Vísir - 14.12.1970, Side 2
VlSIR . Mánudagur 14. desember 1970.
18
Þreifað aftur um 60 ár
»-> af 17. síöu.
Neðanmálssögur og
smáauglýsingar
Meöal efnis blaösins þessi
fyrstu ár voru neöanmálssögur,
sem gerðust ákaflega vinsælar.
Sú fyrsta var raunar ekki valin
af verri endanum. Höfundurinn
var enginn annar en Emil Zofa.
Þessum sögum var tekiö fegins
hendi, enda margar skemmti-
legar og spennandi. Og stundum
voru þær tvær í blaðinu. Þegar
á ööru ári blaösins, 1911 taka
að birtast smáhuglýsingar i
blaðinu undir svipuðum titlum
og enn eru 1 því: „Tapaö fund-
ið“, „Húsnæði f boði“ og svo
framvegis. Þessar auglýsingar
hafa fylgt blaðinu síðan. Margar
tílraunir h'afa veriö geröar til
þess að keppa viö Vísi á þessu
svdði, en þær hafa allar mis-
tekizt. Ritstjórnargreinar birt-
ust hins vegar ekki i tíð Einars
Gunnarssonar.
Einar fitjaði upp á ýmsum
nýjungum. Og þær heppnuðust
ekki alfar sem vonlegt var.
Hann stofnaði og gaf út „Unga
ísland“. Hann lét sér jafnan
anat um drengina, sem báru út
komið Visi vel af stað. Tiltækið
hafði heppnazt. Þegar svo var
komið seldi hann blaðið. Full-
vfst má telja að þar hafi ekki
verið fjárhagserfiðleikum um
að kenna. Kaupandinn var Gunn
ar Sigurðsson frá Selalæk, þá
ungur lögfræðistúdent. Hann
átti Vísi frá 1. september 1914
til 1. júK 1915. Hann var kapp-
samur maöur og stóð um hann
talsverður styrr meðan hann
ritstýrði blaðinu. Hann lenti i
allhörðum ritdeilum, en það
hafði ekki hent fyrirrennara
hans. — 1 ritstjórnartíð Gunn-
ars var mikil áherzla lögð á
þjóðlegan fróðleik, enda var hon
um lagið 'að segja vel og kími-
lega frá, eins og síðar kom bet-
ur í Ijós með útgáfu hans á
íslenzkri fyndni. Hannes Haf-
stein leyfði honum birtingu á
mörgum sinna kunnustu ljóða,
aö vísu ekki undir nafni — en
það varð fljótt alkunnugt, hver
höfundurinn vlar. Þar birtust
bæði þýdd kvæði og frumsamin.
Það er hlutafélag, sem kaupir
Vísi af Gunnari Sigurðssyni frá
Setelæk. Það réði Hjört Hjartar,
lögfræöing, dugnaðar og efnis-
nfann, sem ritstjóra og fram-
Hann „tók
stökkið“ —
Stofnandi og
fyrsti rit-
stjóri Vísis,
Einar Gunn-
arsson.
blaðið. Eitt af tiltækjum hans
var að gefa út bfað fyrir þá,
sem hann kallaði „Vísisdreng-
inn“ — með efni fyrir böm,
mikið af myndum og þvllfku.
Þetta sérstæða blað átti aö
koma út einu sinni i mánuði.
Af því komu aldrei nema fjögur
eintök.
Vegna shmgönguerfiðleika
var dreifing Vísis aö mestu
bundinn viö Reykjavfk, I mesta
lagi að hún næöi til Hafnar-
fjarðar, þangaö sem strákar
voru sendir einu sinni I viku
meö blaðið.
Einar stofnaöi hins vegar
vikublað, sem átti aö verða
fréttablað fyrir landsbyggðina.
Þar áttu aö birtast allar fréttir
Vísis. Þetta blaö nefndist Vik-
an — vikuútgáfa af dagblaðinu
Vísi og kom fyrst út á sumar-
daginn fyrsta 1912. Sjálfsagt
hefur þaö verið mikil tilbreyting
fyrir fólk frá pólitísku stagli
landsmálablaðanna að fá þama
blað sneisafullt af fréttum. Það
kom út í tvo ársfjórðunga. Þeir
sem fengu blaðið tóku við þvl,
en borguðu þaö ekki. Enda var
það svo að landsmálablöðin
borguðust dræmt og um það var
ekki fergizt. Körlunum var sent
þetta ókeypis, ef svo bar undir.
