Vísir - 04.07.1970, Blaðsíða 7

Vísir - 04.07.1970, Blaðsíða 7
VELJUM (SLENZKT ISLENZKANIÐNAÐ K*K*KS:%iiSá* JBP-GATAVINKLAR JBP-Hillur XwWtWW.wXÍWA' /.VAV.WAV.VAW.V.V VÍSIR, Laugardagur 4. júlí 1§70. cyWenningarmál Olafur Jónsson skrifar um bókmenntir: Dagur blinda mannsins Þráinn Bertelsson: Sunnudagur Helgafell, Reykjavík 1970. 144 bls. Cunnudagur, skáldsaga Þráins Bertelssonar, nýkomin út í tílefn; af listahátíð, gerist að nafninu til á einum degi, lögð i munn blindum manni. Hann segir aö því er virðist söguna af kunningja eða vini sínum, Magnúsi Hlífari, en í lokakafla kemur reyndar á daginn að saga Magnúsar er að mestu eða öllu leyti tilbúningur blinda manns. Þeir þekkjast ekki, hafa aldrei hitzt, hann þekkir Magnús að- eins af afspurn úr fréttunum. „Samt finnst mér ég þekkja hann; samt finnst mér hann vera vinur minn ... Mér finnst ég stundum vera hann hans hugsanir mínar og mínar hugs- anir hans. Mér finnst ég hafa þekkt hann óralengi ... Því að blindur maður gerir ekki neitt, tekur ekki þátt í neinu, og þess vegna verður hann að búa til sína eigin fortíð, þar sem engin er fyrir; og hugsanir eru endur- minningar hans, ímyndunin veruleik; hans, og allt annað draumur.“ Magnús Hlífar framdi morð, alveg tiigangslaust ódæði að því er virðist, og hefur nú verið dæmdur í fangelsi. Með þvi að lifa sig inn í hugarheim hans, búa sér hann til, er blindi maður að tjá sinn eigin tóm- leika, lífsfirringu sína þar sem hann situr utangarðs, firrtur mannlegu samneyti. Líkamlegur vanmáttur ófullnægja, einangr- un hans á samsvörun sína í hugarheimi Magnúsár. Ófullnægja tómleiki, lífsfirr- ing: ekkert af þessu er nein ný- bóla í skáldskap, þvert á móti eitt aðalminni í nútíma bók- menntum sem vafalaust á sér góðar og gildar félagslegar og sálfræðilegar skýringar. Þáttur blinda manns í sögu Þráins Bertelssonar er satt að segja ekki nema umgerð efnisins, nokkurn veginn vélrænt stíl- bragð sem eykur þaö engu nýju, engri „heimspekilegri" vídd. Það sem áhugavert er við sög- una er tilraun hennar til að heimfæra þetta hugarástand reykvískum hversdagsleik, lýs- ing reykvískrar landeyðu sem að minnsta kosti gerir tilkall til sálfræðilegs raunsæis. ,,Ég hef alltaf verið svo holur innan að ég heyrði bergmál f sjálfum mér,“ segir Magnús Hlífar á einum stað um sjálfan sig, og sömu eða svipaðri reynslu er þráfaldlegs lýst annars staðar. Hún er aðalefni bókarinnar og verður veruleg að því skapi sem tekst að koma orðum að henni, gera lýsingu Magnúsar Hlíifars trúverðuga fyrir lesand- anum. Hins vegar mega hug- myndir Magnúsar Hlifars einu gilda þar sem þær beinast út á við að öörum en sjálfum hon- um, eigin reynslu. Þungamiöja sögunnar verður af sjálfu sér hin ýtarlega samfaralýsing, und- anfari morðsins, af því hún tjá- ir til nokkurrar hlitar, með lýs- ing ytri atvika en ekki einbers hugarástands, innri tómleika og einangrun hans. Að sama efni ber Magnús úr annarri átt í öðr. um hluta sögunnar, þar sem birt- ar eru nokkrar skáldskapartil- raunir hans með „furðusögu" bezt. En meö aukinni æfingu, fyllra valdi og þekkingu á efni- viði sínum þeirri sálfræði sem er inntak sögunnar, er þess vafa- laust að vænta að hann eigi eft- ir að semja áhugaverð verk. Leiðrétting: H-luti setningar týndist niður úr grein um lista- hátíð. Hefð og nýmæli, í blað- inu í gær. Rétt er setningin svona: