Vísir


Vísir - 30.01.1971, Qupperneq 8

Vísir - 30.01.1971, Qupperneq 8
V1SIR . Laugardagur 30. janúar 1971. Otgefandi: Reykjaprent öf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjólfsson Ritstjóri • Jónas Kristjánsson rréttastjóri: Jón Birgit Pétursson Ritstjómarfulltrói • Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Brðttugötu 3b Simar 15610 11660 Afgreiösla Bröttugötu 3b Slmi 11660 Ritstjórn ■ Laugavegi 178 Simi 11660 f5 llnur) Áskriftargjald kr. 195.00 á mánuði innanlands f lausasöíu kr. 12.00 eintakiö Prentsmiöja Visis — Edda hf. ■12231 Ofíjölgun mannkyns VJargir munu eflaust hafa horft og hlustað á viðtalið sem sænska sjónvarpið hafði Við vísindamennina, sem hlutu nóbelsverðlaunin 1970, en þátturinn var sýndur í sjónvarpinu hér fyrir nokkrum dögum. Ýms- ar spurningar voru lagðar fyrir vísindamennina, m. a. sú, hvaða hættu þeir teldu nú vofa mesta yfir mann- cyninu. Þeir virtust sammála um, að svo fremi að nannkynið eyddi ekki sjálfu sér innan skamms í eldi oeirra ógnarafla, sem því hefur nú tekizt að ná valdi yfir, væri fólksfjölgunin hættulegust, því að hún hefði í för með sér svo margvíslegan vanda. Mannfjöldinn á jörðinni verður orðinn óhugnan- lega mikill eftir eina öld, ef þróunin verður hin sama og nú er. Verði ekki á næstu áratugum fundnar upp aðferðir til þess að framfleyta öllu þessu fólki, árang- ursríkari en þær, sem nú eru notaðar, er voðinn vís. Því er haldið fram, að betur og jafnar megi skipta lífsgæðunum en nú er gert, en jafnvel þótt þar yrði um bætt, mundi það sem til umráða er ekki endast öllum nema skamman tíma. Framleiðslan þarf að aukast svo gífurlega með. hverju árinu, sem líður, ogj að því hlýtur að koma, að auðlindir hnattarins þrjóti. Menn héldu lengi, og halda sumir eflaust enn, að auðæfi hafsins væru óþrjótandi. Það var gengið misk- unnar- og fyrirhyggjulaust á fiskstofnana, þangað til menn vöknuðu við vondan draum og fóru að sjá fram á, að of nærri mundi gengið sumum tegundunum. Sumir eru enn að reyna að halda í þá von, að síldin komi aftur og hægt verði að ausa henni upp eins og þegar bezt lét hér á árum áður. Vafalaust er talsvert af síld í sjónum ennþá, og vel má vera að göngur hennar hér að landinu aukist eitthvað aftur að nokkr- um árum liðnum, en það er varla skynsamlegt að halda að sú dýrð standi lengi. Svo er og um þorskinn og fleiri neyzlufiska, sem sótt er að með síauknum fjölda skipa og fullkomnari veiðitækjum. Allt stefnir í sömu átt. Það er gengið um of á auðæfi bæði lands og sjávar. Þar við bætist svo, að mengunin eykst með vaxandi mannfjölda og gróður jarðarinnar spillist og eyðist. Svoria eru horf- urnar á þessu nýbyrjaða ári, þrátt fyrir sívaxandi vís- indalega þekkingu og að ráðamenn einstakra þjóða og einmitt þeirra sem mestu ráða um þróun mála í heiminum, vita mætavel hvað í húfi er. Vísindamennirnir segjast litlu fá ráðið um ákvarð- anir stjórnmálamannanna, en þrátt fyrir það verðum við að trúa því, að „vísindin efli alla dáð“, að það verði vísindamennirnir, sem finni leiðina út úr ógöngunum og að ráðum þeirra verði farið, að uppgötvanir þeirra verði í sívaxandi mæli hagnýttar jarðarbúum til bless- unar, en ekki öllu lífi og jafnvel hnettinum sjálfum til tortímingar. Byltingin hans Nixons „Valdið fengið almenningi“ \\ ( \{ ; | . ’s 'X % •í I }) \\ íí „Við skulum horfast í augu við staðreyndir," sagði forset- inn. „Flestir Bandarfkjamenn eru um þessar mundir lang- þreyttir á hinu opinbera á öll- um stigum. Þeir munu ekki og ættu ekki að þurfa að una leng- ur við mismuninn á loforðum og framkvæmdum." Til aö bæta úr þessu ástandi hét Nixon „nýrri amerískri bylt- ingu, friðsamlegri byltingu, þar sem valdið er aftur fengið í hendur almenningi". John Mitchell dómsmálaráð- herra kaMaði ræðu forsetans „mikilvægasta skjalið, síðan stjórnarskráin var rituð“, I upp- hafi sjálfstæðis Bandaríkjanna. Þingmenn voru eitthvað tregari tii að lofsyngja ræðuna. Frétta- menn segja, aö þingmónn hafi ékki tekið stefríúvfirlýsingu Bandarikjaforseta jafn kulda- lega í tuttugu ár. Margir segja, að ræða forsetans hafi verið allt of „uppblásin", enda