Vísir - 19.10.1970, Blaðsíða 9

Vísir - 19.10.1970, Blaðsíða 9
V1SIR • Mánudagur 19. október 1970. 9 // Er ekki ein af þeim, sem geta bara setzt niður og hætt að vinna /✓ „TT'ann var lítll, þegar hann fæddist, ekki nema tæpar el'lefu merkur litla skinnið." — Guðrún Bjamadóttir lýtur yfir fjögurra vikna gamlan son sinn sem hún heldur á í fanginu, og brosir ástúðlega til hans. Það fer að styttast í samveru stundum þeirra mæðgina, í bili í þessari viku fer Guðrún utan til að ljúka samningi við ítalskt blað um myndatökur. — Hins vegar verður hún ekki nema mánuð í burtu frá synin um. Og um jólin stendur til að skíra hann, að foreldrunum hans viðstöddum. Guðrún þarf auðvitað ekki að kynna fyrir lesendum — og andlit hennar þekkir ótrúllegur fjöldi blaða- lesenda, um allan heim að auki. Faðirinn er Jean Louis Mass- ouibre. Við hann munu eflaust kannast kjósendur hans í kjör- dæminu La Somme í nágrenni Parísar — en Massoubre er einn af yngstu þingmönnum Frakka, 32 ára gamall. Hann er gauilisti „Hann er gauliisti", Guðrún er kímileit. „En af ég er hrein skilin, þá finnst mér pólitik bara vera leikur fyrir karlmenn“. Og faún hefur ekkert fleiri orð um starf kærasta síns. En starf Guðrúnar. „Ég var búin að skrifa undir samning við ftailskt blað, en fékk guluna í byrjun ársins og hætti að vinna í byrjun marz og gat því ekki klárað samninginn. Blaðið er tízkublaðið Amica, en Guðrún hefur unnið mikið fyrir það sl. 3 ár. ,Og hvers konar föt eru það, sem þú sýnir þama?" „Maður veit aldrei fyrirfram við hvað maður er að vinna, annaðhvort er það fyrir fata- myndir eða fyrir andlitsmyndir, Manni er svo sem alveg sama hvers konar föt þetta eru. Þetta kemst upp í svo mikinn vana.“ „En hefur þú ekki gaman af fötum sem fyrirsæta?“ „Mér fannst gaman að þeim fyrsta árið, en núna er mér svo sama um klæðnað yfirleitt. Það er sagt að alverst klæddu mann eskjumar séu módelin." /''uðrún er klædd í siðan, út- '*jr saumaðan klæðnað — þess ari fuMyrðingu er tekið með nokkmm vafa. „En miditizkan?" „Mér finnst sjálfsagt að breyta til. Kvenfólk þarfnast þess að breyta til, en núna er þetta náttúrulega dýr breyting. Karlmennimir segja fyrst að þetta sé ljótt en svo venjast þeir því.“ „Þú ert kannski orðin leið á starfinu — alveg eins og föt- unum?“ „Þetta er bara eins og hvert annað starf. Það eina sem ég fæ aldrei leiða á í sambandi við það er það að ferðast.“ „Hefurðu tölu á þeim löndum sem þú hefur komiö til?“ ,„Ég hef farið' til flestaJlra landa. Einu löndin, sem ég hef ekki farið til eru Kína, Japan og Rússland. Og ég hefði ekkert á móti því að fara þangað áð- ux en ég hætti.“ „Stendur það til?“ „Já, að vissu leyti. Ég geri ráð fyrir, að ég breyti tii yfir í annað starf eftir eítt ár.