Fyrir minn smekk voru þessir gestaleikir ásamt hinni fögru sýningu á grafíkverkum Edvards Munch eftir minnileg- ustu viðburðir á listahátið. en aðrir hafa haft sama og þaöan af meira gagn af tónleikunum á seinni hluta hátíðarinnar. — ÓJ Þráinn Bertelsson. Stefán Edelstein skrifar um listahátíð: Hátíðarlok j^okaatriði Listahátíðar í Reýkjavík voru tónleikar hinnar þekktu söngkonu Vict- oria dé los Angeles í Háskóla- bíói s.l. fimmtudag. Söng hún konsertaríu eftir Mozart og lög eftir Schumann, Debussy og Granados. Victoria de los Angeles er mikill persónuleiki og frábær túlkandi, sérstaklega franskra og spænskra sönglaga. Söng- konan var þó bersýnilega ekki í bezta formi, sérstaklega í fyrri hluta tónleikanna, enda hafði tónleikunum verið frestað um einn dag vegna lasleika hennar. Seinni hluti tónleikanna var hins vegar mjög ánægjulegur. Hún túlkaði hin viðkvæmu lög efitir Debussy af mikilli innlifun, og hápunktur kvöldsins voru ó- tvírætt hin ágætu sönglög Granados. Vladimir Ashkenazy lék undir á píanó á afburða skemmtilegan hátt. Ekki eru allir píanósnilling- ar einnig góðir undirleikarar, en Ashkenazy var fullkominn í sveigjanleika sínum,, músi- kalskri tillitssemi og aðlögun. Söngkonan varð að syngja mörg aukalög, og ætlaði fagn- aðarlátum og bólmasendingum aldrei að linna. Þeir, sem sátu aftarlega í húsinu hafa vafalaust undrazt og verið ergilegir yfir sérstöku undirspili við söng Victoriu de íos Angeles: Loftræstingarkerfi hússins gerði sitt ýtrasta til að trufla tónlistina, sem hvort eð er heyrist ekki of vel aftast í húsinu. victona de los Angeles. einni einhverri hinni klúrustu og grófgerðustu sem hér hefur sézt á prenti. Kynferðislegt einræði reynist ein tjáning lífs- firringar, hinnar sínagandi ó- fullnægju, úrslitatilraun til mannlegs samneytis. Hún er fyrinfram dæmd til að mistakast — morðið er einungis ítrekun þess, endanleg sönnun þess að hann er utangarðs. „Ég held ég hafi gert það til að fá að vera í friöi,“ segir Magnús Hiífar. Alveg eins gæti hann sagt: Ég gerði það til að sýna að ég' sé til, Sunnudagur er frumsmið Þráins Bertelssonar augljóst byrjunar og tilraunaverk. Ótví- rætt fer hann með raunverulegt efni, reynslu þar sem er;mann- lýsing Magnúsar Hiífars, eða drög hennar svo langt sem þau ná. Umgerð og viðaukar sög- unnar ber það með sér að efnið hefur ekki enzt honum til þeirr- ar raunsæju frásagnar, sál- fræðilegu rannsóknar sem það raunveruleg stendur til — og gera mundi morðið í sögunni ó- þarft meö öllu eins og annað sem firrti það hversdagslegri reynslu. Þó hlutverki blinda mannsins sé ekki óhaglega fyr- ir komið í sögunni er umræða hennar of rýr efnislega, stíltil- raunir hennar ekki nógu skemmtilegar i sjálfum sér til að koma að gagni. Það sem Þráinn skrifar bezt, stuttur kafli um hass-reykingar til dæmis, ýmsir einstakir orðskviðir Magnúsar Hlífars, benda til að raunhæf frásögn, hversdagslýs- ing láti honum að svo kotnnu J. B. PÉIURSSON SF. ÆGISGOTU 4-7 9C 13125,13126 ÚTBOÐ Tilboð óskast í að steypa upp 2. hæð húss- ins Hólmsgata 4 í Reykjavík, ásamt frágangi á þaki. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Kristj- áns Ó. Skagfjörð hf. Tryggvagötu 4, gegn 2.000.00 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuö á sama stað þriðjudaginn 14. júlí 197& i i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.