hætti Nix- on til þess að hafa stór orð um hlutina. Hins vegar hafi forset- inn vafaíaust vi'lja til að gera umbætur á þjóðlífinu, en ekki er víst, að hann geti ráðið því. „Myrkri nótt lokið“ „Við 'höifum þraukað af langa og myrka nótt hins ameriska anda. En nú er nóttinni að ljúka“ Þannig mælti forsetinn og ræddi vonir ungu kynslóðar- innar og þeldökkra landsmanna TiMögur Nixons um umbætur þurfa að ná samþykki á þinginu, bar sem andstöðuflokkur hans, demókratar, ha'fa meirihluta. Af ti'llögum Nixons, sem fram komu í ræöunni, eru þær breyt- ingar helztar á döfinni, að ráðu neytum verði fækkað og rikis- sjóður leggi mikið fé af mörk- um ti'l sveiíarstjóma og fylkis- stjórna. I»á heldur forsetinn á- fram til streítu fyrri tiílöigum um breytta tiihögun trygginga og fleira. Forsetinn vill fækka ráðuneyt um niður í átta. Aðeins utan- ríkis-, fjármála-, varnarmála- og dómsmálaráðuneytin munu standa óhögguð, en í stað ann- arra ráðuneyta koma fjögur ný. Sérstakt þróunarráðunevti kem- ur ti'l skjalanna. Sérstakt ráðu- neyti fyrir náttúruauðlindir bein ist að mengunarvörnum. Sér- stakt ráðuneyti fjaliar um „manninn" og leysir af hölmi heilbrigðismála-. menntamðla- og félagsmálaráðuneyti. T.oks gerir Nixon ráð fyrir ráöuneyti, sem fjal'Ii um málefri samfélags- ins. Hllllll m mm ddbdhddddddd Umsjón. Haukur Helgason: — eðo „vindur i vatnsglasi"? • Richard Nixon forseti Bandaríkjanna og maður liægfara í stjórnmálum boðar nú byltingu £ þjóðmálum lands síns. í stefnuyfirlýsingu forsetans, er þing kom saman, kvaðst Nixon mundu gjörbreyta aðstæðum I Bandaríkj- unum. Forsetinn byggir tillögur sín- ar á á'liti nefndar, sem hann skipaöi ti'l þess. Hann telur, að þessi nýskipan muni leiða til betri þjónustu hins opinbera við fuMnægingu á þörfum þjóð- félagsborgaranna. Nixon vill með þessu gerast forvígismaður umbóta og ganga sem slíkur til forsetakosninganna 1972. • Öllum fjölskyldum tryggð lágmarkslaun Umbætur felast hins vegar ekki í nafnabreytingum einum eða endurskipulagningu ráðu- neyta. Mun forsetinn væntan- lega fýlgja eftir með tillðgum um gagngerar umbætur, Til þessa hefur hæst borið áætlun ríkisstjórnarinnar um fjölskyldu hjálp, sem ekki náöi fram að ganga á síöasta þingi vegna „tímahra'ks", en mun nú vera tryggður framgangur. Með frum varpinu mundu sérfwerri fjölskyldu vera tryggðar lágmarkstekjur á ári. — Tekj- ur þessar kæmu inn annað hvort vegna vinnu eða vegna opinberra styrkja. RíkisStjórnin hyggst ganga betur fram í því en gert hefur verið, að fólk, sem nýtur opinbérrar aðstoðar geri eitthvað að ráði til þess að reyna að afla sér tekna. Nixon hefur einmitt gagnrýnt ákaft það, sem hann kallar „eyðslu- hít", er margir hafi. styrki, svo sem atvinnuTeysisstyrki, án þess að reyna nokkuð til að fá vinnu. Nixon telur, að margir „lifi á hinu opinbera af því einu að þeim þyki það þægiiegast". Gegn því, aö bætt yrði úr þessum ágöllum styrkjakerfis- ins, yrði fjölskyldum tryggöar lágmarkstekjur að minnsta kosti. Auka sjúkratryggingar Nixon vi'B auka sjúkratrygg- ingakerfið en jafnframt eyða ágölilum þess og einnig hér finnst 'honum of mikiu evtt. Mörgum frjálslyndum þingmönn um mun þykja gott um þessa stefnu forsetans, en Nixon vill ekki ganga mjög langt í þessum efnum að svo stöddu. F.itt hið m;kilvæ.aasta. sem forsetinn lagði til i stefnuyfir- lýsingu sinni, er mikil tilfærsla fjármuna, sem ríkið fær í skatta tekjur Nixon vi'll, aö fylkis- og sveitarstjórnir fái mikið fé af þessu, og megi þær ráðstafa þvi eins og þær viljj. Mjög óvíst er. að þingið muni samþvkltia betta. Á sama hÁu: -y,’' Égmm:-'-' I E Nixon bak við gler. Forsetinn situr einn í stofu sinni og hugs- ar, ef til vill uin umbótaáætlan- ir sínar. er aTls óvíst,.að þingmenn sam- þykki breytingar á skipan stjóm kerfisins. Byltingin hans Nixons er í burðarliönum. Segja má, að lítið sé enn fram komið af henni. Margir segja, að þetta sé eintómur vindur í vatnsglas' Forsetinn elski stór orð og geri fátt. Frjálslyndir repúblikanar binda hins vegar vonir við bess- ar yfirlýsingar og vaenta frarn- hald*.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.