Vísir - 04.07.1970, Blaðsíða 1

Vísir - 04.07.1970, Blaðsíða 1
mmm ■■■ ■ / Fjárhagsafkoma Listahátíðarinn- ar mun betri en buizt var við — enn unnið að útreikningum — flestir erl. lista- mennirnir tóku aðeins hluta af vanalegri greiðslu Ljóst er að fjárhagsafkoma Listahátfðarinnar verður betri, en menn þorðu að vona, þótt endanlegt uppgjör sé enn ókom- ið. Stafar þetta m. a. af því að, flestir hinna erlendu listamanna tóku mun minna fyrir að koma hingað, en þeir gera almennt, og einnig var aðsókn að hinum ýmsu þáttum hátíðarinnar mikiu betri en gert var ráð fyrir. Ivar Eskeland, frkvstj. hátíðar- innar, sagði í viðtali við blaðið í gær að afkoma hátíðarinnar liti á- gætlega út. Er útiit fyrir að styrkir þeir, sem hátíðin hlaut, borgi mis- muninn sem óhjákvæmilega verður einhver, en samkvæmt upplýsing- um Ivars eru slíkar hátíðir alltaf styrktar á einhvérn hátt. Dýrustu kraftarnir sem hingað komu var hljómsveitin Led Zeppe- lin, en hún gaf hátíðinni jafnframt mest í aöra hönd. Einnig er útlit fyrir að mikill hagnaður verði af Munohsýningunnj sem opin er í tilefni hátíðarinnar, og hefur hún verið framlengd um nokkra daga. Þá sagði Ivar Eskelund að undir- búningur að Listahátíð 1972 hefði hafizt 2. júlí og væri þegar byrjaö að gera áætlanir um dagskrána. Enn er ekki hægt að skýra frá henni, þar sem ósamið er við lista- mennina, sem fyridiugað er að komi fram. Gert er ráð fyrir að hátíðin verði fyrri hluta júnímán- aðar, eða strax og Listahátíðinni í ■ Bergen lýkur en hún er stærsta | Listahátíð í Norður-Evrópu, auk Edinborgarhátíðarinnar. Sagði Ivar Eskeland að gert væri ráð fyrir að hlutföll á milli innl. og erlendra listviðburða á hátííðinni hér 1972 yrði svipað og var á hátíðinni, sem nú væri að ijúka. — >S Y eiðibann næsta mánuð algj'órt bann við sildveiðum — dragnóta- og togveiðar bannaðar á ákveðnum svæðum ,, Fiskifélagið og Hafrannsóknar | stofnunin hafa lagt fram til- S lögu um bann við veiðum með dragnót, botnvörpu og flotvörpu á ákveðnum svæð- um næsta mánuðinn og mun sjávarútvegsmálaráðherra að öllum líkindum staðfesta það bann núna i næstu viku. — Þetta svæðisbundna bann verður með svipuðum hætti og í fyrra, en þó munu ein- hverjar breytingar hafa verið gerðar á svæðisskiptingunni. Auk þess verður svo sett al- 8 gjört bann við síldveiðum þenn | an tíma, en nú er Íslandssíldin | ainmitt farin að hrygna. Nokk I ur skip hafa haft undanþágu til | síldveiða fyrir niðursuðuverk- | smiðjur og til þess aö fá síld í g beitu. Þessum undanþágum E yrði þá hætt og síldin gjörsam fi lega friðuð næsta mánuðinn, s þaö er að segja síldarstofninn js hér við suður- og vesturströnd | tna. — JH D Það var krökkt af ferðafólki í Miðbænum sólskinsdaginn í vik unni. Það þekktist auðveldlega úr á ljósmyndavélunum, er flest- ir höfðu meðferðis. Þessir tveir herramenn eru vei búnir mynda- tækjum og hafa ef til vill haft í huga sem myndaefni íslenzku stúlkuna á sólskinsdegi. D Auk þess skáru þeir sig úr um frjálslegan klæðaburð miðað við þá „einkennisklæddu“ í dökku jakkafötunum. U?n sumarfatnaðinn og sólskinið er fjallað nánar um á bls. 13 í blað- inu I dag. VISIR Frystihúsunum í Eyjum iokað ouTarg. Xaiigardagur 4. juli 19V0. I4b. tbi. — vinna stöðvast vegna þrengsla i frysti- klefum — sáttafundur i gær eftir vikuhlé Hraðfrystihúsin í Vest-1 hætta að taka á móti fiski mannaeyjum eru nú að I vegna þess að ekkert rúm er lengur í frystiklefunum. Hraðfrystistöðin tók afla af síðasta bátnum í gær og Vinnslustöðin hættir að taka á móti á morgun að sögn Sighvats Bjarnasonar framkvæmdastjóra, verði ekki breyting á. Samningafundur hófst í Vest- mannaeyjum klukkan átta í gær- kvöldi á skrifstofu Vinnslustöðvar innar, en fulltrúar verkafólks og atvinnurekenda hafa ekki ræðzt við í heila viku. Kröfur verkalýðs félaganna standa óbreyttar frá því að vinnudeilan hófst að sögn Guð mundu Gunnarsdóttur, formanns verkakvennafélagsins Snótar. Þær kröfur ganga á ýmsan hátt lengra en kröfur verkalýðsfélaganna, sem búið er að semja við. Til dæmis eru ýmis atriöi og til- færslur á launaflokkum varðandi fiskvinnu, sem verkalýðsfélög 1 Eyj- um fara fram á. Valdimar Stefánsson, sem gegnir hlutverki sáttasemjara í þessari vinnudeilu, og Barði Friðriksson skrifstofustjóri Vinnuveitendasam- bandsins fóru til Eyja í gærkvöldi til þess að sitja sáttafundinn, en ekki—var vitað um árangur hans þegar blaðið fór í prentun í gær- kvöldi. — JH Þrjú hjólreiðaslys á sama hálftímanum j D Þrjú slys urðu á hjólreiða- fólki á sama hálftímanum eftir hádegið í gær. Hið fyrsta varð inni á Holtavegi, en þar varð stúlka á reiðhjóli fyrir bíl með þeim afleiðingum, sem sjá má hér á myndinni. Bifréiðin var á leið fram hjá stúlkunni, þegar hún skyndiiega sveigði fyrir hana. Hvort tveggja, bifreiðin og hjólið lentu út af veginum og stúlkan kastaðist af hjólinu út í grasið nokkra metra, en meiddist ekki alvarlega. D Piltur á Iéttu bffHjóIi ók aftan á bíl á Skúlagötunni, móts við Aðalbilasöluna klukkan 13.20 og var honum ekið í sjúkrabíl á slysavarðstofuna vegna meiðsla . — Þriðja slysið varð svo á horni Garðastrætis og Túngötu klukkan hálftvö í gær, en þar ók ungur piltur, Jakob Magnússm* tiIflijöH sifiu aftan á bíi og meiddist eitt- hvað. —JH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.