Vísir - 02.09.1970, Síða 3
V í SIR . Miðvikudagur 2. september 1970.
3
í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND
Reynt að myrða Hussein
Jóráaníukóng
\
Umsjón: Gunnar Gunnarsson.
— herinn segist nú hafa landið á valdi sinu
£ Hussein Jórdaníukóngi
var sýnt banatilræði í
Amman í gær. Var skotið
á konunginn við flugvöll-
inn, en tilræðismaðurinn
missti marks.
í morgun sendi yfirher-
stjómin í Jórdaníu út til-
kynningu, og segir í henni,
að herinn hafi undirtökin
um land aiit. Foringjar og
óbreyttir hermenn sendu
síðan Hussein konungi
heillaóskaskeyti og ósk-
uðu honum til hamingju
með að vera lífs eftir morð
árásina.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið,
sem reynt er að drepa Hussein
kóng. Nokkrum sinnum áður
hafa honum verið sýnd tilræði
og einu sinni skaut launsáturs-
maður orðu af brjósti hans.
Gerðist það 1951 í Aqsa-mosk-
unni í Jerúsalem, þegar árásar-
maðurinn drap afa Husseins,
Abdullah Jórdaníukóng.
Slðast var reynt að koma Hussein
yfir í annan heim 9. júní s.l. Réð-
ust þá meðlimir hteyifingarinnar
Fedayeen að bifreið konungs, er
hann kom akandi inn í Amman
eftir að hafa veriö í fríi úti á lands-
byggðinni. Þegar þetta gerðist létu
þrír af lífvörðum Husseins lífið.
Hussein virðist vera algjörlega
ódrepandi, þvi hann hefur lifað af
tilraunir til að myrða hann með
sprengjukasti, skothríð úr launsátri
og einnig hefur verið reynt að eitra
fyrir hann. Það var þegar einhverj-
ir óvinir hans komu eitri I nefdrop-
ana, sem hann notaði. Hussein hef-
ur margoft sagt að sér fvndist hann
vera aðalpersónan í glæpasögu.
Hussein fæddist 1935 og og síðan
1953 hefur hann verið konungur.
Faðir hans ríkti í eitt ár á eftir að
afi hans haföi verið myrtur, en var
þá tekinn frá völcíum sökum
óstöðuglyndis.
Tékkar hafa áhyggjur
af Síonistum
— og segja kristna menn sitja á svikráðum
við stjórnina
Dagblað eltt í Prag sakaði ísra-
elsmenn í gær um að hafa sér-
staka áróðursmeistara á sínum
snærum stadda í Tékkóslóvakíu
og stæðu þeir að árás á innan-
og utanrikispólitík landsins og
æstu upp óbreytta borgara til
að flýja land.
Blaðið segir, að það hafi verið
leynilögregla heimsvaldasinna, sem
hafi valdiö að verulegu leyti inn-
rásinni 1968. og að í þeirri leyni-
lögreglu hafi ísraelsmenn verið
einna starfsamastir. Eftir þvl sem
segir í blaðinu, þá safna ísraelskir
njósnarar upplýsingum um alla
merka viðburöi í landinu, og reyna
jafnframt að hafa einhver áhrif á
framvindu mála 1 landinu.
Blaðið réðst síðan af krafti á þá
sem það kallaði tékkneska síonista,
og heldur því fram, að Gyöingar
í Prag séu ábyrgir fyrir öllum þeim
áróðri vinsamlegum lsraelsrfki, sem
dreift hafi veriö í Prag eftir árás
ísraels á hendur Aröbum 1967 —
og sé þessi áróður andstæður utan-
ríkispólitfk ríkisstjórnar Tékka.
„En tfminn ieiðir allt f ljós, og
nú hefur hann flett ofan af þvl
hvaða hlutverk alþjóðlegir heims-
valdasinnar og síonista-stuðnings-
menn þeirra hafa leikið í Tékkó-
slóvakfu". segir í blaðagreininni,
sem birtist 1 blaðinu Prace.