Kappsemi og deilur
Einar mun hafa talið sig hafa
kvæmdastjóra. Hann sá aðeins
um eitt tölublaö, því hann veikt
ist skyndilega og andaöist 15.
apríl. Andrés Björnsson, eldri,
var þá starfsmaður við blaðið
og sá hann um útgáfuna til 1.
júlí þetta ár — Í915. Hann
hafði unniö við Vísi um skeið
og var kunnur af vandvirkni og
þekkingu á íslenzku máli. Síðan
tekur Jakob Möller viö blaðinu.
Baráttumaður
Meö komu Jakobs verða ýms-
ar breytingar á blaðinu. Þá em
teknar upp ritstjórnargreinar
og blaðið hefur meiri afskipti
af stjórnmálum. Það fær yfir sig
meiri svip landsmálablaðs en
áður. Jakob keypti síðan blað-
ið. Hann birti fljótlega ritstjórn-
argrein, þar sem hann lætur í
ljós skoðanir sínar á fandsmál-
um. Jafnframt tekur hann fram
að blaðið verði eftir sem áður
blutlaust að því er snertir skoð-
anaskipti flokkanna í landinu.
Sagh blaösins á næstu árum
veröur jafnframt baráttusaga
Jakobs Möller, en hann fer
brátt að hasla sér völl á vett-
vangi landsmála og bæjarmála.
Hann er kosinn á þing 1919 og
áriö 1924 var hann skipaöur
eftirlitsmaöur banka og spari-
sjóða. Vegna ferðalaga I sam-
tfandi við þetta starf, gat hann
ekki haft á hendi ritstjórn Vís-
is lengur, ef vel átti að vera.
Nýr ritstjóri var ráðinn að blaö-1
inu. Það var Páll Steingrímsson.
Hann hafði verið starfsmaöur á
Pósthúsinu, áhugamaður um
leikhús og bókmenntir. Hann
stjórnaöi bfaðinu allt fram til
1938.
Um leið og Jakob Möller lét
af ritstjórninni varð Vísir sam-
eign hans, Páls og Jóns Sigur-
pálssonar, afgreiöslumanns þess,
síöar eða 1932 sameign þeirifa
tveggja, Jakobs og Páls, en 1936
var stofnuð blaðaútgáfan Vísir
hf. Fengu þeir félagar, Jakob og
Páli, Bjöm Ólafsson, stórkaup-
mann, síðfar ráðherra, I liö meö
sér (sbr. yfirlitsgrein Hersteins
Pálssonar, ritstjóra, I afmælis-
blaðinu 1960), og gegndi Björn
stjórnarformennsku allt til 1959,
er hann lét af starfi að eigin
ósk. Björn Ólafsson hafði skrif-
að mikið I blaðið löngu áður en
þettfa gerðist um verzlunarmál,
ferðamál og önnur áhugamál,
og síðar stjórnmál. Ekki er úr
vegi, aö geta þess, þar sem
mikiö útvarpsafmæli er fram-
undan í mánuðinum, að áhuga-
menn um útvarp hér f bæ stofn
uðu til félagsskapfar til reksturs
útvarps nokkrum árum áöur en
Ríkisútvarpið kom til sögunnar,
og var — einkum framan af
kallað viðvarp. Birti Vísir út-
varpserindi eftir Björn frá þess-
um tíma, og er það trúle^a
fyrsta útvarpserindi, sem flutt
var hér á landi. Geta má þess
til gamans og fróðleiks, að er
einn helzti hvatamaður aö út-
varpi, Otto B. Arnfar, gerði
fyrstu tilraun sína með útvarp,
voru skemmtikraftarnir Ámi i
Múla og Símon frá Hól og Emil
Thoroddsen. Þeir félagar sungu
Glúntasöngva og Emil lék undir.
'K’g kom að blaöinu fyrst sem
íhlaupamaður 1924, segir
Axel. Aðalmaðurinn þar þá, var
Baldur Sveinsson. Hann var bú-
inn að vera aðstoöfarmaður Ja-
kobs frá því hann kom heim
frá Vesturheimi. Hann fór að
kveöja mig til aðstoðar við sig
dag og dag. Baldur átti mikinn
þátt i að afla blaðinu vinsældfa.
