Vísir - 21.09.1970, Blaðsíða 16
Sækir um að flytja inn
krókódíla og eiturslöngur
VISIR
i
Mánudagur 21. sept. 1970.
Prófkjör hafið
Próíkjör Sjálfstæðismanna um
skipan framboðslistans fyrir naestu
alþingiskosningar hófst á laugardag
inn með atkvæðagreiðslu utan kjör
staðar, sem fer fram í Galtafelli að
Laufásvegi 46.
Utankjörstaðaratkvæðagreiðsla
mun standa út þessa viku. 1 dag
óg fram ti'l föstudags fer hún fram
mdili kl. 5 og 7. Á laugardaginn fer
hún fram milli tol. 10 og 3.
Prófkjörið fer svo fram sunnudag
og mánudag 27. og 28. sept. —GP
0 Maður einn í Kópa-
vogi, Valdimar Óskars-
son, hefur sótt um leyfi
til landbúnaðarráðuneyt
isins til að fá flytja inn
krókódíla, eðlur, slöng-
ur og froska.
Valdimar tjáði Vísi að hann
sækti um leyfið fyrir mág sinn,
sem dvelst erlendis og væri
honum næsta lítið kunnugt um
málið, annað en að mágurinn
fól honum að sækja um þetta í
fjarveru sinni. Hins vegar bjóst
Valdimar við að mágur sinn
kæmi heim áöur en langt liði, en
hvort hann hefði þá meðferðis
slöngur og krókódíla eða önn-
ur frumskógadýr vissi hann ekki
um.
Torfi Þórðarson í iandbúnað-
arráðuneytinu kvaðst hafa um-
sókn Valdimars til athugunar.
Yfirleitt eru talsverð vandkvæði
á að fá innflutningsleyfi fyrir
dýrum sem þessum, en eftirlit
er mjög strangt tii að koma
megi í veg fyrir að sjúkdómar
berist með þeim. — GG
var verið að koma fótbrotna skíðamannin um fyrir í flugvéiinni, sem flutti hann til Reykja-
Lézt í bílslysi
Lítill drengur, aðeins 2ja ára að
aldri, beið bana á föstudag, þeg-
ar hann varð undir vönabifreið
á hlaðinu hjá bænum Prest-
bakkakoti á Síðu.
Drengurinn, sem hét Þorbergur
Stéinar og var í fóstri hjá afa sín-
um og ömmu í Prestbakkakoti, var
að leik á hlaðinu skammt þar frá,
'sem vörubifreiðinni var lagt. Öku-
maðurinn vissi ekkert af drengn-
um og sá hann ekki, þegar hann
sner; bifreiðinni á blaðinu til þess
að aka á brott, né heildur var neinn
nærstaddur, sem sá til eða gat var-
að ökumanninn við. Varö drengur-
inn undir afturhjóli bifreiðarinnar,
og var látinn, þegar að honum var
komið. — GP
ENGLAND 2:1
GEGN ÍSLANDI
• 1 6. umferð Ólympíuskákmóts-
ins í gærkvöldi hafði England
féngið tvo vinninga gegn elnum
vinningi íslendinga, en ein skákin
fór í bið.
Önnur úrslit í C-flokki urðu þau,
að Skotland vann Túnis 3—1, Fil-
ippseyjar unnu íran 2y2 — iy2,
Belgía hefur 2 gegn 1 vinningi
Grikklands og Brasilía 2 y2 gegn
y2 vinningi Puerto Rico. ítalir
unnu Norðmenn.
í A-riðli tóku Sovétrikin forystu
í keppninni nú viö Bandaríkin með
iy2 gegn y2, en ein biðskák. Ung-
verjar unnu Vestur-Þjóðverja 2l/2
gegn 1 y2, og eru Ungverjar þá
efstir í riölinum með 15 stig. I
2. sæti eru enn Bandaríkjamenn
með 14 og tvær biðskákir og
Sovétríkin í 3. sæti með 13 y2 og
2 biðskákir. I 4. sæti er Argentína.
— HH
]
Skíðamaður fótbrotnaði
Er sjónvarpsmenn voru staddir
við Skíðaskólann í KertlingafjöM-
um í gær og voru aö kvikmynda
nokkra skíðakappa sem renndu
sér á fullri ferð niður bratta
brekku, vildi það óhapp til, að
skíði eins mannsins stakkst í snjó-
'inn. Maðurinn kollsteyptist og
fóbbrotnaði.
Sagði Ömar Ragnarsson hjá
Sjónvarpinu okkur að slysiö hefði
reyndar ekki verið á fiilmu fest,
því myndatökumaðurinn var ný-
búinn að beina vélinni aö öðrum
skíöamanni. Sagði Ómar að hann
heföi í fyrstunni haldið aö skíðið
heföi brotnað er hann heyrði brest,
en það var þá fötleggurinn sem
hrökk sundur. Skíðin voru hins
vegar heil. Ómar sagði að harð-
fenni heföi verið og færi því nokk-
uð varasamt.
Flugvél var fengin frá Reykja-
vík til að flytja manninn á spítala.
Óhöpp af þessu tagi munu fremur
fátfð i Kerlingarfjöllum, t. d. er
þetta í fyrsta -sinn í sumar að eitt-
hvað þessu lfkt kemur fyrir, og í
fyrra varð aðeins einn fyrir ein-
hverjum skakkaföllum.
Sjónvarpsmenn voru að kvik-
mynda f gær við Skíðaskólann og
er fyrirhugað að sýna það efni í
íþróttaþætti á morgun. — GG
Börn í umferðar-
sEysum
• Sex ára drengur slasaöist, þeg
ar hann hljóp fyrir bifreið á Bú-
staðavegi skammt austan við gatna
mót Grensásvegar á föstudagskvöld
um kl. hálf átta. Drengurinn skarst
i andliti og meiddist á fætL
# Annar drengur, 12 ára, sem var
á reiðhjóli á leið yfir gatnamót
Grensásvegar og Hæðargarðs, varð
fyrir bifreið á laugardagskvöld um
svipað leyti. Hann slapp þó án alv
arlegra meiðsla. —GP
j :
jByrjað á bænarorðumj
j-endað með hótunum!!
Ný keðjubréf '1 gangi á Islandi
Hjón missfu eiigur
sinur í brunu
í húsi þeirra að Hlíðargerði 4 á laugardagsmorguninn. Brann hús-
ið til grunna á stuttri stundu, og þegar slökkviliðið af Keflavíkur-
flugvelli kom á vettvang var húsið alelda, enda þótt veður væri
með ágætum. Húsið og innbú var vátryggt.
Keðjubréfafaraldurinn er í
algleymingi. Keðjubréf af öllu
tagi eru í umferð. Fyrir utan
peningakeðjubréfin hefur enskt
keðjubréf verið í umferð hér.
Það er skrifað samkvæmt gam-
alli uppskrift. Hefst það á bæn-
arorðum en endar á hótun. Við
takandi á að senda tuttugu afrit
af þvi til kunningja sinna, inn-
an fjögurra daga frá því að
hann fær bréfið í hendur. Þá
muni eitthvert happ henda hann.
Dæmi um slíkt eru nefnd í
keðjubréfinu sem er skrifað á
ensku. Þetta happ virðist vera
í flestum tilfellum peningalegs
eðlis. Ef viðtakandi slítur keðj-
una er sagt, að hann muni
henda eitthvert óhapp, og það
jafnvel gefið f skyn, að hann
muni láta lífið.
1 bréfinu stendur, að það
komi frá Hollandi upphaflega
og hafi farið níu hringferðir um
hnöttinn. — SB