Vísir - 04.07.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 04.07.1970, Blaðsíða 8
8 VlSIR. Laugardagur 4. júlí 1970. VÍSIR Otgefanlir Reykjaprent hf. f’rambvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri- Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jöhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b Simar 15610 11660 Afgreiösla: Bröttugötu 3b Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr 165.00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 10.00 eintakiö Prentsmiðja Vísis — Edda hf. Þjóðarnauðsyn Verkfallafaraldrinum er nú lokið, öllum þjóðhollum mönnum til mikillar gleði. Vonandi eru nú enn fleiri en áður sannfærðir um að áfram má ekki halda á þessari braut. Langvinnar, árlegar vinnudeilur eru þjóðarógæfa, sem verður að afstýra. Þær valda þjóð- félaginu óbætanlegu tjóni og reynslan hefur marg- sannað, að þær stéttir og starfshópar, sem hyggjast bæta kjör sín með þeim aðferðum hafa oft og tíðum ekki unnið upp vinnutapið hvað þá meira þegar allt er komið í sama horf aftur. öllum ætti því að vera Ijóst, að önnur ráð verður að finna til þess að leysa ágreining um kjaramál í framtíðinni. Sú hugmynd er ekki ný, að breytinga sé þörf í þessu efni. Bæði forustumenn launþegasamtaka og vinnuveitenda eru á einu máli um að samningavið- ræðurnar taki oftast allt of langan tíma og að betur mætti vinna að undirbúningi samninga en gert hefur verið. Nefnt hefur verið að gera embætti sáttasemjara að föstu aðalstarfi og að hann hefði sér til aðstoðar sérfróða menn um efnahagsmál, sem. ynpu állt árið að undirbúningi kjarasamninga og athugun á því, hvað hagur þjóðarbúsins á hverjum tíma leyfir í þeim efnum. Til þessara starfa ætti að vera auðvelt að finna menn, sem allir gætu treyst, enda ættu þeir að vera fulltrúar þjóðarinnar, en hvorki launþega né atvinnu- rekenda sérstaklega. Með því móti ætti að vera hægt að koma í veg fyrir verkföll og það tjón, sem af þeim leiðir. Nú í vikunni var birt tilkynning frá forsætisráðu- neytinu, þar sem ríkisstjórnin óskaði samstarfs við ASÍ og vinnuveitendur um rannsókn og tillögur, sem leiða mættu til umbóta í þessum málum. Vonandi verður þeirri bón vel tekið af báðum aðilum, því verði svo, er góðs árangurs að vænta. Allir landsmenn þurfa að gera sér ljóst, að Itfskjör batna ekki við launa- hækkanir einar s:.:nan, þær geta þvert á móti rýrt lífs- kjörin, ef þær eru ekki reistar á réttum grundvellí. Lífskjör geta ekki batnað nema þjóðarframleiðsla á hvern landsmann vaxi. Það er hinn eini rétti grund- völlur launahækkana. Að öðrum kosti hafa þær í för með sér aukna dýrtíð og sívaxandi verðbólgu, eins og reynslan ætti að hafa fært okkur íslendingum heim sanninn um fyrir löngu. Nú þegar friður er loks kominn á aftur og reikna má með að hann haldist í flestum greinum fram á haustið 1971, ætti að nota þann tíma vel til þess að undirbúa málin svo rækilega að ekki þurfi að koma til verkfalla. Með sameiginlegu átaki og góðum vilja allra aðila, sem hér eiga hlut að máli, ætti það að geta tekizt, og þeirri lausn mundi öll þjóðin fagna, að undanteknum þeim fáu mönnum, sem alltaf vilja stofna til vandræða og inndeilna. —————ag—BBSM iwiiii IIIII S'ivaxandi sjúkrakosnaður i Bandarikjunum: Almennar sjúkratrygg- ingar í uppsiglingu? Allir vita, að mikill munur er á tryggingum í Bandaríkjunum og til dæmis á Norðurlöndum. Á Norðurlöndum öllum er víðtækt kerfi al- mannatrygginga, en í Bandaríkjunum eru frjálsar tryggingar regl- an. Þar kaupa menn sér tryggingu hjá einkaað- ilum, ekki aðeins gegn eldsvoða eða skemmd- um á bílnum sínum held ur einnig fyrir því, að þeir veikist og þarfnist læknishjálpar eða dval- ar í sjúkrahúsi. Fjórðungur engar tryggingar Af þessu leiöir að sjálfsögöu, aö þaö er dýrt að veikjast í Bandaríkjunum og dýrara en hér. Þótt þaö sé taliö sjálf- sagt, að hver maður tryggi sig og fjölskyldu sína fyrir veikind- um, er raunin sú, aö fjóröungur íbúanna’'Í)éfur alls engar sjúkra- tryggingar samkvæmt opinber- um skýrslum. Meira en helming ur hefur einungis tryggingu, er greiöir kostnaö, ef menn veröa að leggjast í sjúkrahús, en ekki í því tilviki að leita þurfi lækn- is. Nær enginn hefur svo trygg- ingu í því tilviki, ef hann þarf aö fara á „hvildarheimili'*. Kostnaöur við læknisþjónustu hefur jafnan verið hár í Banda- ríkjunum. Læknar hafa einnig notið mikillar samúðar hins al- menna borgara, sem gjarnan bendir á, að „læknarnir bjargi mannslífum", þegar þessi mál ber á góma. Um nokkurra ára skeið hefur þetta mál veriö meðal þeirra, sem hinn banda- ríski borgari lætur sér tíðrædd- ast um. Verkalýðsleiðtoginn Walter