Vísir - 04.07.1970, Blaðsíða 9
V í SIR . Laugardagur 4. júlí 1970.
9
TfSISSPYB-
Saknið þér
sjónvarpsins?
Guðni Guðmundsson, vegg-
fóðrari: — Já, ég verð nú aö
segja það. Og þá helzt frétt-
anna.
Kristín Dagbjartsdóttir:
Alls ekki.
Bryndís Valgeirsdóttir,
menntaskólanemi: — Nei, það
geri ég ekki.
Ingibjörg Gunnarslóttir, 10
ára: — Já — en bara pínulítið.
Svo hef ég alltaf saknað Dýrl-
ingsins, síðan hann hætti.
Lárus Loftsson, matsveinn:
— Nei, ekki beint.
Tryggvi PéturSson, 13 ára
sjómaður: — Sjönvarpsins? ...
Nei. Það er svo leiðinlegt.
Laxinn er dyntóttur
Hvort sem menn stunda laxveiðar eða ekki,
fer ekki hjá því að Reykvíkingar þeir er aldrei
kasta fýrir lax fái einhverja nasasjón af þeirri
göfugu íþrótt, laxveiðinni. — Naumast verður
ekið út úr höfuðborginni að sumarlagi án þess
að reka augun í gúmmíklæddar kemþur, stand
andi keikar með veiðarfærið skagandi út í loft-
ið.
Þeir er aldrei hafa smitazt af laxveiðbakter-
íunni slá sér gjarnan á lær og hlæja dátt:
„hvernig nenna mennirnir að standa þarna
og togast á um maðk?“ — En við skulum nú
spjalla ögn við örfáa þekkta laxveiðimenn um
veiðina í „mestu laxveiðiá veraldar“, og ann-
arri lítilli, sem virðist vera að skáka þeirri
gömlu.
Áhugamenn um lax-
veiði hafa haft nokkrar
áhyggjur yfir því að lax-
veiði væri að minnka í
Elliðaánum. Hafa get-
ýmsar gátur og kenning
ar verið á lofti um ástæð
ur þessa, eða hvort yfir-
leitt er um einhverja
rýmun á laxastofni áría
að ræða. Á sama tíma
og þetta ber uppá, bregð
ur svo við, að mikil laxa
gengd er í Úlfarsá,
(Korpu) og ha.fa sumir
jafnvel haldið því fram
að laxinn úr Elliðaán-
um væri farinn að ganga
í Úlfarsá.
Vísir haföi samband við Þór
Guöjónsson, veiöimálastjóra, og
sagðist hann alls ekki vilja taka
undir með þeim miinnum sem
héldu að lax væri aö hverfa úr
Elliðaánum. Um slíkt væri ekk-
ert hægt að segja svo snemma
sumars, enda sýndu skýrslur
sem gerðar heföu verið yfir
veiði í ánum á árunum 1949 til
1963, að veiðamar væru mjög
mismunandi, bezta veiðivikan
væri stundum 1 júnf, stundum
i júlí, eða jafnvel ágúst. Þá
kemur það í ljós af þesum
skýrslum, sagði veiðimálastjóri,
að ef eitthvert eitt ár er gott,
þá er hætt við að næsta ár verði
lakara hvað veiöisæld snertir og
áin nái sér ekki verulega á strik
aftur fyrr en eftir þrjú til fjög-
ur ár.
Úlfarsá, sagði veiðimálastjóri,
er hins vegar á, sem öllu verra
er að henda reiður á, þvf hún er
svo mjög háð duttlungum mann
anna. Hún er ekki náttúruleg á
af þeim sökum að Áburöarverk
smiðjan í Gufunesi tekur mikið
vatn úr henni og er laxagengd
in að sjálfsögðu mikiö háð vatns
rnagni árinnar. Núna vildi svo
til að áin væri vatnsmikil
í meirá lagi og því eðlilegt aö
laxinn ætti greiðari götu í hana
fyrr en venjulega, er áin hef
ur verið vatnsminni.
Laxamerkingar hafa verið
stundaðar í Úlfarsá í yfir 20 ár
Ungur laxveiðimaöur mundar
stöngina.
og hefur merktur lax úr ánni
komið fram í öðrum ám t.d.
í Kollafirði.
Úlfarsá stendur sig.
