Vísir - 21.09.1970, Side 5
lÉÉSSÉBft-. fl**w*dagur 2i. september 1970.
5
ÍSLINZKT UDIÚKSLITAKIPPNI
ÓL 721MUNCHEN?
— Góðar horfur eft'rr oð dregið var i riðla undankeppninnar — Norð-
menn, Finnar og Belgar mæta okkar mönnum á Spáni
■ Formaður HSÍ sér
fram á þá möguleika að
eftirmaður hans í starfi
muni fylgja liði sínu í
úrslitakeppni 16 liða á
Ólympíuleikunum í Miin
chen. Þetta er mögu-
leiki, en öryggi er ekki
tii algjört í þessu fremur
en öðru. Eftir dráttinn í
riðla á þinginu í Madrid
um helgina er ástæða til
bjartsýni, en þó eru
mörg atriði enn óljós
varðandi dráttinn.
ísland leikur í riðli með Norð
mönnum, Finnum og Belgum:
Ekki er þó vitað, hvort eitt
eða tvö landanna úr þessum
riöli fá að halda áfram í
Munchen að sögn Axels Ein-
arssonar.
Axel sagði að undankeppni
færi fram á Spáni í febrúar og
marz 1972 hjá Evrópuliðum, en
upphaflega var tillagan, sem sett
var fram á IHiF-þinginu á þá
leið aö al'lar þjóðir heims, sem
þátt taekju í leikunum, mættu
þanna til forkeppni til að keppa
um þau 8 sætj sem enn eru laus
en 8 efstiu lið HiM í Frakklandi
fara þangað án undanifarandi
keppni.
Breytángar hafa verið gerðar á
þessu og keppa Evrópulönd ein
á Spáni, en till úrelitanna fa-ra
auk 5 Evrópulandanna, sem bít
ast þarna um sætin, eitt land
frá Ameríku, eitt frá Afríku og
eitt frá Asíu.
Sennilegt er að 4 riðlar verði
í keppninni á Spáni en sætin i
Miinchen eru aðeins 5 taisins.
Fari tvö lið úr riðlj I'slands ættu
horfurnar að vera hinar beztu
en sé það aðeins eitt lið, þá
verða erfiðleikar í veginum þar
sem Norðmenn eru en horfurn
ar samt ahgóðar.
Spánverjar munu greiöa allan
kostnað af ferðalögum og uppi
haldi leikmanna, og eru það góð
tíðindi sagði formaður HSÍ i
gær. — JBP
Þrjú kampavínsskot
eftir jtrjú mörk
•— Islandsmeistararnir fópubu 3:0 fyrir Vest-
mannaeyingum, og hefðu átt stærra tap skilið
Urðu að láta í
minni pokann
fyrir myrkrinu
# Nýbakaðir íslandsmeistarar
Akraness gengu út af knatt-
spymuvellinum í Eyjum á laugar-
laginn með 0:3 ósigur á bakinu í
síðasta leik liðanna í deildinni í
ár. Sannleikurinn er hins vegar sá
að þeir máttu vel við una_ 1:6 eða
1:7 hefðu verið tölur nær sanni.
3 kampavins'flöskursmeiliir kváðu
við eftir leikinn, áhangendur Vest
mannaeyjaliðsins höfðu heitið Kði
sinu að halda upp á deildina á
verðugan hátt sem og var gert,
ein flaska fyrir hvert mark. Það
er heldur ekki á hverjum de^i að
íslandsmeistarar eru lagðir að velli
svo tignariega.
Vestmannaeyingar sýndu þarna
sinn bezta ieik í sumar, og líklega
einn sinn bezta leik frá upphafi.
Svo gjörsamlega áttu þeir þennan
leik, að þeir gerðu Akumesinga
oft eins og ómálga böm, léku þá
sundur og saman. Náðu Eyjamenn
ölilum tökum á miðbiki vallarins,
en leikur Akumesinga var slitrótt
ur og sundurlaus.
Haraldur Júlíusson, guMskaLlinn,
eins og hann er kallaður. skoraði
fyrsta markið á 9. mín. Einar 'hafði
varið skot, en misst frá sér, er Har-
aldur fylgdi vel að venju og skor
aði úr upplögðu færi.
Eftir þetta sóttu Vestmannaey-
ingar stöðugt og áttu stórkostlegt
tækifæri þar var bjargað á línu og
naumlega skotið framhjá. Á 30
mínútu varð mark þó ekki umflúið.
Knettinom var varpað inn á víta
teig þar hoppaði hann yfir Akranes
vörnina og til Haralds, sem sýndi
hvílíkur guMs'kaMj hann er, og
negldi hann 'með skaMa í netið
2:0.
Á 9. mín. í seinni hálfleik kom
svo síðasta markið. Gefið var fyrir
mark Akraness Sigmar afgreiddi
samstundis og skoraði örugglega
3:0,
Vitaspyma á 34. mínútu gat jafn
© Selifyssingar sluppu sannanlega
vel á KópavogsveMfi um heilgina. —
Þeir héldu jafltefli 1:1, þegar dóm
arsinn sá sig tilneyddan tiil að af-
lýsa frekari keppni vegna myrkurs.
vel ekki hjálpað Akurnesingum að
þessu sinni. Björn Lárusson tók
hana, en Páll varði. Línuvörðurinn
taildi þó Pál hafa hreyift sdg of
snemma á liínunnii. 1 seinni tilraun
sinni, brenndi Bjöm hins vegar
af. Þar fór bezta tækifær-i Akraness
í teifcnum.
Vestmannaeyingar áttu stórkost
legan leik, en þeir Haraldur og
Óskar voru þó langbeztu teikmenn
irnir. Af Skagamönnum var Matt-
hías beztur.
Baldur Þórðarson daemdi teikinn
ágættega.
Gerðist þetta í teiknum gegn
Breiðabliki í bikarkeppninni og
verður því annar leikur Idðanna að
fara fram, liklega á Selfossii, þó
ekk; sé þaö víst, úr því ekki var
barizt til þrautar á heimavelli
Breiðabliks, eins og reghir gera
ráð fyrir.
Frestun var gerð á leiknum þar
eö einhverjir úr liði Selfyssinga
voru við áriðandd vinnu, en þetta
varð þess valdandi að leikurinn
lenti í myrkrin'u, þegar framlengt
var.
/
Markús Öm
KYNNINCARKVÖLO
Stuðningsmenn HARÐAR EINARSSONAR í prófkjöri Sjálfstæðismanna efna til kynn-
ingarkvölds í LEIKHÚSKJALLARANUM n.k. miðvikudagskvöld 23. september kl. 20.30.
Hörður Einarsson flytur ræðu: BRÝNUSTU FRAMTÍÐARVERKEFNI í ÍSLENZKUM
STJÓRNMÁLUM. Hann mun síðan svara fyrirspurnum.
Sígfinnur
Markús Örn Antonsson borgarfulltrúi flytur ávarp.
Sigfinnur Sigurðsson hagfræðingur setur kynningarkvöldið og stjórnar því.
Kaffiveitingar.
STUÐNINGSFÓLK SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS VELKOMIÐ.
Hörður Einarsson.