Vísir - 27.06.1970, Blaðsíða 10
V í S IR . Laugardagur 27. júní 1970.
1 IKVÖLD B I DAG I j KVÖLdII j DAG | IKVÖLD E
BELLA
„Leturboröinn slitnaði aö vísu í
ritvélinni minni, en ég sló svo
fast á lyklana, aö móttakandi get-
ur vel lesið bréfiö samt.“
SKEMMTISTAÐIR •
Klúbburinn. Opiö í kvöld. Hauk
ar og Helga og hljómsveit Jak-
obs Jónssonar. Sunnudagur,
hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar
ásamt Siggu Maggý og
hljómsveit Þorsteins Guömunds-
sonar.
MESSUR •
Grensásprestakall. Messa fellur
niöur. Aðaisafnaöarfundur sókn-
arinnar veröur haldinn í safnaö-
arheimiiinu mánudaginn 29. júní
kl. 20.30. — Sóknarnefndin.
Háteigskirkja. Messa kl. 2.
Séra Arngrímur Jónsson. Dag-
legar kvöldbænir eru í kirkjunni
kl. 6.30. Séra Arngrímur Jóns-
.son.
Langholtsprestakall. Guðsþjón-
usta ki. 10.30. Séra Sigurður
Haukur Guðjónsson.
Ásprestakall. Messa í Laugar-
ásbíói kl. 11. Grímur Grímsson
sóknarprestur.
Kirkja Óháða safnaðarins held
ur messu kl. 11 árdegis (síðasta
messa fyrir sumarleyfi). Séra
Emil Björnsson.
Kópavogskirkja. Guðsþjónusta
kl. 11. Séra Þórir Stephensen
sók'narprestur Sauðárkróki mess-
ar. Athugið breyttan messutíma.
Séra Gunnar Árnason.
Sjónvarp sunnudag kl. 20.25:
Ríkarður Jónsson, myndhöggvari og myndskeri, ræðir í kvöld í sjónvarpinu við Gunnar Bene-
diktsson, rithöfund, um ævi sína og störf. Í þessum 40 mínútna þætti verður brugðið upp
myndum af margþættum listaverkum hans.
SJÓNVARP LAUGARDAG KL. 21.45:
Á ÞJÓFAYEIÐUM
Sigtún. Opið í kvöld og á
morgun. Haukar leika. Ted og
Jgz skemmta bæði kvöldin.
Tjarnarbúð. Tatarar Ieika í
kvöld.
Tónabær. Pops leika kl. 3—
6 sunnudag. Opið hús sunnudags-
kvöld, leiktæki — spil — diskó-
tek.
Hótel Loftleiðir. Opiö f kvöld
og á morguh. Hljómsveit Karl
Liliiendahl. Söngkona Hjördis
Geirsdóttir og tríó Sverris Garð
arssonar leika og syngja bæði
kvöldin.
Silfurtunglið. Opið í kvöid og
á morgun. Trix leika bæði kvöld
in.
Þórscafé. Gömlu dansarnir i
kvöld. Hljómsveit Ásgeirs Sverris
sonar ieikur. Söngkona Sigga
Maggý.
Templarahöllin. Gömlu og
nýju dansarnir í kvöld. Sóló leik
urtil 2. Sunnudagur, félagsvist og
dansað á eftir. Sóló leikur til kl.
1.
Lindarbær. Gömlu dansarnir í
kvöld. Hljómsveit hússins leikur
til 2. Sunnudagur, Rondóklúbbut
inn, Rondó leikur gömlu dans-
ana.
Dómkirkjan. Messa kl. 11 á
sunnudag. Séra Óskar J. Þorláks
son.
Laugarneskirkja. Messa kl. 11.
Séra Bolli Gústafsson í Laufási
predikar. Sóknarprestur.
Hallgrmskirkja. Guðsþjónusta
kl. 11. Séra Einar Sigurbjömsson
prestur Ólafsfirði, messar. Séra
Ragnar Fjalar Lárusson.
Bústaðaprestakall. Guösþjónusta
í Réttarholtsskóla kl. 10.30. Séra
Ólafur Skúlason.
TILKYNNINGAR •
Kvenfélag Laugarnessóknar
fer í sumarferðalagið fimmtudag
inn 2. júlí. Farið verður í Þjórsár-
dal. Búrfellsvirkjun skoðuð. Kon-
ur fjölmennið og takið með ykk-
ur gesti. Upplýsingar hjá Katrínu
sími 32948.
Kvennadeild Skagfirðingafélags
ins í Reykjavík minnir Skagfirð-
inga í Reykjavik og nágrenni á
skemmtiferð sunnudaginn 5. júlí
um Suðurnes. Lagt af stað frá
Hlemmi, við Sjókiæðagerð kl.
9 árdegis. Allir eiga að hafa með
sér nesti. Uppiýsingar hjá Lov-
ísu í síma 41279.
PRESTUR
I öllum leyniiögreglureyfumm,
sem flætt hafa yfir bókalesendur
á síðustu áratugum, vöktu sögum
ar um föður Brown sérstaka
athygli. Tvennt olli því aðallega.
Þessi sérstæða hugmynd höfund-
arins, C. K. Chesterton, að velja
sér söguhetju — leynilögreglu-
snillinginn — úr klerkastéttinni,
en faðir Brown eða séra Brown
er þjónandi kaþóiskur prestur
sem hefur giæparannsóknir að
dægradvöi, og er enginn eftir-
bátur Sherlocks Holmes. Hitt er
sem kímnin, sem sögurnar eru
gæddar.
Fyrir þetta urðu bækur Chest-
ertons vinsælar, og það fór ekki
hjá því, að athygli sjónvarpsþátta
og kvikmyndaframleiðenda beind
ist að þeim.