Hann hafði mikla reynslu sem
blaðamaður, var lengi aðstoðar-
ritstjóri Lögbergs vestra og
haföi haldgóðfa þekkingu á
ensku.
PrentviIIa stórsynd
Blaðið hafði flutzt í Félags-
prentsmiðjuna, þegar ég kom
þar til starfa. Einar haföi unnið
mest heima og eins þeir sem
störfuðu viö blaöiö eftir þaö.
Þetta gerðum við mikið líka.
Ritstjórnarskrifstofa var eigin-
lega engin, utan skonsa inn af
prentsmiðjunni, sem þá var
beint á móti Gamla bíói. Þang-
að komum við klukkan eitthvaö
átta á morgnfana og þá venju-
lega með eitthvert efni undir
handarkrikanum. Síðan vorum
viö þama til klukkan tvö eða
lengur, eða þangað til allt var
farið að „rúlla". Prentunin tók
öllu lengri tíma en nú gerist.
Þetta þrjá og fjóra tima. Það
var gífurlega mikið lagt upp
úr prófarkalestri á þessum ár.r
um. Þær voru vandlega lesnar
og bornar sarrfan. Það var mikil
vinna. En prentvilla þótti stór-
synd í þá daga og Páll lagði á
þetta mikla áherzlu. Eins var
nostrað mikið við myndaklisj-
urnar. Þetta var á tréklossum
og þurfti að límfa undir þetta
til að fá það rétt. Við þetta
var nostrað þangaö til gott
þótti, enda komu myndir nokk-
uð vel út í blaðinu miðaö við þá
tækni, sem notuð var.
Fréttaöflunin breyttist m>kið á
þessum tíma með tilkomu frétta
& t* ** t tOA.. .
í-»o.'x****** «■ ?.¥■. : i
*.<■ ■ *■’ X í- w *í ->w-
'■• " »■<,
' ■?>%«.• ■<: i < >.'?«
-■' ■ ’ ' • > > •■ ' ' 'A.
&<?«■ > >••• \« *■■•?• -X tó *<■:'■ <■:■'<<■
<. -. Vfí. _
:■*■■■■ i <"'<.<< %
. :-••:,• . :•>..'- •>. %>, • .
*****> ■ ••••:, I
*-•'-' '•..... < ■ ■ •• • •••• :••
:<■■■■■■■
&<■**« •M'.'Vr V. í > \ ’
■•:•• <: * <t<-V.
¥ ' V ÍX V, 4
%'«■«.< -,-■■■>■ % > V>ÍV5,
. ■■«•>•-. ■•».? í f. y,
i -•’ » 7
** ' ■■>■■ '«■ %•<*{<•- Á » '■'><■
■',:*<■', i ' ■ k?#. wr*,),',, \ ; ^yfrXf
< =■« <■>-»<* '■; ’ • '
*''•■<’$'> V ,> , jXs&fto > <
' '<■■>.. í ' /• >VÍ v •#<¥ '<• |
• •■■•:•• ■ ■ ••:■:■:■• :••-.■•.
'
> •„-• - .. <: ..
*•'••••■ ■• • 'v • •--:■
A HU'rgUH;
11
VÍSIK |
'' M lu-to -tfX-í Uxuntœ- ?
V* v<-< **£&$*$■ \
<<•> í x *■» W&A.
'><& x '* t* <.x i f'X'Mtotáxvs.
n<4>u * ■« •'-Wmír<í-¥< í'-aA
V •'• <c«•»**
vtttkíMW.
50 áru ahnarH,
í : Ctlwdar irjcuir. .;
, , :,' ■ : tUoofcuw* «*» ktoktp. \
■ i,! : i' *'»*-«’*
.............*.... «U''U,>-<U<.-’A4S' ■''<->*>•,* ■ \
***»'■ *»>»«*»« : i,*,. ú %• ,j
- ,, ..... , ,1.4*1
Fyrsta forsíða Vísis — 14. desember 1910.
stofu Blaðamfannafélags íslands.
Það komst meira form á frétta-
öflunina. — Við notuðum sím-
ann mikið 1 þá daga ekki síður
en blaðamenn I dag. Hringdum
daglega í lögreglu, slökkvilið og
á hafnarskrifstofur. Á þessum
árum vfar algengt að fara í við-
töl við fólk, sem kom erlendis
frá, ekki sízt listamenn, ís-
lenzka og erlenda. Þannig var
til dæmis talsvert haft við, þeg-
ar Anna Borg og Poul Reumert
komu tii landsins.
