Vísir - 02.09.1970, Síða 7
V í SIR . Miðvíkudagur 2. september 1470.
7
Hvað veldur elli manna?
Er hverjum manni ákvebib visst aldurstakmark?
ITvað veldur elli? Um þessar
mundir glíma margir af
lærðustu líffræðingum og líf-
efnafræðingum við frægustu vís
indastofnanir i heimi einmitt
við þessa spurningu. Hvað veld
ur þvi að mönnum fer aftur?
Og hvernig stendur á því að
menn eldast eins misjafnlega og
raun ber vitni? Vísindamönnum
hefur þegar tekizt að verða
margs vísari um eðli ellinnar
og hin svoköiluðu ellimörk og
hrörnunarsjúkdóma. En varð-
andi hinar eiginlegu orsakir
þess aö mönnum fer aftur með
aldrinum, vita þeir ekki enn
nema fátt eitt.
Aldurinn er þrenns konar,
segja þeir. Aldur reiknaður í
árum og dögum frá fæðingar-
degi, líkamlegur aldur, sem
miðast við ásigkomulag líkam
ans og h'ffæranna — og loks
hinn sálræni aldur, sem bygg
ist á hugsunum manna og til-
finningalífi. Það er talsverður
sannleikur í því fomkveðna, að
maðurinn sé ekki eldri en hann
hugsar.
Árin gera sitt, en þvi fer
fjarri að þau geri altó. Margir
eru líkamlega og andlega spræk
ir þótt komnir séu til ára sinna.
Áöur en þessar rannsóknir hóf
ust, var því trúað að æðakölk-
un væri óhjákvæmilegur fylgi-
fiskur áranna. Nú vita menn að
svo er ekki, heldur er æðaköik
ixnin sjúkdömur, sem kemur af
trafhinum í efnaskiptingu hkam
aos.
Áhyggiitr hafa mikil áhrif á
það hvernig fólk eidist. Nunnur
lifa tiltölulega áhyggjulausu
Iífi, og það hefur komið í ljós
að hjartasjúkdómar, sjúkdómar
i meltingarfærum og krabba-
mein er sjaldgæfara hjá þeim
en konum almennt. Fjölda marg
ar nunnur halda fullu starfs-
þreki fram yfir hálfsjötugt, og
meðalaldur þeirra er mjög hár.
Ytri skilyrði hafa einnig stn
áhrif. Húðin eldist fyrr, ef
sterk sól skín stöðugt á hana,
þomar, glatar fjaðurmagni
sfnu og hrukkast. Fyrstu gráu
hárin segja venjulega til sín
þegar menn verða hálffi’mmtug-
ir, sumir byrja að grána um
tvítugt, aðrir ekki fyrr en um
fimmtugt. Heyrnin dofnar næst-
um undantekningarlaust með
aldrinum, en þar koma ytri að
stæður og til greina. Sérfræð
ingur, sem rannsakað hefur sú-
dönsku Mabaana, segir að þeir
haldi heyrninni óskertri fram
yfir sjötugt, en þeir lifi líka við
kyrrð, tala lágt og hafa ekki
enn fengið að kenna á þeirri há-
reysti, sem tækninni fylgir.
Hvað kynferðislífið snertir,
halda sérfræðingamir því fram
að orsakir vaxandi kyndofa með
aldrinum séu oftast nær sál
rænar en ekki líkamlegar.
Vilji menn seinka ellinni,
verða þeir fyrst og fremst að
varast það aö fitna með árun-
um. Fitan þreytir ekki einungis
fæturna, heldur og hjartað. Fitu
vefurinn samanstendur af lif-
andi frumum sem krefjast blóð
næringar og hvert fitukíló-
gramm hefur í för með sér
aukna áreynslu fyrir hjartað.
Rottur, sem aldar eru á sultar-
fæði verða næstum tvöfalt eldri
en þær, sem fá að éta eins og
þær geta i sig látið. Tilraunir
hafa og sýnt að þær eru mun
ónæmari fyrir krabbameini en
feitu rotturnar. Næg hreyfing
og áreynsla er og nauðsynleg.
Flestir hætta að hafa löngun til
líkamlegrar áreynslu upp úr þri
tugsaldrinum, en rannsóknir
hafa sýnt, að þeir sem vinna
mátulega erfið líkamleg störf
standa mun betur að vígi gagn
vart ellinni en kyrrsetumenn.