Myndin, sem sýnd verður í
sjónvarpinu í kvöld, var gerð ár-
ið 1954 í bandarískri-enskri sam-
vinnu, og af leikaravali að dæma
hefur verið vei til hennar vand-
aö. Söguhetjan " leikur Alec
Guinnes, en með honum leika
einnig Peter F'inch, Joan Green-
wood og Cecil Parker, og sést
þá, að ekki er valið af verri end-
anum.
í myndinni í kvöld gerist það,
að einhver meistaraþjófur stelur
krossi úr kirkju Browns og slík
fífldirfska er meiri flónska en
svo, að hún 'geti endað vel —
fyrir þjófinn. En sennilega hef-
ur hann ekki gert sér grein fyr-
ir þvi að fómarlamb hans var
ekkert lamb að leika sér við í
þessum efnum.
ÚTVARP LAUGARDAG KL. 19.30:
LISTAHÁTÍÐ í DAGLEGU LÍFI
Skiphóll. Hijómsveit Elvars
Bej-g ásamt Mjöll Hólm leika og
syngja í kvölcf til 2. Sunnudagur,
gömlu dansarnir. Rútur Hannes-
son og hljómsveit leika.
Hótel Saga. Opið í kvöld og á
morgun. Ragnar Bjarnason og
hljómsveit leika bæði kvöldin.
Röðull. Hljómsveit Magnúsar
Ingimarssonar, söngvarar Þuríður
Sigurðardóttir, Pálmi Gunnarsson
og Einar Hólm. Steppdansarinn
Carneli Lyons skemmtir. Opið í
kvöld og á morgun.
Ingólfscafé. Gömlu dansarnir í
kvöld. Hljómsveit Þorvalds
Björnssonar leikur til 2. Sunnu-
dagur, bingó jd. 3.
Hótel Borg. Opið í kvöld og
á morgun. Sextett Ólafs Gauks
og Svanhildur leika og syngja
bæði kvóldin.
Glaumbær. Opiö í kvöld, hljóm
sveit Eddu Leví og diskótek. —
Smjnudagur, Náttúra og diskó-
tek.
Frá kvenfélaginu Seltjörn. —
Kvöldferð verður farin á Þing-
velli mánudaginn 29. júní. Lagt
af stað frá Mýrarhúsaskóla kl.
20. Nánari uppiýsingar í símum
13120 og 13939.
Tónabær — Tónabær. Félags-
starf eldri borgara: Mánudaginn
29. júní verður farin skoðunar-
ferð í Listasafn Ásgríms Jónsson
ar. Lagt verður af stað frá Aust
urveili kl. 2 e. h.
Kvenfélag Háteigssóknar efnir
til skemmtiferöar fimmtudaginn
2 júlí kl. 9. Allar upplýsingar
gefnar í símum 13767, 16917 og
34114. Þátttaka tilkynnist ekki
síðar en 30. júní.
Húsmæðraíélag Kópavogs. —
Dvaiið veröur að Laugum Dala
sýslu 21.—31. júlí. Skrifstofan
verður opin í félagsheimilinu 2.
hæð þriðjudaga og föstudaga kl.
4—6 frá 1. júli. Upplýsingar i
simum 40689 (Helga) og 40168
(Fríða).
„Nú er listahátíð daglegt líf á
íslandi, og þangað er efni þátt-
arins sótt að þessu sinni,“ sagði
Valdimar Jóhannesson, stjórn-
andi þáttarins „Daglegt líf“, þeg
ar við grennsluðumst fyrir um
efni þáttarins í kvöld.
„Það hafa auðvitað vaknað ýms
ar spurningar í kjölfar þessarar
listahátíðar og menn velt þeim
fyrir sér á ýmsa vegu. Svo sem
eins og, hvort réttara sé að
dreifa efni slíkrar hátíðar yfir
lengri típiabil, eða hvort nauð-
synlegt sé aö láta það bera upp
á túristatímann til þess að skapa
listahátíðinni fjárhagsgrundvöll.
Hvort íslenzk liststarfsemi sé
nægilega studd fjárhagslega til
þess að geta verið stoð i slíkri
hátíð. Hvort ekki sé hætta á þvi,
að listin hverfi aftur í skuggann
að slíkri hátíð afstaðinni. Og
fleira.“
„Hverjir velta þessutn spurning
ipn fyrir sér i þættinurn með
þér?“ spurðum við.
„Ivar Eskeiand, sem ásamt
Valdimar Ashkenazy á heiðurinn
af því að vera aðal hvatamaður
listahátíðarinnar, Hannes Kr.
Davíðsson, formaður Bandalags
íslenzkra Iistamanna, og Ólafur
Jónsson, blaðamaður," svaraði
Valdi’mar.
„Hvernig lízt þeim á að halda
listaáhuganum vakandi, þegar
listahátðin er liðin?“
„Einn oröaði það skemmtilega,
þegar hann sagði, aö menn ættu
að vera kristnir allt árið, þótt jól
in stæðu aðeins þrjá daga, og
eins ættu menn að halda við list
hneigðinni jafnt hinar vikurnar,
sem listahátíð er ekki. — En
annars eru viðhorf manna eöli-
lega á ýmsa lund,“ sagði Valdi-
mar að jokum.
Hagræðingar-
störf
Hagsýsluskrifstofa Reykjavíkurborgar óskar
að ráða mann með sérmenntun í hagræðingar-
störfum. Umsóknir með upplýsingum um
nám og fyrri störf sendist fyrir 20. júlí n. k.
til skrifstofunnar í Pósthússtræti 7.
Hagsýsluskrifstofa Reykjavíkuröorgar.