Vísir - 12.11.1970, Blaðsíða 16

Vísir - 12.11.1970, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 12. nóv. 1970. Fórust / bíl- slysi í Banda- rikjunum Tvaer íslenzkar mæðgur fðrust í bifreiðaslysi í Xowa í Bandaríkjun- um á þriðiudag og með þeim tvö bom yngri konunnar. Bifreið þeirra, sem ekið var af yngri konunni, Inger Margret McDonald (36 ára) fór út af vegi, vait og kviknaði í henni. Með Inger í bílnum var móðir hennar, Signý Eriksson, sem var ekkja Eriks Eriksons heitins, fyrrum forstöðu- nianns Hvítasunnusafnaðarins. Einnig voru í bílnum 8 ára og 2ja ára gamlir synir Inger — Erik Bjarni Þorbjörnsson og Kristófer McDonald. Einn íslendingur til fórst á er- iendri grund í fyrrinótt. Sigþór Bessason, átián ára ganiall sonur Bessa Bjarnasonar, leikara og konu hans Erlu Sigbórsdóttur, beið bana af völdum meiðsia, sem hann hiaut, þegar hann varð fyrir iárnbrautar- lest á járnbrautarstööinni í Miin- cfæn. — GP SKOLPINU Vim INN Á UIKSVÆDI BARNANNA Tinklessa truflaði allt símasamband í meira en þrjá tíma Viö uppsebningu stöðvarinnar voru allar tengingar lóðaðar saman Rjúpnaveiöar fyrir neðan meðallag Rjúpnaskyttur úr Reykjavík hafa ekkj verið heppnar með veiði núna, en rjúpnaveiðar byrjuðu frá Foma- hvammi um miðjan oiktóber. Koma þangað um hverja helgi rjúpna- skyttur úr Reykjavik. sem halda á veiðar. Hafa rjúpnaveiðar verið fyrir neðan meðallag frá Foma- hvammi. — SB Sýnir tunglskotið í myndum á Mnnhnttnn ísienzkur listmálari, Steingrímur Sígurðsson, leggur upp á næstunni til Bandaríkjanna og sýnir þarlend- um mönnum 12 málverk, sem hann máiaði á Cape Kennedy í fyrra- sumar, þegar þaðan var skotið fyrsta mannaða farinu til tungls- ins. Steingrímur heldur utan með máiverkin með Loftleiöum og kem- ur sér fyrir með þau einhvers stað- ar á Manhattan. Áður hefur Stein- grímur haidið sýningu á myndum þessum hérlendis. — JBP • Tinklessa, sem datt niður í fjaðrasett í sjálfvirku lang- línumiðstöðinni í Keflavík, varð til þess að stöðin bilaði. Var símasambandslaust á öllum Suð urnesjum og milli Reykjavíkur og Suðufnesja í rúma þrjá tíma á mánudag. með tini. Er áiitið að finMessan hafi þá fallið niður, en færzt tÆL, þegar stöðin var hreinsuð fyrir skömmu og komizt inn í rafKða- stöðina. Við það varð biihmin og rofnaði samband 1 anglínum i ðstöðv- arinnar við símstöðvarnar á Suður- nesjum og Reykjavik frá því klukkan rúmlega eitt. Truflana á símasambandinu við Keflavík og fleiri stöðvar úti á landi gætti einnig á þriðjudags- morgun. Stöfuðu þær truflanir af því aö unnið er að því að auka línur við sjálfvirku stöövamár úti á landi, úr 400 línum í 480 línur. Þessar línur tengja stöðvamar úti á landi við símstöðina'í Reykjavfk. Þessari aukningu iina á sjálfvirku stöövunum fylgir aukning lína við bæjarsímstöðvarnar i Reykjavík. Munu þær verða auknar smámsam- an. Þorvarður .Tónsson hjá síma- tæknideild skýrði blaðinu frá því að beðið værj eftir viðbótarefni t.il að fjölga línum verulega, en um mitt næsta ár sé gert ráð fyrir þv> að símasambandið verði orðið m’" gott. Nokkuð hefur bórið á ála"~r á sjálfvirku símstöðvunum, en væntanlega mun línuaukninein leysa vandann. — SP Loftleiðir fengu auglýsingu óvænta Umræðuþátturinn „Er dýrt ' að fljúga?