“ Guðrún færist undan að segja frá því hvaða starf um ræðir. Hún er spurö að því hvort þaö verði eitthvað í sambandi við söng, en í viðtali í þýzku biaði fyrir nokkrum árum lýsti Guð- rún áhuga á honum. „Það átti einu sinni að verða það, en ég syng ekki það vel að í París, ég hef ailtaf búið þar. Lögheimilið hef ég aMtaf átt hér á íslandi. Ég hold að mað- ur missi mjög mikið, ef maður slítur sambandinu við ættland- ið. Maður á raunveruiega mikiö sameiginlegt með íslendingum, meira en öðrum þjóðum. Maöur — segir Guðrún Bjurnudóttir fyrirsætu og nýorðin múðir „Elskan, viltu horfa á manninn.. . “ Guðrún Ieiðbeinir syni sínum í fyrstu myndatökunni. ég geti simgið opinberlega, en það geta víst allir sungið inn á plötu." Meira vilil hún ekki segja um það mál. Á mikið sameiginlegt með íslendingum „Áttu ennþá lögheimili á ís- landi — og hvar er aðsetursstað ur þinn erlendis? „Þegar ég bý erlendis er það er alinn upp við svipaðar aðstæð ur. Þarna á ég ekki við á intell- ektuella sviöinu heldur sem heild.“ 17'erill Guðrúnar hófst, þegar hún var kosin Ungfrú Al- heimur árið 1963. Hvemig aif stöðu tekur hún núna til feg- urðarsamkeppna? „Mér finnst það allt í lagi fyrir unga stúlku, ef hana lang ar til að ferðast. Það er ekki svo auövelt fyrir íslenzkar stúlk ur að feröast. Bara, að þær taki það ekki alilt of alvarlega. — Fyrirsætustarfið er ekki æfi- starf, það verður maður að muna. Fólk á bara alls ekki að taka þetta alvarlega. Módel fara stundum að líta svo stórt á sig að þau fara alveg yfir um.“ Guðrúnu hafa boði2at mörg kvikmyndiatilboð á Ítalíu, sem hún hetfur alltaf neitað, en f hverri kvikmynd hefur verið gert ráð fyrir nektaratriði. — „Ég er ekki typan í það. Ég hefði kannski gert það, ef ég hefði litið út eins og Brigitte Bardot. Ef hún hefði ekki gert það hefði hún kannski aills ekki komdzt áfram.“ Guðrún segir frá viöskiptum sínum við ftalskan kvikmynda- framileiðanda og ítadskan um- boðsmann, sem hún heimsótti gagngert frá París til Rómar til að skrifa undir samning um kvik myndahlutverk, ,4 likum dúr og Deborah Kerr hefur verið í.“ Guörún var setzt niður til að skrífa undir samningin þegar framleiðandinn gloprar út úr sér „en svo er það fantasían“. Við skiptunum lauik á þá leið, að hún undirritaði ekki samning inn, ítalski umboðsmaðurinn var bálillur yfir að hafa misst af prósentunum, en framleiðandinn fómaði höndum og sagöi, að Guðrún væri fyrsta manneskjan sem hefði neitað sér. „Mér finnst þetta alveg ganga út í öfgar. Það er meira að segja varla til sú kúrekamynd, að ekki séu hlaupandi um berir karlmenn eða kvenmenn." Guðrún hefur tneira að segja um starf sitt. en það er sam- bandið við vinnufélaga sína, sem hún metur mest. Dýrt gaman skal ég segja þér ■CV'rirsætustarfið getur verið “ arðvænlegt, og Guðrún á fbúð í Barfs, búna antikhús- gögnum. Hún er spurð um á- huga sinn á því sviöi. „Ég ætlaði mér eiohvem tima að veröa innanhússarkitekt. — Annars er þetta nú dýrt gaman sikal ég segja þér. Mér finnst mjög gaman að raða niöur. Ég blanda mikið sarnan gömlu og nýju, fbúðin min er mikið frá Lúðvíks þrettánda tiímabi'linu. — Það eru sjö metrar undir loft og þvi mjög auðvelt að búa hana húsgögnum. Það er meira sjarmerandi að muiblera upp svona íbúð, en þegar íbúðin er eins og kassi. Annars fæ ég leiða á þessu öllu eftir dáiítinn tíma. Mér finnst gaman að gera þetta upp, svo er mér sama um þetta á eftir." „Þetta er þá kannski meira sköpunargleði?" „Já meira það heldur en að safna. Ég gæti þess vegna losað mig við þetta eins og skot.