / Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson \ RitstjórnarfulltrúiVaidimar H. Jóhannesson / Auglýsingar: Bröttugötu 3b Simar 15610 11660 \ Afgreiðsla: Bröttugötu 3b Sími 11660 l Ritstjón: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) ) Áskriftargjald kr 165.00 á mánuöi innanlands fl I lausasölu kr. 10.00 eintakið ) Prentsmiðja Vfsis — Edda hf. ( Sjálfskaparvíti Óhætt er að fullyrða að flestir landsmenn, og ekki (l sízt verkamenn sjálfir, fögnuðu því, að samningar // tókust við Dagsbrún. Menn vonuðu að þar með væri j) vegurinn ruddur og fljótlega mundi takast að koma )i á vinnufriði í landinu. Þessar vonir rættust ekki. ) Hvert verkfallið. af öðru hefur skollið á síðan og ekki ) séð fyrir endann á, hvernig þeim ósköpum lyktar. \ Ýmsir höfðu haldið að svo mikið hefði lærzt af erf- \ iðleikum undanfarinna ára, að ekki yrði lagt út í æv- (( intýri sem þessi, einmitt þegar þjóðin er farin að rétta // við aftur eftir efnahagsáföllin miklu. // Enginn ætti að ganga þess dulinn, að sumar kröf- / urnar, sem nú eru bornar fram, eru hærri en svo að / efnahagskerfið þoli að við þeim sé orðið. Það vita ) þeir, sem kröfurnar gera, eins vel og aðrir. Sá siður j\ er kominn hér á, að bera fram kröfur, sem fyrirfram )\ er vitað að ógerningur er að ganga að, og slá svo ( smám saman af og semja eftir langar þrætur og eyðslu ( á dýrmætum tíma. Margir spyrja, hvérs vegna þessi / háttur sé á hafður, það hljóti að vera hægt að finna ) fljótvirkari aðferð. Það er sannarlega von að þannig j sé spurt, því að með þessu er verið a’ð leika sér með ) fjöregg þjóðarinnar, stofna öllu efnahagslífi hennar \ í voða að yfirlögðu ráði. Þessi verkfallafaraldur er í meira en efnahagskerfi nokkurrar þjóðar þolir, jafn- // vel þeirra, sem búa við miklu traustari efnahag en / við íslendingar. ) Allir voru sammála um, að nokkrar kjarabætur / væru nauðsynlegar og sjálfsagðar nú, þegar við vor- )) um aftur komin upp úr öldudalnum. Launþegar höfðu vissulega fært sínar fórnir og áttu nú rétt á bættum * hlut. En eins og margsinnis hefur verið sagt og allir \{ hljóta að skilja, eru launahækkanir svo bezt kjara- .( bætur, að þær fari ekki fram úr því sem framleiðslu- V .^•arfið þolir. Geri þær það, valda þær aukinni verð- ( öólgu, skrúfan heldur áfram og allt sígur æ meir á / ógæfuhliðina. Það hlýtur að vera vandalítið að reikna ) út, hvað fært er í þessu efni á hverjum tíma, og eftir ) því eiga launin að fara. Grundvöll fyrir skiptingunni \ í launaflokka hlýtur að vera hægt að finna með starfs- \ mati, sem gert væri af óvilhöllum, sérfróðum mönn- ( um. Með slíku fyrirkomulági yrðu öll verkföll óþörf, / eins og þau hafa raunar alltaf verið nú um langt skeið, / og komið í veg fyrir það stórkostlega tjón sem löm- ) un atvinnulífsins og framleiðslustöðvun hefur í för \ með sér fyrir þjóðarbúið. V Allir vita að fámennur hópur manna vinnur leynt ) og Ijóst að því, að stofna til vinnudeilna og stuðlar \ að því af fremsta megni, að þær verði sem flestar ( og dragist sem mest á langinn. Þau öfl þarf að kveða ( niður með skynsamlegum ráðum. ( V1SIR . Laugardagur 27. júní 1970. Hver áfengisdropi drepur heilaf rumur Niðurstöður bandorisks visindamanns á áhrifum áfengis Samtök bindindismanna um allan heim hafa grip- ið á lofti fréttir af nið- urstöðum rannsóknar bandarísks vísinda- manns á áhrifum áfeng- is á heilafrumurnar. Er sagt, að sérhver dropi af áfengi, er maðurinn neyt ir, eyðileggi heilafrumur. Heilafrumur endur- nýjast ekki Melvin H. Knisey prófessor við háskóla Suður-Karólínufylk- is í Bandaríkjunum hefur fært sönnur á, að sérhver drykkju- maöur, sem neytir nægilegs á- fengismagns til þess að hann veröi „fullur", skemmir talsverð an fjölda af