Flokksblaðið Rude Pravo sagði á
fimmitudaginn, að trúarleg öfl í
Tékkósióvakíu væru að reyna að
hreiðra um sig og koma sér upp
valdaaðstööu í landinu — einkum
Bretum mis-
tókst geimskot
reyndu að skjóta 80 kg. tungli á braut um jörðu
# Fyrsta tilraun Breta til að
skjóta gervitungli á loft og á
braut umhverfis jörðu mistókst
í morgun. Eldflaugin, sem koma
átti gerv'tunglinu á braut sína,
náði ekki að komast á nægile^a
ferð til þess að skiia gervitungl-
inu sína leið. Eldfiaugin sem not
uð var er af gerðinni Black
Arrow“.
Eldflauginni var skotið frá
slcotpalli, sem er í Woomera f
Suður-Ástralíu og átti aö hleypa
af I morgun, en þá hafði skot-
inu þegar verið seinkað I sólar-
hring. Sérfræðingar vinna nú
einbeittir við að kanna hvað aö
geti gengið, þvi ólfklegt er að
Bretar hafi gefizt upp við að
koma gervitunglinu á braut um
jörðu, þó ekki hafi farið eins
og ætlað var í fyrstu.
Gervitunglið sem skjóta átti
er ekki sérlega stórt, það vegur
aðeins 80 kg — hefði Bretum
heppnazt skotið, hefðu þeir
hreyknir getað slegizt í hóD
geimvísindaþjóöa jarðarinnar.
Husak......heimsvaldasinnar og
Gyðingar grafa undan stjóm
hans...
notuðu þeir þorp og smábæi tfl
sinnar niðurrífandi starfsemi —
sem sönnun síns máls benti blaðið
á, aö í þorpum úti um land hafa
menn byggt fleiri kirkjur en skóla,
menningarmiðstöðvar og fleiri slfk-
ar stofnanir. Segir Rude Pravo
einnig að á undanfömum árum hafi
verið starfandi hreyfing I landinu,
sem hafi unnið markvisst aö því
að endurreisa grfsk-orþódokskristni
í landinu og I þeim tilgangi reynt
að virkja fólk til að ná aftur alls
konar kirkjulegum munum með því
að beita valdi. Segir blaðið, að alls
hafi þurft að draga 1758 manns fyr
ir rétt fyrir afbrot af þessu tagi.
HUSEI6ANDI!
Þér sem bygg)8
bér sem endurnýiB
BfllNSIORBSI
SELIIR ALLT TILINNRÉTTINGA
Sýnum M.:
Eldhúsinnrétlíngrar
Klæðaskápa.
Innihurðir
tltihurðir
Bylgjuhurðír
ViðarWæðningar
Sólbekki
B or ðkrókshúsgögn
Eldavélar
Stálvaska
Isskápa o. hl. H.
ÓDINSTORG HF.
. SKÓLAVÖROUSTÍG 16
S(MI 14275
Hussein og Nasser — hætt er
I við að Nasser faðmi hann fast
I næst er þeir hittast og Nasser
hefur hann úr helju heimtan.
Meiri samningsvilja
krafizt af ísrael
Hin nýja ókyrrð, sem ríkir í
Jórdaníu eftir tilræðið við kon-
ung landsins, hefur valdið því,
að mönnum er betur ljós en áð-
ur nauðsyn þess að koma á friði
í löndunum fyrir botni Miðjarð-
arhafs. Skæruliðahreyfingarnar,
eða leiðtogar þeirra, eru nú til
alls vísar, og verður því reynt
að leggja meira að ísraelsmönn-
um og Egyptum að finna frið-
samlega lausn.
Gunnar Jarring.
Bandarikjamenn munu nú leggja
hart að ísraelsmönnum að koma í
það minnsta aftur til samningafund
anna í New York, en Yosef Tekoah,
staðgengill Abba Eban við samn-
ingaviöræðurnar, er nú f Tel Aviv
og að liíkindum ekki væntanlegur
til New York aftur fyrr en í næstu
viku.
Gunnar Jarring heldur eigi að
síður óformlega fundi með samn-
ingamönnum Araba, en vonazt er
tii að einhver árangur verði af við-
ræðum fulltrúa f jórveldanna er þeir
koma saman í aðalstöðvum Sarn-
einuðu þjóðanna undir miðjan þenn
an mánuð. Ekki var búizt við nein-
um sérstökum tíðindum af fundi
þeirra, en síðustu atburðir ; Jorc'-
aníu ættu aö herða á mönnum að
finna friðsamlega lausn.