“ „En önnur áhugamál?" „Ég hef verið að læra að syngja. Ég hef mikið sungið á ensku og frönsku, dægurlög. Ég held ég megi ekki biðja um meira. Ég hef sko enga rödd.“ * Idur hefur borið nokkrum sinnum á góma hjá Guð- rúnu í sarntal nu, og þegar hún er spurð að þvl hvemig henni lfki möðurhlutverkið segir hún. „Alveg draumur. Það var timi til kominn að koma með eitt fyrir ellina. Það hefði komizt upp í vana að eiga ekkert bam“. Og hvemig ætilar hún að skipta tíma sínum milii bams og starfs. „Ég held að ég sé ekki ein af þessum manneskjum, sem geta bara setzt niður og hætt að vinna. Ég held, að maður geti ráðstaifað því einhvem veginn þannig, að maöur geti unnið“. Litli sonurinn hefur tekið sér hvíld eftir matinn og kernur nú inn tii fyrstu myndatökunnar. Það er ósennflegt, að hann verði módel eins og móðirin — fyrstu árin a.m.k. Verða óeðlileg eins og fullorðið fólk „Alleiðinlegustu böm, sem ég þekki, eru bamamóde'l. Þau verða að hreinustu skrímsilum. Það er ekki svo mikið af þessu enn í Bvrópu, en í Bandarikjun um hefur þetta mikið tíökazt. Ég myndi ekki ráðieggja einni einustu mannes'kju að láta bam sitt í þetta. Þau missa þennan sjiarma sem böm hafa. Þau verða óeðlileg eins og ful'lorðið fóik. Það er ekki oft, sem mað ur hittir fólk, sem er eðiilegt í ölu.“ P uðrún talar eflaust af reynslu. Sjálf er hún bMtt áfram f alfiri framkomu. „Ef þú getur ekki slappað af fyrir framan ijósmyndavélina getur þú ekki verið gott módel.“ Það er talað um persónuleika og Guðrún segir frá franskri fyr irsætu, sem hafði sérstaka haefi teika í þá átt að breyta sér fyr ir framan ljósmyndavélina. — Stefnan er sú, að módelin eru látin lei'ka stúlkuna af götunni. Leika má kannski segja vegna þess að vissa þjálfun þarf trl að vera fyrir framan myndavélina — og einnig skiptir útlitið máii. „Fýrir l'jösmynd þarf maður að vera grannur, því að á mynd inni sýnist maður vera feitari." Guðrún þarf ekki að hafa á- hyggjur af offitu. Hún er tág- grönn og hefur aftur náð venju tegri þyngd sinni 52 kflóum. „Ég held það sé bara í ætt inni, ég h<rf aidrei verið í megrunarkúr, veit ekki hvað það er. Annars skiptir þetta ekki máili, konur eiga að vera eins og þær eru skapaðar." Draumurinn hjálpar Annað, sem hefur e.t.v. dugað Guðrúnu í lífsbaráttunni. „Maður má aldrei halda að maður sé of sterkur." „Forlagatrú?" „Ég trúi á annað líf, sem fer eftir þvi hvort maður ætlar að verða betri eða verri. í næsta ItCfi verð ég kannski betri mann eskja. Ég minnsta kosti trúi því að það, sem kemur illt fyrir mig í þessu lífi sé vegna einhvers rangs, sem maður hefur gert í öðru lífi. Þetta er nógu góð trú fyrir mig. Og. „Maður getur varla trúað þvi, að þegar maður deyi verði mað ur að engli og bara fijúgi. — Manni fyndist lítið til þessa lífs korna, það vera stutt og tómt og tilgangsTaust ef maður hefði bara þetta eina líf.“ „Þú ert þá ekki ldfsleið?" „Nei, draumurinn hjálpar. — Veruileikinn er það, sem maður gerir alla daga. Draumurinn ger ir lífið þess virði að lifa því.“ —SB I #M

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.