heilafrumum (og öðrum frumum). Margar frum- ur verða „veikar" um skeið, en i þeim hópi verði alltaf nokkrar, sem beinlínis deyi af súrefnis- skorti. Líkamar okkar geta ekki framleitt nýjar heilafrumur til að koma í stað þeirra, sem skemmast, segir hann. Hins veg- ar eru í heila fullorðins manns hvorki meira né minna en 17 milljarðar fruma. Þótt nokkur þúsund þeirra deyi, þá eru enn eftir svo margar, að ekki verður vart nokkurrar rýrnunar á heila starfsemi eða „gáfum“ drykkju- mannsins, jafnvel eftir eitt mik- ið „fyllirí". Vísindamaðurinn segir hins vegar, að slíkt fyllirí, sem end- urtaki sig ár eftir ár, hljóti að deyða milljónir fruma, sem ekki verði endurnýjaðar. Smám sam- an birtist þessi missir fruma í slóvguðum gáfum og bilaðri dómgreind drykkjumannsins. — Krufning leiði f ljós, að í ýms- um smáum hlutum heilans hafa frumur eyöilagzt. Hófdrykkjumenn í hættu Doktor Knisey hefur grun- semdir í þá átt, að jafnvel hóf- drykkjumenn eyðileggi einhverj- ar heilafrumur t hvert sinn, er þeir neyta áfengis. Mismunur þeirra og hinna ákafari drykkju- manna sé sá, að færri frurnur skemmist að sjálfsögðu í heila hins hófsamari. Doktorinn bvrjaði tiiraunir sín ar á kanínum, en jók þær siöan og rannsakaði stúdenta og sjúkl- inga á mismunandi stigi áfengis- drykkju. Niðurstöður hans eru fengnar með áratuga rannsókn- um á þessum efnum. L>oktor Knisey hóf rannsókn- ir á augasteininum fyrir einum þrjátíu árum. Hann stefndi alls ekki í fyrstu aö rannsóknum á áhrifum áfengis, en notaði á- fengi viö rannsóknir sínar og leiddist að rannsókn á áfengi. Telur hann að ótvírætt sé nú sannaö, að áfengiö verki með framangreindum hætti. í gegnum tungu og góm Eþýlalkóhól leysist auðveld lega upp í vatni, en vatn er meg inefni nær allra vefja manns- líkamans. Hluti af hverjum vín- sopa fer beinlínis í gegnum tung una og góminn inn í líkamann, áður en búið er aö renna sopan- um niður. Það, sem niöur fer um melt- ingargöngin, meltist heldur ekki á sama hátt og venjuleg fæöa. Það fer með slíkum hraða gegn- um magaveggi og innyfla, að 90 af hundraöi magnsins kunna aö komast í blóðrásina innan klukkustundar frá neyzlu. Heil- inn tekur til sín verulegt magn áfengis, vegna mikils vatns- magns og aörennslis blóösins. -• ^rxtc^f-T w .... Þyngdin skiptir miklu Miklu skiptir um áhrif áfengis, hversu þungur maðurinn er. Ef sjötíu kílóa maður drekkur tvær bjórflöskur á tóman maga, mun hlutfall áfengis í blóði vera um fimm hundruðustu af einu pró- senti. Af þessu litla magni, seg- ir vísindamaöurinn, fær neyt- andinn „gervigleði", af því að stöðvar f heila lamast lítils háttar. Drekki hann nóg magn til þess að áfengismagnið veröi tíu hundruðustu af einu prósenti þ. e. 0,1%, byrjar hann að glata stjóm á vöðvum. Verði magniö 20 hundruðustu, verður hann syfjaður i vaxandi mæli, og fari magniö umfram hálft prósent, geta stöðvar í neðsta hluta heil- ans lamazt, og neytandinn flyzt úr sinni rugluöu tilveru og deyr. Konur þola minna Konur þola minna áfengi en karlar, er sagt. Vísindamenn segja þetta stafa af því, aö kon- ur séu yfirleitt léttari en karlar. Því verðj áhrifin á frumumar meiri, ef þær drekka sama magn og karlar. Sagt er, að 79 af hundraði allra bandarískra karla og 63 af hundraði kvenna neyti áfengis. Einn af hverjum átján neytend- um sé beinlínis áfengissjúkling- ur, og álíka margir í viðbót eigi einnig í miklum vanda í einkalífi vegna áfengisneyzlu sinnar. Eftir eru 75 milljónir Banda- ríkjamanna, sem teljast hóf- drykkjumenn. Er nú eftir aö sjá, hvernig þeir bregðast við niður- stöðum prófessorsins i Kali- forníufylki. eða hvort einhverj- ir vísindamenn verða til and- svara staðhæfingum hans.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.