“ sem var nýlega I sýndur í danska sjónvarpinu, i varð vatn á myllu Loftleiða. En í þættinum kom það fram, að Loftleiðir byðu 28% lægra fargjald til New York frá Lux emburg og 10% lægra far- gjald frá Kaupmannahöfn en S SAS. í I í þættinum ræddu saman danski samgöngumálaráðherrann Ove I Guldberg, Knut Hagrup fu'.ltrúi i SAS, danskj þingmaðurinn Aksel Larsen og sænsk stúlka, fulltrúi sænskra neytendasamtaka. Danski samgöngumálaráðherrann benti á það, að meiri samvinna milli flugfélaganna á Norðurlönd- um, þar á meðal íslenzku flugfé- laganna og finnska flugfélagsins, væri æskileg. Hann tók það fram, að fjárhagserfiðleikar SAS væru i vandamál félagsins eins, sem ríkið myndi ekki hafa afskipti af. Forstjóri Loftleiða í Danmörku, H. Davids-Thomsen, horfði á þenn- an þátt og þót.ti SAS bera skarðan hlut frá borði, en Loftleiðir hafa , haft ávinning af umræðunum enda þótt enginn fulltrúi Loftleiða tæki i þátt í þeim. Eftir þáttinn skrifaði Thomsen ferðaskrifstofunum og , sendi dagblöðunum auglýsingu, þar sem vitnað er í umræddan sjón- varpsþátt. — SB Er ljósmyndara Vísis bar þar að, sem skólplögn Kleppsspítalans opnast út í mýrina fyrir neðan Kleppsveginn, voru þessir þre- menningar þar að leik. „Ha, þetta? Þetta er klóak,“ svöruðu beir spurningu Ijósmyndarans — og gátu með engu móti feng- ið skilið, hvaða máli það skipti. hafa fengið kvörtun frá mæðrum í grennd við mýr- ina og þá farið tafarlaust inn eftir til að kynna sér málið. Hefði hann síðan komið at- hugasemdum sínum til gatna- málastjóra, sem hefði það í sínum verkahring að ráða bót á máli sem þessu. Ólafur Guðmundsson hjá borgarverkfræðingi gaf blað- inu þær upplýsingar um skólplögn þessa, að hún hefði Stendur til ab girða mýrina við Vatnagarða, en engar aðrar framkvæmdir væntanlegar „Mér þótti það skiljan- lega miður geðfellt að fá son minn allan útataðan í saur eftir að hann hafði verið í bátaleik með fé- lögum sínum í mýrinni fyrir neðan Kleppsveg- inn. Þegar ég fór svo að grennslast fyrir um á- stæðuna fyrir því að hann þyrfti að verða svona „skítugur“ við þann saklausa léik, komst ég að því, að út í þessa mýri, sem alla tíð hefur haft mikið aðdrátt arafl fyrir börn hér í Kleppsholtinu, er veitt öllu skólpi frá húsunum í Sæviðarsundi og við KIeppsveginn.“ Þannig hljóðaði saga móður, sem hringdi til blaðsins í gær. Aðspurður kvað Kormákur Sigurðsson heilbrigðisfulltrúi heilbrigðiseftirlitið nýlega ■ verið framlengd töluvert í fyrravetur. Meira væri vart hægt að framlengja hana að svo stöddu, þar sem það verk yrði að fylgjast að fyrirhug- uðum framkvæmdum við Vatnagarðana. Þær fram- kvæmdir hæfust vart fyrr en seint á næsta ári. Hins vegar hefði það lengi verið í bígerð að girða mýrina af þangað til, svo að böm kæmust þar hvergi nærri. —ÞJM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.