Vísir - 29.09.1970, Síða 8

Vísir - 29.09.1970, Síða 8
8 VISIR . Þriðjudagur 29. september 1970. VISIR Otgefan 1) Reykjaprent bt. Framkvæmdastjóri: Sveinn R EyjöUsson Ritstjöri • Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjóraarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b Simar 15610 11660 Afgreiösla- Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstjóra: Laugavegi 178. Sim) 11660 <5 tínur) Askriftargjald kr 165.00 á tnánuði Innanlands t lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðla Vlsis — Edda hí. _____ Þekking Jbýdd á íslenzku Aðeins 200 þúsund manns tala íslenzku. Bókaútgáfu á íslandi er því þröngur stakkur skorinn. Þótt íslend- ingar kaupi og lesi fleiri bækur en aðrar þjóðir, verð- ur seint hægt að snúa flestum merkisritum heims á íslenzku. Til þess er markaður of þröngur. Oft er harmað, hve lítið af merkustu skáldritum heims hefur verið þýtt á íslenzku. Þýddar hafa verið helztu bækur nokkurra höfunda, en tilviljunin virð- ist hafa ráðið vali höfundanna og bóka þeirra. Það fer eftir áhugamálum hinna fáu þýðenda, sem vinna að þessu merka menningarstarfi. Um hitt hefur minna verið rætt, hve lítið er gefið út á íslenzku af merkustu bókum þekkingarleitar nú- tímans. Er ástandið á því sviði langtum alvarlegra en í fagurbókmenntunum. Nær engin hinna frægustu rita veraldar á sviðum vísinda, heimspeki og stjórn- mála hafa verið þýdd og gefin út á íslenzku. Menn hafa að vísu aðgang að þessum ritum eins og fagurbókmenntunum í ódýrum útgáfum á ensku og öðrum málum. En kunnátta íslendinga í erlend- um málum er því miður ekki meiri en svo, ao lítill hluti þjóðarinnar getur fært sér möguleikann í nyt. Þeir, sem ekki eru reiprennandi læsir á erlent mál, fara því á mis við þau sjálfsögðu mannréttindi borg- ara stórþjóðanna að geta, ef þeir vilja, fylgzt með skrifum helztu merkisbera þekkingarleitarinnar. Hið íslenzka bókmenntafélag hefur nú byrjað á mjög athyglisverðri tilraun til að bæta úr þessu ófremdarástandi með því að gefa út nýjan flokk Lær- dómsrita bókmenntafélagsins. Eru fimm bækur þeg- ar komnar út. Þær eru eftir Einstein, Freud, Galbraith, John Stuart Mill og C. P. Snow, allt höfuðsnillinga, hver á sínu sviði, einn í eðlisfræði, annan í sálarfræði, þriðja í hagfræði, fjórða í heimspeki og fimmta í stjórnmálum. Á næsta ári eru væntanleg fleiri rit í þessum flokki, eitt ui'ú mannfjölgun, annað um mengun og náttúru- vernd og eitt eðn f- " -ini he.'uiGpeki. Vonandi heldur flokkur þessi áfram af sama myndarskap og upphaf hans gefur til kynna. Það fer að sjálfsögðu mest eftir viðtökum lesenda, sem væntanlega verða góðar, ef marka má kenningar um þrotlausan fróðleiksþorsta íslendinga. Hafi Bókmenntafélagið þökk fyrir fram- takið. Hættulegt starf [slendingar treysta meira en aðrar þjóðir á flugið, bæði vegna ógreiðra samgangna innanlands og fjar- lægðar landsins frá umheiminum. Við eigum því fjöl- menna stétt flugáhafna, sem vinna þjóðþrifastarf, sem er hættulegt lífi og limum, þótt tækni og öryggi í flugi hafi fleygt fram. Á þessa staðreynd minnir okk- ur hið hörmulega flugslys í Færeyjum, er einn kunn- asti og gætnasti flugstjóri íslendinga lét lífið og aðr- ir í flugáhöfn hlutu töluverð meiðsli. \ \\ ii Maður málamiðlunar- innar fallinn Nasser byrjaði feril sinn sem róttækur liðs- foringi en gerðist hógværari er árin liðu Með Nasser Egyptaforseta er fallinn í valinn helzti tals- maður jafnvægisins fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann kom fyrst fram á sjðnarsvið- ið sem rötækur byltingar- sinni, en varð með árunum I hópi hinna hógværari. Nass- er stóð síðustu vikur mitt á milli arabískra öfgamanna annarsvegar og herskárra fsraelsmanna hins vegar. Hann samþykkti friðartillög- ur Bandaríkjanna, þegar öfga menn höfnuðu þeim og fsra- elsmsnn gengu tregir til leiks. Nasser bar síðustu daga ævi sinnar sáttarorð miili hinna stríðandi aðila í borgarastyrjöldinni í Jórdan- íu, svo að þeir slíðruðu sverð sfn. Nasser var bendlaður við kommúnisma, þegar hann þjóðnýtti Súezskurðinn, sem Bretar höfðu átt að mtstu, forðum daga. Hann þáði einn ig lán frá Sovétrfkjunum til að reisa Aswanstífluna. Hann hefur ennfremur veitt Sovét- mönnum aðstöðu í landi