Ellihrömunin stafar af því að
lifandi frumur hætta að starfa og
hið aukna álag sem þær frumur
verða fyrir sem enn halda áfram
að starfa, verður þeim um
megn. En hvers vegna hætta
frumurnar að starfa og deyja
síðan? Sumir vfsindamenn álíta
að svarsins sé að leita í ónæm
isvörnum líkamans — sumir
eldast fyrr en aðrir, vegna þess
að þeir hafi minna mótstöðuafl
gagnvart sjúkdómum og hættu
legum efnum, sem safnast fyrir
í líkamanum. Aðrir telja að erfð
ir ráði þar miklu. Kannski geng
ur sérhver maður með eins kon
ar innbyggt líffræðilegt sigur-
verk, sem getur gengið vissan
árafjölda en ekki lengur.
Hans Seyle, prófessor við há-
skólann í Montreal, styöur þá til
gátu. Sérhverjum manni er með
fæddur viss skammtur af orku,
sem gerir honum kleift að þola
álag lífsins ákveðinn tíma —
sjúkdóma, líkamlega og and-
lega áreynslu, kulda, hungur,
Iðkun ýmissa íþrótta og almenn líkamshreyfing er nauð-
synleg, ætli menn að viðhalda æsku sinni að því marki sem
hægt er. Hér sýnir Jóhann Níelsson, framkvæmdastjóri Hjarta
verndar þolhjólið, en með því tæki má komast að þvi hvert
þrek menn hafa.
ótta og áhyggjur. I hvert skipti
sem á reynir, fer viss hluti
þeirrar orku forgörðum. „Öll
skaðleg áhrif skilja eftir sig
óafmáanleg ör. Maðurinn lifir
þau af — en hann verður að
sætta sig við að eldast dálítið
í hvert skipti“.
Og ef til vill er það afstaða
einstaklingsins til lífsins, sem
mestu ræður. Eins og merkur
heimspekingur komst að oröi:
„Sá sem er lífsglaður og jafn-
lyndur, finnur ekki til aldurs-
ins en hinum er hvort
byrði, æskan og dlin.“
EinstakKngar — Félagasamtök — F jölbýlishúsaeigendur
ÞAU ENDAST VON IÍR VITI WILTON-TEPPIN
Ég kem heim til yðar með sýnishom og geri yður ákveðið verðtiiboð á stofuna, ð herbergin,
á stigann, á stigahúsið og yflrleitt alla smærri og stærri fleti.
ÞAÐ KOSTAR EKKERT AÐ HRINGJA I SÍMA 312 8 3 EN ÞAÐ BORGAR SIG.
DANIEL KJARTANSSON
Sfani 31283
Tilkynning til
viðskiptavina
Frá og með 2. sept. verður afgreiðslutími
Grensásútibús Iðnaðarbanka íslands hf.,
Háaleitisbraut 58—60 þannig: kl. 9.30 til 12
og 13 til 16.
Síðdegisafgreiðsla verður frá kl. 17 til 18.30.
Iðnaðarbanki fslands hf.
Grensásútibú
Háaleitisbraut 58—60.
Þ.ÞORGBtMSSON &C0
SALA-AFGREIÐSLA
SUÐURLANDSBRAUT6
slMI:
38640
TILKYNNING
frá fjármálaráduneytinu
tH s'óluskattsgreiðenda
Athygli söluskattsgreiðenda er vakin á nýrri
reglugerð um söluskatt, sem tekur gildi í dag,
1. september 1970.
Samkvæmt henni verður næsti gjalddagi sölu
skatts 15. september n.k., en þá fellur í gjald-
daga söluskattur fyrir júlí og ágúst og er ein-
dagi hans 15. október n.k.
Árituð skýrslueyðublöð verða send öllum
söluskattsgreiðendum og ber að skila þeim
útfylltum til skattstjóra fyrir gjalddaga. Þeir
sem af einhverjum ástæðum fá ekki send
skýrslueyðublöð skulu engu að síður skila
skýrslu, en eyðublöð liggja frammi hjá skatt-
stjórum og umboðsmönnum þeirra, svo og
hjá innheimtumönnum ríkissjóðs.
Fjármálaráðuneytið, 1. sept 1970.
%