Bókmenntaskrif
og harðnandi
fréttamennska
Það einkenndi blaðastarfsem-
ina frá upphfafi, að margir vildu
nota þau til þess að vekja á sér
eða sfnu athygli og margir
þurftu auðvitað á blööunum að
halda.
Blaðið lét talsvert til sín takfa
á sviði bókmennta og lista og
hændust margir að þvf þess
vegna. Snemma var byrjað að
skrifa gagnrýni um bækur og
annað. Jfakob Jóhann Smári var
til dæmis lengi bókagagnrýn-
andi blaðsins. — Ýmsir mætir
menn skrifuðu Ifka f blaðið að
staðaldri á þessum árum, svo
sem Helgi Péturs, Gunnlaugur
Claejssen, Snæbjörn Jónsson,
dr. Richard Beck, Helgi Vfaltýs-
son, sem var einn þeirra manna,
sem lagði blaðinu til efni að
staðaldri, einnig Guðbrandur
Jónsson og Skúli Skúlason, sem
var svona nokkurs konar auka-
blaðamaður á tímabili, sömuleiö
is Lárus Sigurbjörnsson, rit-
höfundur.
Það var auðvitað reynt að
gera stórviðburðum eins góð
skil og unnt var við þau skil-
yrði sem um víar að ræða, en
jafnnframt var sami sperring-
urinn við að koma blaðinu út
á skikkanlegum tfma. Ég minn-
ist þess sérstaklega, þegar tai-
sambandið v"ð útiönd var opn-
aö. Þá var beðið með blaðið. Það
var opnað um hádegið og Vísir
var kominn með frásögnina f
eftirmiðdaginn. — Meðan hnatt-
flug ítala vfar hérna var maður
svefnlaus í marga daga. — Nú
þaö var líka reynt aö sinna
nýjungum f atvinnulífinu og þvf
um líku. — Og auðvitað byrj-
faði strax samkeppnin milli blaö-
anna um að vera fyrstir með
fréttirnar.
Vísir var alltaf frjálsari frá
flokkspólitfkinni en hin blöðin.
Jakob hélt að vísu áfram að
setja svip á blaöið með sinni
tíaráttu. Páll var ötull liðsmað-
ur ,hans. Fyrst f staö í ritstjóm-
artíö Páls var veriö að reyna
að halda lífinu í frjálslyndum
flokki, broti af gamla Sjálfstæð-
isflokknum og Jakob var aðfal-
forvígismaður hans og í and-
stöðu við íhaldsflokkinn. Svo
kemur að því að deilur falla nið-
ur milli þessara flokka og þeir
sameinfast. Jakob gerði grein
fyrir sameiningunni í grein, sem
hann birti í júní 1929. Upp frá
þyí tengdist Vísir Sjálfstæðis-
flokknum. En það hefur alla tíð
verið laustengdara honum en
önnur stuðningsblöð hans.
Stór skref
Eftir þriggja missera ritstjóm
stækkaði Páll blaöið um þriðj-
ung í broti og f ársbyrjun 1929
er Vísir stækkaður því sem
nfam 2 dálkum. Þetta sýnir að
Páll hafði ekki svo lítinn metn-
að í útgáfunni. Hann efldi blað
ið Iíka til menningarlegra á-
hrifa og lagöi áherzlu á að þaö
væri vandað að efni og mál-
ffari.
1. desember 1934 er svo enn
ráðizt í stóra stækkun á blað-
inu og var það þá 54x39 cm
í broti. Hersteinn Pálsson. sem
síðar varð ritstjóri, varð blaða-
maður hjá okkur áður en rit-
stióm3rtíma Páls lauk. Síðan
tók Kristján Guðlaugsson við
ritstjórninni af Páli. Hann var
þá ungur lögfræðingur og stóð
framarlega í röðum ungra Sjálf-
stæðismanna. Jafnframt fjölgaði
starfsmönnum við blaðið. Efnið
var fjölbreyttara og blaðið efld-
ist jafnt og þétt úr því. — En
þá er tekið fað hilla undir okkar
tíma og saga blaðsins upp frá
þvf mun betur kunn. — JH