Vísir - 18.02.1971, Side 13

Vísir - 18.02.1971, Side 13
V t SIR . Fimmtudagur 18. febrúar 197L 13 „I hinu þráðlausa eld- húsi hefur galdramað- urinn enga eldavjel44 — sagt frá merkilegri uppfinningu islenzks rafmagnsfræðings i Visi fyrir 60 árum — fyrsta fréttin um örbylgjuofninn Gómsætt í pottunum Þeir hljóta að hafa eldað eitthvað gómsætt í þessu eldhúsi, sem er nýtízkulegt og þráðlaust eflaust að hluta — en kannski varla eins fullkomið og ætla mætti, ef litið er sextíu ár aftur í tímann og hugsað til þess, að þá var þegar búið að gera örbylgjuofn — þó frumstæður værl. ‘ ' Eldhúsið er dæmigert fyrir stórt eldhús matsölustaða og stofnana okkar tíma. Þetta er ungverskt og það er Malev flugfélagið ungverska, sem á viðskipti við það. „Tjráðlaus eldhús er hún köll- ■^uð nýjasta uppfundning hins hugvitssama landa vors C. H. Thordarscmar í Chicago, en með henni má sjóða mat með þráð- lausum rafurmagnsstraumum. Þessa uppfundning gerði hann kunna nýlega á rafmagnssýn- ingu þar í borginni og þótti hún þegar hið mesta furðuverk“. — Þannig hefst frétt í Vísi fyrir um það bil sextíu árum, 26. febrúar 1911. Og um Ieið er þarna sagt frá fyrsta örbylgjuofninum í frétt hér. Á þessum 60 árum sem liðin eru síðan þá, hefur tæknin þróazt, en viðhorf al- mennings til ýmissa tækninýi- unga e.t.v. minna, því enn þann dag í dag vita fæstir skil á hin um ýmsu tækjum, sem viö höf um nálægt ok'kur. Og við lítum á örbylgjuofninn sem hinn mesta undragrip. Þess vegna þarf það ekki að hlægja okkur þótt fólkið í Chicago hafi stað- ið furðulostið fyrir framan tækninýjung Thordarsonar og haldið að um galdra væri að ræða. J fréttinni segir ennfremur eft ir einu blaðanna í Chicago: „Frá íslandi hefur komið Edi- son sýningarinnar í persónu C. H. Thordarsonar, og hefur hann breytt hinu þráðlausa masi í samfasta ræðu og til heillavæn legra þarfa fyrir eldabuskuna. í hinu þráölausa eldhúsi heifur galdramaðurinn enga eldavjel kol eða gas. Á marmarahellu eða pappírsblað setur hann þessi undramaður aluminium- plötu. Á hana hellir hann svo innihaldinu úr hænueggi og með an þú stendur undrandi yfir, hver þremillinn úr þessu ætlar að verða steikist eggið, sem á sjóðandi pönnu. Hjörtur Þórðarson — maðurinn — bekktari Undrandi hvernig þetta hafi mátt verða bregður þú fingrin um varlega á marmarahelluna, — hún er ísköld sem áður, og þú verður því engu nær hvemig eggin hafa verið steikt". Sfðan er lýst öðrum sjónhverf ingum Thordarsonar og hann gefur skýringu á galdrinum. — Hann segir: „Vel þekktir eig- inleikar rafmagnsins eru hafðir til að framkvæma þessi irndur. Jeg tek 110 vólta vixlustraum frá leiðara hjer f byggingunni og léiði strauminn undir bekk- inn sem bakaraofninn minn stendur f og tengi hann við seg ul sem ég hef undir marmara- hellunni. Rafmagnið er það sem kölluð er „sextug hringrás", er vixfeð 120 sinnum á sekúndu. — Hin snögga skifting skautanna í seg ulstálinu gerir galdurinn". islenzki uppfinninga- i enska heiminum en hér á landi Cögubókum okkar er áfátt — eða vantar þar ekki upp- lýsingar um ýmsa landa okkar, sem komið hafa við sögu, t.d. vísindanna? Það voru fáir, sem könnuð- ust við nafnið C. H. Thordar- son, begar leitað var upnlýsinga um hver þessi uppfinningamað ur væri. Það kann e.t.v. vera af bvf, að stafsetning nafnsins f Vísi fyrir 60 árum er á ensku. Séra Benjamín Kristjánsson leysti vandann og kvað hér vera um Hjört Þórðarson í Chicago að ræða. „Hann var faeddur á Stað f Hrútafirði árið 1867 og fluttist vestur um haf með móður sinni og systkinum árið 1876. Hann fór að stunda raf- magnsiðn og setti upp eigið verk stæði og fyrirtæki. Hann varð nafnkunnur upp- finningamaður, gerði fleiri hundruð uppfinningar og var þekktari f enska heiminum en hér, — nafnkunnur rafmagns- fræðingur. Hann var f borgar- stjóm Ohicago á sínum tfma og átti eitt bezta safn fslenzkra bóka f Vesturheimi, sem háskól inn í Wisconsin keypti að hon- um látmtm. Árið 1930 var hann kjörinn heiðunsdoktor við Há- slkóla Islands. Hjörtur Þórðarson lézt 6. febrúar árið 1945.“ HUSGAGNAVERZLUN GUDMUNDAR GUÐMUNDSSONAR Stærsti húsgagnaframleiðandi lands- ins býður yður upp á fjölbreyttasta úr- val af bólstruðum húsgögnum sem völ er á á einum stað. MJÖG HAGKVÆMIR GREIÐSLU- SKILMÁLAR. GREIÐIST MEÐ JÖFNUM AFBORGUNUM Á TVEIMUR ÁRUM.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.