sínu. Nasser var þó ætfð andstæð- ingur kommúnista. Hann reyndi á margan hátt að stemma stigu við eflingu kommúnisma i Arabaríkjunum. Foringjar komúnista i Egypta- landj sátu iengstum í fangelsum Nassers. Hann sameinaði Sýr- land Egyptalandi og stofnaði Arabíska sambandslýðveldiö á sínum tírna tii þess að hindra valdatöku kommúnista í Sýr- landi. Bandaríkin drógu að sér höndina Skýringu er au’ðvelt aö finna á þeim verkum Nassers, sem vöktu grunsemdir á Vesturlönd um um kommúnistiskar til- hneigingar hans. Þjóðnýting Súezskurðarins var til þess gerð að hnekkja valdi erlendra auðmanna yfir skurðinum, sem Nasser taldi, að Egyptar ættu. Hann þáði lán Sovétrikjanna til að gera Aswanstífluna, af því að Bandaríkjamenn drógu að sér höndina á síðustu stundu. Með þvi misstu Bandaríkin spón úr aski sinum, sem þau hafa síðan saknað. Nasser hef ur fengið stuðning Rússa við vamir Egyptalands, vegna þess að hann taldi að stöðva yrði al- gera yfirburði ísraelsmanna í lofti yfir Egyptalandí, en ísra- elsmenn höfðu áður getað gert árásir að vild sinni hvar sem var á egypzkt land. Gamal Abdel Nasser hafði lengur en nokkur annar Arabi hgft ægivöld i Mið-Austurlönd- um. Frá honum lágu þræðir til annaira Arabarikja. Stuðnings- menn hans náðu völdum með byltingu f Súdan og Lfbíu sfð- ustu tvö árin. Fjölmargir aðrir Arabaleiðtogar sóttu „linu“ sfna til Nassers, og allir tóku tillit til hans. Boðaði „arabískan sósíalisma“ Hann var einkennandi fyrir hina nýju leiðtogagerð, sem ruddi sér til rúms í vanþróuö- um ríkjum á sjötta og sjöunda tug aldarinnar, róttækur og þjóðernissinnaður. Hann varð fyrst heimskunnur, þegar Farúk konungi var steypt úr stóli, og ungir liðsforingjar tóku völdin í Egyptalandi. Mohammed Naguib hershöfðingi var hinn obinberi foringi byltingar- mantn. en fljótt sást, aö Nass- er var hinn sterki. Naguib var vikið til hliðar árið 1954. Nass- er lét tveimur árum siöar breyta stjórnarskránni, og fékk forseti landsins mjög aukin völd. Nasser var síðan kosinn forseti og var það síðan. ^’-nser boðaði „arabískan sósialisma". f Egyptalandi var aðeins einn stjömmálaflokkur leyfður, og hemaðareinræði Nasser forseti Egypta- lands lézt í gærkvöldi af hjartaslagi, 52 ára. Lát hans var óvænt. Hann andaðist kl. 15.15 í gær- dag. Kenndi hann sér meins í lok kveðjuhátíðar eftir leiðtogafund Araba og fór heim til sín kl. 12.15. Fréttamenn í Kaíró sögðu, að fólk hefði grátið á götum úti í gærkvöldi. ríkti. Flestir telja þó, aö Nass er hafi jafnan notið trausts þjóð ar sinnar og margir töldu hann guðum líkan. Hann gerðist fljótt einn helzti leiðtogf hlutlausra ríkja Afríku og Asíuþjóða. Vildi sameina Araba Jafnfram stefndi hann að því að sameina alla Araba helzt í eitt ríki, sem lyti forsjá hans. Arabíska sambandslýðveldiö, bandalag Egyptalands og Sýr- lands, var stofnað 1958. Þaö sprakk hins vegar þremur árum síðar. Tilraunir Nassers til að sameina Araba strönduðu viðar. Flokkar Baathsósialista fengu völd í írak og Sýrlandi. Jafn framt sat hin hægfara stjóm Husseins konungs áfram í Jórd- aniu og „hefðbundin“ rifós- stjóra í Saudi-Arabiu. Hinir ýmsu leiðtogar Arabarikja tóku hins vegar aö halda með sér „toppfundi", sem frægir eru, en l>eir hafi hsns vegar sýnt betur ágrelning leiðtoganna en ein- hug þeirra. Bilið breikkaði einnig síðustu árin milll Nassers og hinna rót tækustu. Hann hafði áður ver ið hetja þeirra en siðar tóku þeir að gmna hann um græsku. Mest var tign Nassers i Súez- stríöinu 1956. Bretar og Frakk ar gerðu ásamt Israelsmðnnum árás á Egyptaland, en drógu lið sitt til baka innan skamms, einkum vegna tilmæla Banda rikjanna. Aröbum þótti Nasser hafa imnið mikinn sigur. Umsjón: Haukur Helgason. Hins vegar lækkaði sól Nass ers mikið í júnistríönu 1967, þegar Israelsmenn gereyddu fiugher Egypta á augabragði og tóku síöan mikil lönd af þeim og fleiri Arabaríkjum. Nasser vildi biöjast lausnar eftir ósig urinn en hélt áfram embætti, eftir aö borgarar höfðu hlaupið um götur og kallað „Nasser, Nasser“. Þeir hinir sömu gráta nú fall inn foringja. Óvíst er um fram vindu mála að honum gengnum, en varla m\in ástandið batna í Mið-Austurlöndum við þennan atburð.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.