Reuther, sem lézt fyrir skömmu var mikill baráttu- maður fyrir almennum sjúkra tryggingum. IIIIIIIIIHI Umsjón: Haukur Helgason Dr. Egeberg í bandaríska heilbrigðisráðuneytinu spáir gjörbreytingum í trygginga- málum eftir 6—7 ár. Lagasetning í tíð Bandaríkin verja nú um fimm þúsund milljöröum á ári til heilbrigðismála, og fjórðung- ur þeirrar upphæðar kemur frá sambandsstjórninni f Washing- ton. Þetta er mikil aukning á fáum árum. Til dæmis jukust þessi útgjöld um 11% á einu ári milli 1968 og 1969. Orsakir vaxtarins eru ' þær, að ríkis- stjórnin hefur kornið til skia-1- anna á ýmsum mikilvægum sviöum. Þrátt fyrir áherzluna á frjálsar tryggingar hafa síðustu ár verið samþykkt lög um stuðn ing hins opinbera við fólk, sem við veikindi á að stríða, þar sem aðaláherzlan er lögð á stuOning við aldraöa og fátæka. Frumvörp um þessi efni komu fram í stjórnartíð John Kenne- dys forseta og voru samþvkkt í stjórnartíð Johnsons. Fram- kvæmd þeirra hefur verið miög ábótavant, og eru margar sögur um misnotkun þeirra. Meö þeim var, eins og vænta mátti, sköp- uð aukin eftirspurn eftir læknis þjónustu, sem hækkaöi verö- ið á henni. Sannað er, að í ýms- um tilvikum misnotuðu lækn- arnir þessi lög. Dæmi er um lækna, sem vitjuöu sjúklinga í stórum hópum í einu, 40 eöa 50 sem „voru afgreiddir á fá- einum mínútum“. Fyrir eina slíka heimsókn til hópsins fékk læknirinn ef til vill 30 þúsund krónur f einu lagi. Virðuleg sjúkrahús voru stað in aö þvi að hafa tvöfalt gjald af hinu opinbera. Læknar tóku aó krefjast sérgreiðslna fyrir þjónustu, sem þeir áöur höföu innifaliö i almennu greiðslunni. Enda voru læknar frá upphafi andvfgir þessum iögum, sem voru kölluð „sósíalismi" eða „skríðandi sósíalismi“. Lækna- samtökin bandarísku, hafa bar- izt gegn öllum slfkum lögum allt frá stjórnartíð Trumans, f”rrum forseta. Hins vegar er sagt, að a-nd'Uaöa læknasam- takanna við sjúkratryggingar á vegum hins opinbera hafi minnk að í seinni tíð. 88% aukning kostnaðar við sjúkrahúsdvöl Ein orsök þess er hin mikla hækkun kostnaöar. Frá 1965 hefur hann vaxið um 27 af hund aði og kostnaður við dvöl 1 sjúkrahúsi vaxið um 88 af hundraði. Þótt hin nýju lög hafi komið mörgum þeim til hjálpar, sem áður höfðu beinlínis „ekki efni á að leita til læknis“, hvem ig sem á stóð, hefur hlutur ým- issa annarra versnað. Millistéttin taldi sig áður fyrr í nokkuð tryggri stöðu, enda treysti hún á einkatryggingam- ar. Nú hefur kostnaður vaxið svo, að millistéttarmenn segja, að „enginn hafí efni á að veikj- ast, nema auðmenn og fátækl- ingar“, hinir fyrri vegna ríki- dæmis sfns og hinir síðari vegna trygginganna. Segja menn, að nú verði að tryggja „að kostn- aðurinn við veikindin valdi ekki meiri skakkaföllum fyrir sjúkl- inginn en veikindin sjálf“. Læknasamtökin hafa nú sjálf lagt til við þingið, að sett verði lög um almennar tryggingar. Skuli þær byggjast á því, að hið opinbera kaupi tryggingu fyrir fólk hjá einkafyrirtækjum. Þannig geti einkaframtakið stað izt en jafnframt komi tfl skjal- anna stuðningur hins opinbera í rfkara mæli en verið hefur. Baráttumál í næstu kosningum? Sumir telja að almennar sjúkratryggingar muni verða mjög á oddinum í næstu for- setakosningum, árið 1972. Á þingi hefur repúblíkaninn Jacob Javits, öldungadeildarþingmað- ur frá New York, um langt' skeið barizt fyrir almanna- tryggingum. Hinn nýlátni verka lýðsleiötogi, Walter Reuther, beitti sér fyrir ýmsum umbót- um í þeim málum. Heilbrigöis- málanefnd með fulltrúum beggja flokkanna mun væntan- lega leggja til breytingar. Martha Griffiths, þingmaður demókrata frá Michiganfylki, bar nýlega fram frumvarp um almannatryggingar. Vill hún, að þær taki til sjúkrahúsavistar, og læknisvitjunar, en einnig greiði þær kostnað við gleraugu, tannviðgerðir og sálfræöiaðstoð. Yrði þetta frumvarp samþykkt, mundu útgjöld til hins opinbera til heilbrigðismála margfaldast f einu vetfangi. Fjár til þessa skuli aflað meö framlögum at- vinnurekenda, launþega og rík- isins. Eftir 6—7 ár Misfellurnar á framkvæmd laganna um stuðning hins opin- bera við aldraða og fátæka, og ekki sízt hinn gífurlegi kostn- aður við hvers kyns læknishjálp, hafa nú leitt til þess aö marg- ir spá því, að Bandaríkin muni innan skamms leggja inn á sömu braut og Norðurlönd og setja lög um almennar sjúkra- tryggingar, er nái til allrar þjóö arinnar. Dr. Roger Egberg, einn yfir- manna heilbrigðismálaráðuneyt- isins segir: „Væntanlega munu líöa ein sex eða sjö ár, áður en við verðum komnir nálægt þvi að leysa vandann, án þess að ringulreið skapist". 1... ....

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.