Albert Erlingsson í Veiðimann
inum hefur mikið vasazt i lax-
veiði um dagana og er helzti
sölumaður veiðileyfa hér í
Reykjavík.
Hann kvað það skiljanlegt að
veiði minnkaði núna í Elliðaán-
um því án efa hefði mikið drep-
izt af seiðum í flóðunum sem
urðu í ánni í hittiðfyrra. Við
slíkar hamfarir náttúrunnar
hljóti laxastofninn að vera f mik
illi hættu og afturkippur að
koma í ræktun laxins í ánni.
Úlfarás er hins vegar í góöri
ræktun og drepur ekkí af sér
seiði — sagði Albert, en þótt
núna sé þar ótrúlega mikil
ganga, er ekki þar með sa-gt að
ekki geti bráðlega úr henni
dregið, og þá jafnvel að laxinn
taki aö ganga meira í Eliiðaárn
ar. Og hvernig sem allt veltur
sagði Albert, þá er það öruggt
að nóg er um laxinn, trillukarl-
amir segja að sjórinn sé krökk
ur af honum hér úti á vogunum
og sundunum.
Þá haföi Vísir samband við
Axel Aspelund, formann Stanga
veiðifélagsins. Axel vildi ekki
koma með neinar kenningar um
háttalag iaxins f Elliðaánum og
Úifarsá. Sagði hann að þó ýmsir
héldu veiðina vera að rýrna, þá
væri ekkert um þaö mál að
segja fyrr en kæmi fram á sum
ar. v
Nægur lax — segir
Ásgeir
Einn er sá veiðimaöur er
einna bezt þekkir Elliðaámar og
framferði laxins í þeim, en þaö
er Ásgeir Ingólfsson, fréttamað
ur. Ásgeir var kampakátur er
við spjölluðum við hann, sagði
að engip ástæða væri að vera
svartsýnn. Þvert á móti áliti
.bapn aj5,laxveiðin yrði gðð f sum
ar. Hann sagði að flóðin f hittið
fyrra ættu ekki að hafa neitt að
segja varðandi veiðina, því næg
ar ráðstafanir hefðu verið gerð-
ar til aö tryggja viðhald laxa-
stofnsins: 20.000 gönguseiðum
var sleppt i ána.
Ekki vildi Ásgeir frekar en
aðrir, setja fram neinar ákveðn
ar skoðanir eða kenningar um
veiðina í sumar, engin reynsla
kæmi á veiöisæld ánna fyrr en
eftir fyrsta stórstraumsflóð, þá
fyrst færi laxinn að ganga að
marki í árnar. Næst verður stór
streymi þann 6. júlí.
Ásgeir sagði að brúarsmíðin
vfir árnar truflaði eðlilega eitt
hvað veiðiskap, en þó væri varla
orð á því gerandi, engin reynsla
kæmi á þessar brýr — hvaö
veiðiskapinn varðar — fyrr en
eftir að umferð færi að fara um
þær.
Þá lagði Ásgeir áherzlu á aö
hjá verkfræðingum við brúar-
gerðina heföi rikt mikill skilning
ur á hagsmunum veiöimanna,
brúarsmiðir hefðu vendilega
gætt fyllsta hreinlætis og ekki
misst nein skaðvænleg efni f
árnar.
Laxinn leikur á teljar-
ann
Svartsýni varðandi laxveið-
ina hefir aðallega grundvallast
á því, að miklu færri laxar en
áður hafa farið í gegnum teljar-
ann. Hins vegar er sjórinn og
áin neðan við teljarann krgkk
af laxi, þar sjá veiðimenn „ugga
við ugga“ eftir því sem einn
veiðiglaður sagði okkur í morg-
un. Á fimmtudagskvöldið höföu
veiðzt 80 iaxar og voru þá liðn
ir 10 dagar frá þvf veiöin hófst
og verða slík aflabrögð að telj-
ast góð.
Úlfarsá er víðast hvar svo ,
grunn að vaða má I hana
miðja á lágstígvélum, enda
þykir mörgum furðu sæta, að
svo mikill lax skuli ganga í
ána.
Að vanda kastaði borgar-
stjóri vor í Elliðaámar fyrsta
dag „vertíðarinnar“ og feng-
ur hans lofaði góðu um á-
framhaldið: 5 vænir laxar.